Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 25. sept. 1963 MORGUNBLADIÐ 17 Guðrún Hannesdóttir Minning f DAG, 25. september, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fru Guðrún Hannesdóttir frá Mjóa- firði. Hún var fædd 3. okt. 1877 á Grímsstöðum í Langholtssókn; hún andaðist 18. sept. á heimili Kristínar dóttur sinnar á Hverf- isgötu 54 og var því að verða 86 ára er hún lézt. Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson frá Hnausum í Vest- ur-Skaftafellssýslu og kona hans, Þuríður Sigurðardóttir frá Ljótsstöðum í Skaftártungu. — Þetta eru þekktar ættir í Skafta- fellssýslum og víðar. Þau voru 13 systkinin. Það var stór hópur að framfleyta, enda vanin við vinnu strax og þau gátu nokkuð. Ung að árum, aðeins 17 ára, fór hún austur á land í kaupavinnu, eins og margir gerðu á þeim árum og lendir þá til Mjóafjarðar. Tvö sumur var hún þar í kaupa vinnu en fór suður á haustin og þá til systur sinnar, sem bjó í Vestmannaeyjum en þriðja sum- arið sem hún kom austur á Mjóafjörð var hún heitbundin þeim manni, sem varð hennar lífsförunautur, Ásmundi Þor- steinssyni, ættuðum úr Mjóa- firði. Þau giftu sig 21. des. 1902 og fóru að búa í Skógum í Mjóa- firði en síðast bjuggu þau á Sléttu í Mjóafirði. Þau eignuðust 6 börn en misstu tvö börn ung. Þau sem upp komust eru: Bríet, gift Benjamín Hannssyni, vél- smið á Seyðisfirði og voru þau búsett þar. Mann sinn missti hún fyrir nokkrum árum og er nú flutt til Reykjavíkur. — Dómald, giftur Nönnu Magnúsdóttur og eru þau búsett í Rvik. — Þuríð- ur, giftist Ásmundi Ásgeirssyni, en hún dó 3. ágúst 1949 og var það mikið áfall fyrir Guðrúnu. .— Kristín, gift Þorbergi P. Sig- urjónssyni, kaupmanni, eru þau búsett í Rvík. Mann sinn missti Guðrún 15. okt. 1943, eftir 41 árs farsæla sambúð. Guðrún flutti frá Mjóa- firði 1941 til Seyðisfjarðar til Bríetar dóttur sinnar en 1942 fer hún til Reykjavíkur. Og eft- ir það var hún hjá Kristínu dótt- ur sinni og manni hennar. Þar leið henni vel, enda sýndi Kristín henni einstaka umhyggju. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Þá sækja minningarnar á hugann. Við hjónin þökkum Guðrúnu og manni hennar og börnum góð kynni og vináttu og tryggð á langri samleið. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna. Við áttum þar marga ánægjustund. Guðrún var ákaflega dugleg og myndarleg í verkum sínum, enda kom henni það betur í lífinu, því lífsbaráttan var stundum hörð en hún naut líka þess þegar sólskinsblettirnir í lífi hennar yljuðu henni um hjartaræturnar. Þorsteinn faðir Ásmundar var hjá þeim í mörg ár, þá orðinn blindur og sýndi Guðrún hon- um einstaka umhyggju og nær- gætni, svo til fyrirmyndar var, enda var hann henni ákaflega þakklátur fyrir. Sambúð þeirra hjóna var mjög góð og ánægjuleg í alla staði og börnin þeirra voru þeim góð og vildu allt fyrir þau gera. Ás- mundur var ákaflega fróður á gamlar sögur og sagnir og stál- minnugur á það sem hann hafði heyrt. Mér er það minnisstætt hvað hann kvað vel rímur. Ég hef engan heyrt kveða jafn vel, enda var hann vel skýr maður. Síðast þegar við hjónin kom- um til Guðrúnar var hún orðin veik. Þá fann ég á henni að hún kveið því ef hún þyrfti að leggj- ast inn á sjúkrahús en það kom ekki til þess. Hún lá heima hjá Kristínu dóttur sinni og naut þar ástar og umhyggju til síðustu stundar. Hún var mikil trúkona