Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 25
H Þriðjudagur 26. ngv. 1963 MCRCUNBLADÍÐ 25 Ragnhildur Pétursdóttir F. 12. maí 1877. D. 18. nóveir.^er 1963. í DAG verður til moldar borin frá Keflavíkurkirkju Ragnhild- ur Fétursdóttir, Vatnsnesvegi 28 í Kefflavík Hún fæddist í Bergvik i Leiru. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Sveinsson og Guðrún Guð imundsdóttir, búendur þar. Syst- urnar voru tvær og var Svein- sina fcveimur áruim yngrL Föður gekkst þinn yeg í bjartri trú. Ástrík móðir, aoniman góða, allt, sem bezt og fegurst er, allar stundir okkur veittir, er við saman nuitum hér. Okkur hjá í elli þinni, ætið dvaldir, virt og dáð. Elska þín ,sem ávallt vakti, er í hverri aminning skráð. Ástarþakkir áttu móðir, amima, og tengdamóðir kær. Fyrir allt, sem okkur varstu, Einn það Drottinn launað fær. Langömímunnar litlu börnin, Ijúfar þakkir færa hér. Kærleiksylinn helga og hreina, hlutu börnin smá hjá þér. Yfir þínum ævidegi, aðalsroerki hetju skín. Birtu og varma barstu öðruim, blessuð veri minning þín. I. S. sinn missti Ragnhildur aðeins 5 ára gömul. Hann féll niður um ís og drukiknaði frostaveturinn 1882, er hann var á leið inn á Vatnsleysuströnd. Ragnhildur ólst upp hjá móð- ur sinni og dvaldist með henni fram á fullorðinsár. Árið 1897 giftist hún Jóram Jónssyni frá Melbæ í Leiru. Þau settust að í Lilta-Hólmsikoti í sömu sveit og fojuggu þar öll sín saimivistarár. Þau eignuðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Einn drengur lézt ( frumbernsku. Hin systkinin eru: Jenný, Sigurlina og Fétur, öll búsett í Keflavík, en Guð- rún og Sveinsína búa í Reykja- vík. — Á afmælisdegi Ragnhildar, hinn 12. maí árið 1910, drukkn- aði Jóram, maður hennar. Þá voru börnin öll í bernsku — það elzta 10 ára, en það yngsta á fyrsta ári. Þess var enginn kost- ur fyrir Ragnhildi að halda bú- skapnum áfram eftir missi eigin- mannsins. Tvö barnanna voru tekin í fostiur, en hin þrjú dvöldu að mestu leyti imeð móður sinni. Hún fduttist skörnimu sáðar til Reykjavíkur og barðist þar á- fram við ag koma upp bÖrnum sínum. Sú barátta var löng og eerið sfcröng, oft á tiðum. En aldrei var imöglað eða kvartað — og aldrei gefizt upp. Og svo fór að lokum, að sigurinn var unn- inn, börnin vaxin og framtíð þeirra tryggð, eftir því sem í mannlegu valdi stóð. Árið 1920 flutti Ragnhilduj- til Keflavíkur og hefur dvalíð þar síðan. Seinustu 20 árin dvaldi hún á heimi'li SigurMnu, dóttur 6innar, og eiginmanns hennar, Guðmundar Magnússonar. Síð- ustu 6 ár ævi sinnar var hún algjörlega rúmföst Hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar naut faún frábærrar umihyggju og kær leika, alla bíQ — og eigi sízt hin siðustu árin, þegar hjálparinnar var mest þörf. Ragnhildur var trúfcona mikifl og einlæg, svo að segja má, að trúin hafi verið hinn styrki staf- ur, er hún studdi sig áivallt ör- ngg við. Sístarfandi var hún á meðan hún átti þess nokkurn kost. — En siðast og fyrst var hún góð móðir, fórnfús og kær- deiksrík Sem slákrar er hennar nú minnzt af börnuim hennar og éstvinum þeirra við leiðarlok. Hinni Mtnu merkiskonu bið ég fararheilla