Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 24
 benzin eda diesel _ [tjj LÁHD- -ROVER HEKLA £07. tbl. — Miðvikudagur 25. september 1963 I hríð á Vestur- og Austurlandi Frásagnir fréttaritara IVibl. FRÉTTARITARAR Mbl. víðs vegar um Vestur- Norður og Austurland símuðu fréttir af snjókomu, ófærð á fjallveg- um og göngum í gær. Fara frásagnir þeirra hér á eftir. Holtavörðuheiði HRÚTAFIRÐI, 24. sept. — Á Holtavörðuheiði hefur í dag ver- ið versta veður, ofanhríð og skaf renningur. Áætlunarbílar og flutningabílar hafa þó komizt greitt yfir, en í kvöld voru 2—3 litlir bílar orðnir fastir sunnu- antil á heiðinni. Eru bílar frá vegagerðinni farnir þeim til að- stoðar og frá Hvammstanga er verið að senda veghefil til að laga þetta. Vestfirðir ÍSAFIRÐI, 24. sept. — Snjókoma og mugga hefur verið hér í dag og snjóað alveg niður í byggð. Breiðadalsheiði hefur verið fær bifreiðum að undanförnú og bif- reiðar fóru yfir hana í dag. En ýta var uppi á heiðinni síðdegis, því nokkuð mun hafa fennt þar Bóndi höfuðkúpu- brotnar í leitum A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ slasaðist bóndinn á Skammbeins- stöðum, Karl Pétursson, er hann fékk stein í höfuðið við Land- mannalaugar. Illaut hann af því höfuðkúpubrot, og var fluttuf að Hvolsvelli til Þorgeirs Gestsson- ar, læknis. Hefst brotið vel við og hefur ekki skaddað höfuðið frekar. Slysið varð irm 7 leytið. Leitar- Hvoðan fékk menn voru þá að leita kinda skammt frá sæluhúsinu við Land mannalaugóir. Mun steinn hafa losnað undan mönnum sem fóru ofar í hlíðinni og brot úr honum lent á höfði Karls. Hann var með hettu og húfu á höfði, _en kastið á steininum var samt svo mikið að það braut höfuðkúp- una á bletti, þar sem hann lenti á höfðinu. Leitarmenn voru með ágætan trukkbíl innfrá og var farið með Karl í honum til byggða og kom- ið að Hvolsvelli um miðnættið. pFJÖLDI MANNA var við > |Hafravatnsrétt í gærdag í Islyddu Og kulda, bæði til að Idraga í dilka og horfa á það Isem fram fór. Talið er að um 8 þúsund Kfjár hafi verið rekið nú til KHafravatnsréttar, heldur ffærra en síðustu árin. Fjöldi fólks kom frá Reykja hvík með börn sín til að sýna Iþeim kindurnar. en margir thafa vafalaust staðið stutt við fí kuldanum. Réttarstjóri er iKristinn Guðmundsson, bóndi! |að Mosfelli, Mosfellssveit. Myndina tók Ól. K. M. af Itveim frúm, sem voru að huga Lað fénu s<nu. Bráðabirgða- símstöð í Sel- Noröur- er liða tók á daginn. Hrafnseyr- arheiði varð ófær Dýrafjarðar- megin í nótt. Var engin ýta til- tæk, en veghefill reyndi að ryðja leiðina, en varð ekkert ágent. ÁætlunarbíHinn frá Vestfjarða- leið fór frá ísafirði í morgun, full skipaður og lagði 4 Hrafnseyrar- heiði um kl. 10.30, en varð að snúa við og kom aftur til Þing- eyrar um 2 leytið. Var ætlunin a§ lítil dráttarvél yrði send til að reyna að ryðja heiðina. Fjallvegir munu allir vera færir í Barða- strandasýslu og lítill sem eng- inn snjór á Þingmannaheiði, sem oft er erfiðasti fjallvegur þar. Á fjallveginum yfir Hálfdán er lítilsháttar snjór efst, en vegur- inn fær. Ég hefi haft spurnir af því að smalamennska og leitir um helg ina og gær og fyrra. í fjórðungn um hafa gengið vel og víða hafði Framhald á bls. 23. Verkamaður missti handlegg ■ slysi við höfnina f GÆRMORGUN slasaðist verka maður, Ingólfur Sigfússon, Borgarholtsbraut 9, svo alvar- lega við uppskipun í Reykjavík- urhöfn, að taka þurfti af hon- um handlegginn á Landakots- spítala. Verið var að vinna við banda- ríska flutningaskipið Mormacs- aga við Ægisgarð og var maður- inn á leið upp úr lestinni um kl. 9,30. Fékk hann þá á sig lúgu- hlera, og klemmdist milli hans og stigans. Mun höggið hafa komið á handlegginn á honum. Engir sjónarvottar voru að slysinu sjálfu, en margir menn voru að vinna í lestinni. Var maðurinn strax fluttur á Landa- kotsspítala, þar sem taka þurfti af honum handlegginn. Leið hon um eftir atvikum í gærkvöldi. Þjóðviljinn