Morgunblaðið - 12.09.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.09.1963, Qupperneq 17
r'immtudagur 12. sept. Í99$ MORCUNBLAÐIÐ 17 — Bókmenntir Framh. ai bls. 13 „Laer av din kærlighet og av dine kære, hvordan en mann i all sin ferd skal være. Deres lykke er din. Deres sorg skal du bære“. ’’ Að lokum er kvæðaflokkurinn- „Pá Nebo Bjerg“. Ljóðsnildin er þar söm og áður, en nokkuð finnst mér skorta á að boðun og heimspeki kvæðanna veki áhuga lesandans, enda þótt margt sé þarna stórvel sagt. Þó sannar flokkurinn það, að Arnulf Över- land er raunverulega religíöst leitandi maður, þótt hann vilji helzt ekki við það kannast. Gullfalleg og meistaraleg kvæði eru: „Min siste venn“, og „Jeg gár omkring“. Einkum virð- ist mér hið síðara ógleymanlega fallegt, en vil ekki skemma það fyrir lesandanum með því að til- færa nokkuð úr því. í Noregi töldu gagnrýnendur að Överland hefði ekki bætt neinu við list sína eða snilld með þessu ljóðakveri. En ég er því ekki sammála. Ég held^ið aldrei hafi verið jafnmikið af mannlegri hlýju, gleði yfir lífinu, mildi og vizku í ljóðum hans en einmitt »ú. „Ár Pá En Strand“ eftir Gunn- er Reiss-Andersen auðkennist einnig af snilld og kunnáttusemi. Gunnar er nú gamall maður, fæddur 1896, raunar eldri en árin segja til, og virðist lífið ekki hafa farið vel með hann. Prýðilegt Ijóðskáld hefur hann jafnan þótt, kunnur af glæsilegri málsmeð- ferð, andríki og fyndni. Náttúru- stemmingar hans eru margar hverjar töfrandi, indælar og ferskar. Á þeim ber líka einna mest í þessari bók hans. í fyrsta kvæðinu: „Vinden“, ómar svo ljúfur ’galdur að orðin og hend- ingarnar grafast í huga manns og vilja ekki gleymast: „Vinden, den blá matrosen som kom fra den ville sjö, danset rried nyperosen, den blyge, den bleke rö. Böd henne op med det samme; da alle söstrene sov, var hun en dansende flamme, stormvindens flammende rov! Vinden fra dypen sjö sang hele tiden det samme: Danse, danse og dö“. Árstíðirnar, gróður, regn og blær, ljósbrigðin á sjó og himni, kliður vindsinS, þyturinn í trján- um, klettarnir á ströndinni, allt fær þetta líf í hendingum hans og verður að myndum, er standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Leikni sinni og töfra- brögðum rímsins hefur hann hald ið til fullnustu. Vinnubrögð hans eru mjög skemmtileg; hann vef- ur efnið, sem í leik inn í hend- ingarnar, sjá t.d.: „Huset pá dei^ andre siden“, „Midnatt", hið satir íska „Crepusculum“ og „Strofer i blátt", að nokkur séu nefnd. Þá er kvæði hans til skáldbróðursins Alf Larsen stórfallegt, sterkt og vel gert kvæði — þótt ekki geti ég varist þeirri hugsun að þar sé full miklu púðri eytt á of lítið skotmark. í kvæðum Gunnars Reiss-And- ersen gætir alíoft þjóðfélags- ádeilu, en oftast í óbeinu formi, alloft blönduðu kímni eða satíru, eins og í „Crepusculum". Heim- spekilegar hugleiðingar um lífið og dauðann kann hann einnig að vefa í kvæði sín, svo að úr verði skáldskapur, og gætir þess ef til vill meira í þessari bók en nokk- urri annarri. Oftast fer hann með slíkt efni á táknrænan hátt — og fyrir kemur að táknin eru nokkuð langsótt, eins og í kvæð- inu: „Gaven“, er hefst með þessu snjalla erindi: „Der kommer nervöse dager da det vi vil finne, — og finne det má og skal vi, — gjemmer sig bort, mens det vi har glemt der glemselens dyp er sort, plutselig lenker vor hánd til ét brennende minne“. Á SVÆÐAMÓTINU í Halle tefldi sigurvegarinn L. Portisch margar snjallar skákir. Portisch er 26 ára gamall Budapest-búi og hefur verið fremsti skákmað- ur