Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 25. scpt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 Helga Valtýsdóttir og Gisli Halldórsson í hlutverkum sínum í Hart í bak. Fyrsta sýning LR á fimmtudag Fé þykir vœnna en áður en minna sett á en vant er Réttað i Hreppunum á morgun L,EntFÉLAG Reykjavíkur mun hefja vetrarstarfsemi sína n.k. fimmtudagskvöld með sýningu í Iðnó á hinu vinsæla leikriti Jökuls Jakobssonar, Hart í bak. I»etta verður 131. sýning á leik- ritinu og hefur sýningarfjöldi slegið öll fyrri met. Var það sýnt 85 sinnum í Reykjavík á sl. vetri og í sumar var það leikið 45 Sinnum úti á landi, hvarvetna Við mjög góða aðsókn. Enn er ekki endanlega ákveð- ið, hvaða leikrit verða sýnd á leikárinu, sem nú er að hefjast, en á fuhdi með fréttamönnum í gær sagði Sveinn Einarsson, leik hússtjóri, að sennilega yrðu tek- in fyrir þrjú eða fjögur ný er- lend leikrit og eitt íslenzkt. Allmiklar breytingar verða í vetur gerðar á starfsemi Leikfé- lags Reykjavíkur og er enn unn- ið að undirbúningi þeirra. Sveinn Einarsson, hefur verið ráðinn fyrsti leikhússtjóri fé- lagsins á þeim 66 árum, sem það hefur starfað. Sveinn hefur stundað nám í bókmenntum og leikhúsvísindum í Stokkhólmi og París og er kunnur fyrir ágæta Kringlukast: 1. Magnús Guðmundsson A 34,57 2- Reynir Lútherson B 33,63 m. Spjótkast: 1. Reynir Lúthersson B 40,45 m 2. Gylfi Sveinsson B 33,70 m. Langstökk: 1. Reynir Lúthersson B 4,89 m. 2. Sveinn Frímannss. A 4,69 m. Kúluvarp: 1. Magnús Guðmundsson A 11,46 2. Gylfi Sveinsson B 10,51 m. Bástökk: 1. Sveinn Frímannsson A 1,35 m. 2. Pétur Pétursson A 1,25 m. Konur: 80 m hlaup: 1. Kristín Jónsdóttir B 12,5 sek. 2. Arnþrúður Jónsd. B 12,6 sek. Kringlukast: í. Dröfn Guðmundsd. B 30,30 m. 2- Arndís Björnsd. B 17,62 m. Hástökk: 1. Rannveig Garðarsd. B 1,18 m. 2. Arnþrúður Jónsd. B 1,13 m. Spjótkast: 1. Arndís Björnsd. B 22,88 m. 2. Guðrún Einarsd. B 18,33 m. Kúluvarp: 1. Dröfn Guðmundsd. B 9,46 m. 2. Arndís Björnsd. B 7,03 m. Langstökk: 1. Arnþrúður Jónsd. B 3,92 m. 2. Erla Reynisdóttir B 3,84 m. þætti sína um leikhúsmál.í út- varpinu. Mun Sveinn sjá um all- an daglegan rekstur leikhússins, sem hingað til hefur verið auka- starf í höndum þriggja manna. Skipað hefur verið Leikhúsráð og eiga í því sæti þrír stjórnar- menn Leikfélags Reykjavíkur auk leikhússtjórans og fimmta manns, er borgarstjóri tilnefnir. Þá er ætlunin að fastráða leik- stjóra og leikara og halda uppi kennslu í leikskóla. Allar þessar breytingar munu stuðla að því, að gera starfsemi Leikfélags Reykjavíkur að atvinnuleikhúsi. í fyrra voru gerðar miklar og nauðsynlegar breytingar á saln- um í Iðnó og nú hefur hússtjórn þess látið hefja framkvæmdir við byggingu nýrrar aðgöngu- miðasölu og skrifstofu við húsið sunnanvert. Verða og gerðar breytingar á núverandi fata- geymslu til aukinna þæginda fyrir leikhúsgesti. í stjórn Leikfélags Reykjavík- ur eiga nú sæti þeir Helgi Skúla son, form., Steindór Hjörleífsson og Guðmundur Pálsson, sem er framkvæmdastjóri þess. Framh. af bls. 1 hins vegar tapað, og kommún- istar misst mikið af fylgi því, sem þeir höfðu, og var þó ekki mikið. Það er mál fréttaritara, að baráttan hafi verið mjög hörð fyrir þessar kosningar, og megi það fyrst og fremst rekja til átaka