Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 12
12
MORGUNBIADID
Miðvikudagur 25. sept. 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Símj 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakib.
HÆKKANIRNAR
4 5 undanförnu liafa átt sér
stað verulegar víxlhækk-
anir kaupgjalds og verðlags,
nú síðast hefur verð á land-
búnaðarvörum hækkað lög-
um samkvæmt, en það er
reiknað út eftir ákveðnum
reglum og miðast við það að
bændur hafi sambærilegar
tekjur við launþega.
Frá því að viðreisnarráð-
stafanirnar voru hafnar 1960
hefur sem kunnugt er orðið
gjörbreyting á fjárhag þjóð-
arinnar og aðstaðan út á við
stórbatnað, jafnframt því sem
allt atvinnulíf í landinu hefur
aukizt og styrkzt.
Hinn mikli árangur, sem
náðzt hefur af viðreisninni,
hefur getað staðið undir bætt
um lífskjörum og viðreisnin
hefur einnig þolað allmiklar
hækkanir. Hjálpar þar auð-
vitað til gott árferði og eins
hitt, að erlendis hafa einnig
orðið nokkrar hækkanir,
bæði á vöruverði og ekki sízt
kaupgjaldi, sem gerir þáð að
verkum, að samkeppnisað-
staða okkar hefur ekki versn-
að jafn mikið og ella.
Hitt er öllum ljóst, að tak-
mörk eru fyrir því hve mikl-
ar hækkanir mega hér verða,
án þess að annað hvort hendi
að genginu sé stefnt í voða
eða samdráttur verði, sem
leitt gæti til atvinnuleysis.
Þess vegna er eðlilegt að
nokkrar ráðstafanir séu gerð-
ar til að draga úr þenslu inn-
anlands og stöðva kapphlaup-
ið milli kaupgjalds og verð-
lags. Slíkar ráðstafanir eru
hafnar. Þannig hefur Seðla-
bankinn hækkað vexti á ó-
skilalánum bankanna til að
draga úr útlánum, og í sama
tilgangi hefur verið afnumin
heimild til töku viðskiptalána
erlendis við innflutning á bíl-
um o. fl. Og fleiri ráðstafanir
munu verða gerðar, ef þörf
krefur.
VILJI FÓLKSINS
í því leikur enginn vafi, að
meginþorri landsmanna
óskar eftir áframhaldi við-
reisnarinnar. Það kom glöggt
í ljós í þingkosningunum, sem
fram fóru í júní, þegar Við-
reisnarstjórnin jók fylgi sitt,
þótt venja sé bæði hér og er-
lendis, að stjórnarandstaðan
fremur bæti við sig en hið
gagnstæða.
En hvers vegna gera þá
allar stéttir háar kröfur, sem
gætu stofnað viðreisninni í
hættu? — spyrja menn.
Það er nú einu sinni svo,
að hver reynir að ota sínum
tota. Sérhver stétt og ein-
staklingur vill fá í sinn.. hlut
sem mest af afrakstri þjóðar-
innar og menn hugsa sem
svo, að aðrir komist fram
fyrir þá, ef þeir halda að sér
höndum.
En þrátt fyrir þetta er eng-
um blöðum um það að fletta,
að menn vilja að ríkisvaldið
hafi yfirsýn yfir það, hve
langt megi ganga á þessari
braut og óska þess að ríkið
geri nauðsynlegar ráðstafan-
ir, ef of langt er gengið. Menn
meira að segja heyja kröfu-
pólitík sína beinlínis í trausti
þess, að ríkið muni grípa í
taumana, ef nauðsyn krefur.
Þetta viðurkenna raunar |
st j órnarandstöðuf lokkarnir,
því að málgögn beggja hafa
krafizt þess, að ráðstafanir
yrðu gerðar til að stemma
stigu við frekari víxlhækkun-
um kaupgjalds og verðlags.
