Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUN»* ADID Miðvikudagur 25. sept. 1963 Elelgi S. Jónsson: Jamboree að Maraþons- völlum lokið Konstantin prins slí tur 11. Jamboree. SVO LÍÐA dagar á Jamboree — fullir af gleði og sól — svo mik- illi sól og hita að okkur íslenzka ftangar til að hugsenda heim nokkur stig af þessum brenn- andi hita, til að blanda í norðan garrann þar. Eins og í gömlu ævintýri, er kóngur og drottning í ríki sínu — og í dag kemur kóngurinn í heimsókn til hinnar vítt ættuðu veraldar Jamboree á Maraþon- völlum. Heiðursvörður 85 þjóða stend ur við aðalhliðið inná vellina. Aðalhliðið eru tvær ferstrendar risasúlur, sem teygja sig meira en 30 metra upp og tveir þver- armar til austurs og vesturs, sem mætast undir Maraþonskyld inum. Þetta hlið er tákngert kjör orð mótsins — Scouting higher and wider —, sem er líklega líf vænlega þýtt á íslenzku „Skátun vor vaxi og víkki“. KONUNGSKOMAN Tveim stundum fyrir konungs komuna byrja þjóðirnar að raða sér upp við veginn, sameinast úr sambúðunum undir fána sína. Að alstrætið frá hliðinu að þjóðar torginu er þétt staðið upp eftir stafrófsröð landanna og bera grískir skátar nafnspjöld fyrir hverju landi. Páll konungur, drottning hans og fylgdarlið aka framhjá röðun um og skátahöfðingi Grikklands, Konstantin krónprins, vísar kon ungi til stæðis á þar til gerðum palli við þjóðatorgið. Jamboree- söngurinn hljómar yfir vellina og gangan fyrir konunginn hefst — Gangan varir í meira en klukkutíma þó gengið sé taktfast í sexfaldri röð. Mikill mann- fjöldi hafði heimsótt mótið og safnast saman utanmeð veginum og þéttast við konungsstúkuna. — Þegar stóri íslenzki fáninn er feldur fram til kveðju við kon- ung, lýstur fjöldinn upp fagnað arópi — Islandía! Islandía! og svo runa af grísku, sem drukkn ar í hávaðanum. Páll konungur tekur kveðju okkar vel. Þó að hópurinn sé ekki stór þá er hann samlitur og samstilltur, svo að athygli vekur. — Kvikmyndavél ar suða og blossar ljósmynda- vélanna leiftra og íslenzka stolt- ið hríslast niður hryggjarliðina, svo við eiginlega hvorki sjáum né heyrum. — Þegar allir höfðu lokið við að ganga fyrir kónginn, leystust hóparnir upp á þjóðartorginu og hver hélt til sinna heima í sam búðunum, nema þeir, sem fylgdu konungi um sýningasvæði þjóð- anna. LOKA VARÐELDUR Daginn fyrir mótsslitin er safn ast saman við sameiginlegan varðeld, sem þó ekki ber venju legan varðelda svip, því áhorf- endur eru 15 til 17 þúsund, og það sem fer fram á sýningasvæð inu eru stór-sýningar, aðallega á vegum fjölmennustu þátttöku- þjóðanna, sem byggja atriði sín á ýmsum þjóðlegum sérkennum. Á þessum varðeldi komu Norð urlöndin sameiginlega fram. — Uppstilling af 200 skátum mynd uðu sameiginlega krossfána Norð urlandanna og í baksýn stóðu krossfánarnir fimm, flóðlýstir í sinni fegurð. Hver þjóð hafði stutt sýningar atriði og gekk þá fáni viðkom- andi þjóðar fram gegnum kross inn. Við íslendingar sungum Varðsönginn eftir Kristin Reyr og sýndum glímu. Tónar lagsins féllu undarlega vel við glímu- brögðin svo að fjarræn mynd af landinu kalda þrýstist inn í huga þeirra, sem þoldu þykkan híta kvöldsins og fagnaðaróp bárust til okkar, þegar fáninn hvarf til baka og sá rauðhvíti danski tók stöðuna bak við stóran hóp skáta sem sýndu reipasnúning af mik illi list. Þessum mikla sýnivarðeld lauk með stórkostlegum flugeldum, sem Japanir stóðu að. Marglit ljós letruðu nafn lands þeirra í • Viðey og verzlunar- fólkið V.B. skrifar: í „rabbi“ sínu í síðustu Les- bók gerir s-a-m endurreisn Viðeyjar að umtalsefni. Það er alveg rétt að það er öllum til skammar að láta þennan merka stað — þetta mikla höf- uðból níðast niður. S-a-m segir með réttu: „Viðey er smánar- blettur á íslenzkri þjóðrækni“. Hér þurfa höfuðstaðarbúar, og myrkrið og ótrúleg ljósadýrð lýsti upp dökkan stjörnuhiminn. Við gengum glaðir af svæðinu, í fullvissu þess að Islandía hafði ekki orðið