Morgunblaðið - 04.12.1963, Page 6

Morgunblaðið - 04.12.1963, Page 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. des. 1963 IMútíma loftför nútíma flugvalla Jón R. Steindórsson, flugstjóri: ALLT útíit er nú fyrir að til leiks loka dragi í umræðum um flug- vallarmálið svonefnda, og endan- leg ákvörðun tekin, um framtíð aðal millilandaflugvallar íslenzku þjóðarinnar. f>ett'a er það mikið stórmál, og flug það snar þáttur í atvinnu vegum þjóðarinnar að hverjum þeim , sem að flugmálum vinnur ætti að renna blóðið til skyld- unnar og láta hug sinn í ljós. Þegar átt er við nútíma loft- för er jafnan átt við ÞOTUR og svo er í þetta skipti. Hver og einn, sem eitthvað hugsar um flugmálin almennt getur auðvitað sagt sér sjálfur fyrirsögnina, en nokkrir bæta þá einnig við um leið og nefna Keflavíkurflugvöll í þessu sam- bandi, sem lausn málanna og er nú komið að merg málsins. Við staðsetningu flugvalla fara ætíð saman athuganir á hag- stæðu veðurfari með hliðsjón til aðflugs og fráflugs og annarra staðhátta, t.d. fjarlægðar frá nær liggjandi borgum og bæjum. Því fyrrnefnda um ágæti veð- urfars á Keflavíkurflugvelli er ekki til að dreifa, og það síðar- nefnda bendir okkur á þann vanda sem víða er upp kominn að ferðir til og frá flugvelli taki lengri tíma en flugferðin sjálf. Um þetta er búið að fjölyrða svo undanfarið og öllum kunnara en frá þurfi að segja og fáar þær raddir sem mæla með Keflavík- urflugvelli sem aðalflugvelli ís- lendinga. Það má því afskrifa hann strax sem slíkan, á þeim grund- velli að hinn tæknilegi flugrekst- ur yrði óhagkvæmur vegna fjölda tilfella, sem hætta yrði við lendingu veðursins vegna og mundi það rýra fjárhagslega af- komu hverrar ferðar um ca 45.000.00 kr. pr. flugtíma floginn til varaflugvallar að viðbættum uppihaldskostnaði t. d. 80 far- þega, miðað við þotu af „Cara- velle“-gerð. Auk þess snýst málið um flug- völl, sem þjóna á bæði flugi ut- anlands sem innan og deginum ljósara að það gæti Keflavíkur- flugvöllur aldrei gert. Þá er að leita áfram. Talað er um endurbyggingu Reykjavíkur- flugvallar. Hann hefir að vísu upp á betri veðurskilyrði að bjóða en mun hærra blindað- flugslágmark en hinn fyrrnefndi og leggðist því að jöfnu við Kefla víkurflugvöll enda þótt hin full- komnustu blindlendingartæki væru sett upp. Það mundi að mínu hyggju- viti aldrei lækka núgildandi lág- marksflughæð svo neinu næmi, ef stuðst er við þær reglur sem I.C.A.O. setur. Takmörkunin yrði í blindað- flugi til suðurs vegna ákveðinna húsa í mið- og vesturbænum, svo og í fráflugi (missed approach) til austurs, má þar tilnefna Öskju hlíðina og Borgarspítalann nýja. Hér er átt við aðflug niður i að minnsta kosti 200 feta hæð, sem nútíðar- og framtíðarflug- völlur verður að geta boðið upp á. Og hversu mikið sem Suður — Norður flugbraut væri lengd yrði ekki betur af komizt í út- sýnningsveðrum á vetrum, venju legast hvössum hríðaréljum, sem gjarnan ' fylgir hálka og hafa flugvélar oft þurft frá að hverfa þegar vindur stendur það þvert á braut. Margt fleira má finna þessum tveim flugvöllum til foráttu svo þeir standist ekki kröfur .nútíma flugreksturs og því síður fram- tíðar. Enn skal því haldið áfram leit- inni. Færustu erlendu sérfræð- ingar voru tilkvaddir og beðnir að gera athuganir (nákvæmar) á flugvallarstaðsetningu sem fram- tíðarlausn. Maður hélt í einfeldni sinni að síðan yrði svo hafizt handa um undirbúning að byggingarfram- kvæmdum hins nýja flugvallar, sem talinn var bezt settur á Álftanesi. En enn stöndum við í sömu sporum, og þó verr því tími hef- ir tapazt og við dregizt aftur úr þar, sem flugfélögin geta ekki I óvissunni sem ríkir, gert sínar framtíðaráætlanir. Deilan virðist nú standa um það, hvort nýr flugvöllur myndi kosta svo og svo mörgum milljón- um króna meira eða minna