Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóv. 1963 Útför Kennedys Framhald af bls. 1. Avenue fyrir framan Hvíta húsið, og voru aðeins örfáa metra frá syrgjandi ættingj- um forsetans, þar á meðal frú Kennedy, sem bar svarta slæðu fyrir andliti, svo ekki urðu séð á henni svipbrigði. Gekk hún á milli bræðranna Roberts og Edwards Kenn- edy, en á eftir fylgdi hinn nýi forseti, Lyndon B. Johnson, ráðherrar, erlendir þjóðhöfð- ingjar og fulltrúar a.m.k. 53 erlendra ríkja og fleiri. Þar á meðal var Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráð- herra. Fremstur í þessum fríð- asta flokki, sem gengið hefur um götur þessarar höfuðborg- ar fyrr og síðar, fór de Gaulle, Frakklandsforseti, hermann- legur að vanda. Bar hann höf- uðið hátt, en var alvarlegur á svip. í hópnum mátti einnig sjá Ludvvig Erhard, kanslara Vestur-Þýzkalands, Haile Selaissie Eþíópíukeisara, Philip, eiginmann Breta- drottningar, Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, Einar Gerhardsen, forsætis- ráðherra Norðmanna og marga fleiri. Einkennileg þrúgandi þögn ríkti, er kista forsetans fór fram hjá mannfjöldanum. Enginn mælti orð af munni og það eina, sem heyrðist, var íikröltið í járnbentum hjólum likvagnsins og hófdynur fák- anna sex, er drógu hann. Vcikur klukknahljómur barst frá klukkum borgarinnar. Næst á eftir kistu forsetans var teymdur svartur gæðing- ur, gjöf frá Ayub Khan, Pak- istanforseta til frú Kennedy. í ístöðum voru svört stíg- vél með silfursporum og sneru öfugt. Þannig voru hestar teymdir á eftir fölln- um húsbændum sínum, er riddaraliðssveitir voru og hétu. Þannig mjakaðist líkfylgd- in, sem taldi hundruð, ef ekki þúsundir manna, eftir Penn- sylvaníu Avenue, Connecti- cut Avenue og að St. Mattheus ar-dómkirkiunni. Þar sáum við kistu forsetans flutta í kirkju, eftir að allir voru gengnir til sætis, heyrðum Cushing kardinála frá Boston messa og sáum síðan kistuna borna úr kirkju. Á eftir fylgdi frú Kennedy og leiddi börn sín tvö, Caroline og John junior, sem í dag átti 3ja ára afmæli. Tveir fyrrverandi forsetar, þeir Eisenhower og Truman, fylgdu á eftir, ræddu stuttlega við frú Kennedy, en síðan hélt geysileg lest svartra sendiráðsbifreiða á eftir lfk- vagni forsetans til Arlington kirkjugarðar, þar sem hann er jarðsettur. Er gröfin í hlíð grænnar hæðar og veit að Washingtonborg. f kirkju- garðinum eru graf nir 126 þús- und Bandaríkjahermenn og einn forseti. Hroðalegt áfall Það vair einkennilegt að koma til höfuðborgar Bandaríkjanna í auargun. Sól skein í heáði, logn var, en strax á flusgvellinium varð þess vart, að á þessum fagra degi ríkti sorg í Washinigtan. Menn gengu hljóðir uan í flugstöðvar- byggingunni og hátíðlogur al- vörublær setti svip sinn á allt og alla. Leigubílstjórinn, sem ók fréttamönnuim Morgunfolaðsins frá flugveJlinum til utanríkis- ráðuneytisins, talaði allan tim- ann um Kennedy. „Þetta er hroða legt áfall fyrir þjóðins," saigði hann, „fólkið er líka hrætt við afleiðingarnar. Allir eru hræddir við styrjöld, það einhvern veginn liggiux í loftinu, þó ekki sé mikið uim það rætt." Bílstjórinn var