Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 14
14
MÖKij UNB LAÐ10
' Fiiiftttitudágur 12. scpt. 1963
Guðrún V. Hálfdánar-
dóttir frá Hafranesi
Fædd 26. júlí 1880.
Dáin 30. júlí 1963.
VIÐ íslendingar höfum ýmis
þjóðareinkenni, sem mótazt hafa
öld af öld. Harðlynd náttúra,
fátækt og fámenni í stóru og
torfæru landi hlutu að skapa
hér harðgert, þolgott og nægju
samt fólk, sem undi hag sínum
og naut oft í ríkum mæli þeirra
fábreyttu lífsgæða, sem féllu
í skaut þess fyrir elju og erfiði
langra daga.
Þótt fjölmenni væri fyrrum
á flestum býlum og störfin marg
slungin, þá var í flestum sterk
löngun til kynna af fleira fólki
fregna af fjarlægum ættmenn-
um og vinum og jafnvel fram-
andi mönnum og þjóðum. Öld
blaða og útvarps er enn aðeins
fárra áratuga gömul hér á
landi. Áður var því hver gest-
ur kærkominn fréttamaður, sem
fágnað var og veittur hinn bezti
beini og sómi. Gestrisnin hlaut
því að verða eitt þjóðareinkenna
íslendinga. Hefur svo haldizt
víðá fram á þennan dag, þótt
fréttir berist nú með öðrum
og skjótvirkari leiðum til allra
heimila.
Við, sem höfum aldur til aö
muna nokkuð til horfins tíma,
minnumst þess fagnaðar þegar
gest bar að garði eigi sízt til
næturgistingar. Þótt langur
starfsdagur væri þá oft að
kvöldi kominn og húsfreyju eigi
sízt þörf hvíldar, þá var mörg
húsmóðirin aldrei glaðari en þá,
er hún bar fyrir gesti hina beztu
rétti og þurrkaði við erfiðar að-
stæður vosklæði þeirra. Margur
þreyttur ferðalangur hefur bless
að þann hug og þær hendur,
sem bjuggu honum jafnvel blá-
ókunnugum hina beztu hvílu,
sem völ var, og ætíð án þess að
spyrja um endurgjald eða veita
því viðtöku, þótt boðið væri.
Hlýja gestrisninnar hefur vafa-
laust borgið mörgum sárlúnum
hungruðum og vesölum ferða-
langi frá bana. Á hina verður
engum tölum komið, sem glaðir
og hressir héldu för sinni áfram
að morgni frá þeim fjölmörgu
gististöðum íslenzkrar höfðings-
lundar.
En tímarnir eru breyttir. Gest
risnin er sennilega ekki jafn
almenn sem fyrrum, og gleðin
við gestkomu virðist stundum
nokkuð blendin. Sem betur fer,
þá lifir þessi forna dyggð þó
til hinztu stundar í brjóstum
margrar húsfreyju, hún fagnar
hverjum, sem að garði ber, og
lætur hann eigi ótilneydd frá
sér fara, fyrr en hann hefur
gengið til stofu og þegið góð-
gerðir.
n.
Því hefi ég á þetta þjóíarein-
kenni drepið, að mig langar, að
minnast í þakkarskyni fátæk-
legum orðum nýlátinnar hús-
freyju, sem bar, meðan kraftar
leyfðu, hin fegurstu einkenni ís-
lenzkrar gestrisni. Guðrún V.
Hálfdánardóttir frá Hafranesi
við Reyðarfjörð var fagur full-
trúi þeirrar kynslóðar sem
þraukað höfðu og þolað harða
lífsbaráttu íslenzks strjálbýlis
ávaxtaði þau með hlýjum huga
og eljusömum höndum við hús
móðurstörf, röskan aldarfjórð-
ung við Reyðarfjörð og síðan í
höfuðstað landsins rúma tvo ára
tugi.
Kynni mín af Guðrúnu Hálf-
dánardóttur hófust þá fyrst er
hún hafði búið áratug hér í
Reykjavík með manni sínum
Einari S. Friðrikssyni. Frá
fyrstu komu minni til hinnar
síðustu á heimili þeirra fann ég
þann yl höfðingsskapar og
hjartahlýju sem aðeins fáum
auðnast að veita. Aldrei bar gest
svo að garði þeira, að honum
væri eigi boðið fagnandi til
stofu til ræðna við hinn fróða
og skemmtilega húsbónda, með-
an húsfreyja bjó þeim hinar
beztu veitingar og tók síðan
glöð og hjartahlý þátt í viðræð-
um þeirra. Enga veit ég hafa
gengið af meiri gleði til eldhús-
verka og fyrirgreiðslu við gesti
sína en Guðrúnu. Hún naut
þess að sinna hinu göfuga hlut-
verki gestgjafans. Svo virtist,
sem ánægja hennar væri því
meir sem fleiri sátu til borðs
og þeir dvöldust lengur. Þetta
fundu og vissu allir, sem til
þekktu. Þess vegna urðu þeir
dagar fáir, er ekki komu fjöl-
margir inn á heimili Guðrúnar
og Einars. Samhent löðuðu þau
alla til sín. Þau voru vissulega
hamingjusöm hjón, svo mjög
sem þeim auðnaðist að veita
öðrum, hressa þá og gleðja.
m.
