Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 25. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 Norskar bókmenntir 2. grein Norskar skáldsögur eftir Kristmann Gubmundsson Vera Henriksen hpfur með tveim bókum sínum vakið mikla athygli í Noregi og hafa jafnvel sumir kallað hana hina nýju Sig- rid Undset. Ekki nær þó nokk- urri átt að líkja þessum tveim skáldkonum saman, því Vera Henriksen er af allt öðru sauða- húsi en Undset og miklu léttari á vogaskálunum. Skáldkonurnar eru ekki að öðru leyti líkar en því að þær rita báðar sögulegar skáldsögur frá fornum tímum. „Sölvhammeren" og „Jærtcgn“ eru tvö fyrstu bindin í stærra verki, og mun skáldkonan ætla að bæta að minnsta kosti þriðja bindinu við. Þessi mikla saga fjallar um sögulegar persónur, er hafa lifað, og er aðalpersón- an Sigríður Þórisdóttir, er óx upp á Bjarkey, norður á Háloga- landi, fyrir allt að því þúsund árum síðan. Hún var systir mesta höfðingja norður þar, Þóris Hunds, en margir aðrir koma við sögu, þar á meðal sjálfur Ólafur digri konungur og fleira stór- menni þessa tíma. Það er augljóst að skáldkonan hefur aflað sér haldgóðrar þekk- ingar, nærþví svo sem framast má verða, um sögulegan grund- völl verksins. En það, sem mestu máli skitpir í sögunni, eru mann- lýsingarnar, og þá fyrst og fremst lýsing höfuðpersónunnar sjálfrar, Sigríðar, og eiginmanna hennar, ásamt því, sem er jafn- nýtt og athyglisvert í dag sem fyrir þúsund árum: mannlegum samskiptum, ástum karls og konu, baráttu kynslóðanna, og áhrifum ytri og innri atvika á mannshugann. Einkum er ástin snar þáttur í verkinu öllu og all- oft prýðilega um hana ritað, og af miklum skilningi á sálarlífi konunnar. Alloft getur lesandinn ekki varizt þeirri hugsun að það hefði verið alveg óþarfi að láta þessa sögu gerast fyrir þúsund árum — hún hefði alveg eins get- að gerzt á hernámstímanum í Noregi. Skáldkonunni auðnast ekki nærri alltaf að gefa fortíð- inni líf, sem- lesandinn trúir á Aldarfarslýsingar hennar eru réttar, tæknilega séð, en oft vant- ar þær þann galdur stemningar- innar, sem þaggar gagnrýni les- andans — og skilur þar mjög á milli hennar og Sigrid Undset. En lita verður á það, að þetta eru byrjandabækur, fyrsta saga höf- undar, og með það í huga er ekki annað hægt en að dást að verkinu. Mannlýsingarnar eru 6kýrar og sumar feiknavel gerð- ar, frá tæknilegu sjónarmiði, svo eru umhverfislýsingarnar oft með á'gætum og frásögnin sjálf víðast mjög góð. Um ástina veit skáldkonan margt og’ ef til vill eru lýsingar hennar á samskipt- um karls og konu, ekki sízt hin- um sálfræðilegu þáttum þeirra, það bezta í verkinu.'Innri barátta manna á erfiðum stundum er einnig lýst með prýði. Saga þessi er mjög læsileg og 6pennandi, fjör og þróttur í frá- eögninni, og talsetningar yfirleitt góðar, en þær notar höf. mikið. Líklegt má telja að verk þetta eigi erindi til íslendinga. Ragnhild Mageröy, sem var hér á ferðinni í vetur, er nú orð- in ein af kunnanri skáldkonum Noregs. Fyrri bækur hennar, einkum sú fyrsta: „Gunhild,“ eru dável gerðar og hafa unnið virð- ingu landa hennar. Það er eng- inn hár himinn yfir þessum