Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ -,•:•¦ ¦•^yy-^y^ £ MINNINGARATHÖFN im John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavik í gær. Hófst athöfnin klukkan 5 síðdegis og stóð yfir um klukkusjtund. Athöfnin hófst með því, að dr. Páll ísólfsson lék orgel- forleik, Benedictus, eftir Max Reger, dómkirkjukórinn söng sálminn „Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má", biskupinn yfir fslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ritningarorð, minntist hinn látna forseta og fór því næst með bæn. Björn Ólafsson, lék einleik Handhafar forsetavalds við niinningarathöfnina í Dómkirkjunni, frá vinstri: Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs Alþingis, Bjarni Bene.dikts.son, forsætisráSherra, ÞórSur Eyjólfsson. forseti Hæstaiéttar. — Ljósm.: Ól. K.M. I „Heimurinn hefur misst einn sinn mesta og bezta mann" Kennedy Bandaríkjaforseta minnzt í Dámkirkjunni í gær á fiðlu, Litanei eftir F. Schu- bert og dómkirkjukórinn söng sálminn „Bjargið alda, borgin mín." Armbassador Bandaríkjanna á íslandi, James K. Penfield, flutti sorgarávarp frá Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda ríkjanna. Séra S. E. Almasy flutti bæn. Dómkirkjukórinn isöng sálminn „Faðitr and- anna" og biskup íslands flutti blessun. Dómkirkjukórinn söng þjóð söng Bandaríkjanna og loks þjóðsöng íslands. í lok minningarathafnarinn ar lék dr. Páll ísólfsson soxg- arlag eftir G.F. Hándel. MinningarræSa biskups. í minningarorðum sínum sagði biskupinn yfir íslandi m.a.: „Hvað brast svo hátt? var spurt í tvísýnni orustu forð- um. Einn bogastrengur brast og úrslitin ultu á því, að ein- mitt hann héldi. Það er óliku saman að jafna um atvik og örlög, en þó komu þessi fornu orð í hug, þegar hinn mikli vábrestur barst úr Vest urheimi, þegar þau ótíðindi flugu um heiminn, að hinn ungi og reifi forseti Banda- ríkjanna hefði fallið fyrir launmorðingja." „En hitt er víst, að heim- urinn hefur misst einn sinn mesta og bezta mann. Og hann missir hann með slíkum atvikum, að það fyllir oss ógn og hryllingi. Þar bætist enn- þá ein svört málsgrein í ann- ál ofstækis, blindni, haturs og hermdarverka, sem þessi öld vor lætur eftir sig. Sú þjóð, sem hefur misst dáðan for- ingja, sem sameinaði í per- sónu sinni svo marga ágæt- ustu kosti hennar sjálfrar, er þannig lostin tvöföldum harmi. Vér íslendingar, ein hin minnsta grein á meiði mannkyns, kennum dýpstu samúðar. Það viljum vér láta í ljós m.a. með þessari at- höfn hér. Vér viljum segja við hina stóru bróiurþjóð: Það sem þér hafið misst er einnig vort tjón, vor harmur." „Hann hafði ritað í bók um pólitískt hugrekki, það eru þættir úr ævisögu manna, kunnra landa hans, sem höfðu reynzt menn til þess að hlýða samvizku sinni á örlagastund um framar en kröfum svo- nefndra pólitískra hygginda eða flokksmanna. Bókin er hvatning, brýning. Hvar sem þú ert á svið settur í lífinu, segir hann að lyktum, kemur- að því, að hugrekki þitt verð- ur prófað, það verður spurt hverju þú viljir fórna fyrir það að fylgja samvizku þinni, hvort þú þorir að missa vini þína, eignir, þægindi, jafnvel álit samferðamanna þinna. Dæmi annarra geta leiðbeint, vakið von, orðið innblástur og örfun. En þau geta ekki gefið kjarkinn. Hans verður hver að leita í eigin sál. Kennedy forseti fékk ekki lengi að sýna það í æðstu ábyrgðarstóðu, hvaða trygg- ing persónulegra eiginda var á bak við þessi orð, og þó er saga hans öruggt vitni um hugrekki samvizkunnar. Hann fékk ekki heldur frest til þess að velja með ógnun dauðans yfir höfði sér, en það mun þjóð hans vita og það er henni styrkur og harmabót, að hún átti mann, forseta, sem hefði heldur