Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 14
?4 MORCUNBLAÐIÐ H Þriðju'dagtir 26. nóv. 1963 ! Ts^AltóÁJJ^Rj^ Umkýiir, tizkufréttir, húsráð 'M Tízkan UM síðustu helgi var tízku- sýning haldin í Klúbbnum, sú fyrsta á vetrinum. Sýndu þar verzlanirnar Eyóló og Feldur Myndirnar tvær til vinstri eru frá þeirri sýningu. Þar sjáum við Þorbjörgu Bernharð í röndóttri kápu með skinnhúfu og múffu og Auði Guðjóns- Reykjavík og París kraga og leðurbelti í mittis- stað. Myndirnar tvær til hægri sendi Gunnar Larsen okkur frá París. Hann lætur þau orð tízkuhúsin þar í borg komi daglega fram með skemmti- legar hugmyndir um það, hvernig vetrarstúlkan eigi að ganga klædd. Að vísu sé það ur api allt eftir þegjandi og hljóðalaust, en allar konur geti fundið eitthvað við sitt hæfi. — Myndirnar sem fylgja eru úr tízkuhúsunum „Nate h.f. kápur, dragtir og kjóla. dóttur í ljósri kápu með skinn fylgja með myndunum, að ekki ætlunin að norrænar kon junior" (t v.) og „Printemps" Hvernig eru jólakjólarnir í ár? - — HVERNIG kjóla kaupa reykvískar konur sér fyrir jólin? spurðum við Rúnu Guð- mundsdóttur í Parísartízk- unni, þegar við hittum hana fyrir skömmu. — Segja má að það skiptist í tvö horn, svaraði Rúna. Stór hluti kvenna kaupir sér kjól úr ullarjersey eða öðrum vönd uðum efnum, sem er afskap- lega smekklegur klæðnaður í jólaboðum. Þeir kjólar eru einfaldir í sniðum, oftast tví- skiptir, með svonefndu Chan- el-sniði. Margir eru ermalaus- ir og fylgir þeim lítill jakki. Auk ujlarefnanna njóta clocky-efnin svonefndu mik- illa vinsælda sem stendur í þessa sígildu kjóla, en það eru tvíofin efni, með sléttuin, föst um botni og hrufóttu yfir- borði. En svo eru margar sem kaupa dýrindis ballkjóla úr blúndu, flaueli eða alsilki fyr- ir jóiin, sem þær nota á jóla- og nýjársdansleiki eða ára- NORSKA skáldið Björnstjerne Björnson fór einhverju sinni eínsamall til Parísar. Áður en hann lagði af stað, sagði Karo- lína kona hans, sem óttaðist að hann félli fyrir freistingum borgarinnar, við hann: — Ég læt þig vita það, Björnstjerne, að verðir þú mér ótrúr, vil ég ekki lifa lengur. Þá stekk ég út um gluggann. Björnson ætlaði að vera að heiman í hálfan mánuð, en sex vikur liðu áður en hann sneri heim. Þegar hann kom inn úr dyr- unum, leit hann á konu sína alvarlegur á svip o'g sagði:' — Slökktu, Karolína. mótaskemmtanir. — Eru þeir hafðir stuttir eða síðir? — Hvort tveggja. Margar kjósa frekar stutta samkvæm- iskjóla, því þeir notast yfir- leitt betur, en þær eru marg- ar sem spyrja um síða kjóla. Og ég er ekki í vafa um að síðu kjólarnir eiga eftir að sjást mikið í meiriháttar sam- kvæmum í vetur. Því ber ekki að neita að kona í síðum kjól er miklu „flottari" en sú i stuttum, og erlendis njóta þeir vaxandi fylgis, m.a. er ekki óalgengt að kona mæti í há- degisverðarboði í síðum kjól með skyrtusniði eða öðru heil- legu sniði. Síðu kjólarnir nú eru miklu efnisminni en þeir voru í okkar ungdæmi, þegar pilsin brúsuðu út í loftið; þeir eru öklasíðir og oft með stéli. En það bezta er hve blússan er heilleg. Yfirleitt eru kjól- arnir háir að framan en flegn- ir að aftan og ýmist með hlýr- um eða litlum ermum. Er það mjög skynsamlegt, því sann- leikurinn er sá að margar kon ur á bezta aldri þola ekki Það er mikið spurt um síða kjóla og þeir skoðaðir í krók og kring Rúna Guðmundsdóttir kjóla, sem ná aðeins upp und- ir hendur, og ekki eru allar svo vel efnum búnar að eiga loðfeldi til að bera við slíka kjóla. — í hvaða litum eru kjól- arnir? — Svartir og aftur svartir, skreyttir kögri og perlum. Svarti liturinn hefur ekki lengi verið jafn vinsæll og í vetur. Eins og menn minnast var fegurðardrottning al- heims, Guðrún Bjarnadóttir, hér á ferð fyrir skömmu, og hún keypti þrjá kjóla hjá okkur. Þeir voru allir dökkir, tveir dökkbrúnir og einn svart ur. Aðrir tízkulitir eru mjög skærir, hárautt, fagurgrænt, kóngablátt, svo eitthvað sé nefnt. — Stórar nælur eins og þessar, hélt Rúna áfram og dró fram nokkrar nælur með hnullungsperlum, er tízku- skraut um, þessar mundir; einnig stórar málmnælur, gull- og silfurlitaðar. Svo má ekki gleyma hálsfestunum. Þetta skraut lífgar mikið upp á látlausu kjólana. — Ég get ekki látið hjá líða, sagði Rúna Guðmundsdóttir að lokum, að minnast á hand- ofnu kjólana okkar, sem renna út eins og heitar lummur. Vefnaðaurinn er alltaf að verða fallegri og sniðin breyt- ast eftir tízkunni. Erlendir ferðamenn eru afskaplega hrifnir af þessum handofnu, íslenzku kjólum, en mér finnst íslenzkar konur ekki síður kunna að meta þá. Yfirleitt finnst mér gaman að selja ís- lenzku kvenfólki föt; það vill vandaða vöru en ekki neinn hégóma, er spennt fyrir nýj- ungum og síðast en ekki sízt: viðskiptin verða persónulegri vegna fámennis. Hér þekkja allir alla og konan, sem keypti af mér kjól í dag, vill alls ekki eins kjól og frúin í næsta húsi keypti hjá mér í gær, en vill fá kjól svipaðan því sem ég seldi henni í fyrra. Auðvitað á ég að muna þetta allt, og geri það í flestum tilfellum. Það er þetta sem gerir starfið jafn skemmtilegt og það raun- verulega er. Hg. <ÁT>UNblJi Gott ráð er að f æra dregil- inn á stiganum eilítið til ár- lega, svo slit teppisins verði sem jafnast. En gömlu felling- arnar eru oft á tíðum ekkert augnayndi; þær hverfa þó fljótlega ef blaoi't dagtblöð eru lögð yfir þær næturlangt og flöturinn nuddaður daginn ef tir imeð hendinni. Endurtak- ist, ef f ellingarnar hverf a ekki í fyrsta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.