Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. sept. 1963 f Kanadiskt hveiti keypt fyrir $ $ $ Það er meginþáttur aðstoðar Sovétrikjanna við Kúbu „KANADA er orðin brauð karfa kommúnistaríkj- anna“, sagði í blaðinu „The Ottawa Citizen“, er frétt- ist 'um viðskiptasamning þann, sem Sovétríkin og Kanada hafa gert með sér. Samkvæmt samningum, sem var undirritaður fyrir nokkrum dögum, kaupa Sovétríkin hveiti fyrir um 500 milljónir dala, eða um 300 milljón skeppur. Sam- komulagið nær til þriggja ára, en meginið af hveit- inu verður afhent á næstu 12 mánuðum. Hér mun vera um að ræða mesta hveitisölu- samning í sögu Kanada. Kanadamenn hafa einnig nýlega samið við ráða- menn á meginlandi Kína um hveitikaup, fyrir allt að 360 milljónir dala, þ.e. um 190 milljón skeppur. Alls munu því Kanada- menn selja kommúnista- ríkjunum hveiti fyrir um 1.000 milljónir dala á þessu ári. Uppskeran í Kanada í ár er einhver sú mesta, sem um getur, 695 milljónir skeppa. Aðeins 1952 mun hún hafa verið meiri, 702 millj. skeppa. Þrátt fyrir svo góða uppskeru, og þá staðreynd, að um 350 millj. skeppa voru fyrir í land inu, frá því í fyrra, þá er nú svo komið, að stöðva hefur orðið frekari hveitisölu. Að öðrum kosti óttast kanadiska stjórnin, að Kanada verði hveitilaust síðar í vetur. Ekki verður tekin ákvörðun um, hvort leyfa skuli frekari sölu, fyrr en 20. okt. n.k. Tekjur þær, sem Kanada hefur af þessum viðskiptum, eru gífurlegar, eins og fyrr greinir. Er talið, að þær ein- ar muni nægja til þess að jafnvægi verði á greiðslujöfn- uði landsins næstu 3 ár. Ljóst var fyrir nokkrum vikum, að Sovétríkin hugðu á talsverð hveitikaup í Kan- ada. Fæstum sérfræðingum mun þó til hugar hafa komið, að viðskiptin yrðu svo mikil. Nánari athugun hefur þó leitt í ljós, hvað að baki býr. Hveitiuppskeran í Sovét- ríkjunum hefur víða brugðizt í haust. Er almennt talið, að heildaruppskeran sé um 10% minni, en gert hafði verið ráð fyrir. Hefur þetta komið sér svo illa, að hveiti var tekið af markaðnum í Moskvu, fyr- ir rúmri viku. Hveiti það, sem Sovétríkin kaupa nú frá Kanada, fer þó ekki í sölubúðir austan járn- tjalds. Mestur hluti þess fer til Kúbu. Sovétríkin sjá Kúbumönn- um fýrir flestum nauðsynjum þessa dagana, m.a. öllu hveiti. Framtíðin í eilinni ENN Á NÝ er skrifuð blaða- grein um vandamál, sem snert- ir marga, en sem fólk almennt sinnir lítið eða hugsar ekki um. — Hvað verður um mig í ell- inni? Það er spurning sem marg iir á erfitt með að svara. En á þessa spurningu er enn minnt vegna þess, að á næstu árum verða þeir og þær mörg, sem komin eru á efri ár og eiga hvergi samastað vísan. Fólks- fjölgun er mikil í land- inu. Frá því var skýrt í einu dagblaðanna fyrir nokkru, að á hverju ári bætt- ust við álíka margir og allir íbúar á Akranesi. En enda þótt þessi fjölgun sé mikil og ágæt fyrir fámenna þjóð, þá er fjölg unin á eldra fólkinu hlutfalls- lega miklu meiri og mjög erfitt vandamál að ýmsu leyti. Fyrir nokkrum áratugum voru ekki til í landinu nein sérstök hæli fyrir eldra fólkið, enda talið eðlilegt og sjálfsagt