Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAD ÞriSjudagur 26: ílðv. 1963 Sextugur í dag: Thor Thors sendiherra TUTTUGASTA öldin, öld tveggja heimsstyrjalda og takmarka- lausra fórna, er jafníramt öld mikilla framfara og víð- tækrar alþjóðasamvinnu til að draga úr ófriðarhættu, örbirgð og skorti. íslendingar hafa borið gæfu til að taka þátt í þessari samvinnu á mörgum sviðum, ekki sízt hjá Sameinuðu þjóðun- um. En aðalfulltrúi íslands þar frá upphafi, Thor Thors sendi- herra, er sextugur í dag. Thor var strax í æsku afbragð jafnaldra sinna. Á námsárunum komu í ljós óvenju skarpar gáf- ur, harðfengi og dugnaður. All- ur námsferill hans var hinn glæsilegasti. Einkunn Thors á stúdentsprófi var sú hæsta árið 1922. Hann lauk lögfræðiprófi eftir þrjú og hálft ár með bezta vitnisburði, sem þá hafði verið gefinn í lagadeild háskólans. Að loknu námi hér heima „ fór Thor utan og nam hagfræði í Cambridge og París. Thor lét félagsmál í skóla mjðg til sín taka. Kjörinn var hann m.a. forseti Framtíðarinnar, hins gamalfræga málfundafélags Menntaskólans i Reykjavík. For- maður stúdéntaráðs Háskólans var hann á öðru námsári sínu í skólanum. Snemma hóf Thor Thors þátt- töku í stjórnmálum. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykja vík 1931. Markaði hann þá þeg- ar djúp spor í sögu ungra Sjálf- stæðismanna með forgöngu sinni um setningu stefnuskrár Heim- dallar frá því ári. Sýndi hann þá glögglega frjálslyndi sitt og óbil- ugt hugrekki til að marka nýja stefnu og berjast fyrir nýjum hugsjónum. Réttlætiskennd hans kom strax fram í því þegar hann hóf bar- áttu fyrir breytingum á kjör- M dæmaskipuninni með grein í tímaritinu Vöku. — Rakti hann þar með skýrum rökum ágalla hins úrelta skipulags og lagði fram ákveðnar tillögur til þess að tryggja það, að Alþingi væri sem réttust mynd af þjóð- ar viljanum. Sú nýja kjördæma- skipun, sem lögfest var 1959, nokkur stór kjördæmi með hlut- bundnum kosningum, var að meginstéfnu i samræmi við til- lögur Thors tuttugu árum áður. Er þetta mál skýr vitnisburður um framsýni hans. Thor var kosinn þingmaður Snæfellinga 1933 og gegndi þvi starfi tíl 1941, en þá var hann búsettur orðinn í Bandaríkjun- um. f kjördæmi sínu náut hann A trausts, virðingar og vinsælda, svo að af bar. Á Alþingi var hann traustur talsmaður frjálslyndis, framfara og mannréttinda. Beitti hann sér fyrir mörgum framfaramálum kjðrdæmis síns og m.a.var hann einn af aðalhvatamönnum þess að sett var 1938 vinnulöggjöf á fs- landi, en það mál hafði hann kynnt sér ofan í kjölinn og flutt frumvörp um það. f byrjun síðari heimsstyrjaldar urðu fslendingar með skyndingu að takast á hendur stjórn utan- ríkismála sinna. Það var þá gæfa íslands að eiga völ úrvalsmanna eins og Thor Thors, sem leystu með prýði erfið verkefni. Hann var aðalræðismaður íslendinga í New York í byrjun stríðsins og síðar sendiherra í Washington. Auk starfa sem sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum í 22 ár, hefir Thor gegnt sendiherrastörf- um í mörgum öðrum löndum vestan hafs. Hann hefur verið fulltrúi landsins á fjölmörgum alþjóðaráðstefnum. Frá því að ísland gerðist aðili að samtökum Sameinuðu þjóðanna, hefur hann verið aðalfulltrúi landsins þar og formaður sendinefnda ís- lands á Allsherjarþinginu. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna hefur Thor notið margvís- legs trúnaðar. Hann var fram- sögumaður stjórnmálanefndar- innar árin 1950—1953 og formað- ur hinnar pólitísku nefndar 1954, form. kjörbréfanefndar árin 1958 og 1961 og einn af varaforset- um Allsherjarþingsins á síðast- liðnu hausti. Starf Sameinuðu þjóðanna hefir átt huga Thors einlægan, því að hugsjónir þeirra eru hon- um hjartfólgnar, hugsjónir um frið, jafnrétti og frelsi manna og þjóða og útrýmingu hungurs og sjúkdóma meðal vanþróaðra og þjakaðra þjóða. Þegar Thor flytur ræður, hvort sem - er í ræðustóli Sameinuðu þjóðanna, á Alþingi eða öðrum mannfundum, fer það ekki milli mála, að þar er mikill ræðumað- ur á ferð, rökfastur, málsnjall, sterkur. Og um það getur enginn efast, að hugur fylgir máli. Róm- urinn karlmannlegur, rökin skýr, málið fagurt og sannfæringin býr að baki. Auk mikilvægra og árang- ursríkra starfa fyrir íslenzka rík- ið er alkunnug hjálpfýsi og greið vikni Thors sendherra við alla þá sem til hans leita. Sú að- stoð, sem hann hefur um árin veitt mönnum og málefnum, verður seint metin til fulls. En höfðingsskapur, greiðasemi og gestrisni eru sterkir þættir í fari hans. Thor er kvæntur glæsilegri og góðri konu, Ágústu Ingólfsdóttur héraðslæknis Gíslasonar. Þau eignuðust þrjú mannvænleg og myndarleg börn, tvo syni, þá Ing- ólf og Thor, sem báðir eru bú- settir vestra, og Margréti, sem þau misstu fyrir nokkrum árum á bezta aldri og var öllum harm- dauði. Hugheilar heillaóskir fljúga yfir hafið til Ágústu og Thors á þessum merkisdegi. Minningar um trausta vináttu og drengskap ber þar ofar öllu. Gunnar Thorodðsen Afmæliskveðja Á sextugsafmæli vinar míns, Thor Thors sendiherra í Was- hington, vil ég fyrir hönd okkar Snæfellinga þakka honum mikil og góð störf hans, sem þingmanns Snæfellinga á árunum 1933 til 1941. Kynni Snæfellinga af Thor voru með miklum ágætum, á meðan hann dvaldi hérlendis. Á námsárunum dvaldi hann oft á sumrin í Bjarnarhöfn í Helga- fellssveit og kynntist þá mörg- um Snæfellingum — og þau kynni urðu þó enn nánari, eftir að hann var kosinn þingmaður okkar gamla kjördæmis. Það er ekki að undra, þó Thor yrði vel Thor Thors. til vina. Hið ánægjulega heimili hans hér í höfuðstaðnum, glæsi- leg eiginkona og börn, var yndi allra vina og gesta þeirra hjóna að sækja heim. Þakka ég þeim hjónum fyrir hönd konu minnar og mín — og raunar einnig fyrir Framh. á bls. 20 Steindór Björnsson frá Gröf skrifar: 12. sept. 1963. „Velvakandi góður! Vilt þú ekki gera svo vel að birta eftirfarandi fyrir mig? Ég geri ráð fyrir að hvergi komi það að betra gagni held- ur en hjá þér, því svo virðist sem flest allir, sem líta í blað- ið lesi einmitt greinar þær og bréf, er þú birtir. Með fyrirfram þökk. Ég var alveg núna að gá að~ kvæði í „Ljóðmæli eftir Stein- grím Thorsteinsson". Annað eintakið, sem ég á