Nú vill svo vel til, að nefnd
launþega og vinnuveitenda
rannsakar greiðslugetu at-
vinnuveganna. Ef heiðarlega
er að því verki staðið ætti að
sjást hvort laun geta hækkað
frekar en orðið er, án þess að
árangri viðreisnarinnar verði
stofnað í voða.
En meginatriðið er, að Við-
reisnarstjórnin hefur lýst því
yfir margsinnis, að hún muni
aldrei hvika frá viðreisninni,
og þess vegna mun hún gera
nauðsynlegar ráðstafanir, ef
hún telur, að gengi íslenzku
krónunnar sé stefnt í voða.
NORSKU
KOSNINGARNAR
TVl’enn fylgjast hér á iandi af
áhuga með úrslitum
norsku sveitarstjórnarkosn-
inganna, vegna þess að þær
voru taldar pólitískari en oft-
ast áður og fremur snúast
um landsmál en sveitarstjórn
armál, þar sem dómur yrði
kveðinn upp um hinar tvær
meginfylkingar: Verkamanna
flokkinn og borgaraflokkana.
Úrslitin urðu þau, að Verka-
mannaflokkurinn vann meira
á, og verður það Einari Ger-
hardsen styrkur, nú þegar
hann myndar nýja stjórn. En
þótt stjórn John Lyng sæti
ekki nema rúmar þrjár vikur,
sannaði hún samt, að borg-
araflokkarnir geta unnið sam
an og ætti það að verða þeim
til styrktar í framtíðinni.
Stjórn John Lyngs fékk
ekki tækifséri til að sýna,
hvernig hún mundi stjórna,
og norskur almenningur virð
ist ekki hafa séð sérstaka á-
Haiu vildi standa
á líkþornum manna
HIN N heimskunni brezki
skopteiknari, Sir David Low,
lézt sl. föstudag í London, 72
ára að aldri. Teikningar hans
höfðu slík áhrif, að því var
tíðum haldið fram, að þær
persónur, er hann skopaðist
að í teikningum sínum hafi
með árunum líkzt teikningun-
um meir og meir.
Þegar Low lézt, var hann
starfandi við „The Guardian“,
blað frjálslyndra í Bretlandi,
en dagblöð um allan heim
fengu afnot af teikningum
hans. Áður hafði hann verið
lengi starfandi fyrir blaða-
fyrirtæki Beaverbrooks og
einnig starfaði hann í nokkur
ár fyrir „Daily Herald“, mál-
gagn brezka verkamanna-
flokksins. Fyrsta blaðið, sem
hann réðist til í Bretlandi, var
blað Charles gamla Diekens,
„The Star“, en þá var Low
28 ára að aldri.
Hann fæddist í smábænum
Christchurch á Nýja-Sjálandi
og var ekki nema 12 ára gam-
all, er hann byrjaði að teikna
skopmyndir. Kornungur hélt
hann til Ástralíu með það fyr-
ir augum að fá vinnu við dag-
blöð.
Það er haft eftir Low, að
eftirlætis fórnarlamb hans
hefði verið David Lloyd
George. Um hann sagði Low:
„Ég kunni vel við hann. Hann
var enginn „sj'entilmaður",
en hann var vitur og gæddur
snilligáfu. Gáfaður maður en
ekki menntaður."
Þá hafði Low ekki svo lítið
gaman af því að teikna ein-
um. Low teiknaði eftir þeirri
grundvallarhugmynd, að hugs
un myndarinnar væri það sem
skipti megin máli. Myndin
skyldi vera vel teiknuð, en
einföld í sniðum og þannig, að
hugsunin yrði ljós og öllum
skiljanleg. Markmið hans var
ekki fyrst og fremst að
skemmta mönnum með teikn-
ingum sínum, ekki að þjóna
dutlungum þeirra, heldur að
gera hlutina hlægilega, vekja
menn til umhugsunar, eða
eins og hann sjálfur sagði „að
standa á líkþornum manna.“
Sir David Low
ræðisherrana Hitler, Musso-
lini og Stalín og benda á hið
hlægilega í fari þeirra og gerð
Teikningar eftir Low frá 1959 með textanum „Litli dreng-
urinn innan í okkur“.