sér til minnkunar. Við sungum fullum hálsi öll þau skáta lög og ættjarðarlög, sem við kunnum — allt upp í „Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk — og Grikkland að grárri meri“. MÓTSSLIT Þegar heim var komið, var far ið að athuga dagatalið, því til þessa hafði verið lifað fyrir líð- andi stund — en á morgun voru hin formlegu mótsslit. Við sátum nokkuð lengur kringum fána- stöngina á litla íslandi í sambúð inni Aeantis, því nú var okkur Ijóst að sandurinn í stundarglasi hins 11. Jamboree á Maraþon- völlum var að renna út. Morguninn eftir er nokkur saknaðarþungi yfir hópnum, það er verið að gera alla þessa dag legu hluti í síðasta sinn. — Það er einhvernveginn verið að kveðja sprunginn leirinn á Mara- þonvöllum, sjávarströndina, steypiböðin, gríska þorpið og Mar íu, sem búin er að læra fjögur orð í íslenzku — „Er gaman í dag“. örlögum verður hvorki forðað né frestað — í kvöld eru móts- slit og á morgun snémma hefst hægfara heimferð. Fyrirhyggjumennirnir Óttar og Óskar sjá um að öllu sé pakk að og allt búið til brottfarar. Svo förum við enn á ný í okkar stífasta stáss til að vera þátttakendur í mótsslitum og rétt fyrir sólarlag er gengið fram í dalinn. Slita athöfnin er einföld en þó stórfengleg. Mótstjórinn þakkar okkur öll um samveru og samstarf og glæð ir að lokum eldinn, sem brennur miðsvæðis og í bjarma bálsins birtist Olöf Baden Powel. — Hún bíður okkur alla velkomna til Maraþon og óskar okkur vel- farnaðar á leiðum hvers til síns heima. — Hún segir okkur að þetta Jamboree, sé enn á ný stór kostleg sönnun um eilífð og til raunar þjóðin öll að standa saman og ég efast raunar ekk- ert um að hún geri það. • Hver á að hafa forustuna? Hér vantar bara forustuna. Hver á að hafa hana? Vitan- lega verzlunarstéttin: Kaup- mannasamtökin, S.I.S. og verzl- unarmannafélögin eru sjálfkjör in til að taka höndum saman, semja við eiganda eyjarinnar gang lífsins. — Eins og þið skát- ar voruð velkomnir hingað — eins skuluð þið vera velfarandi út í stríðandi veröld til að skapa einingu og frið. — Þið hafið ver ið hér saman, svartir, hvítir og gulir og enginn borið kensl á annars litarhátt. — Það er mann kynsins líf og von. — Þetta Jam boree er nýr sigurkrans á leg- stað mannsins míns, sem Drottinn gaf tækifæri til að vísa veginn. — Farið héðan! Farið um víða veröld til að bera vitni vináttu og bræðralagi!" Þegar Lady Baden Powell lauk og hefja endurreisnarstarfið. Það á að byrja á að endurbæta og forða frá frekari hrörnun byggingunum, sem nú eru þar —• kirkjunni og Viðeyjarstofu, og svo eiga pessi fyrrgreindu samtök að koma sér þarna upp skemmti- og dvalarstað í sum- arfríum og fleiri tómstundum. • Eyjabúskapur að leggjast niður Því má skjóta hér inn í, máli sínu varð skátafjöldinn eins og ólgandi haf — þessi aldna kona alheims skátahöfðingjans, snart dýpstu strengi í huga þeirra, sem leitast við að vera skátar. Konstantín prins, þetta hóg- væra og ástsæla ungmenni, varð að bíða lengi eftir kyrrð, til að geta formlega slitið hinu 11. Jamboree. Hann bað okkur alla að taka Maraþonskjöldmn og fara hver til síns lands með boðskapinn um að við hefðum sigrað og skátun Framh. á bls. 14 vegna ummæla s-a-m, að til búskapar er Viðey ekki vel fallin. Það gera örðugleikarn- ir á því að koma mjólkinni daglega frá sér á markaðinn í Reykjavík. Þessvegna er all- ur eyjabúskapur að leggjast nið ur — bæði í nánd við höfuð- staðinn og annarsstaðar. — Þess vegna finnst mér tæpast hægt að ætlast til þess að bændastétt in láti þetta mál til sín taka. Við skulum a.m.k. gefa henni frí til að ljúka við Bændahöll- ina fyrst. En með endurreisn Viðeyjar og viðeigandi starfsemi þar gefst verzlunarstéttinni tilvalið tækifæri til að sýna rækt minn- ingu þess manns, sem með réttu hefur verið nefndur faðir frjálsrar verzlunar á íslandi og gerði garðinn frægan í Viðey í meira en 40 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.