af ljóðum Steingríms og tók nú fram, er önnur útgáfa, prent- að í Kaupmannahöfn 1893 á kóstnað Gyldendals bókaverzl- unar. Bók þessi er í gráu, vél- gerðu bandi, eins og gerðust þá og gerðist enn töluvert fram yfir síðustu aldamót; gyllað á fram-hlið. Er ég nú lokaði bókinni og ætlaði að láta hana aftur upp í skápinn varð mér í fyrsta sinni litið aftan á hana, og sé þá að neðan til á afturspjaldið er sett með bókbindara-gyll- ingu (sem farið er mjög að dofna ásamt bletta-skemmdum er kápan hefur orðið fyrir): Til Hrefnu frá töntu. Bók þessa hef ég keypt — og skrifað það á hana — í ein- hverri fornbókasölu 26. nóv. 1958. Og sama dag keypt líka eitt eintak af fjórðu útgáfu (Sigurðar Kristjánssonar, Rvk. 1925) — óbundið — einnig í fornbókasölu. Líklegt þykir mér að ég hafi rekizt á annarrar útgáfu ein- takið seinna en hitt óg (þar sem ég í þetta sinni hef haft „aura-ráð", þá keypt það af tryggð). Því að fyrir mörgum áratugum átti ég eintak af þessari úgáfu í sams konar bandi, en bláleitt — að mig minnir. — Sú bók hvarf mér, eins og margar fleiri og sá ég mikið eftir henni. Nú ef Hrefna sú, er átti frá töntu bók þá, sem nú hefur lent hjá mér, sér þessa frá- sögn mína og hefur hug á að endur-heimta bókina, þá bið ég hana að tala við mig (sími 13687). • Þar sem ég hef hér fengið tilefnið að nefna bókamissi við að lána þær, nota ég það til að geta þess að ég hef (á löngu árabili) tapað t.d. 3 eintökum af ljóðabókinni: „Kvistir" eftir Sigurð Júl. Jóhannesson, er bróðir hans Jóhannes gaf út hér í Rvk. um, 1910. Síðasta eintakið, í rauðu bindi, léði ég í vetur, er leið og líklega um leið aðra ófáanlega ljóða- bók. Báðar rækilega merktar. Bezt gæti ég trúað að ég hafi — í öllum tilfellunum — boð- ið unglingum að fá bækurnar og lesa þær. En svo hafði hlut- aðeigendur gleymt því lengi að skila bókunum og loks ekki komið sér til þess. Á þennan hátt hef ég tapað fleiri bókum og ýmsu fleiru dýrmætu. Þannig man ég að fyrir ná- lægt 11-12 árum fékk ég í hendur ágætri telpu sem ég treysi vel, — hún þá líklega um 15 ára gömul — gott safn er ég átti af barna-leikritum og bað hana að lesa þau yfir og reyna svo að fá einhverja fé- laga okkar (ég taldi hana vel til foringja fallna) til að leika það, er hún veldi. — Mig minn ir að telpan héti Sigríður Erna. Þegar ég svo löngu síðar rakst á, að safnið var ekki á sínum stað, þá var ég búinn að týna telpunni og heimilis- fangi hennar. • Mikið gerði sérhver sá vel, er gæti komið svona týndum eignum mínum eða annarra til skila. Ég fyrir mitt leyti skyldl þakka það afar vel og greiða fyrir það eftir beztu getu. Geri fastlega ráð fyrir að aðrir mundu gera það sama. Skila-gleymskuna, — ekkl sízt þar sem börn og unglingar eiga í hlut — fyrirgef ég; hún er svo blátt áfram mannleg þótt ekki komi hún vel við þá, sem fyrir missinum verða. Reykjavík 12. sept. 1963. Steindór Björnsson frá Gröf". SOZ¥ 'VS^ ppph i v-^./'N ©PIB COPÍHHAGí" 5*V«»»- Vv« i^' ÞUBRHIOBUR ERL GNDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgótu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.