Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 22
MORGUNBLADÍD Þriðjudagur 26. nóv. 1963 ¦t Bróðir okkar ÁGÚST INGVARSSON frá Vestmannaeyjum andaðist 25. þ.m. í Landsspitalanum; Systkini hins látna. Móðir mín GURDRÚN PÉTURSDÓTTIR frá Engey, andaðist í Landakotsspítala Jaugardaginn 23. nóv. — Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. nóv. kl. 2 e.h. Fyrir hönd systkina minna. Guðrún Benediktsdóttir. Móðir okkar HELGA BOGADÓTTIR andaðist þann 24. nóvember 1963. — Fyrir hönd vandamanna. Fjóla NieJsen. Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi MAGNCS HÁKONARSON Laugateig 14, andaðist sunnudaginn 24. nóv. sl. Jarðarförin auglýst síSar. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir JÓNA GEIRMUNDSDÓTTIR andaðist á heimili sona sinna á Hofsósi sunnudaginn 25. þessa mánaðar. Gunnar Baldvinsson, Margrét Þorgrímsdóttir, Friðrikka Baldvinsdóttir, Heimir Br. Jóhannsson, Bergur Baldvinsson. Hjartkær eiginmaður minn ELÍAS ÁRNASON Stóragerði 14, andaðist í Landsspítalanum 24. nóv. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd, sonar og systkína. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jarðarför sonar okkar KRISTINS ÓLAFSSONAR sem andaðist 17. þ. m. fer fram frá heimili okkar Jaðri, Þykkvabæ, miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 13.00 e.h. Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 10 f.h. Guðríður Þórðardóttir, Ólafur Friðriksson Jarðarför SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Eyrarbakka, Bergstaðarstræti 6 C, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26/11 kl. 1,30. Jarðsett verður í Gamla kirkjugarðinum við Suður- götu. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna hinnar látnu. Ingibergur J. Guðbrandsson. Bróðir minn, KJARTAN BJÖRNSSON frá Fagurhól, sem andaðist aðfaranótt 18. nóv. í Sjómannaheimilinu Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið vikudaginn 27. nóv. kl. 13,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Guðrún Björnsdóttir. I Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu BERGLJÓTAR HELGADÓTTUR Þorsteinn Ingvarsson, Ingvar Þorsteinsson, Steinunn G. Geirsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Lilja G. Eiríksdóttir, Kristinn B. Þorsteinsson, Hulda Eiríksdóttir, Þorsteinn H. Þorsteinsson, og barnabörn. Ástríður M. Eggertsdóttir ÁSTRÍÐUR Marta Eggertsdótt- ir, ekkja Jóns E. Bergsveinsson- ar, aðalhvatamanns að stofnun Slysavarnafélags íslands og fyrsta framkvæmdastjóra fé- lagsins, lézt hinn 16. þ.m. á 78 aldursári og verður hún jarð- sungin í dag. Ástríður fæddist 21. júní 1885 að Fremri-Langey á Breiðafirði dóttir Eggerts Thorbergs Gísla- sonar og konu hans Þuríðar Jens dóttur er þar bjuggu til æfi- loka. Að henni standa merkir og kunnir ættstofnar um Breiða- fjörð, systkini hennar voru mörg og allt myndarfólk, en yngsti bróðir hennar, Kjartan, býr nú á föðurleifðinni, Fremri-Lang- ey. Ung að árum giftist Ástríður Jóni E. Bergsveinssyni, skip- stjóra frá Hvallátrum, systursyni Björns ráðherra Jónssonar frá Djúpadal, enda sögðu kunnugir hann svipa mjög til hans í sjón og reynd. Jón var þjóðkunnur fyrir forgöngu sína i ýmsum framfaramálum. Hann beitti sér fyrir því að upp var tekið op- inbert mat á síld og var skipað- ur hinn fyrsti yfirsildarmatsmað ur hér á landi. Þá er og öllum kunnug forusta hans í stofnun Slysavarnafélags íslands og allt hans mikla og óeigingjarna starf fyrir það félag meðan honum entist líf og heilsa, en í því var eiginkonan honum samhent í einu og öllu. Þess mun lengi minnzt með þakklæti af þeim, sem til þekktu hve þessi hjón lögðu á sig fyr- ir þetta þeim hjartfólgna mál- efni. Fæstir gera sér í hugar- lund, hve mikil áreynsla fylgdi því starfi að vera ávallt viðbú- inn