Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. sept. 1963 MOOKUMBLADIO 3 STAKSTHKAR Rússinn og síldin Enn er ekki ljóst, hvernig leys ast muni ágreiningurinn milii íslenzka síldarmatsins og rússn- eskra saltsíldarkaupenda um gæði Austurlandssíldarinnar. ís- lenzka síldarmatið hefur talið, að þar væri um góða vöru að ræða og aðrir kaupendur en Rússar hafa einnig talið að svo væri. Hinsvegar hefur rússnesk- ur síldartökumaður talið síld- ina mjög gallaða og miklir erfið leikar verið í samskiptum ís- ienzka síldarmatsins og Rúss- anna. Vonandi rætist þó úr þessu, svo að þessi viðskipti okk ar við Rússa geti haldið áfram snurðulaust. Er annar rússnesk- ur síldartökumaður kominn aust ur og vinnur hann nú ásamt ís- lendingum við yfirtökuna, en enn er ekki séð fyrir endann á þessu máli. :■ í 1 I í « i I i í * * % i \ ( t I ! 1 1 S 1 t i ! S « í rumsýningarbrot TIL hvers fer fólk i leikhús? Við þessari spurningu eru mörg svör, sum flókin, önn- ur einföld, sum sönn, önnur ósönn. Flest fólk sér aðeins fáein þeirra leikrita, sem sýnd eru. en aðrir sjá öll. Ástæður fyrrnefnda hópsins eru þær, að fólkið hefur sérstaka löng- un til að sjá einhvern sjón- leik, ýmist af því að það hef- ur grun um að af því hljótist nokkur ánægja eða þá að Geir þrúður frænka er að debút- era. Ástæður síðarnefnda hóps ins eru þaer, að fólkið hefur fasta frumsýningarmiða. Ég þori að fullyrða, að margir frumsýningargesta hafi áhuga á því, sem fram fer á leik- sviði, en hitt veit ég, að tals- verður fjöldi kemur alls ekki til þess að horfa á leikrit. Ekkert varðar mig um það, og í rauninni varðar engan um hugarfar annarra áhorf- enda, en þegar hegðun sumra er orðin eins og á sýningu Gög og Gokke kl. 3 á sunnu- degi, þá fer öðrum að verða málið skylt og síður en svo ljúft. Það kann að vera, að eitthvað af því, sem hér fer á eftir sé ekki alveg dagsatt, en eins og landskunnur lyga- laupur er vanur að segja, þeg- ar vinir hans reka ofan í hann sögurnar, það gæti verið satt. Ég mun nú reyna að bregða upp lítilli mynd af því, sem gerist á frumsýningu í Þjóð- leikhúsinu, eftir að fólk hefur komið sér fyrir í sætum sín- um og tjaldið hefur verið dregið frá. Feiknalega feit kona með stóran „keip“ og lítinn mann situr fyrir framan mig og varn ar mér útsýnis. Ég dauðséeftir því að hafa ekki látið dömu mína sitja í mínu sæti, þar sem henni verður hvort sem er aldrei litið á sviðið. Nú halla ég mér upp að dömunni og sé þá dálítið fram hjá þeirri feitu, en heyri mjög lít- ið, vegna skrjáfs í konfekt- pokum allt í kring. í sömu andrá er bankað á öxlina á mér og sagt hvellri röddu, sem mér finnst heyrast um allan salinn: „Viltu konfekt?" „Nei, takk, ég er með ofnæmi fyrir poppkorni," svara ég. Nú rofar aðeins til og þessi setning heyrist ofan af svið- inu: „Kilimanjaro er fjall á suðurströnd Svisslands.“ Hlát ursbylgja fer um salinn og margir taka að stinga saman nefjum. — „Hvað sagði hann? Hvað sagði hann?