til helgra ljóssins heima. Börnum hennar og ást- Vinum votta ég hjartans samúð og bið þeim öllum blessunar Guðs. Bj. J. Kveðja frá heimili hennar að Vatnsnesvegi 28, Keflavík. lÆngur, heiður lífsins dagur, liðinn hér í heimi nú. Traust og grandivör gæðakona, — Verðbréf Framh. af bls. 2. farin ár hafa orðið þess valdandi, að afnumið hefur verið hámark á endurkaupum víxla með veði í landbúnaðarafurðum, svo að þau lán munu hækka á þessu hausti um um það bil hundrað millj. kr. Gildir þá nú sama regla um lán út á birgðir landbúnaðarafurða og sjávarafurða, að lánin nema 55%af skilaverði afurða. Það eru því fyrirsjáanlegar mjög miklar hækkanir í endurkaupum afurða víxla á næstunni að óbreyttum reglum, en þar að auki er vax- andi þörf fyrir aukið rekstrarfé til útflutningsframleiðslunnar vegna aukins rekstrarkostnaðar, sem margir telja æskilegt að Seðlabankinn leysi úr. Jafn- framt eru möguleikar Seðlabank ans til þess að taka á sig frekari aukningu endurkaupa mjög tak- markaðir, þar sem nú liggur nærri, að náð sé í innlánsbind- ingu því hámarki, sem Seðla- bankaögin nú leyfa, en það er 15% af sparifjárinnstæðum og 20% af innstæðum, sem ávísa má á með tékka. Sú leið að auka endurkaup afurðavíxla án þess að afla fjár á móti með aukinni innlánsbindingu eða á annan hátt, mundi leiða beint til rýrn- unar gjaldeyrisforðans eða inn- lendrar peningaþenslu. Þessa leið vill ríkisstjórnin ekki fara, heldur vill hún leita lausnar á þessum vandamáluim, er tryggi undirstöðuatvinnuvgeunum eðli- legt rekstrarfé án þess að það þurfi að leiða til þenslu um rýrn unar gjaldeyrisforðans. Um tvær leiðir virðist vera að ræða, ef þessum markmiðum á að verða náð. Tveir leiðir Fyrri leiðin er sú, að haldið sé áfram í aðalatriðum þeim tak- mörkunum endurkaupa af hálfu Seðlabankans, sem í gildi hafa verið undanfarin ár. Jafnframt verði um það séð með samning- um við viðskiptabanka, að þeir hagi útlánastarfsemi sinni þannig, að tryggt sé, að undir- stöðuatvinnuvegirnir fái eðlilegt rekstrarfé ti starfsemi sinnar. Þegar hliðsjón er höfð af undan- farinni reynslu og ástandi því, sem nú ríkir í peningamálum, er mjög vafasamt, að viðskipta- bankarnir einir geti leyst þau vandamál, sem nú eru framund- an í þessum efnum. Hin leiðin er fólgin í því, að Seðlabankinn taki að sér það hlutverk ,að sjá undirstöðuat- vinnuvegunum fyrir verulegum hluta þess rekstrarfjár, sem þeir þurfa á að halda, en um leið fái Seðlabankinn aðstöðu til þess að afa fjár til þessarar starfsemi með aukinni innlánsbindingu. Þetta þýðir með öðrum orðum, að það yrði meginhlutverk inn- lánsbindingarinnar að afla fjár frá bankakerfinu í heild í þvi skyni að veita því aftur út til þeirra atvinnuvega, sem þurfa mest á því að halda. Seðlabank- inn tæki þannig að sér að miðla hluta af sparnaði þjóðarbúsins til ákveðinna forgangsþarfa, án þess að þetta rekist á önnur meginhlutverk hans, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða þjóðar innar. Ríkisstjórnin er þeirra skoð- unar, að þessa síðari leið beri að fara, en í fyrstu grein þessa frumvarps felast þær breytingar, sem nauðsynlegt er að gera á 11. grein