að það væri hjá börnum og vandamönnum. En nú er öldin önnur. Hugsunar- hátturinn hefir breytzt og allar þjóðfélagsaðstæður. Oft og tíð- um er alveg ógjörningur fyrir börnin að hafa foreldri hjá sér. Kemur þar margt til: húsnæðis vandamálið, skortur á hjálp við heimilisstörfin og veikindi, svo eitthvað sé nefnt. Grein þessa lesa væntanlega bæði ungir og gamlir. Við yngra fólkið, sem sjá þarf um foreldri sitt að meira eða minna leyti, vildi ég segja þetta: Reynið að hafa foreldri ykkar hjá ykkur, svo lengi sem nokkur tök eru á, ef heimilisástæður og aðrar aðstæður leyfa. Aðsóknin að elliheimilum er svo mikil og þörfin hjá mörgum er svo brýn, að ekki er unnt að liðsinna nema sárafáum. Gerðar hafa verið ráð stafanir af hálfu borgarinnar til þess að hjálpa að nokkru, með því að hjúkrunarkonur koma til margra og hjúkra veiku fólki og lasburða, og er þar unnið stórmerkt líknarstarf, sem vert er að þakka og meta. — Oft og tíðum held ég, að komast mætti hjá því að koma eldra fólkinu fyrir á elliheimili, ef vilji er fyrir hendi, en oftar er þó brýn nauðsyn að það sé gert. — En við getum sámt seint reist og starfrækt svo mörg heimili og stofnanir fyrir þetta fólk, sem þyrfti að komast þang að — og þess vegna verður að vekja samúð og skilning yngra fólksins á vandamálum ellinn- — reyna að fá það til að hugsa um: hvað verði um það í ellinni. Undanfarið ár hefir verið reynt að vekja áhuga innan kirkjunnar á þessu mikilsverða viðfangsefni -— reynt að fá kirkj unnar menn, presta landsins og söfnuði til þess að sinna líknar- málum meira en gert hefur ver- ið og þá sérstaklega bent á, að koma þyrfti upp víðsvegar í landinu litlum heimilum fyrir eldra fólkið, og væru þau starf rækt af söfnuðinum í viðkom- andi byggðarlagi. Hingað til lands kom s.l. ár biskupinn í Kaupmannahöfn, herra W. West- ergaard-Madsen, til þess að flytja erindi á. prestastefnunni um þátttöku kirkjunnar og safn- aðanna í líknarmálum Danmerk ur. Hafði biskupinn í nær tvo áratugi haft á hendi fram- kvæmdastjórastarf hjá Samein- uðu safnaðarstarfseminni, en þar er um fjölþætt líknarstörf að ræða, sérstaklega þó fyrir eldra fólkið. — Var erindi bisk- upsins með ágætum og mun vafa laust verða til þess að vekja marga kirkjunnar menn til frekari umhugsunar um þetta alvarlega vandamál — hvað verður um mig í ellinni? En betur má ef duga skal. Reynt verður að fá söfnuði landsins til þess að taka þetta mál á dagskrá til athugunar og nokkurrar úrlausnar. — Er ég sannfærður um, að þegar það hefur tekizt, þá mun það ekki aðeins verða þeim aldurhnignu til góðs, sem vistar njóta a elli- heimilum safnaðanna, heldur og Lester Pearson: Seldi Sovét- ríkjunum hveiti fyrir 500 mil. dala — horfir glaður um öxl. Neyzla þess hefur hraðaukizt þar undanfarin tvö ár. 1961 neyttu Kúbumenn um 260 þús. tonna, en í ár þurfa þeir á að halda um 465 þús. tn., en það magn kemur allt frá Kanada. Ástæðan fyrir þess- ari auknu hveitineyzlu á Kúbu er sú, að þar hefur framleiðsla á landbúnaðar- vörum dregizt saman. Þá kemur einnig til, að Sovétríkjunum kemur betur að spara