Grafið eftir fornminjum
f BYRJUN næsta mánaðar
hefjast athygilsverðar forn-
leifarannsóknir í fsrael, nánar
tiltekið við klettinn Masada,
sem gnæfir upp úr eyðimörk-
inni við Dauðahafið. Á þess-
um kletti byggði Herodes kon
ungur hinn mikli virkishöll
sína og þar sviptu 900 Gyð-
ingar sig lífi, fremur en að
falla í hendur Rómverjum, er
setið höfðu um virkið í þrjú
ár samfleytt.
Forstöðumaður leiðangurs-
ins, Yigael Yadim, prófessor
við Hebreska háskólann í
Jerúsalem telur, að fornleifa-
gröftur sá og rannsóknir, sem
þarna eru fyrirhugaðar, eigi
eftir að leiða ýmislegt í Ijós,
er aukið geti þekkingu ísraels
stæðu til að veita borgara-
flokkunum það tækifæri nú.
Annars er vafasamt hvaða
lærdóma má draga af úrslit-
um norsku kosninganna, og
einhver vakti máls á því í
gamni, að Norðmenn virtust
vera orðnir svo íhaldssamir,
að þeir vildu með engu móti
breytatil fránær30 ára stefnu
og virtust þess vegna ekki
telja hættandi á svo róttæka
breytingu, sem stjórn borg-
araflokkanna mundi verða.
manna á þessu tímabili sögu
þeirra. Undirbúningur rann-
sóknarleiðangursins hefur tek
ið alllangan tíma, enda er
hann vel skipulagður. fsra-
elski herinn hefur veitt mikil-
væga aðstoð, en þess er að
gæta að Yadin prófessor var
áður fyrr herráðsforingi í
ísrael. Þá hafa fjölmargir sjálf
boðaliðar víðs vegar að úr
heiminum boðið aðstoð sina,
en auk ísraelsmanna sjálfra,
sem verða á aldrinum 11—69
ára, verða leiðangprsmenn frá
Bretlandi, Frakklandi, Kan-
ada, Bandaríkjunum, Dan-
— AP — NTB.
ÁSTRALSKA stjórnin hefur
tilkynnt, að hún muni halda
fast við fyrri afstöðu sína,
varðandi fyrirhugaðar kjarn-
orkutilraunir Frakka á Kyrra
hafi.
Sir Garfield Barwick, utan
ríkismálaráonerra Astralxu,
mörku, Hollandi, Suður-Af-
ríku, Ástralíu og Sviss. Fólk
þetta hefur yfirgefið störf sín
heima fyrir, greiðir sjálft far-
gjöld sín til ísrael og heim aft
ur og vinnur við rannsókn-
irnar kauplaust nema hvað
því er séð fyrir húsnæði og
fæði.
Meðal þeirra aðila, sem
styðja leiðangur þennan fjár-
hagslega er brezka blaðið
„The Observer", en sem kunn
ugt er hefur Morgunblaðið
einkarétt á greinum blaðsins
og mun því birta frásagnir af
uppgreftrinum síðar.
lýsti yfir þessari ákvörðun
stjórnar sinnar í dag.
• Þá hermir í fréttum frá Algeirs
borg, að mikil leynd hvíli yfir
kjarnorkutilraunum Frakka
í Sahara-eyðimörkinni. Haft er
eftir áreiðanlegum hcimildum í
Alsír, að franska og alsírska
stjórnin hafi komizt að samkomu
lagi um að ræða tilraunirnar ekki
Framh. á bls. 23
Ástralir mæla gegn
tilraunum Frakka
— Þeir hyggjast gera kjarnorkutilraunir
á Kyrrahafi