“ hljómar úr öllum áttum. „Hann sagði, að Kilimanjaro væri fjall á suð- urströnd Svisslands," svarar vesalings maðurinri fyrir aft- an mig konu sinni. Hann hef- ur einnig meðferðis dætur sínar tvær, sem ég veit, án þess að snúa mér við, að eru fallegar eins og nýútsprungn- ar rósir og haldá að Shakes- peare sé um þrítugt og hafi skrifað þrjú leikrit, My Fair ■ Lady, Vanja frænda og Skugga-Svein. „En sniðugt," segir frúin, „Kilimanjaro er allt annars staðar, er það ekki?“ „Já, í Afríku." „Það getur nú ekki verið, góði. Ég sá bíómynd með Gregory Peck og það var snjór þar. Það er ekki snjór í Afríku." „Jæja, vina. Uss, við skulum hlusta.“ Nýr leikari birtist á sviðinu. „Þarna kemur Þangbrandur," segir maður nokkur til hliðar við mig. „Já,“ segir kona hans, „gasalega er hann Þangbrand- ur alltaf góður leikari. Hann er nefnilega karakterleikari." „Þú ert gleðikona," segir Pat- rekur á sviðinu. „Guð, hvað hann er agalegur,“ segir feita konan fyrir framan mig. „Hann drekkur víst líka þessi leikritahöfundur." „Já, hann er vondur með víni,“ segir litli maðurinn hennar. Aldraður heiðursmaður, sem situr nokkrum sætum frá mér, hvíslar nú að konu sinni svo að 100 manns heyra: „Ég skil ekkert í þessu með leik- arana hérna í Þjóðleikhúsinu. Þeir tala alltaf lægra og lægra, með hverju árinu, sem líður. Ég held að maður ætti bara að klaga undan þessu við Guðlaug." „Pabbi, ég held að þetta hafi aldrei skeð í alvörunni," segir önnur dóttirin fyrir aft- an mig. „Nei, þetta er kannski eitthvað ýkt,“ segir faðirinn. „Þetta er samt óskaplega gott leikrit,“ segir móðirin, „hann ■»»» i Bjössi sá þetta í London og sagði, að allir hefðu hælt því, meira að segja í blöðunum." „Heldurðu að þeir hengi hann?“ spyr Meg á sviðinu. „Hvern, Rio Ritu?“ segir Pat, „þeir mega hengja hann fyrir mér, hvenær sem þeir vilja.“ „Nei, strákinn þarna í Bel- fast.“ „Nú, hann. Ætli hann deyi ekki brosandi eða hlæj- andi fyrir föðurlandið.“ — „Nei, þetta er nú of ótrúlegt," segir ungur maður fyrir aft- an mig. „Menn eru nú ekki hlæjandi, þegar þeir geispa golunni." Nokkrir vopnaðir leikarar vaða nú um sviðið. „Heldurðu að þetta séu alvörubyssur með kúlum í?“ spyr daman mín og brosir sínu fallegasta brosi. „Já,“ segi ég.. „Hvaða leikrit er á annan í jólum?“ spyr hún þá, „það er alltaf svo gaman hérna á annan í jólum.“ „Það er ommelett, sem Sjeikspír bjó til,“ svara ég. „Já, það er svo voða spennandi. Pabbi sá það meira að segja með síra Lárens Olivetti einu sinni.“ — Ö. : ' ' A-Þjóðverjor mælo fyrir Þýzkaland Austur Þjóðverjar sigruðu V- Þjóðverja í kepprii um það hvor aðilinn ætti að vera fulltrúi Þýzkalands í knattspyrnukeppni Olympiuleikanna. Fóru fram tveir leikir milli úrvalsliða laiidshlutanna, heima og heiman. í a.l. viku unnu A-Þjóðverj- •r með 3-0 í leik sem fram fór í Chemintz. Síðari leikurinn var 8.1. sunnudag og fór fram í Hannover í V-Þýzkalandi. Þá unnu V-Þjóðverjar með 2-1. Það var ekki nóg, A-Þjóðverjar verða í Olympiukeppninni því gamanlagt hafa þeir sigrað V- Þjóðverja með 4-2. Þjóðverjar mæta Sovétríkj- unurn og síðar Hollandi í keppn inni um sæti í úrslitakeppm 16 landa í Tokíó. f NA /5 hnútor L / SV SO hnutar H Sn/ókoma > úii 17 Skúrir K Þrumur WA KuUoakil HittakH H Hmt L Lmtk i í GÆR var að