sér flutningskostnað, en mest þeirra landbúnaðar- vara, sem þeir hafa sent til Kúbu, hefur farið um hafnir við Svartahaf. Sovétríkin eiga við að etja margs kyns vandamál, vegna þarfa annarra kommúnista- ríkja. Hveiti skortir þar nær alls staðar. Pólverjar hafa óskað eftir að kaupa talsvert magn af hveiti frá Kanada, auk þess, sem þeir eru að reyna að semja við Banda- ríkjamenn í sama skyni. — Bandaríkin hafa sent Pól- verjum talsvert magn af hveiti í nokkur ár, gegn greiðslu síðar, en samt skort- ir á. Þótt mörgum þyki magnið mikið, sem Sovétríkin hafa nú samið um kauþ á frá Kan- ada, þá er bent á, að það svari sennilega aðeins til hveiti- neyzlu á einum mánuði í Sov- étríkjunum. Heildarneyzlan þar er talin vera um 3600 milljón skeppur árlega. f ár skortir á, að eftirspurn verði fullnægt heima fyrir, hvað þá, að hægt sér að hjálpa öðr- um kommúnistaríkjum — svo að leita hefur orðið til Vest- urheims. Ljóst þykir því nú, að það sé ekki rétt, sem heyrzt hef- ur undanfarið, að Sovétríkin ætli sér að safna korni í þeim tilgangi að gera Kínverjum erfitt fyrir, en þeir hafa um alllangt skeið þurft að flytja inn mikið hveiti frá Kanada. ekki síður mun þessi mikilvæga starfsemi kirkju landsins til mikils gagns og blessunar. Þau komu til okkar gömlu hjónin. Þau voru bæði farin að heilsu, útslitin eftir langt og erfitt starf í einu af sjávar- plássunum hér sunnanlands. — En þau undu sér ekki hjá okk- ur á Grund. Þau söknuðu gamla hússins síns, sem var reyndar ekki vel íbúðarhæft — en það var þó ekki það, sem gerði að þau fóru aftur þangað. — Gamli maðurinn heyrði ekki lengur sjávarniðinn, hann saknaði brim hljóðsins, hann sá ekki lengur út á sjóinn, sem gaf þeim svo margt, en sem hafði líka tekið frá þeim. Þau fóru heim — hann til þess að deyja — og öldurnar léku sér rótt við litla húsið þeirra — hann fékk að deyja þar sem hann hafði lifað og starfað alla sína ævi. Þetta atvik hafði mikil áhrif á mig. Ég fór að hugsa um allt þetta fólk, sem árum saman hef- ir lifað og starfað út um sveit- irnar og í litlu sjávarplássun- um víðsvegar um landið. — Af hverju fær þetta fólk, sem búið er að skila miklu og löngu ævi- starfi í þágu lands og þjóðar, ekki aðstæður til að lifa síðustu árin, þar sem það hafði starfað alla ævi? Af hverju reynum við ekki að koma upp litlum hælum og elliheimilum víðsvegar um byggðir landsins og í sjávarþorp unum? — Þetta borgar sig ekki — þetta verður svo lítið og fólkið er svo fátt, er venjulega svarið. — En ég held samt að þetta sé hægt og verður gert, þegar okkur hefir tekizt að vekja fólkið til starfa í þessu velferðarmáli. Mér er vel kunn- ugt um kostnað við rekstur á slíkum heimilum — mér er líka fullljóst að ekki er oft um mikil peningaráð að ræða — en samt er þetta hægt, ef þið, sem þetta lesið — viljið. „En kemur þetta mér nokkuð við“. munu margir segja, „þetta er komið á heil- ann á honum — við höfum um nóg annað að hugsa, sem er skemmtilegra en þetta sífellda nöldur um elli og erfiðleika". — Já, þannig hugsa því miður alltof margir, ella væri ekki svona lítill áhugi