verk- um, en alloft kemur fram djúp- ur skilningur á mannlegri neyð, mannlegum freistingum og ást- ríðum. Að því leyti er síðasta bók hennar, er kom út árið 1962, .Lengsel, men ingen vinge“, mjög táknræn fyrir höfund þenn an. Bókin fjallar um stúlkuna Eva Bostad, allt frá barnæsku hennar, í norskri sveit, við frem- ur fátækleg kjör, og fram á her- námstímann, þegar hún gerist ástmey þýzkra hermanna. Frú Mageröy skrifar vel, hún kann þá list að sannfæra les- andann um það sem hún er að segja. Og hún kann að skapa stemningu, kann að vekja samúð lesandans með persónum sínum, af því að hún sjálf hefur samúð með þeim. Þessi Eva hennar er hátt blandað saman skopstælingu og alvarlegri tilraun til mann- lýsingar. Þá er Bomberta Jedde- bo, sem hefur alla ævi verið gest- risin mjög við sjógarpa og aðra ágætismenn, er í smábænum hafa dvalið lun stundarsakir. Hefur hún því eignazt allmörg börn, fyrirmyndar krakka, er hún basl- ar fyrir með þvottum og öðru slíku starfi. Bomberta er mjög vel gerð persóna, og sú af per- sónum bókarinnar, er lesandinn minnist lengst, býst ég við, ekki sökum þess að hún sé á neinn hátt merkileg frá borgaralegu sjónarmiði, heldur af þeim sök- um að henni er lýst með snilld, af samúð og góðlátu skopskyni. Annars er skilningur og samúð mætavel gerð persóna og dapur- höfundar ekki ávaW með j per. leikinn x umhverfi hennar og , ., . , a • i j sonulysingum hans. Osjaldan innra manni er dável saman of- inn. Undirleikur þessarar ævi- sögu kemur upp á yfirborðið á bls. 84: „Bíða. Bíða. Evu fannst sem hún hefði ekki gert annað en bíða. Á vetrum bíður maður eftir vorinu, á vorin eftir sumr- inu, á sumrin eftir haustinu og á haustin bíður maður eftir jól- unum. Þegar maður er lítill bíð- ur maður eftir hverjum afmælis- degi og bíður eftir að verða full- orðinn. Svo fermist maður og bíður eftir því að sleppa burtu og svo kemur stríð sem maður á að bíða eftir að endi. — Hvern- ig er það þegar maður er kom- inn burtu? Hvernig er það þegar maður er orðinn þátttakandi í líf- inu? Hættir maður þá að bíða? Því maður bíður þó ekki eftir því að verða gamall? Jú .... mamma gerir það. Og hvers er þá að bíða? Bíða eftir dauðan- um. Og svo bíður maður eftir himnasælunni. — Hvers vegna er maður þá hræddur? Mp.ður gerir ekki annað en bíða og vera hræddur. Maður er ekki hár í loftinu áður en manni er þröngv- að inn í þetta. Hræddur við fleng ingu. Hræddur við að kunna ekki lexíurnar sínar nógu vel. Hrædd- ur við að einhver muni hlæja að manni. Hræddur við hvað fólk finnst lesandanum að skáldið Aksel Sandemose vinni dálítið kæruleysislega úr efni sínu, en skipuleggi það hins vegar þannig, að fullmikið beri á uppsetningunni. Þrátt fyrir allt er margt vel um söguna; hún er spennandi, og frá- sögnin fjörug. Athyglisverð saga er „Falsk kvariett“ eftir Odd Winger, og muni segja um mann. Hræddur ! er t*að einkum hin sálfræðilega við syndirnar sínar. Hrædd um | rannsókn persónanna er vekur að mamma verði veik. Hrædd , áóuga lesandans. Sagan fjallar um að hafa ekkert að borða,“ |11111 111111 vini, sem raunar o. s. frv. I fyrirlíta hver annan innst inni .. . (og óska hver öðrum ills eins. Bækur fru Mageröy minna að Þessari „vináttu" er átakanlega ýmsu leyti á fyrstu verk Sigrid j Vel lýst, svo að lesandinn trúir Undset, þótt ekki sé um neins á hana, enda þótt oft sé teflt konar eftiröpun að ræða. Það er bara skyldleiki sálnanna, ef svo má að orði kveða. — ★ — Terje Stigen er ungur höfund- ur, en efnilegur. Síðasta bók hans nefnist „Kjærlighet“ og fjallar um fólk í smábæ' í Nor- egi. Það er ekki laust við að býgging bókarinnar, persónuval og ýmislegt fleira minni dálítið á Hamsun, lesandinn minnist meistarans aftur og aftur, enda þótt Terje Stigen sé að flestu leyti sjálfstæður höfundur. Eins og heiti bókarinnar ber með sér, fjallar hún um ástir og koma þarna fram margvísleg afbrigði, flestum vel lýst. Það er gamli konsúllinn — ekki ólíkur því að Hamsun hefði getað búið hann til — sem er orðinn leiður á gömlu konunni sinni og hefur fengið sér dýran og mikinn kíki til þess að fylgjast með ástum annarra og ýmsum kvenpeningi í þorpinu. Einkum hefur hann áhuga fyrir þeim konum, sem eru að klæðast eða afklæðast, og tekst með hinum lang- dræga kíki sínum að fylgjast með þeim athöfnum gegn- um nokkra glugga smábæj- arins. Karlinum er skemmtilega lýst, ekki sízt þegar hann loks fer á stúfana til þess að ná sér í stúlku, og er þarna á snjallan fremst sálfræðileg þekking, sem hlýtur að vekja aðdáun. Hún kann þá göfugu list að skapa samspil persónanna og umhverf- is þeirra, náttúrunnar — t. d. er mýrin í dalbotninum notuð á slíkan hátt að það verður greind- um lesanda ógleymanlegt. Bjart- sýn er skáldkonan ekki, en þó lætur hún hin jákvæðu öfl til- verunnar njóta sín og teflir þeim heiðarlega fram gegn hinum nei- kvæðu öflum, enda þtót þau síð- arnefndu eigi oftast leikinn. Byggingin er stundum eilítið klaufaleg, en innileiki frásagnar- innar vegur það fullkomlega upp, og lýsing aðalpersónanna þriggja er mjög snjöll. Einkum verður kennslukonan lifandi veruleiki í huga lesandans, og tvískipting óska hennar sýnd af frábærri kunnáttu. Þetta er bók sem lifa mun lengi, þótt hún vekti ekki mjög mikla athygli, þegar hún kom út. — ★ — Aksel Sandemose er nú af ýms um talinn meðal fremstu skálda Noregs. Hann er fæddur í Dan mörku, og hafði skrifað nókkrar bækur á dönsku, er hann venti kvæði sínu í kross, fluttist til Noregs og tók að skrifa á máli móður sinnar, en hún var norsk. Lengi vel átti hann í nokkru stríði við tunguna, en hefur fyrir löngu yfirunnið þann trafala og skrifar nú hið ágætasta norskt mál. Síðustu bækur hans eru eins konar ævisögubrot: „Varulv- en“ og „Felicias bryllup“, og hafa vakið geysimikla athygli á öllum Norðurlöndum. En auk þess kom í fyrra út ný útgáfa af kunnustu bók hans: „En flyktning krysser sit spór“, all- mikið breytt frá fyrri útgáfum og að ýmsu leyti fyllri og betri en áður. Sandemose er kynlegur kvist- ur. Hann er mjög ólíkur öðru fólki — og margir halda því fram að hann sé ekki með fullu viti. Það er nú fullmikið sagt, en psykopat er hann af flestum talinn og oft skrambi óþægi legur í daglegri umgengni. Um þess háttar er þó ekki spurt, er um gildi bókanna er að ræða, og því