Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 26. nóv. 1963 MORCUNBLADID 17 Thorolf Smith: ÞEGAR LINCOLN VAR MYRTUR HINN skelfilegi atburður síð- astliðinn föstudag, er John F. Kennedy Bandaríkjaforseti féll fyrir morðkúlu, leiðir hug ann ósjálfrátt að öðrum vá- legum atburði, þegar sá mað- ur, er ástsælastur hefur verið forseti þar í landi, Abraham Lincoln, var skotinn til bana örlagaþrunginö aprildag árið 1865. Vera má að of snemmt sé að fullyrða neitt um það, hvort svipuð öfl hafi nú verið að verki og þá, þótt ekki geti maður varizt þeirri tilhugsun. Skotið, sem banaði hinum mikilhæfa drengskaparmanni á föstudag, þeim manni sem traustastan stóð vörð um mannhelgi og lýðréttindi, berg málaði um allan heim og snart viðkvæman streng í brjóstum manna um gjörvalla heims- byggðina. Allsstaðar fundu minni menn en Abraham Lin- coln, en eðlislæg þrautseigja hans og þolinmæði, staðfesta og æðruleysi höfðu veitt hon- um styrk til að axla hina ægi- þungu byrði. En nú var styrj- öldin á enda kljáð. Þrátt fyrir ótrúlega hreysti og þrek Suð- urrikjamanna og herstjórnar- snilld Lees hins óviðjafnan- lega, hlutu Norðurríkin að sigra, og segja má með sanni að fórnir Lees og manna hans hefðu mátt þjóna betri mál- stað og göfugri tilgangi. Því að, þegar allt kom til alls, var styrjöldin háð um það, hvort það skyldi áfram lögfest í landinu að blökkumenn gætu gengið kaupum og sölum eins og búpeningur og dauðir hlut- ir. Lincoln hafði alla tíð hatað þrælahald. f augum hans var það viðbjóðslegt og niðurlægj Jolin Wilkes Booth stökk niður á sviðið úr stúkunni t. h. eftir að hann framdi ódæðið. Myndin er eftir samtíma teikningu. menn, að ekki aðeins höfðu Bandaríkjamenn misst sinn æðsta valdamann og að þjóð hans tregaði glæstasta for- ustumanninn, heldur var það líkast því sem öll hefðum vér misst góðan vin, — og þess- vegna er harmur Bandaríkja- manna í dag einnig harmur vor. Sömu tilfinningar vöktu fregnirnar um morðið á Abra- ham Lincoln, hinum mikla velgjörðarmanni, þessum hóg- væra en djúpvitra manna- sætti, þótt helfregnin þá hafi ekki borizt með leifturhraða nútímans. • Til er mynd af Abraham Lincoln, tekin snemma í apríl 1865. Hún sýnir enn sem fyrr hinn raunalega Lincoln, hinn örþreytta, áhyggjum hlaðna forseta. Rúnir ótal vökunátta hinnar þyngstu ábyrgðar og sálarstríðs eru ristar í þetta ófríða en þó milda og góð- mannlega andlit. En það er sem bros líði um hrjúft and- litið, þreytulegt og milt, en allt um það bros. Það er bros þess manns, sem veit að eftir fárviðrið hefur storminum slotað og skipið er komið í höfn. Þannig er síðasta mynd- in, sem tekin var af Abraham Lincoln. Á herðum Abrahams Lin- coln hafði hvílt meiri ábyrgð en á nokkrum öðrum Banda- ríkjaforseta. Með vissum hætti hafði kjör hans í þetta æðsta embætti þjóðarinnar kveikt það bál, sem logað hafði í landinu í fjögur ár og tortímt á sjöunda hundrað þúsunda æskumanna hins unga lýð- veldis. Þessi fjögur ár hefðu ugglaust brotið niður þrek- andi. En þegar Ijóst var að það yrði ekki afnumið nema með borgarastyrjöld, svo ægi- leg, sem bræðravíg eru, þá hvikaði Lincoln ekki frá sann- færingu sinni. En um leið var hugsjónin um sambandsríkið honum heilagt mál, og hann gat heldur ekki látið neinn eða neitt verða til að kljúfa það ríki, — sambandsríkið „The Union" skyldi varðveitt hvað sem það kynni að kosta, jafnvel líf hans sjálfs, ef svo yrði að vera. Abraham Lincoln og John F. Kennedy eiga sammerkt í fleiru en píslarvættisdauðan- um. Þeir höfðu báðir það æðruleysi og þá stefnufestu til að bera, sem hefur mikilmenn ið yfir meðalmennskuna, þor og þrek til að taka á sig á- byrgð og fylgja fram málum, sem hlutu að vekja ágreining og deilur, jafnvel valda styrj- öld. • Föstudagur, 14. apríl 1865, rann upp í Washington, úr- svalur