negiri, eins og er um 60% Was- hingtonbúa eða því sem næst. Aðspurður hvernig negtruim í Bandaríkjunum væri nú innan- brjósts sagði hann: „Þetta er mik- ið áfall fyrir okkur, hann var rétt að byrja batráttu sína fyrir mannréttindum. Okkur finnst sem víð séum nú aftur kiomnir til sama staðar." Er við komum að Hvíta hús- inu laust fyrir kl. 11 í morgun var þar fyrir mikill mannfjöld meðfram Pennsylvania Avenue. Bandarískur fréttamaður taldi mannfiöldann ékki mikinn, en á íslenzkan mælikvarða miundi hann teljast stórkostlegur. Sí- fellt fjölgaði meðfram öllum göt- um þeim sem líkfylgdin fór um, og segja fréttastofuir nú. að meira en ein milljón manna hafi verið saman komin í hjarta Was- hington til þess að kveðja hinn f allna forseta. Kveðjuathöfnin stóð hér raunar frá því á sunnudag, er lík forset- ans var flutt í þinghúsið. Stóð bronzkista hans á við- hafnarbörum, sem kista Abra- hams Linoolns hrvíldi á fyrir nær öld og gekk fólk þúsundum sam- an að kistunni til að kveðja ást- sælan forseta sinn í síðasta sinn. Síðustu fregnir herma, að alls Ihafi 240 þúsund manns gengið fram hjá kistunni á þessum stutta tíma ,og er fréttamenn Morgunblaðsins komu til Was- hington um kl. 10 f,h. sagði fyrr- nefndwr bílstjóri frá því, að fimimföld röðin við þinghúsið væri mörg hundruð metra löng. í þinghúsinu Um kL 10.25 að staðartíima lagði Jaqueline Kennedy af stað frá Hvíta húsinu ásamt bræðr- um forsetans, öldungadeildar- þingmanninuim Edward Kenne- dy og dómsmálaráoTherranum, Robert Kennedy. Ekið var ofur- hægt eftir Pennsylvania Avenue og Independence Avenue til torgsins fyrir framan þingbúsið. Meðfram leiðinni stóðu her- menn vörð. Kennedy-bræðurnir og Jaque- line gengu hægt upp tröppur þinghússins, hlið við hlið og krupu niður við kistu hins látna. Er þau höfðu staðið upp afbur og bjuggust til að fara, tók Ro- bert Kennedy þéttingsfast í handlegg Jaqueline og studdi hana. Kistunni var nú lyft upp á axl ir niíu hermanna, er báru hana hægt úr úr þinghúsinu niður tröppurnar og komu henni var- iega fyrir á svörtum fallfoyssu- vagni, er beið fyrir utan. Á eftir þeim gekk hermaður með fána forsetans. Meðan þessu fór fram lék Mjómsveit strandgæzlulið- ins „Hail to the Chief" og sálm. Heiðursvörður heilsaði með heið urskveðju er kistan kom í ljós uppi á tröppunum. Kkukkan mun hafa verið 10.48, að staðartíma, er líkfylgdin hélt frá þinghúsinu. Var farig hægt í áttina til Hvíta hússins, sömu leið og Kennedy hafði farið, þá er hann tók við emibætti forseta í janúar 1961. • Mikill fjöldi hermanna úr 511- usn herjum Bandaríkjanna, lög- regkimenn og þrjár hljómsveitir voru í fylgdinni. Um kl. hálf tólf kom líkfylgdin að Hvíta húsinu. Þar voru fréttamenii Morgun- blaðsins þá staddir. Tók likvagn inn sig þá út úr lestinni og var dreginn Miðarveg upp að hús- irtu, en þar stigu forsetafrúin, ættingjar, þjóðhöfðingjar og aðrix út úr bilunum til þess að ganga á eftir kistu forsetans síð- asta spöiinn, að Mattheusar- kirkjunni í um það bil hálfrar málu fjarlægð. Ekki veit sá, er þetta ritar, hve likfylgdin var löng, en hún var a.mk. hálf- tíma að ganga hjá. Fremst