Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 32
253. tbl. — Þriðjudagur 26. nóvember 1963 5GÖGM [SílySTERKo^ ¦h 1,1 >¦ STÍ LH R E*rví Eldgosið rykkjótt Eyjcin yfir 100 m. á hæð ELDGOSIB við Vestmannaeyjar er nú orðið rykkjóttara, farið að draga niður í þvi á köflojn, en svo tekur það sig á og heldur aftur fullum krafti, að því er Sigurður Þ^TÍnsson, jarðfræð- ingur t'' 1. síðdegis í gær, en <a heiur verið á varðskipi við nýju eyjuna siðan á Iaugar- dagsmorgun. Eyjan hækkar stöð ugt, var í gærmorgun orðin 100 m. á hæð. Hún lengist Htið, var 900 m. á lengd síðast þegar hún var mæld, en er nú að verða kringlótt. Tók í fyrsta skipti alveg af henni mökkinn á föstu- dag í ljósaskiptunum, svo hún sást vel öll. Sjá frétt á bls. 2. Svolítið rif er komið upp úr í gígopinu að norðanverðu og kemst því minni sjór inn í gíg- inn, en nokkurt samt. Er eins og meiri aska í gosinu síðan, að sögn Sigurðar, og hellist hún öðru hverju yfir alla eyjuna. Er %ins og mekkirnir sem velta þannig yfir eyjuna, falli lengra út, og sagði Sigurður að það væri óðs manns æði að fara mjög nærri núna. Sigurður sagði að gosið vaeri í heild ekki eins kröfugt nú, eins og það hefði verið síðast í ljósa- skiptunum á laugardag, en þó góðir kippir í því. Eru miklar eldingar og glóð í því á nótt- unni. T. d. var gosið glóandi niður í gegn í hriðjunum aðfara nótt sunnudags. í>á var hálft tungl, stjörnubjart og ákaflega fagurt. Brezkir jarðfræðingar eru nú komnir hingað til að fylgjast með gosinu. Hafa tvek þeirra verið úti á varðskipinu, en þeir hafa undanfarin ár stundað rann sóknir á Jan Mayen. Sá þriðji er dr. Georg Walker, sem í mörg ár hefur stundað rannsóknir á Austfjarðablágrýtinu og komið hingað á sumrin í þeim tilgangi. Frá Vestmannaeyjum berast þær fréttir, að fiskimenn hafi verið að línuveiðum nálægt gos- staðnum á laugardag og fengið ágætan afla. Og einnig að bátar fari nú ekki mjög nærri nýju eyjunni, hafi einn ekki komizt nær en i 800 m. fjarlægð og horfið þá frá. ÞESSI EINSTÆÐA MYND var tekin fyrir framan fangelsi ð í Dallas rétt þegar Jack Ruby skaut Lee H. Oswald til bana. Myndina tók Ijósmyndari AP í Dallas, og var hún, ásamt forsíðumyndunum .veimur símsend blaðinu í gær. Almannatryggingar hækka um 15% Stjórnarfrumvarp lagt fram í gær RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um hækkun á bótum almanna- trygginganna frá og með 1. júlí sl. Nemur hækkunin 15%, en það lætur nærri því að vera sama hækkun og launþegar hafa feng- ið á þessu ári. Fjölskyldubætur eru þó undanþcgnar þessari i hækkun, en ákvæði um persónu- I f rádrátt eru nú í endurskoðun Sáralítil síld- veiði $/. viku SÁRALÍTIL síldveiði var sl. viku vegna stöðugra ógæfta og nam vikuaflinn aðeins 11.283 upp mæliium tunnum. Heildarmagn á land komið frá vertíðarbyrjun 11. október til laugardagsins 23. nóvember var 190.843 uppm. tunnur. Aðalveiðisvæðið var sem fyrr svo að segja eingöngu í Jökul- djúpi. Aflahæsti báturinn er Hrafn Sveinbjarnarson II frá Grinda- vík með 7.921 uppmældar tunn- ur. Aflahæstu veiðistöðvar eru þessar (aflinn mældur í upp- mældum tunnum): Reykjavík 64.741. Keflavík 36.041. Akraness 27.786. Ólafsvík 13.701. Sandgerði 13.625. Grinda- vik 10.215. 