Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 19
* Þriðjudagur 26. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 19 k» — Lincoln Frarah. af bls. 17 Jolin Wilkes Booth. upp í viðhafnarstúkuna og ekkert fundið athugavert. Síð- an gekk hann á undan Lincoln og föruneyti hans inn í leik- húsið og átti svo að taka sér stöðu á stól í ganginum fyrir utan dyrnar að stúkunni. Lin- coln hagræddi stólnum fyrir konu sína í stúkunni og sett- ist síðan í armstól, sem hon- um var ætlaður. Hann sást ekki úr áhorfendasalnum, en hljómsveitin lék „Hail to the Chief" og leikhúsgestir fögn- uðu hinum tignu gestum með lófataki. Laust fyrir klukkan níu tók John F. Parker lífverði að leiðast (manninum sem Carl Sandburg hefur nefnt mesta núll veraidarsögunnar). Hann gekk fram ganginn, út á sval- irnar og síðan áfram og út úr húsinu. Parker var þyrstur. Hann rölti inn á knæpu Talta- að engu yrði þar um þokað, úr því sem komið var. En samt hugðist Booth vinna það verk, er hann taldi mundu gera sig ódauðlegan og skipa honum á bekk með frelsishetjum allra alda. Eiginlega var ekkert að vanbúnaði, hugsaði Booth, langt var síðan hann hafði fengið í lið með sér samsæris- menn, sem hann taldi sig geta treyst og nú voru þeir þrír í Washington, auk hans, sem hann þurfti á að halda um kvöldið. Þar var fyrstur Lewis Paine, tvítugur að aldri, risi að vexti og ramur að aflL Paine hafði barizt í her Suður ríkjanna, m.a. í hinni mann- skæðu úrslitaorustu við Gettysborg, en þar særðist hann og var tekinn höndum, en síðar sleppt. Paine var karlmenni, en vitgrannur. Hann tilbað Booth og var fús að leggja allt í sölurnar fyrir Hann. Booth hafði hugsað honum sérstakt verkefni þetta kvöld: Hann átti að myrða Se- ward utanríkisráðherra, á sömu stundu og hann sjálfur drýgði dáðina í Fordleikhúsi. Annar samsærismannanna var David Herold, 23ja ára gam- all, fyrrum afgreiðslumaður í lyfjabúð. Flestir töldu hann meinlausan og allt að því kjána. Hann var og mjög hand genginn Booth, sem hafði ætl- að honum það hlutverk að fara með Paine, bíða fyrir ut- an hús utanríkisráðherrans með hesta þeirra beggja, með- an Paine ynni á ráðherranum og leiðbeina síðan Paine út úr borginni, því hann var þar ó- kunnugur og óratvís að auki. Þriðji maðurinn í þessum frýnilega flokki var George Atzerodt, drykkfelldur vagna- smiður af þýzkum ættum, 33ja ára að aldri. Atzerodt átti að vinna á Andrew Johnson, varaforseta, samtímis. Með þessu móti hugðist Booth gera hvorttveggja í senn, bana þeim manni, er hann hataði mest og samtimis lama ríkisstjórnina. Hann hafði að vísu takmarkaða trú á Atzerodt, sem var í raun réttri heigull, auk drykkju- fýsnarinnar. • Lincoln átti annríkt þennan dag að venju, en hann lét að óskum konu sinnar, að fara í leikhúsið og klukkan rúmlega 8 um kvöldið stigu þau upp í vagn sinn úti fyrir Hvíta hús- inu. Þau komu við hjá Harris öldungadeildarþingmanni, en dóttir hans og unnusti hennar, Rathbone majór, voru gestir þeirra í forsetastúkunni. — Klukkuna vantaði fimm mín- útur í hálf níu er vagn Lin- colns nam staðar úti