Guðrún Vilborg Hálfdánardótt
ir fæddist að Hafranesi við
Reyðarfjörð 26. júlí 1880. Ólst
hún þar upp hjá foreldrum sín-
um, hjónunum Jóhönnu Einars-
dóttur og Hálfdáni Þorsteins-
syni. Þótt Guðrún nyti eigi
skólagöngu fremur en þá tíðkað-
ist, kom fljótlega í ljós, hvílík-
um kvenkostum hún var búin.
15. maí 1902 giftist hún granna
sínum og leikfélaga Einari
Sveini Friðrikssyni frá Þernu-
nesi. Bjuggu þau síðan myndar
búi í 30 ár á föðurleifð Guðrúnar
Við fjölþætt búsýslu- og trún-
aðarstörf bónda síns naut Guð-
rún snemma frábærrar skap-
gerðar sinnar og húsmóðurhæfi
leika, sér og sínum til yndis og
sóma og gistivinum til ótalinna
ánægjustunda.
Árið 1932 fluttu þau hjón til
Reykjavíkur og bjuggu lengst
af á Nýlendugötu. En frá 19. ág.
1947 til æviloka bjuggu þau að
Nökkvavogi 13, en þar höfðu
þeir feðgar, Einar og Hálfdán
sonur hans, reist sér snoturt hús.
Þótt samgöngur væru alltorveld
ar hingað í Vogahverfi fyrstu
árin, varð fljótt gestanauð mik-
il á heimili þeirra sem áður og
sannarlega að vilja þeirra. Hér
eignuðust þau einnig marga
nýja vini meðal granna sinna, og
reyndar þótti okkur mörgum
sem Nökkvavogur 13 skjpaði
nokkurn sérstæðan sess í þess-
ari ungu byggð, þótt húsið bæri
engin sérkenni. Nú var orðinn
stór hópurinn barna og barna-
barna, fornra og nýrra granna,
frænda, vina og kunningja, sem
lagði leið sína til hinna öldr-
uðu heiðurshjóna. Enginn þurfti
að eiga þangað sérstakt erindi.
Það var að dómi húsráðenda
nóg erindi að setjast niður,
rabba saman og njóta góðs
beina. Fyrir margar slíkar stund
ir vil ég þakka.
En nú leið að sólarlagi. Hjarta
Sjúkdómur, sem Einar hafði
kennt um árabil, felldi hann
skyndilega að velli 28. júlí 1953.
Og nú sannaðist sterkar en
nokkurn hafði grunað, hve ævi
þeirra hjóna var traustlega sam
anslungin. Þegar fallinn var sá
stofn, sem staðið hafði hlið við
hlið Guðrúnar meira en hálfa
öld, þá brast fljótlega líkams-
og sálarþróttur hennar. Var svo
sem gleðilind hennar og lífs-
uppspretta væri þorrin. Um ára
bil lá hún síðan rúmföst, ósjálf-
bjarga oftast. Hún lézt 30. júlí
þ.á., tiu árum og tveimur dögum
eftir lát bónda síns.
Pretoríu, 5. sept. — NTB-Reuter.
DR. Hendrik Verwoerd, forsætis-
ráffherra Suffur-Afríku, neitaði í
ræðu í kvöld að hann hafi boðizt
til þess aff yfirtaka hin þrjú
vemdarsvæffi Breta í S-Afríku,
IV.
Þótt síðasti æviþáttur Guð-
rúnar yrði fábreyttur og um
flest andstæður fyrri árum
hennar, má eigi svo við þessa
sögu skilja, að þar sé eigi get-
ið frábærra aðhlynningar, sem
hún naut þá hjá Hálfdáni, syni
sínum og konu hans, Ingibjörgu
Erlendsdóttur. Öll þessi sjúk-
dómsár lá hún í íbúð sinni og
naut slíkrar hjúkrunar, alúðar
og umhyggju að einstætt mua
vera.
Reyndi þar að sjálfsögðu mest
á tengdadótturina. Veit ég og
allir kunnugir, að hún hefur
með frábæru jafnaðargeði sínu,
samvizkusemi og góðvilja unn-
ið afrek, sem ekki gleymist. Á
gleðidögum liðinna ára mun
aldrei hafa borið skugga á sam-
býli þessara tveggja heimilia.