þeirra, sem átt hafa sér stað í landsmálum að undan- förnu. Kom það greinilega fram í síðustu ræðum flokksformanna fyrir kosningamar, að þeir ósk- uðu eftir, að kjósendur tækju fyrst* og fremst tillit til þeirra mála nú, ekki til málefna ein- stakra byggðarlaga og kjör- dæma, þótt ekki væri verið að kjósa til þings. Þó eru þeir, sem gerzt hafa fylgzt með úrslitum, á því máli, að baráttan um landsmál spegl- ist fyrst og fremst í úrslitunum í þéttbýlinu, t.d. Oslo og nokkr- um fleiri borgum. í dreifbýlinu hafi menn frekar látið stjórnast af þeim málum, sem þar hafa verið efst á baugi, að undan- förnu. Verkamannaflokkurinn hefur verið í stjórn frá 1935, eða í 28 ár, ef frá eru taldar þær þrjár vikur, sem stjórn Lyngs var við völd í haust. Úrslitin nú, þ.e. sigur Verka- mannaflokksins, er að mörgu leyti talin traustsyfirlýsing við Gerhardsen, sem nú tekur við stjórnartaumunum á ný. HEYFENGUR í Hreppunum varð í minna lagi í sumar en nýting heyja var mjög góð, betri en oftast áður. En eigi að síður má búast við að bændur setji minna á en venjulega. Þann ig fórust fréttámanni Mbl. Jóni Ólafssyni í Geldingaholti orð á dögunum. — Snjókoma Framh. af bls. 24 fé leitað nær byggð vegna snjó- komu hátt til fjalla. Ég talaði við Djúpavík í dag og til Stein- grímsfjarðar og var mikil snjó- koma á Ströndum og sett niður snjó á Djúpavík í dag. í vestan- verðum fjórðungnum hefur lítið snjóað undanfarið. — H.T. Vatnsbólin fylltust krapi SAUÐÁRKRÓKI, 24. sept — Árla dags í dag gerði hér versta veður, norðan hvassviðri með snjókomu og hefur gengið í sjó- inn eftir því sem hefur liðið á daginn. Allmargir bátar héðan voru á sjó, en eru nú komnir að landi heilu og höldnu. Einn þeirra tók höfn í Hofsósi. Göngur og fjárréttir standa yfir í Skagafirði þessa dagana og er óvíst hvernig leitarmönn- um hefur vegnað síðustu daga í fjallgöngum svo, sem að Stafnsrétt. Svo mikil fannkoma varð seinni hluta dags í dag, að vatnsból bæjarins fyllt ust af krapi, svo bærinn varð vatnslaus og slátrun 1 sláturtiús- unum stöðvaðist. Vonast er til að þetta lagist með morgninum. — jón. í göngum í hríð BÆ, HöFÐASTRÖND, 24. sept — Hér er grenjandi stórhríð sem nær alveg niður að sjó. Hlýtur því að vera slæmt upp til dala. í gær voru fyrstu göngur og gekk allt vel, en í dag má búast við að illa gangi, þó ekki hafi borizt neinar fregnir af því. — Björn. Siglufjarðarrútan sneri við SIGLUFIRÐI, 24. sept. — Hér er komin stórhríð og grátt ofan í fjöru og Siglufjarðarskarð er teppt enn einu sinni. Áætlunar- bíllinn fór frá Siglufirði kl. 7 í morgun og komst í efsta sneið- inginn Siglufjarðarmegin og sat þar fastur í fönn, enda komin stórhríð á Skarðinu. Beggja vegna vegarins eru gamlir snjó- ruðningar og því fljótt að skafa í veginn. Um 30 farþegar voru í bílnum, en í honum er talstöð. Bílstjór- inn lét fljótt vita hvernig komið var og fór ýta frá Siglufirði og var komin á staðinn kl. um 12.30. Ekki var talið fært að hjálpa bílnum yfir Skarðið eins og var og kom áætlunarbíllinn til Siglufjarðar kl. 3.30. — — Stefán. Keðjufærð á Vaðlaheiði og Öxnadalsheiði AKUREYRI, 24. sept. — f morg- un var hvítt ofan að sjó hér, en tók upp á láglendi um miðjan daginn. Nú gránar aftur í rót og hiti er við frostmark. Skv. upplýsingum frá vegaferð