verður ekki neitað að frásagnargáfa hans er genial og margar sálfræðilegar athuganir hans ákaflega snjallar. Alloft verður þó vart við sjúk an sefa í þessum bókum, að les andanum andar köldum og fúl um gusti, sem gerir honum jafn vel gramt í geði, og er það ástæð an fyrir því að mörgum er held ur í nöp við bækur hans. Eigi að síður verður að álítast að hann sé það mikill rithöfundur, að ekki verði hjá því komizt að lesa helztu bækur hans — þær þrjár sem hér eru nefndar og svo sög- una: „En sjömand gár i land, Sandemose er víðförull, hefur meðal annars komið til íslands á æskuárum sínum, en þá var hann farmaður mikill, og er einni af bókum hans lýst áhrif- um íslands á hann. Sefasýki höfundar kemur einkum fram í hinni sífelldu upptuggu í öllum helztu bókun um mn morðið. Það er undirleik- urinn í beztu bók hans: „En flyktning krysser sit spor“, og verður þar að lokum táknrænt fyrir sektarmeðvitund skáldsins — og allra þeirra er því líkjast. Þetta mótiv Sandemose er held ur ógeðfellt, en hvílir svo þungt á honum og verður því svo veiga mikið í skáldskap hans að undan því verður ekki vikizt, ef lesand inn ætlar að tileinka sér hin raun verulegu verðmæti í verkum þessa höfundar. Og í „En flyktn ing krysser sit spor“ auðnast hon um að gera þetta myrka tákn sitt að tærum skáldskap, sem all víða leiðir hugann að verkum Dosto- jevskys, enda þótt sögur Sande mose nái hvorki hæð né dýpt meistarans rússneska. Það þarf naumast að taka það fram að þessi ''öfundur er kommúnisti og hefur því oft verið nefndur þeg- á tæpasta vað frá hendi höfund- ar. Það sem vakir fyrir skáldinu er að sýna undirdjúpin í sálar- lífi sléttra og felldra smáborgara, sem að vísu haga sér eftir vissum reglum og lögum, sem aldrei eru brotin beinlínis á yfirborðinu, en valda rotnun og skemmdum í huga þeirra, er að þeim búa. Mér er nær að halda að höfund- urinn hafi þarna náð í sporð- inn á ýmsum myrkrafiskum, er leynast undir yfirborði mann- lífsins í fastmeitluðu þjóðfélagi, þ.e.a.s. í heimi hinna norsku smáborgara. Víða minnir hann á Kinck í ályktunum sínum og rannsóknum, og þó að þetta sé allt heldur ógeðfellt og slæm lykt af því, birtir það eigi að síður snilld höfundarins á sálfræðileg- um athugunum. Stíll höfundar er harður og tær og fellur vel að efninu, en ekki er bókin skemmti leg aflestrar. — ★ — „Bálet“ nefnist hin nýja bók Bergljot Hobæk Haff. Þetta er ein af hinum frumlegustu sögum norskum, er út hafa komið ný- lega, og vel þess verð að lesast með athygli — og oftar en einu sinni. Bókin er öll táknræn í eðli sínu og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvert höfundurinn er að fara. Þarna er mannvit, fínt skopskyn og satíra, en fyrst og 1 ar um úthlutun Nóbelsverðlauna er að ræða. Mér kæmi ekki 4 óvart að hann fengi þessi verð- laun bráðlega. — ★ — Björn Rongen hefur skrifað dágóða bók er nefnist „Nei, men Johanne.