dáið, fús og hiklaus, en að níðast á samvizku sinni og afneita því, sem hann vissi rétt og skylt. Slíkir menn eru sterkix í lífi þjóðar, gildir einu hvort ævin er löng eða skömm. Ég lýsi friði og bless- un Drottins yfir minningu Kennedys forseta írá dóm- Nokkur hluti þeirra fjölmörgu íslendinga, sem viðstaddir voru minniu&arathöfnina í Dóm- kirkjuimi. — Ljósm.: ÓI.K.M. James K. Fenfield, ambassa- dor, flytur sorgarávarp frá Dean Rusk við minningar- athöfnina í Dómkirkjunni. (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.) kirkju fslands. Þjóð vor bið- ur góðan guð að hugga og styrkja konu hans og börn og aðra ástvini, leiða og blessa landið hans 03 þjóðina, líkna þeim, sem blindir eru og vita ekki hvað þeir gjöra, misk- unna oss, öllum mönnum og þjóðum og leiða oss á rétta vegu sakir trúfestu sinnar. Já . . . „alheimsvald, vort eilíft líf og kraftur, sem eftir hverja nóttu sendir dag, þín heilög ásján lýsi aftur-aftur á eftir þetta blinda reiðarslag." í Jesú nafni. Amen." -v Framhald á bls. 30. SMSTEINAR Heimur í sorg Tíminn minnist Kjnnedy for- seta í grrein undir þessari fyrir- sögn s.l. sunnudag. Er þar m.a» komizt að orði á þessa leið: „Það er ljóst af fréttum, sem herast hvaSanæva úr heiminum, að þess munu ekki dæmi, að mannslát hafi valdið slíkum harmi og fráfall Kennedys for- seta. Á hinum stutta valdaferli' sínum hafði hann unnið sér slikt álit og tiltrú að ekki voru bundnar meiri vonir við annan mann um farsæla leiSsögn til ör uggari friðar og betri heims. Hann var ekki aðeins mikill foringi heldur réttsýnn og góð- gjarn maður. Þeir kostir hana munu tryggja honum sæti með- al beztu manna sögunnar. Um ýmsa þá menn, sem hlot- ið hafa svipuð örlög og Kenn- edy hefur verið sagt, að þeir hafi oft áorkað meira með dauða sínum en lífi, þótt þeir hafi unn- ið hið mikilvægasta starf. Þetta hefur ekki sizt verið sagt um annan mikinn fyrirrennara hans, Abraham Lincoln. Það er ekki ólíklega tilgetiS, aS þetta eigi eftir aS rætast um Kennedy." Uppskera hatursins AlþýSublaSið kemst þannig aS orði í forystugrein sinni sJ. sunnudag: „Fréttin um lát Kennedys Bandaríkjaforseta vakti ekki að- eins undrun, hún vakti einnig skelfingu. Það sýna viSbrögS al- mennings og stjórnmálaleiStoga um víSa veröld. Þegar þetta er ritaS er ekki vitað meS vissu, hverjir haturs eða öfgamenn frömdu þennan hryllilega verkn- að. Víst má þó telja að þar hafi öfgaöfl í einhverri mynd verið að verki. Öfgaöfl, sem sá hatri og uppskera dauSa. Öfgaöfl, sem svo fá ruglaS dómgreind manna, aS ekki er lengur gerSur greiu- armunur á réttu og röngu. Kennedy forseti barSist gegn þessum öflum. Sú barátta skap- aði honum hatursmenn. Þótt hann hefSi ekki lengi setið á stjórnarstóli hafði hann samt unniS hug og hjörtu heillar þjóð ar. Barátta hans fyrir .iafnrétti allra kynstofna gerði það að verkum, aS hann var dáður og virtur af milljónum manna um allan heim. Upp f rá þessu munu hann og Lincoln forseti oft nefndir í sðmu andrá. Það eitt segir meira um hann og lífsstarf hans en mörg orð fá lýst." Einhuga fordæming „Þjóðviljinn" kemst þannig aS orSi í forystugrein sinni á sunnudaginn: „Ekki einungis Evrópa heldur aliar álfur heims hrukku viS á fösiudaginn, þegar skotiS heyrð ist vestan úr heimi, sem varS John F. Kennedy Bandaríkjafor seta aS bana. Um allan heim hafa menn fyllzt reiSi og harmi vegna þessa svívirSilega morðs á þjóðhöfðingja og forystu- manni hins bandaríska stórveld- is. An ails tUlits til skoðana- munar og þjóðernismunar hittir fordæmingin einhuga og misk- unnarlaus þá morðhugsun og morðhönd, sem valdið hefur 4- dæðisverkinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.