inni, er lítil umferð á fjallvegum í dag. Þó var einn bíll að koma vestan yfir öxnadalsheiði. Þar var keðjufært og vont veður. En heiðin átti að heita fær öllum bílum. Annar bíll var nýkominn yfir Vaðlaheiði og sagði bílstjórinn að heiðin væri engan veginn fær litlum bílum. Skafrenningur er og snjókoma, en vegurinn slark fær á stórum og sterkum bílum enn. — Sv. P. Gangnamenn sneru við GRÍMSSTÖÐUM í Mývatns- sveit, 24. september. — Stórhríð er hér í dag. Gagnamenn lögðu í Hreppum hefur verið all- mikið um framkvæmdir í sum- ar. Nýbýli er í smíðum að Haga og 6 súrheystumar hafa verið byggðir. í undirbúningi er einn- ig bygging nýbýlis að Sandlæk. Hrútasýning var haldin 15. sept. að Steinsholti í Gnúpverja- hreppi. Sýndir voru 65 hrútar og hlutu 30 þeirra 1. verðlaun, 26 2. verðlaun, 6 3. verðlaun og 3 hlutu engin verðlaun. Hreppamenn eru í göngum og verður réttað í Skafthólsrétt og Hrunamannarétt á morgun, fimmtudag. Er gert ráð fyrir að þar verði réttað um 5000 fjár. Áður höfðu Hreppamenn sótt fé af stað í morgun, en sneru við heim aftur, því ekkert var hægt að athafna sig. Ekki á þó að vera hætta með kindur, ef þetta stendur ekki lengL Snjókoman er mikil nú sem stendur og ef þessu heldur áfram í nótt, verð- ur orðið slæmt á morgun. Innansveitarvegir eru enn færir, en hætt við að fjallvegir séu að teppast — Jóhannes. Möðrudalsfjallgarður ófær GRÍMSSTÖÐUM á Fjöllum, 24. september. í gærkvöldi fór að snjóa hér og hefur verið hríð síðan. Ekki er kominn mikill snjór hér í kring, en umferð lok aðist um Möðrudalsfjallagarð- inn, frá Möðrudal og yfir í Jökul dal strax í nótt, og voru bílar varaðir við að leggja í hann. Áætlunarbíllinn milli Akureyrar og Austfjarða stanzaði í Reykja- hlíð á Ieið austur og bíður þar eftir að fært verði austur yfir. Fyrstu göngur eru afstaðnar hjá okkur og gengu vel. í þeim fundust 3 veturgamlir hrútar úti gengnir á Búrfellsheiði. Ekki var þó hægt að koma nema einum til bæja í fyrstu göngum. Hrút- amir eru allir úr Axarfirði. Slátrun úr fyrstu göngum er lok ið úti á Kópaskeri. Aðrar göngur eiga að hefj ast á morgun, en það lítur illa út með þær, ef veður ekki batnar. — B. S. Oddsskarð og Fjarðarheiffi ófær. vEGILSSTöÐUM, 24. sept.: — Krapaveður var hér í nótt og snjór til fjalla. Nú má þó heita að autt sé upp í hlíðar. Göngur voru í gær á Fljótsdalsafrétt, en réttinni í dag var frestað vegna illveðurs. Veður var ágætt með an á göngunum stóð. í morgun átti að fara í göngur í Fellum, en því var frestað vegna veðurs. Oddsskarð og Fjarðaheiði munu vera orðin ófær. ■— Jónas. — Listasafnið Framh. af bls. 2 forstjóri í dánarbúi Sesselju Stef ánsdóttur, og hefur hann til- kynnt dr. Selmu Jónsdóttur, for- stöðumanni Listasafns fslands um efni fyrrgreindrar erfða- skrár. Eftirlifandi systkin hinar látnu, frú Guðríður Stefánsdóttir Green og Gunnar Stefánsson stór kaupmaður, viðurkenna form- legt gildi erfðaskrárinnar. Gera má ráð fyrir, að hús- eignin Austurstræti 12 verði seld þegar að loknum skiptum dánar- búsins, og kemur í ljós, hver hlutur Listasafnsins verður. Þess skal getið, að minningar- gjöfin er gefin í því skyni að varðveita höggmyndir Nínu Sæ mundsson myndhöggvara innan vébanda Listasafns íslands. Safnráð lét í ljós ánægju og þakklæti yfir þessari