“ Þetta er ekki veiga- mikið verk, en Rongen kann þó allvel að skrifa og bækur hans eru aldrei leiðinlegar. Það sem mest er um vert í þessari bók er það að höf. gerir mjög heið- arlega tilraun til að skýra frá hvernig á því stendur að maður og kona, sem elska hvort annað, geta ekki gert hvort annað ham- ingjusamt. Þessi efniviður hans er mjög athyglisverður og hon- um tekst að gera honum athygl- isverð skil. Enda þótt bygging sögunnar, samtímalýsingin, og umhverfislýsingarnar séu svona mitt á milli húsgangs og bjarg- álna, þá bjargar frásögnin af bar- áttu persónanna fyrir hamingju sinni og lífi verkinu sem heild. Persónulýsingarnar eru einnig nokkuð góðar, á köflum snjallar, en detta niður öðru hvoru, þann- ig að lesandinn verður stundum dálítið ringlaður. En þegar á allt er litið, er þetta eigi að síður bók sem vert er að lesa. Skáldið Arthur Omre er nú kallaður af ýmsum meistari smá- sögunnar, í Noregi. Hann átti stórt afmæli í fyrra — mig minn- ir að hann yrði sjötugur — og i því tilefni var gefið út úrval af smásögum hans. Þetta er mik- , il bók og kennir í henni margra grasa. Norskir gagnrýnendur töldu að ýmsum þeim smásögum er í henni birtast hefði mátt sleppa að skaðlausu, en ekki fæ ég séð að þar sé nein er skaði nafn höfundar. Þetta eru vel gerðir hlutir, kunnáttuleg smíði og oft fjarska athyglisverð. Arthur Omre er víðförull mað- ur og lífsreyndur mjög. Yrkis- efni hans eru því margvísleg og sögurnar efnismiklar; leiðinlegur er hann aldrei. Hann kann raun- verulega að segja sögu — og þeim virðist nú óðum fækka er það kunna. Arthur Omre er hreinlegur í skáldskap sínum; auk þess eru sögurnar hans spennandi, og all- flestar mjög vel gerðar. Ekki skal bent á neina sérstaka í safni þessu, en unnendum góðra smá- sagna ráðið til að eignast þær og lesa. Solveig Christov, sem nýlega giftist forstjóra Gyldendal, Har- ald Grieg, kann vel að gera litlar sögur og í nýjustu bók hennar: „Jegeren og viltet,“ eru nokkur meistaraverk af þeirri tegund. Sautján smásögur eru í bókinni og flestar fjalla þær um ótta og einmanaleik einmana sálna. Þetta er mjög aðlaðandi höfundur, og hefur margt til síns ágætis, þótt ekki sé um neitt stórverk að ræða. Af bókumfyrra árs erþetta smásögusafn mér einna minnis- stæðast, sökum þess hve þar er tekið mjúkum höndum á málefn- um, sem erfitt er að fjalla um, og hversu höfundi tekst að gera áróður sinn að ljúfum skáldskap. Að lokum skal getið smásagna- safns, er nefnist „Marulken“, eft- ir Hákcn Karlscn. Við fyrsta lest- ur fannst mér þetta heldur léleg bók og fann ekki margt í henni athyglisvert. En ýmsar af sögun- um eru mér nokkuð minnisstæð- ar, svo að mörgum vikum og jafnvel mánuðum síðar var ég að rifja þær upp fyrir mér og las ég þá bókina að nýju. Hún hefur að geyma ýmsar sálfræðilegar rann- sóknir, sem vekja eftirtekt .les- andans og ef til vill andúð, en láta hann í öllu falli ekki ósnert- an. Sekmmtileg er „En sommer- natt i Odense,“ þar sem höf. ræð- ir við sjálfan H. C. Andersen um daginn og veginn. „Drömmeren“ er sálfræðileg saga, sem gerist i huga drengs, er situr yfir lexí- unum sínum. — Ein af beztu sögum bókarinnar. Hákon Karlsen er mæta vel kunnandi í fagi sínu, en ekkert stóskáld, og verður það sennilega aldrei. Þó myndi ég vilja ráða mönnum til þess að lesa þetta smásagnasafn hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.