en endurbyggður Reykjavíkurflug- • Skorað á skáta Fyrir nokkru birtist hér i dálkum Velvakanda uppástunga frá ÆK um að gleðja grænlenzk börn á jólunum, með því að senda þeim jólagjafir héðan, þó ekki væru nema gömul leik- föng. Undir þessa tillögu hefur þegar verið tekið á þessum vett vangi, og nú kemur hér annað bréf um málið: „Kæri Velvakandi. Skírskota til hinnar ágætu uppástungu „ÆK“ í blaðinu þ. 19. þ. m. Tel ég, að skátafélögin væru réttir aðilar til að koma þessu í framkvæmd. Að mér nú detta skátarnir í hug, stafar af því, að ég fyrir rúmum 40 árum var skáti í Kaupmannahöfn; ég starfaði í 4. Vesterbro Trop. Við söfnuð- um notuðum leikföngum, gerð- um þau upp og voru þau send grænlenzkum börnum sem jóla- gjafir. Hvort dönsku skátarnir starfa að þessu nú, veit ég ekki. Ef til vill vita okkar skátar það. Ef svo er, gæti komið til mála að hugsa til fleiri barna en þeirra grænlenzku. Uppástunga „ÆK“ er alla- vega góð. C:D:T“ krefjast Jón R. Steindórsson völlur. Um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar virðist mér sem flugmanni, ekki vera að ræða, heldur hið ákjósanlega Áíftanes, þar sem veðurfari er ekki verr farið en í Reykjavík. Völlurinn yrði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar og það mesta, sem máli skiptir: Völlurixm yrði hindranalaus og það vill segja (obstacle clear- ance limit) að lágmarks skýja- hæð mætti fara niður í allt að 150 fet í aðflugi og teljandi þau skipti sem yfirfljúga þyrfti til vara- flugvallar. Hverju því flugfélagi sem nú- tíma flugrekstur stundar hlýtur að vera það ómetanleg stoð að • Vandinn leystur; jólagjafir handa grænlenzkum börnum Eftir að bréfið hér að ofan hafði verið sett, fékk Velvak- andi upplýsingar um samtök, sem hafa tekið að sér að hrinda hugmynd ÆK í framkvæmd. Hjúkrunarkvennafélag íslands hefur ákveðið að safna jóla- gjöfum handa grænlenzkum börnum, og er þegar farið að taka á móti þeim í Herkastalan- um, en Hjálpræðisherinn veitir þessu máli lið. Gjafirnar eiga ekki að koma í umbúðum, en æskilegt er, að pappír fylgi. Þriðjudaginn 10. des. verður far ið að pakka gjöfunum inn, en þriðjudaginn 17. des. er sein- asta flugferð til Grænlands. Flugfélag íslands hefur tekið að sér að flytja gjafirnar ókeypis, og verður þeim kastað niður á ýmsum stöðum í samráði við danska sendiráðið. Velvakandi skorar á fólk að veita þessu máli lið. Græn- lenzku börnin eru fremur fá- tæk á okkar mælikvarða, og myndu vafalaust gleðjast við að hafa starfsaðstöðu á flugvelli sem getur boðið upp á það bezta í öryggi og afkomu. Jafnframt þyrfti áð bæta Ak- ureyrarflugvöll svo, að hann gæti gegnt hlutverki varaflug- vallar framtíðarflugvéla. Það er því bjargföst skoðun mín, og veit ég að ég mæli fyrir munn fjölda flugmanna, að lausnin gæti eflaust orðið sú, að byggja hinn nýja Álftanesflug- 75 ÁRA afmælis Hvalsnesskirkju var minnzt með hátíðaguðsþjón- ustu hinn 20. október. Sóknarpresturinn, séra Guð- mundur Guðmundsson að Útskál- um, predikaði og þjónaði fyrir altari fyrir prédikun. Að ræðu hans lokimni, flutti herra biskup- inn, Sigurbjörn Einarsson, ræðu og minntist kirkjunnar. Gat hann þess, hvert afrek það hefði verið af einum manni að hrinda í fram- kvæmd byggingu slíks húss fyrir 75 árum. Sagði hann m. a., að Hvalsnesskirkja væri í raun og veru hin fyrsta varanlega Hall- grímskirkja. Að ræðu biskups lokinni, annaðist hann altaris- þjónustu ásamt prófasti Kjalar- nessþimgs, sr. Garðari Þcu-steins- syni. Kirkjukór Hvalsnesskirkju sömg undir stjóm Páls Kr. Páls- sonar, sem annaðist söngstjóm i forföllum Magnúsar Pálssomar, organista kirkjumnar. A guðsþjóíiustu lokinni var samsæti í félagsheimilinu í Sand- gerði. Skiptist þar á ræðuhöld og söngur. Guðmundur Guð- mundsson, formaður sóknamefnd ar, setti samkomuna. Safnaðar- fulltrúi flutti