og trúin gaf henni styrk í leg- unni, sem varð tveir mánuðir. — Börn Kristínar voru mikið hjá henni til að stytta henni stundir. Sérstaklega litla nafna hennar. Það hændust öll börn að Guð- rúnu. Hún fékk hægt andlát, leið út af eins og ljós sem slokknar. — Og nú er hún horfin yfir móðuna miklu, en minningin um hana lifir. Guð blessi minningu hennar. Jón I. Jónsson. Nói Skjaldherg Minning F. 7. jan. 1920. D. 19. sept. 1963. í DAG verður gerð útför Nóa Skjaldberg, bifreiðastjóra, Lauga vegi 49, Reykjavík, en hann andaðist í Landsspítalanum í Reykjavík 19. þ. m. eftir þung- bært sjúkdómsstríð, en í nærri mánuð háði hann hina erfiðustu baráttu við hinn mikla sláttu- mann. Sú ógnarbarátta var ójöfn, og við ofureflið fékk Nói heitinn ekki ráðið. Aldrei var þó æðru- orð-á honum að heyra, og aldrei kvartaði hann, enda þótt líklegt sé, að stundum hafi hann rennt grun í það, á hvern veg þessu erfiða stríði myndi lykta. And- legur styrkur hans, kjarkur og karlmennska brást honum ekki til hinztu stundar, enda þótt líkamskraftar hans þrytu. Nói Skjaldberg var fæddur 7. jan. 1920. Hann ólst upp hja móð- ur sinni, Ásgerði Skjaldberg og stjúpföður, Bergþóri H. Berg- þórssyni, sem lengst af var bóndi í Borgarfirði og síðar í Ölfusi. Nói vandist því snemma öllum algengum stövfum við búskap- inn, enda varð hann strax frá æsku mikill dugnaðarforkur, ó- sérhlífinn og vinnusamur. Hann var natinn við skepnurnar og þeim sérstaklega góður, enda þótti honum ætíð síðar vænt um dýr. En í þessu speglaðist ein- mitt eðlisþáttur, sem var hvað ríkastur í skapferli hans, það var góðvildin og ljúfmennskan til allra og alls. Ganga aldrei á hlut nokkurs manns, en leggja heldur þeim veika og smáa það lið, sem mátti, bæði í orði og verki. Eftir að Nói fluttist alfarinn úr sveitinni og til Reykjavíkur, stundaði hann akstur leigubif- reiðar. Enda þótt hann hafi rækt Pípu og steinagerðarvélar til sölu Ég undirritaður hefi ákveðið að selja, ef viðunandi til- boð fæst, vélar og verkfæri fyrirtækis míns Pípugerðar Eskifjarðar, Eskifirði. Er hér um að ræða eftirtaldar vélar og verkfæri: 1) Steypuhrærivél (Zyklo Zwangimischer), 2) Rörsteypuvél (Apollo Special m/elevator), 3) „R-steinsvél“ fyrir 7 og 10 cm þykka skilrúms- steina, 4) 4 og 6 tommu hnémót, ásamt aukahlífum, 5) Röramót 4, 6, 9, 12, 16 og 18 tommu, 6) Götuheliumót 2 stærðir, 7) Vagnar, börur og önnur smærri verkfæri tilheyr andi starfsemi Pípugerðarinnar. Tilboðum í hinar umræddu vélar og verkfæri skal skilað til undirritaðs fyrir 1. október n.k. Réttur áskil- inn til að taka hvaða tilboð sem er, eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður, Lúther Guðnson, Kaupangi, Eskifirði. Sími 109. 'pað starf sitt, eins og önnur, af alúð og samvizkusemi og af þeirri einstæðu snyrtimennsku, sem honum var á öllum sviðum svo lagin, þá hygg ég þó, að hugur hans hafi ætíð staðið til sveitarinnar. í þessum fátæklegu orðum mínum var ekki ætlunin, að rekja hina sorglega stuttu ævi- sögu Nóa heitins, heldur aðeins að minnast örfáum orðum góðs vinar, sem búinn var þeim mann- kostum, sem góðan dreng mega helzt prýða, en laus við alla yfir- borðsmennsku og yfirdrepsskap. Það er ætíð svo, að mann set- ur hljóðan og finnur sig van- mátta, þegar staðið er andspæn- þeirri sáru raun, að ungur maður, á blómaskeiði ævi sinn- ar, er kvaddur brott frá jarð- vist