fór flokkur lögreglumanna, þá hljómsveit, og síðan fyilgdu fjöl- marigar sveitir hermanna og glóði á gljáfægða byssustingi í nóvembersólinnL — Yfinmenn Bandaníkjahers voru þar einnig, svo og liðsforingjaefni úr ölium herjunum. Er líkvagninn laigði upp frá Hvíta húsinu og var dreginn gegn utm hliðið, fór á undan sekkja- pípuhljómsveit úr Bandaríkjaher. >á kom líkvagninn, dreginn af sex hvítum hestum og heiðurs- vörður fór fyrir á þeim sjöunda. Næst á eftir var teymdux svartur gæðingur, Sardar að nafni. Hest þennan gaf Ayub Khan, forseti Pakistan, Jacqueline Kennedy, er hún var þar í heimsókn á sín- um tíma. Heiðursvörður fylgdi hestinum, en enginn sat á baki. í istöðunum voru að gömilum sið svört stígvél og vissi táin aftur. Hesturinn var allódæll, enda ekki vanur slíku, og átti vörðurinn stundum fullt í famgi með að hamja hann, einkum er líkfylgd- in staðnæmdist í um það bil hálfa mínútu örskammit frá Hvíta hús- Fylgdust með Fréttamerm Morguniblaðsins voru í aðeins um 60 metra fjar- lægð frá kistunni og aðstandend- um sem gengu á eftir. Fylgdum við göngunni í þessairi fjarlægð um 100 metra, eða þar til hún beygði inn á Connectiout Avenue, en þá varð ekki lengra komizt fyrir mannifjöldanum. Jacqueline Keninedy gekk milli bræðranna Edward og Bobert Kennedy, næst á eftir kistunni. Eins ag fyrr getur bar hún svarta slæðu fyrir andlitinu, en þrátt fyrir það var ljóst, að hún bar sig vel. Var svo allan tímann meðan útföirin fór fram. Næst á eftir kom Lyndon B. Johnson, Bandarikjaforseti, og var nú allur annar bragur á hon- um en fyrir tveimur mánuðuim, ér fréttamenn MorgunblaðBins fylgdust með honum i íslands- heims6kn hans. Fas hins nýja for seta bar það með sér, að þetta voru þung spor. Á eftir kom/u síðan erlendir þjóðhöfðingjar, sendimenn erlendra ríkja . og bandarískir ráðamenn. Fréttamað ur Mbl. horfði þar á de Gaulle, Frakklandsforseta, ganga hnarreistan en alvarlegan í broddi fylkingar, en á eftir komu aðrir keisarar, konungar, drottn- ingar, forsetair, prinsar, ráðherrar ¦og sendimenn. Aldrei mun valda n-eiíri hópur hafa gengið um stræti Washingtonborgar. Á eftir komu síðan bifreiðir með enn fleira fólk. í einni bifreiðanna voru börn forsetans, Caroline og John junior. í>að sem blaðamanni Morgumblaðsins fannst hvað at- hyglisverðast voru viðbrögð fólks ins. Fólk stóð þögult og virtist sem Washingtonbúar séu nú komnir með báða fæturna á jörðina. Engan sáum við gráta, þótt við höfum heyrt síðan, að slíkt hafi borið við. Ekiki var vart við neina gremju eða reiði, fólk stóð hnípið, steinþegjandi og horfðL Þennan dag einkenndi sorg og söknuður en ekki hatur eða vonleysi. Hafi sá sem þetta ritar nokkru sinni dáðst að banda rísku þjóðinni "þá var það í dag. Ave Maria Hin langa líkfylgd mjakaðist framhjá í áttina til Mattheusar- kirkjunnar, sem er nálega hálfa milu frá Hvíta húsiniu. Kirkjan er ekki ýkja stór, en okkur var sagt, að hún hafi orðið fyrir val- inu, þar sem hún sé stæirsta ka- þólska kirkjan í miðborginni. Stærri kirkjur kaþólskar eru lengra frá. Mattheueaur-kukjaD er rauð múrsteinskirkja með koparhvelfingu. Ekki