að veita hjálp og aðstoð, þeim er lentu í nauðum, jafnt á nóttu sem degi. Á slíkum stundum verður fáum í fjölskyld unni svefnsamt og mikil hug- raun við að búa þegar erfitt var að útvega hjálpina og tvísýnt um áiangurinn, en þeim mun meiri var líka gleðin þegar vel hafði tekizt. Þá var alltaf mikil á- nægja fólgin í því að vinna að fjársöfnun til aukins og bætts útbúnaðar til björgunar manns- lífum. Á hverju ári í um þrjá- tiu ár hefur frú Ásta margar stundir setið með öðrum góðum konum við að útbúa sölumerki fyrir Kvennadeild Slysavarna- féiagsins í Reykjavík, en um vökunætur hennar og varðstöðu meðan maður hennar var aleinn forsvarsmaður fyrir hjálparbeiðn um til Slysavarnafélagsins veit enginn og verður aldrei talið, en minnzt með þakklæti af þeim, er þess urðu aðnjótandi. Jón E. Bergsveinsson var mik- ill aufúsugestur í heimsóknum sínum til félagsdeilda. Bæði var meðfætt glaðlyndi hans og eld- legur áhugi á þjóðmálum og þá ekki sízt á hinu góða málefni, sem hann boðaði og barðist fyr- ir. Fáa hef ég þekkt honum vilj- ugri til að liðsinna vinum sín- um, hvort sem var í orði eða verki. í því naut hann fyllsta stuðnings konu sinnar. Hús þeirra var jafnan opið, jafnt á nóttu sem degi og þar var kunn- ugum og ókunnugum vel fagn- Innilegt þakklæti til allra, er minntust mín 70 ára 12. þ.m. með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum kveðjum. — Lifið heil. Einar Guðmundsson, Vesturvallagötu 7. Við flytjum okkar hjartans þakkir öllum þeim, er hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning í sambandi við læknishjálp handa syni okkar. Guð blessi ykkur öll. Anna og Böðvar Eyjólfsson, Saurbæ. Eiginmaður minn ÓLAFUR H. SVEINSSON frá Firði, fyrrv. sölustjóri, Þinghólsbraut 47, Kópavogi, sem andaðist 18. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 28. þ.m. kl. 10,30 árdegis. — At- höfninnni verður útvarpað. — Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Guðrún Ingvarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar og ömmu GUÐFINNU EINARSDÓTTUR Vífilsgötu 11 Gyða Halldórsdóttir, Halldór Karlsson. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför og heiðruðu minn- ingu móður okkar, tengdamóður og ömmu HÁVARÐÍNU BORGHILDAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Bolungarvík. Þökk sé öllum er glöddu hana og heimsóttu í veik- indum hennar og sýndu henni hlýjan vinarhug. Þökk sé einnig hjúkrunarliði og læknum, er stunduðu hana af mikilli alúð og nærgætni. Hávarður Karl Reimarsson, Guðný Minný Hávarðsdóttir, Fjóla Reimarsdóttir, Hávarður Karl Hávarðsson, Guðmundur B. Jónsson, Kristján B. Hávarðsson, Gunnar. Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Sóley Björk og Sverrir Kr. Bjarnason. að, eftir því sem efni stóðu tiL. Húsfreyjunni var ljúft að fagna gestum og ræða við þá og hlýjaa sem þeim mætti á þessu heim- ili, sköpuðu þau vináttubönd, er entust alla æfi. Þeim hjónum varð 9 barna auðið og tókst þeim að koma þeim öllum til góðs þroska og gegna sum þeirra þýðingarmikl- um störfum í þjóðfélaginu. Með Ástríði Eggertsdóttur er horfin svipmikil kona, sern aldrei lét liggja á liði sínu fyr- ir gott málefni. í nafni Slysa- varnafélags íslands og persónu« lega vildi ég flytja þakklæti fyr- ir óeigingjarnt starf hennar í þágu félagsins. Börnum hennar og aðstandendum flyt ég inni- legustu samúðarkveðjur. Henry A. Hálfdansson. Látið ekki dragast að athuga bremsurnar séu pær ekki 1 lagi.. Fullkomin bremsupjónusta. SÍMl WSftO íjólskylduna ^retursfkiaressonar Hrelntum apatklnn, rúttkinn og aðrar tklnnvörur E FNALAU6IN BJö R G Sólvallagstu 74. Simi 13237 Bormahlið 6, Simi 23337 Dömur! „Amaro" naerfatnaðurinn kominn. Verzl. DettifoM Hringbraut 59.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.