107 skip hafa tilkynnt afla, og af þeim hafa 62 aflað 1.000 tunnur eða meira, en vegna sára- litilla breytinga á aflamagni hvers báts frá síðustu skýrslu, verður skrá yfir þá ekki birt að sinni. (Frá Fiskifélagi íslands). Sáttafundir í kvöld SÁTTAFUNDir verða haldnir í kvöld með verkafólki og iðn- verkafólki. Hefst sá fyrri kl. hálf níu, en sá seinni kl. níu. hjá ríkisstjórinni, og má gera ráð fyrir, að persónufrádrátturinn verði hækkaður allveruleja. — Aætluð útgjaldaaukning almanna trygginga á tímabilinu 1. júlí 1963 til 31. des. 1964 vegna þess- ara bótahækkana er um 97 millj. kr. Ákvæði er, að bótahækkunin fyrir þetta ár, verði greidd til hvers bótaþega í einu lagi fyrir árslok 1963. í athugasemduim með frum- varpinu segir m. a.: Svo sem kunnugt er hafa ocrðið almennar launaihsakkanir í land- inu á yfirstandandi ári. Almenn verkalaun hækkuðu uim 5% frá Framh. á bls. 20 Connally á bctovegi Dallas, Texas, 25. nóv. (NTB) JOHN Connally, ríkisstjóri í Texas, sem særðist alvarlega á föstudag þegar Kennedy forseti var myrtur, er nú á batavegi og úr lífshættu. Var tilkynnt í sjúkrahúsinu að ríkisstjórinn hafi farið snöggv ast á fætur í dag og væri að endurheimta líkamsþrótt sinn. — Utanríkisráðherra hittir Johnson forseta og Jacqueline Kennedy rRÉTTARITARI MORGUNBLAÐSINS í Washington hitti Guðmund í. Gu^munJsson, utanríkisráðherra, sem snöggv- ast að máli kl. rúnilega 6 (í gær), en þá var hann að fara eftir nonkiar minútur til New York. Utanríkisráðherra skýrði fréttamDnninum frá því, að hann hefði farið í mótöku til Johnsons utanríkisráðuneytinu eftir útför Kennedys, en áður hafði hann heilsað upp á Jacqueline Kennedy í Hvíta húsinu. Flut.i hann þeim samúðarkveðjur frá forseta ís- lands og ísle^zku þjóðinni ráðherra sérstaklega að hann skyldi fara í þessa löngu ferð fyrirvaralaust til að taka þátt í sorg bandarísku þjóðarinnar vegna fráfalls Kennedys. Guðmundur í. Guðmundsson fór til Arlingtonkiar'kjugarðar og var viðstaddur sjálfa greftr- unina, en þaðan íót hann strax Utanríkisráðherra sagði, að Johnson hefði minnzt á heim- sókn sína til íslands og sagt, að hún hefði verið mjög ánægju- leg. Síðan bætti hinn nýi forseti Bandaríkjanna því við, að hann hefði myndir af íslandsheimsókn inni á veggjum í skrifstofu sinni. Hann þakkaði utanríkis- á eftir í Hvíta húsið, þar sem hann heilsaði upp á frú Kennedy og bar henni samúðarkveðjur ísleníiku þjóðarinnar. Hann sagði um frúna, að furðulegt hefði verið hvað hún hefði borið sig vel í þeim mikla harmi, sem hún, börn hennar og fjölskylda hefðu orðið fyrir. í Hvíta húsinu hitti utanríkis- ráðherra ráðamenn frá Norður« löndum og talaði stuttlega við þá, ennfremur ræddi hann við de Gauile og skiptust þeir á kveðjum. Að lokum sagði utanríkisráð- herra, að útför Kennedys og at- burðirnir í Washington í gær mundu verða sér og öllum þeim, sem voru viðstaddir, ógleyman- legir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.