laga nr. 10/1961 um Seðla- banka íslands, ef þessi stefnu- breyting á að ná fram að ganga. í greininni felast tvær efnis- breytingar á gildandi ákvæðum Seðlabankalaganna. í fyrsta lagi er ákveðið, að það sé megintil- gangur innlánsbindingar að standa undir innlendum lánveit ingum Seðlabankans, þ. á. m. | endurkaupum afurðavíxla. Eins og n4 standa sakir, mundi í þessu felast, að innlánsbindingin yrði notuð til að standa undir mikilli og vaxandi þörf fyrir endur- kaup afurðavíxla af hálfu Seðla bankans. Er ætlunin að sá hátt- ur verði á hafður, að endurkaup in fari um hendur sérstakrar deildar í bankanum, er fengi hin ar bundnu innstæður sem starfs fé. Þar sem deildin yrði hins vegar ekki bókhaldslega sjálf- stæð, er ekki þörf ákvæða um hana í lögum. Hin meginbreyt- ingin, sem í greininni felst, er að heimild Seðlabankans til inn- stæðubindingar hækki úr 15 — 20%, er nú gilda, í 25% af heild- arinnstæðum innlánsstofnana. Með þessu ákvæði mundi Seðla- bankanum verða kleift að auka innlánsbindinguna allverulega, en það mundi skapa tækifæri til þess að auka endurkaup afurða víxla sjávarútvegsins og land- búnaðarins og jafnvel að auka hlutverk endurkaupanna með því að taka smám saman upp endurkaup afurðavixla iðnaðar- ins, t. d. útflutningsiðnaðar og þess iðnaðar, sem engrar toll- verndar nýtur. Ríkisstiórnin er þeirrar skoð- unar, að í þessum hluta frum- varpsins felist mikilvæg skipu- lagsbreyting, er geti orðið til þess, að bankakerfið í heild geti þjónað betur en verið hefur því mikilhæfa hlutverki að sjá und- irstöðuatvinnuvegum þjóðarinn ar fyrir nauðsynlegu rekstrarfé. ITm útg-áfu verðbréfa með gengisákvæði Hin þráláta verðbólguþróun hér á andi undanfarna tvo ára- tugi, ásamt endurteknum geng- isbreytingum, sem af þessu hef- ur Ieitt, hefur aukið mjög van- trú manna á framtíðarverðgildi peninganna. Á móti þessu hefur það vegið undanfarin ár, að vextir af sparifé hafi verið háir, en auk þess skattfrjálsir. Örar launa- og verðhækkanir, eins og átt hafa sér stað að undanförnu, skapa hins vegar ótta við nýja gengisbreytingu og þá spákaup- mennsku, sem því fylgir. Með því að gefa mönnum kost á því að kaupa verðbréf með gengis- ákvæði, er sparifjáreigendum opnaður möguleiki til að vernda hag sinn gegn hugsanlegri geng- isbreytingu. Er það honum miklu hagkvæmara en að leggja sparifé sitt í lítt hugsuð kaup á vörum eða fasteignum, eins og oft vill verða. Hins vegar er eðlilegt, að vaxtakjör og endur- greiðsutími þeirra verði ákveð- inn þannig, að ekki leiti óeðli- lega mikill hluti sparnaðar þjóð- arinnar í þennan farveg. Nú er það jafnframt megin- stefna' ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans, að komast hjá nýrri gengisbreytingu, en út- gáfa verðbréfa með gengis- ákvæði er um leið tækifæri til þess fyrir Seðlabankann að lýsa yfir trausti sínu á núverandi gengisskráningu með því að taka á sig skuldbindingar með geng- isákvæðL Verði frumvarp þetta að lögum, er það ætlun Seðla- bankans að hefja útgáfu gengis- bréfa, eins fljótt og aðstæður leyía. Islenzk frímerkja- sýning í Stokkhólmi Stokkhólmi 23. nóv. (TT). t GÆR opnaði Páll