Það kom reyndar engum kunn-
ugum á óvart. Við hinu hefði
þó enginn þorað að búast, að
Guðrún gæti í sárri vanbeilsu
notið árum saman þeirrar um-
hirðu og hjúkrunar á heimili
sínu, að enginn gæti á betra
kosið. Segja má því með mikl-
um sanni, að gæfuárum Guðrún
ar hafi eigi lokið, þegar heilsa
hennar brast. Langa ævi hafði
hún notið þeirrar hamingju að
gleðja aðra og hressa. En nú
þegar mest á reyndi, sannaðist
henni og öllum kunnugum, hve
gæfusöm hún var að eiga þá
tengdadóttur, sem aldrei taldi
eftir sér tíma eða erfiði til að
líkna og hjálpa, þótt hún þyrfti
jafnhliða að sinna öðrum hús-
móðurstörfum sínum á stóru
heimili og fleiri skyldustörfum
í þessu vandasama starfi nutu
þau Hálfdán og kona hans að-
stoðar og margfaldra þakka syst
kina hans: dr. Friðriks yfirlækn-
is, Önnu, Jóhönriu, Egils, Skúla
og Láru og fóstursysturinnar
Þórunnar Sigurðardóttur. Seint
og snemma vitjuðu þau sinn-
ar sjúku móður og vissu, hve
vel var að henni búið.
V.
Langri starfsævi er lokið. Við
sem nutum þess að eiga sam-
leið með Guðrúnu Hálfdánar-
dóttur og nágrenni við hapa,
þökkum henni alla gestrisni og
gleði liðinna ára. Af hennar heim
ili gengum við ætíð auðugri en
við komum, því að lífsgæfa
hennar var sú að gleðja alla,
sem á fund hennar gengu. Sliku
fólki er gott að kynnast.
Bechuanaland, Basutolanú og
Swaziland. Hélt Verwoerd því
fram ,.ff fréttir um þetta væru
annaffhvort falsaffar effa rangtúlk
affar. Ættu þær rætur sínar að
rekja til tillögu, sem sett hefffi
veriff fram í góðum tilgangi í því
skyni aff hjálpa þessum þremur
landssvæffum aff öfflast stjórn-
málalegt og efnaliagslegt sjálf-
stæffi.
Verwoerd kvað þessa tillögu
byggða á þvi að viðhalda þeirri
stefnu, sem Bretar hefðu rekið á
þessum svæðum. Engar breyting-
ar yrðu gerðar nema með sam-
þykki íbúanna, sagði Verwoerd i
ræðunni í kvöld.
Umrædd tillaga kom fram i
ræðu á flokksþingi Þjóðarflokks-
ins (flokks Verwoerds). Sagði
Verwoerd þá: „Ef Suður-Afrika
færi með málefni þessara svæða.
gætum við leitt þau til efnahags-
legs og stjórnmálalegs sjálfstæði*
á miklu skemmri tíma en Bretar.
Bretar geta tryggt svæðu-ium
stjórnmálalegt sjálfstæði en eklu
efnahagslegt sjálfstæði",
Faðir okkar
BJARNI JÓNSSON
trésmiður, frá Hvammi í Skorradal,
sem andaðist hinn 4. sept. 1963 verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 13. sept. 1963 kL 1,30 e.h.
Jón Bjarnason,
Sverrir Bjarnason, Kristrún Bjarnadóttir.
Minningarathöfn xun son okkar og bróður,
GUÐFINN MARELSSON
sem drukknaði af Erlingi III. þann 6. ágúst s.l. fer fram
í Eyrarbakkakirkju laugardaginn 14. sept. kl. 2 s.d.
Sigríður Gunnarsdóttir,
Marel Þórarinsson,
Ingibjörg Marelsdóttir,
Guðni Marelsson.
Jarðarföp
FRIÐRIKS ÁGt STS HJÖRLEIFSSONAR
skipstjóra.
Vesturbraut 20, Hafnarfirði,
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
13. þ. m. kl. 2 e.h.
Dætur og tengdasynir.
Hjartans þakklæti færum við öllum fyrir auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
ÖNNU SIGURÐARDÓTTUR
Stórholti 14.
Helgi Jörgensson og dætur.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu
okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför
ÖNNU SIGRID GUNNLAUGSSON
Ella Halldórsdóttir, Ólafur Halldórsson,
Gunnlaugur Halldórsson, Guðný Klemensdóttir,
Axel Halldórsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir,
Gunnar Halldórsson. og bamabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum, sem veittu hjálp
og sýndu samúð við fráfall og útför eiginmanns míns,
aía, föður og tengdaföður
ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR
járnsmiðs, Borgarnesi.
Sérstaklega þökkum við Félagi iðnaðarmanna í Borg-
arnesi fyrir þeirra miklu aðstoð og hluttekningu.
Guðleif Jónsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir,
Ása Ólafsdóttir, Kristján Ólafsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og útför
JÓNS ARASONAR
Rannveig Einarsdóttir, Bóthildur Jónsdóttir.
Ég þakka af alhug öllum þeim, sem sýndu mér vináttu
og margvíslegan heiður á sextugsafmæli mínu 30. ágúst
síðastliðinn.
Jens Guðbjörnsson.
Innilegt þakklæti til allra sem minntust mín á 70 ára
afmæli mínu 9. sept. s.l.
Stefanía M. Tómasdóttir,
frá Járngerðarstöðum.
Atvinna
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þeear.
TJpplýsingar á skrifstofunni.
AXMINSTER, Grensásvegl 8.
Helgi Þorláksson
Verwoerd vill fara með
mál brezkra landssvæða
Segist geta crðsfoðað Bechuanaland,
Basutoland og Swaziland betur
en Bretar