þótti frétta mönnum mikið til hennar koma í útlití, en hún er sögð fögur irrnan. Kirkjan er í nábýli við stórar byggingar, eins og klemmd milli þeirra. Okkux tókst með að- stoð sérstakra vegabréfa frá bandariska utanríkisráðuneytinu að komast alveg að kirkjunni um það leytL er líkfylgdin kom þar að. Kista Kennedys, sveipuð bandariska fánanom, beið á lík- vagninum, meðan fóilí gekk til kirkju. Tók það um 20 mínútur eða svo. Á meðan stóð heiðuirs- vörður þriggja hermainna fyrir framan kistuna og var sá í miðið svartur maður. Ave Maria hljóm- aði úir kirkjunni, sungið af ein- söngvaranum Luugi Wela frá Boston, en þetta sama verk söng hann fyrir allmörgum árum við hátóðJegt tækifæri — er Jaque- line, Lee Bouvier og John Kenne JFramhald á bls. 31 - Æviferill Framh. af bls. 13 Nokkrum dögum eftir að Oswald gekk á fund Bringui- ers, birtist hann á götu í New Orleans og hóf dreifingu spjalda, sem á voru letruð slag orð eins og t.d. „Látið Kúbu í friði", „Lifi Castro", ,^end- um Kúbubúum lyf og mat- væli í stað innrásarmanna." Bringuiers og nokkrir aðrir andstæðingar Castros fengu fregnir af framferði Oswalds og reyndu að stöðva hann. Lögreglan skarst í leikinn og handtók nokkra menn, þar á meðal Bringuiers og Oswald. Voru þeir dæmdir til að greiða 10 dala sekt fyrir ólæti á almannafærL ¦^- Umræður í útvarpi 21. ágúst s.l. tók Oswald þátt í umræðum, sem útvarps stöðin WDSU í New Orleans gekkst fyrir. Sagðist hann vera ritari New Orleans-deildar nefnd- ar, sem gengur undir nafninu „Fair Play for Cuba." Vin- cent Theodore Lee, formaður nefndar þessarar hefur sagt, að engin deild hennar starfi í New Orleans og hann þekki ekki Oswald. í umræðunum í útvarpinu sagðist Oswald vera Marxisti en neitaði því, að hann væri kommúnistL Sagði hann, að mikill munur væri á þessu tvennu. Margir ólíkir flokkar væru byggðir á Marxisma. Oswald sagðL að þriggja ára dvöl i Sovétríkjunum gerði sér kleift að vísa á bug ásökunum um að Kúiba væri kommúnistaríki og nefndin, sem hann starfaði fyrir væri undir stjórn kommúnista. -^ „Hugsjónirnar eru augljósar" Oswald sagði, að „Fair Play for Cuba" berðist fyrst og fremst fyrir því, að stjórn- málasambandi við Kúfou yrði komið á og ferðamenn sendir þangað. „Við viljum reyna að fá Bandaríkjastjórn til þess að koma betur fram við kúbönsku þjóðina og hina nýju stjórn hennar, sagði Os- wald. „Marmið okkar og hug- sjónir eru augljósaf og þær samræmast lýðræðishugsjón- um Bandaríkjamanna." Oswald var spurður hvort hann áliti, að Castro hefði rétt fyrir sér, þegar hann sagðí, að Kennedy forseti væri þorpari og þjófur? „Ég myndi ekki taka undir nákvæmlega þessi orð", svar- aði Oswald. í júní s.l. sótti Oswald um vegabréf og sagðist ætla að fara til útlanda. Hann fékk vegabréfið. Að undanförnu hafa Oswald og kona hans búið í Irving, úthverfi Dallas, og lögreglan í Dallas segir, að þau eigi tvö börn. Móðir Oswalds Marguerite býr mú í Fort Worth. Þegar henni var sagt, að sonur henn ar hefði verið handtekinn, sagði hún: „Ég er mjög hrygg yfir þessu. Hann er góður drengur." — Thor Thors Framh. á bls. 6 fjölda Snæfellinga, sem