rausnar- legu minningargjöf, sem hlýtur að verða til þess að hraða mjög byggingu yfir Listasafn íslands. Frétt frá Listasáfní ísiands. Gnúpverja, Flóa- og Hruna- manna með afréttargirðingum. Fé þykir vænna nú en í fyrra. — Ástralir Framh. ai bls. 13 opinberlega, nema sérstakt til- efni komi til. Óstaðfestar fregnir í fyrra mánuði hermdu, að - Frakkar væru þá að undirbúa nýjar tilraunir í eyðimörkinni. Ástralski utanríkisráðherrann sagði, að stjórn hans væri þess fullviss, að hún nyti stuðmngs alls almennings í Ástralíu, í þessu máli. Sir Garfield lýsti því enn- fremur yfir, að hann hefði orðið þess var að ákvörðun franskra ráðamanna hefði vakið mikinn óróa víða um lönd. Það væri stefna flestra ríkja heims nú, þar á meðal stærstu kjarnorku- velda, að fella niður frekari tilraunir með gereyðingarvopn. Benti ráðherrann á, að rúmlega 100 þjóðir hefðu gerzt aðilar að tilraunarbanni því, sem gert var í Moskvu fyrir nokkrum vikum. Afstaða stjórnar Alsír til til- rauna Frakka hefur vakið nokkra athygli. Er Evian-samkomulagið, sem leiddi til sjálfstæðis AlSír, var gert, fól það í sér, að Frakk- ar mættu reyna kjarnorkuvopn í Sahara. í marz sl. gerðu Frakkar svo tilraun með slíkt vopn þar. Þá gætti andmæla stjórnar Alsír. Nú heyrist ekkert frá henni um þetta mál, annað en það, að engra yfirlýsinga sé um það að vænta. Frakkar hafa haldið því fram, að andmæli stjórnar Alsír nú séu tilgangslaus. Öllum hafi verið ljóst, hvers vegna þeir hafi vilj- að fá umráðarétt yfir eyðimörk- inni. Því fæst engin staðfesting á því, hvort það er ætlun Frakka að halda áfram tilrau^ jm með kjarnorkuvopn á Sahara, eða hvort tilraunir á Kyrrahafi verða látnar nægja. — Öldungadeildin Framh. af bls. 1 ugt varð um úrslitin. Taldi hann hér vera um skref að ræða í rétta átt, eitt skref að vísu, en sagði, að fleiri kynnu að verða stigin í sömu átt. Undanfarið hafa staðið miklar umræður í Bandaríkjunum um Moskvusáttmálann. Hafa marg- ir þingmenn og aðrir, sem virk- an þátt taka í stjórnmálum, hald- ið því fram, að með staðfestingu samningsins væri verið að stefna öryggi Bandaríkjanna í hættu. Þeir, sem haldið hafa við þessa skoðun, hafa þó greinilega verið í minnihluta. Þrátt fyrir það, vakti andspyrna þessi það mik- inn ugg, að Kennedy þótti sjálf- um rétt að hafa afskipti af mál- inu. Kvaddi hann á sínum tíma leiðtoga þingflokka demokrata og repúblikana á sinn fund til að afla fylgis við sáttmálann á þingi. Samkomulagið kveður svo á, að ekki megi gera tilraunir með kjarnorkuvopn í geimnum, and- rúmsloftinu og neðansjávar. Hins vegar er leyfilegt að gera til- raunir neðanjarðar, og verður þeim m. a. haldið áfram í Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn munu þó gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja öryggi varna sinna, enda er hægt að segja samningnum upp. M. a. verður unnið að gerð til- raunastæðis á Johnston-eyju á Kyrrahafi, og verður hægt að hefja þar tilraunir, ef þörf gerist. Samningurinn hefur hlotið fylgi ráðamanna mjög margra landa, og hafa nú um 100 þjóðir gerzt aðilar að honum. Af hálfu Bandaríkj amanna er nú aðeins eitt formsatriði eftir; Kennedy þarf sjálfur að staðfesta sap- komulagið. - íbróttir Framh. af bls. 22 Norska stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.