Ungverja sl. 3 ár. Ég kynntist Lajos á heimsmeistaramóti ungl- inga í Antwerpen 1955. Þar tefld- um við í sama riðli og mættumst í 2. umferð. Portisch sigraði eftir harða og skemmtilega viðureign. Portisch tefldi á 2. borði á stúd- entamótinu í Rvík 1957, svo að íslenzkir skákunnendur muna ef- laust eftir þessum geðfellda og prúvia manni. Hér kemur svo ein af vinningsskákum stórmeistar- ans tefld í 1. umferð við undir- ritaðan. Hvítt: L. Portisch. Svart: Ingi R. Jóhannsson. Kóngsindversk vörn. 1. c4 Rfð 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0—0 5. d4 d6 6. Rf3 Rc6 7. 0—0 e5 8. d5 Re7 9. e4 Re8 10. b4 Þessir leikir voru leiknir „á tempo“, þar sem þessi þyrjun hefur verið nokkuð ofarlega á baugi undanfarið. Auk þess hafði ég sérstaklega undirbúið að tefla hana, þar sem svarta staðan býður upp-á flækjur og mikla baráttu. 10. — f5(?) Herdís Jakebsdóttir Miniging F. 5. ágúst 1875. D. 2. sept. 1963. HERDÍS var fdd að Grímsstöð- um í Mývatnssveit. Faðir hennar var hinn landskunni atorkumað- ur og samvinnufrömuður Jakob Hálfdánarson, en móðir Petrína Kristín Pétursdóttir frá Reykja- hlíð. Átti hún því ekki langt að sækja dugnað og framtakssemi. Þegar Herdís var 7 ára fluttu foreldrar hennar til Húsavíkur og þar ólst hún upp í glöðum syst- kinahópi. Árið 1897 fór Herdís ásamt Aðalbjörgu systur sinni til Kaup- mannahafnar og lærði þar ýmis konar handavinnu, svo sem vefn- að, saumaskap og bastvinnu. Árið 1912 giftist hún Birni Vig- fússyni söngkennara og nú virt- ist lífið brosa við henni, þyí að einnig hún hafði mikið yndi af söng og bæði höfðu þau hjónin brennandi áhuga á bindindismál- um. En þá dró skjótt ský fyrir sólu, því að hún missti mann sinn eftir tæpra tveggja ára sam- búð. , Þá mun henni í fyrstu hafa fundizt sem lífið framundan yrði tómt og gleðisnautt. Þó var það huggun að hún átti elskulega systur, og ári eftir lát manns síns flutti hún til Eyrarbakka til Aðalbjargar systur sinnar og manns hennar, Gísla læknis Pét- urssonar. A heimili þessarar syst- ur sinnar dvaldi Herdís i sam- fleytt 42 ár að því undanskildu að hún ferðaðist um og héít handavinnunámskeið. Þær skildu ekki samvistir fyrr en Herdís var orðin svo farin að heilsu að hún þurfti að vera í sjúkrahúsi. Herdís hafði mikinn áhuga á félagsmálum. Á unga aldri var hún ein af stofnendum Kvenfé- lágs Húsavíkur og árið 1928 stofnaði hún ásamt Halldóru Bjarnadóttur Samband sunn- lenzkra kvenna, sem þá náði yf- ir 4 sýslur. Var hún formaður þess í 20 ár. Sýnir það hvaða traust félagskonur höfðu á henni að hún hélt áfram að vera for- maður sambandsins í 4 ár eftir að hún var flutt úr héraðinu til Reykjavíkur. En þá mun hún hafa beðizt undan endurkjöri. Enda var hún óþreytandi að ferðast á milli félaganna til að flytja fræðandi og hvetjandi fyrirlestra, og fékk einnig aðra til þess. Herdís var eldheit kvenrétt- indakona og fann sárt til þess 11. Rg5(!) x Mér brá ónotalega þegar Port- isch slöngvaði fram riddara sín- um, því mér fannst að ég hefði leikið 10. — h6('!), sem reynslan hefur sýnt að teljast verður nauðsynlegur í þessari stöðu. Sem sagt herfilegur fingrafeill, sem eyðileggur fyrir mér lang- an undirbúning. Þessi steða kom upp í skák þeirra Gellers og Uhlmans í Stokkhólmi 1960. Þar lék Uhlman 11. — h6, en fékk erfiða stöðu eftir 12. Re6, Bxe6, 13. dxe6, c6. 14. c5! Ég valdi því aðra leið til þess að íugla and- stæðing minn, en Portisch teflir framhaldið meistaralega. 11. — c6 12. dxc6! bxc6 Ekki 12. — Rxc6? 