erindi og rakti nokkuð sögu Hvalsmesskirkju frá árinu 1800 til þessa dags. Margir fá leikföng „úr útlandinu". Á styrjaldarárunum síðari fengu íslenzk börn oft jólagjafir frá bandariskum börnum, sem „gerðu mikla lukku“ hér, eins og mörgum mun minnistætt. • Skorað á Velvakanda Velvakanda berast enn nýj- ar tillögur um nafn á nýju eyna, sem mun nú vera farin að eyð- ast. Líklega halda tillögurnar áfram að berast, eftir að eyin er sokkin að eilífu í svartan mar. Velvakandi vill minna á, að Dagbókin hér í Morgunblað- inu er með samkeppni um nafn á nýju eyna, og skyldu menn því beina nafrigiftum sínum til hennar, en ekki Velvakanda. Dagbókarstjóri hefur sett frest- inn til að skila nöfnum til 7. des.; e.t.v. býst hann ekki við að eyin standi lengur. — Hvað um það, hér birtir Velvakandi seinustu tillöguna, sem hann fékk, áður en Dagbók efndi til samkeppninnar, og vísar henni þangað: „Því ekki Leifsey? Þeir, sem fyrstir urðu varir við gosið, voru skipverjar á vb Isleifi, og fyrsti maðurinn, sem sá eyna, var Þorleifur Einarsson, jarð- fræðingur“, —------------------------—• völl í áföngum, þannig að tveggja flugbrauta kerfi yrði komið upp með fullkomnustu blindlending- artækjum og lýsingu, síðan önn- ur mannvirki koll af kolli og á meðan má nota ýmislegt á gamla flugvellinum til viðhalds og við- gerða á flugflotanum, meðan hann væri að syngja sitt allra síðasta og verða svo minningin ein um að þar hafi eitt sinn ver- ið flugvöllur fyrri tíma. fleiiri tóku til rnáls, ög að síðustu talaði herra biskupinn. Hófinu lauk svo með því, að Karlakór Miðnesinga, undir stjórn Guð- mundar Nordals, flútti ásamt sóknarprestinum kafla úr forn- um tíðasöng. Margar og góðar gjafir bárust kirkjumni af þessu tilefni, og skulu hér nefndar þessar: For- kxmnarfagurt altarisklæði, gefið af hjónunum Steinunni Magnús- dóttur og Skúla Halldórssyni, Bakkastíg 1 í Reykjavík, til minn ingar um fósturmóður Steinunn- ar, frú Guðrúnu Hákonardóttur frá Nýlendsu við Hvalsnes. 10.000 króna gjöf barst frá barnaböm- um Ketils Ketilssonar frá Kot- vogi í Höfnum, en hann lét reisa kirkjuna. Skal gjöf þessari varið til búnaðar kirkjunni. 10.000 kr. gjöf barst frá systkinunum frá Ákrahóli í Miðneshreppi til minn ingar um foreldra þeirra og 5.000 krónur frá hjónunum á Bala til minningar um dóttur þeirra. Þess ar tvær gjafir vom gefnar í org- elsjóð kirkjunnar. Ennfremur bár ust kirkjunni 75 sálmabækur með ágylltu nafni kirkjunnar frá sóknamefnd Útskálasóknar. — Margar fleiri gjafir bárust, og vill sókarnefndin færa öllum gef- endum sínar beztu þakkir. Ótal mörg bréf hafa Velvak- anda borizt um þetta gos, sem hann gat ekki birt vegna rúm- leysis, nafnleysis bréfritara og af fleiri ástæðum. Hér birtist seinasta bréfið um það að sinni a.m.k.: „Kæri Velvakandi! Er íslendingum orðs vant? Mikil ósköp hefur verið að lesa tillögur langflestra þeirra, sem hafa verið að spreyta sig á að gefa núverandi syðstu ey lands- ins nafn. Flestar hafa tillögurn- ar verið svo andlausar, litlaus- ar og hundflatar, að mann hef- ur klígjað við. Þynnkubrandar- inn um ey og ei hefur verið endurtekinn í ótal afbrigðum; ein útgáfa hans gat gerigið i nokkra daga, en alls ekki meira. Undarlegt er til þess að vita, að félag, sem kvikmyndað hefur gosið, hefur tekið hörmungar- fyndnina „Séstey“ upp í nafn kvikmyndarinnar. Ekki var nú langt seilzt. Eitt dagbláðanna kallar eyna að jafnaði „Gosey“, eins og það sé ákvéðið nafn. Gat nokkuð flatara? — Ég fyrir mitt leyti er orðinn hundleiður á þessum andlausu nafngiftar- tilraunum og skora á Velvak- anda að hætta að taka við fleiri afbrigðum, nema eitthvað skeri sig alveg úr. .— Með vinsemd, J. Ólafsson". Velvakandi verður hér með við áskoruninni. 25 óra afmæli Hvalsnesbirhja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.