og hráslagalegur. Um nóttina hafði verið stjörnu- bjart, en með morgninum hrönnuðust grá rigningarský á himni. Þetta var föstudagur- inn langi, hinn heilagi dagur, er frelsarinn lét líf sitt á kross inum á Golgata. Svo mikil er helgin, sem hvílir yfir minn- ingu Lincolns, að síðarmeir töldu menn það táknrænt eða jafnvel sjálfsagt, að hann skyldi hljóta ólífisundina á þessum raunalegasta degi kri«tninnar. Þennan morgun var ekkert sem benti til þess válega at- burðar, sem gerast átti að kvöldi þessa dags. Enginn renndi grun í að riddarinn á hinum bleika jó mundi senn birtast Abraham Lincoln. Fjöl skyldan sat að morgunverðar- borði í Hvíta húsinu. Að þessu sinni voru þau fjögur við borð ið, Mary Lincoln, sat and- spænis bónda sinum við borð- ið, og auk þeirra voru þar syn ir þeirra tveir, Robert, sem var eldri, og Tad. Mary Lin- coln lék á als oddi þennan morgun. Hún hlakkaði til að fara í stutta ökuferð með manni sínum síðar um daginn um höfuðborgina, sem enn var í hátíðarskapi eftir upp- gjöf Lees og manna hans nokkrum dögum áður, á pálma sunnudag. Um kvöldið hafði hún helzt hugsað sér að fara í leikhús (en þar í landi voru leikhús ekki lokuð þennan dag). Mary Lincoln hafði heyrt, að í Ford-leikhúsinu við 10. götu væri sýndur gam- Abraham Lincoln. anleikurinn „Frændinn frá Ameríku" eftir Tom nokkurn Taylor. Ekki spillti það að ein vinsælasta leikkona höfuð- borgarinnar, Laura Keene, fór með eitt aðalhlutverkið. Lin- coln átti það til að fara í leik- hús til þess að létta af sér á- hyggjum og gleyma sér svo- litla stund, eins og hann orð- aði það sjálfur. Raunar hafði það vitnazt daginn áður, að forsetafrúin hefði látið vitja aðgöngumiða að þessari sýn- ingu og fregn um það birzt í dagblöðunum. Lincoln hafði margt að spjalla við Robert son sinn við matborðið, því þeir höfðu ekki sézt um skeið, þar sem Robert var höfuðs* maður í herráði Grants hers- höfðingja, en var nú í orlofi. Samræðurnar voru léttar og liprar, og það var sem áhyggj- urnar hefðu verið stroknar af Thorolf Smith á þrepuni Ford-lelkhússins í Washington. andliti Lincolns þessa stund- ina, styrjöldin var á enda, og við blastj viðreisnarstarfið sem hann var tekinn að hug- leiða. • En um svipað leyti og þetta gerðist, vatt John Wilkes Booth sér fram úr rúminu í herbergi sínu í Nationalgisti- húsinu. Booth var 26 ára að aldri, þrjátíu árum yngri, en maðurinn, sem hann hafði ein- sett sér að ráða af dögum. Booth var leikari og glæsi- menni, hann hafði getið sér gott orð á leiksviðinu, þótt ekki kæmist hann til jafns við Edwin bróður sinn, frægasta Shakespeareleikara sinnar tíðar. Hann var fölur yfirlit- um, augun dreymin undir kol svörtum brúnum. Hann þvoði sér vandlega um andlit og hendur og bar ilmvatn í hár sitt og svart, vel snyrt yfir- skeggið. En bak við dreymin augu hans duldust hin myrku svið sálar hans, þar loguðu hamslausir, eyðandi eldar hat- urs og ofstækis. Geðveikin, arfurinn frá föðurnum Juniusi Booth, hinum háskalega snill- ingi leiksviðsins, brann í æð- um hans, falinn undir þægi- legu viðmóti og fágaðri fram- komu. Ein hugsun sótti á hann og lét hann aldrei í friði: Abraham Lincoln var maður- inn, sem nú var að leggja Suðurríkin í rúst. Hann hat- aði Lincoln því hatri, sem á sér engin takmörk, skynlausu, djúpu hatri. Booth hafði lengi ráðgert að vinna það verk, sem eitt gæti afstýrt hruni Suðurríkjanna og rétt við þann málstað, sem hann taldi helgan: Að ræna Abraham Lincoln og færa hann í böndum til Suðurríkj- anna, eða ráða hann af dög- um. En engin samráð hafði hann haft um þetta við valda- menn Suðurríkjanna, þetta var hans eigin hugmynd, hans eigið hugarfóstur. í hatri sínu skildi Booth ekki að dagar þrælaríkjanna voru taldir, og Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.