13. exf5 á- samt Bd5f og Rf7f 13. c5 fxe4 Hér strandar 13. — d5 á 14. exd5, e4, 15. d6, Bxc3, 16. dxe7, Dxdl (16. — Dxe7, 17. Db3f), 17. exf8f, Kxf8, 18. Hxdl, Bxal og hvítur getur valið á milli 19. Rxh7f og 19. f3. 14. cxd6 Rxd6 15. b5! Mjög óþægilegur leikur, sem hótar svörtu stöðunni á marg- víslegan hátt. Rd6 getur ekki hrært sig vegna Db3f og Rf7f 15. — Ref5! Með þessu móti getur svartur andæft mestu hættunni. Með því að koma Rf5 til d4 og gefa c6 peðið nær svartur nokkru mót vægi, sem verður til þess að Portisch missir þráðinn um stundabsakir. 16. Rgxe4 Rd4 17. Ba3 Rxe4 18. Rxe4 Hf7 19. bxc6 Eftir skákina benti Portisch á 19. Rd6, sem bezta leikinn, og það með réttu. I þessu tilfelli á Bc8 ekki a6 reitinn. í þessari stöðu er svartur kominn í slæma tímaþröng, vegna mistaka sinna í 10. ieik. sem hann gefur skiptamuninn td baka fyrir peðið á c6 og annan biskupinn. 25. — Hc8? Eftir þennan leik á svartur enga vörn. Bezt var 25. — Hd- d8! og það er afar erfitt að benda á örugga vinningsleið fyrir hvít. 26. Db7 Dc7 27. Bh3 Einfaldara var 27. Bxa7. 27. — Hxc6 28. Bxc8 Dxc8 29. Hbl! Hótar Dxc6 ásamt Hb8f og Bh6. 29. — Bf8 30. Bxa7 Bd6 31. Bh6 Hc7 Meiri vörn veitti 31. — Bc7, en staðan er vitaskuld töpuð. 32. Hb8 Hclt 33. Kg2! gefið. Ingi R. Jóh. NotaS píonó til sölu. Upplýsingar í síma 33824. hve miklu erfiðara var fyrir kon- ur en karla að koma ár sinni fyrir borð í lífinu. Hún var svo örugg, sjórnsöm og einbeitt. Vin- kona hennar, sem þekkti hana vel, sagði um hana: „Hún Herdís var sem sköpuð til að stjórna stórum skóla eða miklu verzlun- arfyrirtæki". Kannski hefði hún gert það ef hún hcfði verið fædd 60 árum seinna. Meðan Herdís dvaldi á Eyrar- bakka sótti hún landsfundi og fulltrúaráðsfundi Kvenréttinda- félagsins, og eftir að hún fluttist til Reykjavíkur sótti hún iafnan félagsfundi meðan heilsan leyfði. Ég kynntist Hérdísi ekki fyrr en hún var komin á efri ár, en það duldist engum að þar fór mikil kona, víðsýn og frjálslynd, sem vildi af einlægni leggja hverju góðu málefni lið. Sigríður J. Magnússon 19. — Bað 20. Rd6 Da5! Spennan hefur nú náð hámarki sínu, en því miður setur tíma- hrakið svip sinn á leiki keppenda innan tíðar. 21. Bb2 Bezt. 21. — Hf6! 22. Bxd4 Bxfl 23. Db3f Kh8 24. Hxfl Hxdð 25. Be3! Tvímælalaust bezti reiturinn fyrir biskupinn. Eftir 25. Bc3, Db6! er svartur sloppinn, þar Þjóleikhúskér- inn minnizt dr. Urbancic ÞANN 9. ágúst sl. gaf Þjóðleik- húskórinn kr. 2.750,- í 'minning- arsjóð Dr. Victors. Urbancic, en hann hefði orðið sextugur þann dag ef hann hefði lifað, Á þessu ári átti Þjóðleikhúskórinn líka 10 ára afmæli, en Dr. Urbancic var söngstjóri kórsins frá upp- hafi og þar til hann lézt fyrir 5 árum. Starf Þjóðleikhúskórsins hefur alla tíð verið nátengt Þjóðleik- húsinu, enda hefur kórinn frá stofnun sungið við alla söngleiki Þjóðleikhússins, óperur og óper- ettur og mörg leikrit. Þá hefur kórinn einnig sungið með Sin- fóníuhljómsveit íslands og á veg- um Ríkisútvarpsms og haldið sjálfstæða hljómleika. Núverandi stjórn kórsins skipa: Þorsteinn Sveinsson, héraðsdómslcjgmaður, formaður, og hefur hann verið það sl. 8 ár. Svava Þorbjarnar- dóttir. gjaldkeri og Ingibjörg Þorbergs. ritari. Syndið 200 metrana 4 dagar eftir Kjötiðnaður Getum bætt við nema í kjötiðnaði. — Upplýsingar gefur Maríus Blomsterberg, sími: 2 33 30 og 2 30 25. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. V Perstorp — decorative laminate SÆIMSKA HARÐPLASTIÐ ÁVALLT LIT I MIKLU LITALRVALI SMIÐJUBÚÐIN VIÐ HÁTEIGSVEG — SÍMI 10033.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.