Ásgeir Tryggvason, sendiráðsfulltrúi, — stóra íslenzka frímerkjasýningu í Póstsafninu í Stokkhólmi. Sýn- ingin verður opin til 12. janúar nk. Á sýningunni eru frímerki, sem íslenzk póstyfirvöld og félag islenzkra frímerkjasafnara í Stokkhólmj. hafa lánað. Einnig eru sýnd frimerki úr safni sænska Póstsafnsins. Meðal athyglisverðustu hluta á sýninig^mni er bréf með fyrstu íslenzku frímerkjunum, sem gef- in voru út 1872 og teikningaor af frímerkjum, sem íslandsvinafé- lagið í Vín gaf út í tilefni 1000 ára afmælis Alþingis 1930. A sýningunni er hægt að fylgj- ast með sögu íslands þair til landið hlaut sjálfstæði 1944, og þar eru mörg falleg frímerki, t. d. með myndum af Heklugdsinu Og íslenzkum blómum. Kristjana Guðmunds- dóttir Kothrauni SUMARH0 1963 er Hðið, fyrsti vetrardagur runninn iipp, loft er þungbúið þétt rigning, ragnmóð an hylur Helgafellssveitarfjöll- in. Það er bílalest á leið frá Stykkishólmi til Bjarnairhafnar. í fremsta bílnum líkkista, í henni hvílir Kristjana Guð- munosdóttir frá Kothrauni. Hún verður jörðuð í dag við hlið manns síns, Halldórs Pétursson- ar, og barnaíina sinna, s«m dóu uing. Kristjana var fædd í Ögri í Helgafellssveit 15. ágúst 1873. (Þá var ögur í Helgafellssveit). Þetta var áður en Stykkishólmur varð sér sveitarfélag). Hún andaðist í spitalanuim í Stykkishólmi 18. októbor. Þar hafði hún dvalið seinustu árin að miklu leyti. Kristjana gerðist ekki víðförul um ævina, í þau rúm 90 ár, sem hún lifði. Heimili hennar voru á svæðinu frá Stykkishólmi að Búlandshöfða í Eyrarsveit. Ævi hennar var þó viðburðarík og stormasöm. svo að allur fjöldinn hefði ekki af- borið, með iafmnikilli sálarró, allt sem hún varð að reyna. Móðir sína misisti hún ung, varð þá að fara til vandalausra, en eftir fárra ára bil komst hún til hálfsystur sinnar, Guðrúnar Káradóttur á Seljuan í Helga- fellssveit. Það má segja að þá hafi lánið leikið við hana, því Guðrún var annáluð gæðakona. Guðrún var gift Sæmundi Péturs syni, bróður HalldórS, manins Kristjönu. Ung giftist Kristjana, Halldóri. Byrjuðu þau búskap í Hraiunsfirði í Helgafellssveit, með lítil efni eins og þá var títt, Það- an fluttust þau að Kothrauni, og bj'uggu þar meðan Halldór lifði, en hann andaðist sumarið 1921. Kothraun er við Bjamarhafin- arfjall þar sem stytzt er á milli hrauns og hlíða, við annan tún- jaðarinn er Berserkjahraunin, en hinn hlíðarrætur Bjarnarhafnar- fjalls. Þar er sumarfagurt. en stórviðrasamit í suðvestan átt. í febrúar 1922, fauk bærinn á Kothrauni ofan af Kristijönu og börniim hennar um hánótt. Þá fór hún um nóttina m.eð börnin að Bjarnarhöfn, þar var góðs skjóls að leita, hjá hjónunum Eiríki Eiríkssyni og Þongerði konu hans. Eiríkur var þá bústjóri þar, fyrir Thor Jensen. Sih,emma á hjúskaparárum sínum fengu þau hjónin Kristjana og Halldór að reyna barnamissi. Það sagði Kristjana mér, eftir að hún var búin að missa fjóra syni sína fullorðna, að sín erfiðasta nótt hefði verið, þegar hún missti ann að ungbarn sitt. Það dó í rúminu hjá þeim hjónunum, hún ein var vakandi í myrkrinu yfir líki barnsins, eldspýtur voru ekki til, elduir falinn í hlóðum í