okkar. Sárast og torráðnust verður sú raun þó nánustu að- standendum hins látna. Megi það verða eiginkonu hans, Björgu Kristjánsdóttur, börnunum hans og stjúpbörnum, svo og öldruðum foreldrum hans og systkinum, nokkur huggun og raunabót, að einlæg og djúp sam úð allra þeirra, sem Nóa kynnt- ust, mun fylgja þeim á stundum sorgarinnar, og að bjartar og fagrar munu þær minningar ein- ar vera, sem hann lét eftir sig. T. T. ■ Vísindi og tækni Framh. af bls. 15 hefur verið „Sjötíuogsjö“, er prammi, sem dreginn er á lofandi stað. Þar getur hann fært sig um allstórt svæði með þar til gerðum akkeris- föstum taugum. Hann- fram- leiðir drykkjarvatn úr sjón- um fyrir skipshöfnina og hann getur geymt vistir til 3 mán- aða í einu. Sérstakur mótor- bátur tengir pramman við um heiminn og flytur vistir og annað milli hans og lands. Margir velta því fyrir sér, hvaðan allir þessir sjógim- steinar séu til komnir. Eru þeir gimsteinar, sem ár hafa losað úr landberginu og flutt til sjávar, eða eru þeir upp- haflega úr demantlögum hafs- ' botnsins. Sammy Collins, for- stöðumaður hins lánsama fyr irtækis, segir brosandi um leið og hann athugar gim- steinahrúgurnar: „Mér er sama hvaðan þeir eru komn- ir. Ég er bara ánægður yfir því, að þeir skuli vera hér.“ Atvinna ATHUGIÐ! að borið saman við útbreiðslu er langtum odyrara að auglysa Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Óskum að ráða mann í verksmiðju vora. Góð vinna, ekki unnið á laugard. Talið við verkstjórann. SMJÖRLÍKISGERÐIRNAR Þverholti 21 — Sími 11690. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á húseigninni nr. 36 við Þverveg, hér 1 borg, fer fram eftir kröfu borgargjaldkera og Gjaldheimtunnar í Reykjavík svo og eftir ákvörðun skiptaréttar Reykja- víkur á hluta dánarbús Sigurðar Berndsen á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september 1963, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85., 87. og 89. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á húseigninni nr. 65 við Réttarholtsveg, hér í borg, talin eign Jóns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjald heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri íöstudaginn 27. september 1963, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85., 87. og 89. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á bragga 9 B við Laugarnesveg, hér í borg, talin eign Jóns Antons Ström, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 27. september 1963, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á v/b Báru Re. 269, þingl. eign Einars Sturlaugs- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík við skipið í Reykjavíkurtjörn mánudaginn 30. septem- ber 1963, kl. 2% síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85., 87. og 89. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á hluta í húseigninni nr. 12 við Þorfinnsgötu, hér í borg, þingl. eign Emils Karlssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 27. september 1963, kl. 3% siðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Sölumaður óskast Heildverzlun sem verzlar með tilbúinn fatnað og fleira vantar sölumann strax. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Lipur — 3481“. BORN vantar til að bera út Morgunblaðið í KÓPAVOGI Uppl. á afgr. í Kópavogi sími 14947.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.