Morgunblaðið - 17.09.1963, Síða 1
24 síður
IViáttlaus mötmæli kommúnista
Lyndon B. Johnson, varaforseti Banciaríkjanna, í mannjjröngin n'< á leið frá Háskólabíói að Hótel Sögn eftir fundinn í gær. Til
hægri sést á Jónas Árnason, rithöfund, þegar hann afhendir plagg kommúnista. Til vinstri er Erlingur Pálsson, yfirlögreglu-
þjónn. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
LYNDON B. JOHNSON,
kona hans og dóttir, unnu
hugi þeirra íslendinga, sem
þau kynntust í stuttri heim-
sókn til íslands í gær. Alls
staðar þar sem varaforsetinn
kom, gerði hann sér far um
að hitta fólk að máli, tala við
það, og kynnast því.
Af frásögnum fréttamanna
Morgunblaðsins, sem birtast
1 blaðinu í dag, og þeim
myndum sem fylgja, má víða
sjá, hveru vel fór á með vara
forseta Bandaríkjanna og ís-
lenzkum almenningi. Er ó-
hætt að fullyrða, að íslend-
ingar hafa sjaldan fagnað er
lendum gesti jafn innilega og
heils hugar og í gær. Hafði
fólk orð á því hversu auð-
velt Lyndon B. Johnson átti
með að komast í gott sam-
band við fólkið, sem hann
hitti á förnum vegi.
Varaforseta Bandaríkjanna
var ekki sízt vel fagnað í Há
skólabíói, og á leiðinni þaðan
að Hótel Sögu. Kommúnist
ar höfðu að vísu reynt að
efna til mótmæla, en sú til-
raun fór út um þúfur. Um
200 manna lið kommúnista
stóð við Sögu með vígorða-
spjöld og áletranir, en a.m.k.
iíu sinnum fjölmennari hóp
ur fagnaði forsetanum, m.a.
með skiltum, sem á voru letr
uð: Velkominn Lyndon John
son o. s. frv.
Varaforseti Bandaríkjanna
gekk inn í hóp kommúnista
eins og ekkert væri, enda
þótt nokkrir þeirra steyttu
hnefa og sýndu sinn innra
mann. Heldur þótti frétta-
mönnum vandnræðalegir til-
burðir fulltrúa kommúnista,
þegar þeir afhentu varafor-
setanum mótmælaorðsend-
inguna, sem þeir kölluðu svo.
Varaforsetinp tók við skjal-
inu, brosti og hélt áfram leið
ar sinnar eins og ekkert væri.
Síðan ávarpaði hann mann-
fjöldann og lagði áherzlu á
mikilvægi íslands og þá mann
gildishugsjón, sem hér hefði
ríkt. Hann undirstrikaði vin
áttu Bandaríkjamanna og ís-
lendinga og sagði m.a., að
framlag íslands hefði verið
mikið, og það væri trúa sín
að íslendingar mundu enn
bæta drjúgum við þann
skerf, sem ,þeir hefðu lagt
fram til þeirrar þróunar, sem
átt hefur sér stað í heiminu-
um. Var forsetanmn fagnað
ákaft, meðan hann hélt þessa
stuttu ræðu, og af hömlu-
lausari hrifningu en við eig
um að venjast.
Fréttamenn Morgunblaðs-
ins fylgdu eftir Lyndon B.
Johnson, konu hans og dótt
ur í gær og birtast frásagn-
ir þeirra og myndir í blað-
inu í dag. Hér á eftir er lýs-
ing á því sem gerðist í Há-
skólabíói og við Hótel Sögu.
—★—
Þegar varaforseti Bandaríkj-
anna, Lyndon B. Johnson, kom
frá Háskóla Islands frá gjafa-
afhendingunni, til Háskólabíós
kl. rúmlega tíu mínútur yfir kl.
17, var kvikmyndahúsið troð-
fullt. HVert sseti var setið, og
auk þess stóðu menn alls staðar
í bíósalnum og anddyri hans.
Húsfyllir
Þegar fréttamaður Morgun-
blaðsihs kom í húsið, var mann-
fjöldinn slíkur í stigum og göng-
um, að hann komst naumast til
sætis síns. Sagði Friðfinnur Ól-
afsson, forstjóri Háskólabíós, að
vart hefðu færri en 1.500 manns
verið í húsinu. .Auk þess voru
mörg hundruð manns utan húss-
ins, sem hlýddu á ræðu vara-
forsetans. Þar af voru um 200
manns, sem stóðu milli Háskóla-
bíóss og Hótel Sögu undir borð-
um, sem á var letrað t. d. „Hlut-
leysi íslands“ „Herinn burt“,
„No submarines (= enga kaf-
báta). Einnig stóð einn maður
undir merki þeirra, sem segjast
vera á móti kjarnorkusprengjum.
Fundurinn hófst með því, að
rektor íslands, Ármann Snæv-
arr, prófessor, kynnti varaforset-
ann með nokkrum orðum, rakti
feril hans og drap á forn Og ný
tengsl Ameríku og íslands. Áður
hafði Lúðrasveit Reykjavíkur
leikið ýmis lög og að lökum,
þjóðsöngva beggja ríkjanna, ís-
lands og Bandaríkjanna.
Lyndon B. Johnson gekk því
næst úr sæti sínu og í ræðustól.
Var honum fagnað með mjög
innilegu og löngu lófataki, sem
hann varð að stöðva að lokum.
Dynjandi lófaklapp
Að ræðunni lokinni, sem birt-
ist á bls. 13 í Mbl. í dag, var
varaforsetanum fagnað á ný.
Meðan hann gekk til sætis dundi
Framh. á bls. 17
Kommúnistar húma undir vígorðaborðum sínum milli Há-
skólabíós og Hótels Sögu. Meðal þeirra má sjá Þorvald
Þórarinsson, hrl. og Þórarin Guðuasou, lækni (með der-
húfu), ásamt konum þeirra
Skip í nauðum statt
suður af íslandi
;
MBL. barst í nótt einka-
skeyti frá London þar sem
sagt var að hið stóra far-
þegaskip „Empress of
Britain“ væri á leiðinni til
aðstoðar rússnesku skipi,
sem væri í sjávarháska 700
mílur vestur af Clyde á
Skotlandi. Fregnir af at-
burðum þessum eru mjög
óljósar þar sem brezkar
loftskeytastöðvar hafa ekki
getað haft samband við
skipin vegna fjarlægðar.
Samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem borizt hafa,
ættu skipin að vera í ca.
400 mílna fjarlægð í SSV
af Reykjanesi. Mbl. sneri
sér til ýmissa aðila í nótt,
þar á meðal Varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli, en
enginn hafði heyrt getið
um mál þetta.
Empress of Britain,
sem á leið var til bjargar í
nótt, er 25.516 smálesta far-
þegaskip, eign Canadian
Pacific Steamships Ltd. —
Skipið er smíðað árið 1956.