heimili þeirra Ágústu og Thors stóðu ávallt opið, fyrir alla þá vináttu og rausn, sem við nutum þar. Mér er ljúft og skylt að þakka Thor fyrir öll störf hans, þau ár, sem hann gegndi þingmanns- störfum fyrir Snæfellinga, því vissulega hafði hann ríkan áhuga á að ýta áfram málefnum kjör- dæmisins þau ár, sem hann var þingmaður okkar. Atvikin hög- uðu því á þann veg, að Thor var kallaður til enn meiri starfa fyrir þjóð sína. f því vandasama starfi sem hann hefir gegnt í Banda- ríkjunum í yfir 20 ár hefur hann notið óskipts trausts allra þeirra, sem á aðstoð hans eða fyrir- greiðslu hafa þurft að halda, jafnframt því að hann með per- sónulegu atferli sínu hefir not- ið trausts og virðingar, þar sem hann hefir mætt fyrir hönd fs- lands. Slíkir fulltrúar íslenzka rikisins á erlendum vettvangi eru okkar fámennu þjóð ómetan- legir. Ég óska vini mínum, Thor, konu hans og sonum heilla og farsældar — og endurtek þakk- læti mitt fyrir vináttu alla frá fyrstu kynnum. Sigurður Ágústsson. Thor Thors sendiherra mun verða staddur í New York í dag. Var gert ráð fyrir að hann kæmi til borgarinnar frá Washington í gærkvöldi. En þar hafði hann verið viðstaddur útför John F. Kennedy forseta, sem sérstakur fulltrúi forseta íslands. Heimilis- fang Thor Thors er: Hotel Beverly, at Lexington Avenue and 50th Street, New York, N. Y. U.S.A. — Almanna- tryggingar Framlhald af bls. 32 23. janúar sl. og aftur uim 7,5% frá 23. júná sl., eða launahækkun samtals 12,875% frá 23. júni sL Það verður ekki hjá því komizil að hækka bætuir almannatrygg- inganna til samræmis við al- mennar launahækkanir, svo sem ætíð hefur tíðkazt þegar þær hafa orðið. Lagt er til í 1. gr., að bætumar verði hækkaðar um 15% firá 1. júlí sl., en það lætur nærri að bótaþegar fái þá hlut- fallslega sömu hækkun á árinu eins og almennir launjþegar hljóta. í greininni eru f jölskyldulbætuar undanteknar þessari hækkun. Segja má, að fjölskyldubætuir •hafi lík áhrif og persónufrádrátt- ur, sem veittur er vegna barna við álaginingu tekjuskatts og út- svars. í því samibandi má benda á það, að í Danmörku og Svi- 'þjóð er enginn persónufrádrátt- ur veittur vegna barna, en þess I stað eru veittar jafnháar fjöl- skyldubætur með öllum börnum og eru ekki lagðir skattar á þær. Akvæðin um persónufrádrátt eru nú í athuigun hjá ríkisstjónninni. Með hliðsjón af þvi þykir ekki rétt að hækka upphæð fjöl- skyldubóta að svo stöddu, því síður sem gera má ráð fyrir að persónufrádráttur vei'ði hæJckað- ur allverulega. Nýju lögin um almannatrygg- ingar, nr. 40/1963, koma ekki til framkvæmda fynr en um nk. ára- mót. Verður því að miða hækkun bótanna á þessu ári við ákvæði þau, sem nú gilda, eins og gert er -í fyrri málsgrein. Síðari máls- grein fjallar um hækkuin bótanna frá áraimótum og er í fyrri máls- grein. Síðari málsgrein fjallar um hækfcun bótarma frá áramótum og er þá miðað við lög nr. 40/1963,seim koma í gildi 1. jan- úar 1964. Ef um frekari laumalhækkanir verður að ræða, verður að sjáli- scgðu að enduískoða hœkkun bótanna, þegar þær launahækk- anir hegja fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.