verða vonzku- veður um allt land með úr- komu nær alls staðar. Norðan lands var ýmist slydda eða snjókoma, en rignmg og slydda á Suðurlandi. Þessu olli alldjúpa lægðin við suð austurströndina. Hún er á hreyfingu N-NA og verður ná lægt Jan Mayen í dag. Vindur þá sennilega orðinn norðvest- anstæður og farið að létta til og lægja á Suðurlandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og miðin: Norðan hvassviðri og slydda fyrst, hæg NV og léttir til á morg- un. Faxaflói til Vestfjarða og miðin: Allhvass norðan og slydda fyrst, hægari' NV og skýjað á morgun. Norðurland og miðin: Norð an stormur, slydda eða snjó- koma. NA-land og miðin: Breyti- leg átt og rigning fyrst, síð- an allhvass NV og slydda. Austfirðir, SA-land og mið in: Hvass NV, léttir heldur til. Austurdjúp: Hvass sunnan, rigning. Horfur á fimmtudag: Suðlæg átt á Austur- og Suðurlandi og víða rigning, en NA átt og snjókoma út af Vestfjörðum. Þáttur „Þjóðviljans“ En það er ekki þáttur rússn- esku yfirtökumannanna í þessu máli, sem mesta athygli hefur vakið, heldur afstaða „isienzkra" kommúnista. Þeir tóku þegar í stað málstað Rússa og gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að gera hlut íslendinga sem verstan. Þeir gengu meira að segja svo Iangt að segja að Austurlandssíldin væri „úldin“ og þar af leiðandi ónýt vara, sem ekki væri von til að Rúss- ar vildu kaupa. Síðan bættu þeir við mútubrigzlum í garð ís- lenzkra síldarsaltenda, þótt vit- að væri, að ágreiningurinn væri ekki milli þeirra og Rússanna, heldUr milli íslenzka síldarmats- ins og hinna austrænu yfirtöku manna. Austfirðingar mótmæla Austfirðingar eru að vonum æfir yfir því, að kommúnista- málgagnið skyldi taka málstað Rússa og rægja austfirzka at- hafnamenn og verkafólk, sem unnið hefur að síldarverkuninni. Sést þetta glögglega af eftir- farandi klausu, sem kommún- istablaðið var neytt til að birta í gær: „f tilefni af fréttum Þjóðvilj- ans og skrifum undanfarinna daga um ágreining sovézks síid- artökumanns og íslenzka síldar- matsins, verkun Austurlands- síldar o.fl. skal þetta tekið fram: Fréttamaður Þjóðviljans á Seyðisfirði, GLsli Sigurðsson, er ekki heimildarmaður blaðsins um þessi efni né heldur aðrir frétta menn blaðsins á Austurlandi. Það sem um þessi mál hefur verið skrifað í blaðið er á eng- an hátt frá fyrrgreindum frétta mönnum runnið“. Kommúnistablaðið neyðist þannig til þess að lýsa því yfir, að „frétt" þess sé ekki frá nein- um af fréttamönnum blaðsins á Austurlandi, og er það auð- vitað gert að kröfu þessara manna, sem ekki vilja vera við- riðnir þá landráðastarfsemi, sem einkennt hefur þessi skrif „Þjóð viljans“. En meðal annarra orða: Ef fregnin er ekki frá neinum þeim, sem fylgdist með athöfn- um rússneska síldartökumanns- ins, hvaðan er hún þá runnin? Kommúnistabiaðið kemst ekki hjá að svara þeirri spurningu, þótt raunar geti landsmenn allir svarað henni hver fyrir sig. Menn vita, að hún er runnin beint frá Rússum, sem krafizt hafa þess, að málgagn þeirra tæki upp hanzkann fyrir þá í þessu máli eins og öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.