fyrir Ford-leikhúsi. John F. Park- er, lögreglumaður, lífvörður Lincolns þetta kvöld, var þar fyrir. Hafði hann þegar farið stúkunni. Hann heyrði á gangi leiksins, að hann var aðeins of snemma á ferðinni. Booth gekk áfram í átt að stúkunni. Er hann kom nær, sá hann að hurðin á ganginum fyrir fram- an stúkuna var opin, og að þar var enginn maður. Honum létti stórlega. Þá gekk hann innfyrir, lét hurðina falla að stöfum, fann f jölina, sem hann hafði látið bak við hurðina fyrr um daginn og renndi henni í grópina á veggnum. Nú var ekki hægt að koma honum að óvörum. Nú heyrði hann af sviðinu, að brátt myndi komið að „stikkorðinu". Hann laut nið- ur að gatinu á stúkuhurðinni. Hann sá greinilega bakið á armstólnum og þar fyrir ofan höfuð Abrahams Lincolns. Niðri af sviðinu heyrði hann Hawk segja: „. .. .kunn- ið ekki mannasiði. . . . ** Þá tók hann mjúklega í hún inn, hurðin opnaðist inn. Hann sá skáhalt aftan á höfuð Lin- colns vinstra megin. Booth sté feti framar. Hann miðaði litlu Derringer skammbyssunni á höfuð Lincolns, aftan við vinstra eyra, færið var hálfur metri. Svo tók hann í gikkinn. Skothvellurinn var ekki hár, hann heyrðist naumast niður á sviðið. Bláleitur reykj- arhnoðri leið upp. — Höfuð Lincolns hné niður á bring- una. Nú gerðist allt í skjótri svip- an. Booth stóð kyrr andartak og hrópaði: „Sic semper tyr- David E. Herold vuls við hliðina á leikhúsinu og bað um bjór. Nú var enginn úti fyrir stúkudyrunum að gæta Lincolns. Forsetinn var í léttu skapi, hann tók hönd konu sinnar og þrýsti hana í rökkrinu. Mary mælti: „Hvað heldur þú að ungfrú Harris hugsi, ef við höldumst svona í hendur". Lincoln svaraði: „ÆtU hún segi nokkuð við því". En hefði Parker gáð betur áður en hann fór; myndi hann hafa séð að búið var að bora gat á stúkuhurðina og að unnt var að loka ganghurðinni inn- anfrá með fjöl, sem skorða mátti í gróp, sem gerð hafði verið í vegginn. Booth hafði komið þarna fyrr um daginn, enda þaul- kunnugur húsinu og starfs- mönnum þar og hann gjör- þekkti einnig leikritið og vissi, hvenær fæst var á sviðinu. Hann vissi, að þegar Harry Hawk leikari lyki setningu á orðunum „kunnið ekki mannasiði" þá væri hann einn á sviðinu, og þá væri hið rétta augnablik. • Laust fyrir klukkan 10 bættist nýr gestur í hópinn í knæpu Taltavuls við hliðina á Ford-leikhúsi, John Wilkes Booth. Booth fékk sér glas af whisky. Nokkru innar við skenkiborðið stóð John F. Parker með ölkollu sína. Mað- ur nokkur, sýnilega við skál, drakk Booth til um leið og hann sagði: „Þér verðið aldrei jafn mikill leikari og faðir yð- ar". Booth brosti: „Þegar ég hverf af sviðinu, verð ég fræg- asti maður Bandaríkjanna". Booth gekk út úr knæpunni og að leikhúsdyrunum. Dyra- vörðurinn rétti fram höndina til að taka við aðgongumiðan- um. Booth brosti og sagði í spaugsömum tón: „Þér þekkið mig, ég ætti ekki að þurfa neinn miða". — Vörðurinn hleypti Booth inn í ganginn. Klukkan þar á veggnum var 7 mínútur yfir 10. Fáir veittu Booth athygli, er hann fetaði sig varlega áfram í rökkrinu í áttina að forseta- George A. Atzerodt. á