á þessu máli. En hvað verður um yður í ell- inni? Væri ekki rétt að búa í haginn á meðan tími er til, heilsa og þrek? —- Ég hefi séð og heyrt of mikið um vandræði fólksins á þessu sviði, til þess að reyna ekki aftur og aftur að benda á, að taka verður þetta mál til úrlausnar. — Ekki að- eins með samþykktum um nefnd arskipanir eða löggjöf án veru- legra fjárframlaga, heldur fyrst og fremst með samtakamætti fólksins í þessu máli, samtökum innan kirkju og safnaða lands- ins. — Ef einhver Jesandi þessarar greinar vill sinna málinu í sinni sókn, í sínu byggðarlagi, og ef hann heldur að ég gæti gefið honum einhver ráð eða leiðbeiningar, þá er ég fús til þess. — Nýlega sagði ég í við- tali í Kirkjublaðinu eitthvað svipað — en ennþá hefir eng- inn spurt um neitt eða talað við mig út af því. — Áhuginn virð- ist harla lítill, en samt verður haldið áfram. Það vantar aðeins einn eða tvo framtakssama menn eða konur til þess að það fari af stað. Séra Árelíus Nielsson hefir haft forgöngu í söfnuði sín- um um að skipa nefnd til þess að athuga og íhuga málið. Fleiri munu koma á eftir, þörfin á framkvæmdum er brýn — verð ur meiri með hverju ári sem líður. Okkur íslendingum greinir á um margt, erum heldur deilu- gjarnir og ráðríkir yfirleitt. En eitt verður þó sameiginlegt með mörgum :— ellin. — Þetta tíma- bil í ævi manns skulum við sameinast um að gera eins ánægjulegt og frekast er unnt. — Við skulum reyna að láta eldra fólkið njóta ævikvöldsins í friði og ánægju og léttum af því áhyggjum um hvað verður um það í ellinni. Gísli Sigurbjörnsson. Franska bridgetímaritið LE BRIDGE sagði nýlega frá eftir- farandi spili, sem sýnir mjög óvenjulega vörn. S. K-D-3 H. D-10-7-6-5 T. 7-5-3 L. Á-K S. G-9-8-7-6 H. K H. Á-2 T. D-G-10- T. 6 9-8-4 L. G-9-8-7-2 L. 10-5-4 S. A-10-5 S. 4-2 H. G-9-8-4-3 T. Á-K-2 L. D-6-3 Spilið var spilað í tvímenn- ingskeppni og varð lokasögnin sú sama á öllum borðum eða 4 hjörtu. Útspil var það sama á öllum borðunum eða tígul 6. Við flest borðin var spilið spil- að þannig að sagnhafi (suður) drap með ásnum og lét út tromp. Austur fékk slaginn á kónginn, lét út tígul drottningu. sem sagnhafi drap með kóng, er» vestur trompaði með ásnum. Nú lét vestur út spaða, sem austur drap með ásnum og tók síðan slag á tígul-gosann og spilið tap- aðist. A einu borðinu tók sagnhafi ás og kóng í laufi í stað þess að láta út tromp og næst lét hann út spaða kóng, sem austur drap með ásnum. Nú lét austur út tígul drottningu, sem sagnhafi drap með kóngi. Augljóst er að austur komist aftur inn til að taka slag á tígul gosann áður en sagnhafi fær tækifæri til að kasta tígli úr borði í laufa- drottninguna heima. Vestur sá þetta og í stað þess að trompa með hjarta 3, þá trompaði hann með ásnum og lét út hjarta 3!!! Þannig komst austur inn og tóle fjórða slaginn á tígul gosann. Því er ákveðið haldið fram i franska tímaritinu að þetta spil hafi spilast eins og að framan segir, en aftur á móti er það við- urkennt að hér sé um mjög ó« venjulega og snjalla vörn að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.