fréttinn? Fréttamenn eiga engan 1 blaða- skrífunum p í tileínl af fréttum ÞJÓÐ- | VHJANS og skrifum undanfama : daga um ágreining sovézks síld- artökumanns og islenzka sfldar- matsms, verkun Austurlands- | gíldarinnar o. fl. skal þetta tek- ið íram: Fréttamaður ÞJÓÐVILJANS á Seyðisfirði. Gísli Sigurðsson, er ekkl heimildarmaður blaðslns | um þessi efnl, né heldur aðrir fréttamenn biaðsins á Austur- landi. Það sem um þessri mál hefur verið skrifað í blaðið er á engan hátt £rá fyrrgreindum fréttamönnum runnið. I Bílarnir teknir af ökuþórunum sem aka of hratt á götum hæjarins Úr Þjóðviljanum í gær. Sjá Staksteina. UNDANFARIN kvöld hefur lög- reglan tekið bíla af fjölmörg- um piltum, sem staðnir hafa ver- ið að því að aka of hratt á göt- um bæjarins. Hafa þeir síðan þurft að mæta morguninn eftir og greiða háa sekt um leið og þeir fá bílinn aftur. Er lögregl- an með því að reyna að stemma stigu fyrir óhæfilega hröðum akstri á götum bæjarins á kvöld- in og næturnar. t gærkvöldi var t. d. tekinn ungur piltur, nemandi í einum skólanna, er ók með 80—90 km hraða á Snorrabrautinni í því slæma skyggni og á blautum göt- um. Eltu lögreglumenn hann uppi og tóku af honum bílinn. Annar var tekinn í fyrrinótt á Reykjavíkurbrautinni á 100 km hraða og missti bílinn. Hefur lögreglan gert mikið að Kjötveröiö ákveðið FRAMLEIÐSLURAÐ landbúnað- arins auglýsti í gærkvöldi nýtt verð á dilkakjöti, slátri og kartöflum. Skv. því kostar súpu- kjötið kr. 44,40 kg, en kostaði í fyrrahaust 32,35 kr. kg. Heil læri kosta 51,65, en kostuðu í fyrra kr. 37,65 kg. Lambalifur koslar nú í smásölu kr. 55,60 kg, en kostaði í fyrra 42,30 kg. Heil slátur með sviðnum haus kosta nú kr. 50,85, en í fyrra kr. 41,00 kg. Fyrsta flokks kartöflur kosta nú í smásölu kr. 8,68 kg eða kr. 43,40 fimm kílóa poki, en í fyrra kostuðu kartöflurnar kr. 7 kg eða 35 kr. fimm kilóa poki. því að taka slíka ökufanta úr umferð undanfarnar vikur. Hef- ur þá stundum komið fleira ólög- legt í ljós, t. d. hefur tvisvar verið tekinn einn piltur sem ekk- ert ökuskirteini hefur. asnum PÓST- og símamálastórnin er a<5 byggja bráðabirgða símstöð í Selásnum fyrir sjálfvirka stöð og er ætlunin að hún komizt í gang í nóvember. Þetta er þó aðeins bráðabirgða- lausn. En unnið er að því að undirbúa stöðvarbyggingu fyrir framtíðina. Eins og er, eru vand- kvæði á að áætla vöxt byggðar- innár á þessu svæði og því gott að fá bráðabirgðahúsnæðið með- I an það er að skýrast. Hríðarveður gekk yfir allt land í gær Gangnamenn í hrakníngum og fjallvegir lokast' í GÆR var vonzkuveður um land allt með snjó- komu eða slyddu. Lokuð- ust margir f jallvegir Norð- anlands, Vestan og Austan, svo sem Siglufjarðarskarð, Þorskafjarðarheiði, Möðru dalsöræfin og Oddsskarð. Vaðlaheiði og Öxnadals- heiði voru þó færar stórum bílum með keðjum og í gærkvöldi var orðið eins ástatt á Holtavörðuheiði, hún var vart fær smábíl- um. Hellisheiði var vel fær, en dálítið hált þar. Þetta óveður gengur yfir á versta tíma, því víðast hvar á landinu eru göngur og réttir, og hafa gangnamenn fengið versta veður á fjöllum. Sunn- anlands, þar sem var slydda á láglendi, en snjókoma á fjöll um og uppsveitum, voru gangnamenn á leið með rekstra sína niður og hrepptu hrakninga. T.d. urðu Biskups tungnamenn að moka sér leið með fjallsafnið niður Blá- fellshálsinn í fyrradag og voru í gær á leið niður byggðina í versta veðri. Einnig voru Grímsnesingar að smala Lyng dalsheiði í versta veðri og og Gnúpverjar að komast með sitt safn niður að afréttargirð ingu. Annars var fé víða far ið að sækja mjög heim fyrir óveðrinu. Norðanlands - hættu sumir við að fara í göngur í gær, en búast má við að þeir sem eru í margra daga göng- um, svo sem Skagfirðingar, eigi í erfiðleikum. Mbl. hafði í gær tal af nokkrum fréttariturum sínum og eru frásagnir þeirra ann- ars staðar á þessari síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.