hesti Booths, Booth hrifsaði af honum taumana og vatt sér á bak. Hann sló undir nára á hestinum, þeysti út húsasund- ið, beygði til hægri, stefndi suður 10. götu í áttina til Pennsylvaníubreiðgötu. Hófadynurinn dó út í fjarska. • í Ford-leikhúsinu var allt í uppnámi. Menn ruddust til dyra hvern um annan þveran, og við borð lá, að menn træð- ustu ndir. Á miðju leiksviðinu stóð Harry Hawk og grét. -Lincoln var í sömu stelling- um í armstólnum. Ekkert lífs- mark sást með honum. Mary Lincoln faðmaði rriann sinn að sér og grét, — sorg hennar var slík, sem engin huggunarorð megna að milda. Nokkur stund leið þar til unnt var að komast til stúkunnar. Ungur herlækn- ir, Charles Leale að nafni, var meðal þeirra fyrstu sem komu inn í stúkuna. Hann gekk að Lincoln og lyfti höfði hans. Hönd hans varð blóðug. Hann hneppti frá jakka Lincolns og vesti, tók hníf og spretti frá hálslíni og skyrtu. Hann lagði eyrað að brjósti hins særða. Svo lyfti hann augnalokunum, og sá merki þess, að heilinn hafði laskazt. Nú fór hann höndum um hnakkann og los- aði um storknað blóð. Þá heyrðist veikur andardráttur og merkja mátti æðaslátt. Nú sást að Lincoln var særður skótsári. Kúlan hafði komið í höfuð honum aftan við vinstra eyra, farið síðan á ská gegnum heilann og stöðvazt bak við hægra auga. Leale lækni var nú ljóst, að sárið var banvænt. Hér var engin von. Læknirinn lagðist á hnén yfir Lincoln, þrýsti munninum á varir hans og tók að blása lofti í lungu hins með vitundarlausa manns. Þessu hélt hann áfram nokkra stund og brátt varð andardráttur Lincolns reglubundnari og sterkari. Einhver kom með koníaksflösku. Leale lét nokkra dropa í munn Lin- colns. „Er ekki hægt að flytja forsetann eitthvað?" spurði Leale. „Það er of langt til Hvíta hússins, hann mundi deyja á leiðinni þangað". Liðsforingi einn var sendur út að kanna, hvort ekki væri annis" (þannig fer ávallt fyr- ir harðstjórunum). Svo rudd- ist hann fram milli stóla Lin- colns og konu hans og ætlaði að sveifla sér yfir handriðið, niður á sviðið. Mary Lincoln leit upp. Hún sá ókunnan mann standa yfir sér, með hrafnsvart hár og tindrandi augu. Hún þekkti hann ekki og skildi ekki hvað hafði gerzt. Rathbone majór stökk á fætur og þreif til Booths. Booth fleygði ukammbyssunni á gólfið og dró hníf úr slíðr- um og lagði honum í handlegg Rathbones, sem hrökk undan. Nú vatt Booth sér upp á hand- riðið og lét sig falla niður á sviðið. Um leið og Booth féll á svið ið, festist sporinn á hægra reiðstígvéli hans í fána fram- an á stúkunni. Fáninn rifnaði, en við þetta missti Booth jafn- vægið. Hann ' kom niður á vinstra fót, og um hann læst- ist eldsnöggur sársauki, sköfl- ungurinn hafði brotnað. Booth féll fram á hendur sér, en reis þegar á fætur og haltraði á- fram þvert yfir sviðið, fram- hjá Harry Hawk og út til vinstri. Nú heyrðist skerandi óp úr forsetastúkunni. Mary Lincoln hafði loks áttað sig á, hvað gerzt hafði. John Wilkes Booth haltraði út í sundið að baki leikhúss- ins. Piltur nokkur, kallaður Johnny Peanuts, dottaði þar á þrepunum og hélt í taumana