fram- eldhúsi, þangað varð að faora með bréf og kveikja á því. En atf ástæðum, sem ég greini ekki frá, vildi hún engan vekja sér til aðstoðar. Lét heldur slag standa til morguns. Ég, sem er svo heppinn. að hafa kynnat Kristjönu, veit það, að ljós trú- arinnar hefur lýst henni þessa nótt, eins og alltaf í hennar erf- iðleikum. Fyrir 48 árum rúmum, kom ág fyrst í kirkjugarðinn í Bjarnanhöfn, þá tók ég eftk sam- hlöðnum litlum leiðum, á þetm var lítill trékassi með glerloki, undir lokinu var pappírsblað, á það voru skrifuð þessi orð. — Drottinn gaf, Drottinn tók — Mér var sagt að þar undir hvíldu, börn hjónanna á Kothrauni. Þá haifði ág ekki séð Kristjönu, en Halldór og nokkuð af börnum þeirra. Þessi litli kassi og leiðin, urðu mér svo minnisstæð, að nú á fyrsta vetrardag mundi ég hvar þeirra var að leita. Þegar ég kynntist Kristjönu, og hvernig hún tók öllum sínum ástvina missi, skildi ég, að orðin undir glerlokirau, voru teksti lifs henn- ar. Hún sagði einu sinni við mig, ég á kannske eftir að reyna eitt- hvað ennþá, hvað sem Drottinn leggur á mig, skal ég reyna að bera möglunarlaust. Ég er ekki of góð, til að bera þann kross, sem hann leggur á mig. Þaninig hugsaði hún og breytti, allt sem fram við hana kom, var frá Guði, þannig átti það að vera, á engan. hátt öðruvísi, þetta var hennar bjargföst trú Hún var alitaf reiðubúin að hugga aðra og gleðja, hún átti ótæmaindi sjóð aif góðvild og manngæzku, alltaf sí glöð og þakklát sínum sam- ferðamönnum. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum í spítalanum í Stykkis- hólmi. Hún sagði að hann væri sitt heknili, þar væri allt gert fyrir sig. sem hægt væri, bæði af laeknum og starfsliði spítalans. Við andlátsfregn herarLar koin nvér í hug orð Matthíasar: Dæm svo mildan dauða Drottinn þinu barni Eins og léttu laufi Lyfti blær frá hjarni Eins og lítill lækur Ljuki sínu hjali Þar sem lygn í leyni Liggur marinn_svalL Kristjana fékk hægt andlát, það er komin kyrrð eftir storma- sama ævi, jarðneskar leifar henn ar eru komnar í skjól í Bjairnair- höfn, eins og hún leitaði þair skjóls í ofviðrinu, þegar bærinn hennar á Kothrauni fauk. Þar hefur ekki verið búið síðan. Þeg- ar líkfylgdin hélt til Bjai-nar- hafnar, fannst mér vel við eig- andi að taka krók af leið, heim að Kothrauni, bera kisitu hennair í bæjartóftina, og flytja þar bæm. Þar hefur hún oft flutt hjart- næmar bænir, og kennt börnun- uffl sínum fyrstu bænirnax. Drottinn. sem heyrir bænirnar, hirðir ekki um stund eða stað, hvar þær eru fluttar. svo einu gildir, þó þessi krókur væri ekki tekinn. Ég þakka Kristjönu fyrix samverustundirnar og allt sem ég hef laart af henni. Ég veit að margir taka undir þessi orð með mér. Ég bið Guð að blessa dætr- um hennar þremur, minninguna um góða móður. Nú á fyrsta vetrardag er það vissan um sum- ar að liðnum vetri, sem gerir mér mögulegt að hugsa til vetr- arins. Eins er það, þegar ég stend við gröf góðvinar, þá ec það fyrirheitið um annað líf, sem breiðir birtu og yl, yfir gröf og dauða. Kristjana frá Kothrauni, hvil þú i Guðs friði. Gamall Helgfellingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.