t» LewLs Paine. Skáhalt yfir götuna sást maður í dyragætt og hélt á kertaljósi yfir höfði sér. Þang- að var Lincoln borinn. Þetta var hús Williams Petersens. Þar var forsetinn lagður í rúm og honum hagrætt sem bezt. Fleiri læknar komu á vett- vang og nú var tekið til að skoða Lincoln nákvæmar. Þeir fundu enga aðra áverka. Öðru hverju leið stuna frá brjósti Lincolns. Hjartað sló 44 sinn- um á mínútu. Sjáöldrin voru ónæm fyrir ljósi. Sent var eft- ir presti Lincolns, dr. Gurly, og Robert syni hans. Nú var aðeins að bíða þess, sem ekki varð umflúið. Fregnin um ó- dæðið barst eins og eldur í sinu um alla Washington. — Víða þyrptust menn út á göt- urnar í náttklæðum einum, gluggum var hrundið upp: Hvað hafði gerzt? Fréttaritari Associated Press símaði þegar í stað aðalskrifstofunni í New York að forsetinn hefði verið skotinn á.leiksýningu og ekki hugað líf. Stundarfjórðungi síðar var allt símasamband við Washington rofið. Smám saman fjölgaði í svefnherberginu þar sem líf Lincolns fjaraði út, fyrst kom Stanton hermálaráðherra og Welles flotamálaráðherra, síð- an hver ráðherrann af öðrum. Mary Lincoln sat í dagstofu hinum megin við ganginn. Hún sat við arin og hdrfði í glæðurnar, sorgin hafði hel- tekið hana. Nú hófst vökunóttin langa. Klukkan rúmlega 7 um morg- uninn var Mary Lincoln sótt að banabeði manns síns. Ro- bert Lincoln grét. Hún horfði á mann sinn meðvitundarlaus- an og síðan á son sinn, er hún heyrði hann gráta. Svo var hún studd út úr herberginu. Leale læknir sá að Lincoln dró djúpt andann, brjóstið hvelfdist, svo gaf -hann upp öndina. Klukkan var 22 mín- útur yfir 7 að morgni laugar- dagsins 15. apríl 1865. Dr. Gurley flutti bæn. Ein- hver breiddi yfir andlit hins látna. Stanton hermálaráðherra mælti stundarhátt: „Now he belongs to the ages". Af hinum samsærismönnum Booths er það að segja, að til- ræðið við Seward hermálaráð- herra mistókst, þótt Paine tækist að særa hann mörgum sárum, og Atzerodt brast kjark að reyna til við Johnson vara- forseta og voru þeir báðir handteknir skömmu síðar. Af Booth sjálfum er það að segja að leitarflokkur fann Booth og Herold í tóbakshlöðu á sveitabæ skammt frá Bowl- ing Green í Virginíu, þar sem þeir höfðu leitað hælis. Allar vonir Booths um fögnuð Suð- urríkjamanna yfir drýgðri dáð höf ðu brugðizt. Hvarvetna vakti fregninn um ódæðisverk ið hrylling. Foringi herflokks- ins lét umkringja hlöðuna og kallaði til Booths að hann Framh. á bls. 21 hús í nágrenninu, þar sem unnt væri að leggja forsetann í rúm. Nú komu fjórir her- menn og lyftu Lincoln var- lega upp og síðan báru þeir hann út úr stúkunni, eftir svöl unum, og ofur varlega niður stigann. Gjörla mátti heyra gnýinn í mannfjöldanum úti fyrir. Mennirnir þokuðust með byrði sína út á götuna. Þung stuna leið upp frá mannþröng- inni, nokkrir karlmenn grétu hástöfum. Höfuðsmaður einn sveiflaði korða sínum og hróp- aði, að menn skyldu víkja til hliðar. Nú var tunglbjart, skugga Ford-leikhússins bar á breitt strætið. Mrs. Mary E. Jenkins Surratt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.