Morgunblaðið - 04.12.1963, Síða 11
MORCUN*1 4010
Mjðvikudagur 4 des. 1963
11
Hverfislögreglan og sálgæzlukenn-
arar eru æskunni mikill styrkur
sem ég ræddi við, einkum
K.F.U.M'. og Hjálpraeðisherinn.
Allir, sem ég ræddi við í Málm
ey sögðu, að það færi ekki milli
mála, að mun ódýrara væri að
taka með festu á málunum og
láta ekkert dankast en láta það
sem í fljótu bragði virtist lítil-
fjörlegt reka á reiðanum. Festa
lögreglunnar gagnvart óknytta-
lýð hefðu gert Málmey óvinsæla
í augum lögbrjóta. I>egar óróa-
seggir þeir, sem kallaðir eru
„raggare” nálgast Málmey í
bílum er lögreglan jafnan þar
eftir Ólaf Gunnarsson, sálfræðing
FERÐAMAÐURINN, sem gist-
ir Málmey í Svíþjóð hlýtur að
veita því athygli hversu frið-
sæl þessi 240.000 íbúa hafnarborg
er. Gangi maður um torg borg-
erinnar í námd við höfnina að
k\riildi dags er þar sára fátt
fólk á ferli og þeir, sem annars
eiga þar leið stefna sýnilega að
einhverjum ákveðnum áfangá-
*tað. Tilgangslaust ráp og hðp-
myndanir t.d. unglinga sjást ekki
Æskulýðsvandamálin, sem lengi
hafu verið ofarlega á baugi í
Svíþjóð virðast fljótt á litið
ekki valda Málmeyjarbúum nein
um vanda.
í>egar ég; hafði kynhzt þessu,
*em venjulegur ferðamaður, leit
eði ég upplýsinga hjá einum
l>ekktasta félagsmálasérfræðingi
Málmeyjarborgar, Áke Bylander,
lögfræðingi, framkvæmdarstjóra
barnaverndarnefndar borgarinn-
er. Bauðst Bylander til að kynna
mig fyrir forstöðumönnum fleiri
•tofnana, sem um félagsmál fjalla
*vo sem, skólamönnum lögreglu
•eskulýðsráðsmönnum o.fl.
Hinn 29. okt sl. fór ég svo til
Málmeyjar . og dvaldi þar fram
yfir mánaðarmót okt. og nóv.
Meðan ég dvaldi í borginni átti
ég tal við forstöðumenn félags-
mála þar og skal nokkuð af
þeim fróðleik sem mér var miðl
•ð endursagt í þessari grein.
Barnaverndarnefnd Málmeyjar
er skipuð 9 vel menntuðum
mönnum og 7 til vara. Ekki
vinnur barnaverndarfólkið þó
að afgreiðslu daglegra mála.
Nefndin hefur í þjónustu sinni
160 manns, þar af hafa 65 lokið
háskólaprófi. Barnaverndarnefnd
rekur fyrir hönd borgarinnar
mörg barna- og unglingaheimili
®g vinna þar aðrir 160 starfs-
menn. í>esi heimili eru flest
lítil og lúta stjórn hjóna, sem
•ð miklu leyti ganga börnun-
um í foreldra stað. Þetta fyrir-
komulag hefur gefizt mjög vel
enda meiri líkur til að börnin
njóti þeirrar ástúðar, sem er
þeim eins áríðandi og matur
og drykkur ef aðeins fá eru
caman heldur en ef þau eru
•ett á stóra stofnun, en þar
myndast einmitt oft þær brota-
lamir í sállífi barnanna sem fyr
eða síðar leiða þau út á afbrota
brautir. Venjulegur fjöldi á upp
eldisstofnunum Málmeyjar voru
10—12 börn eða ungmenni og
|>ess gætt að hafa langt á milli
•tofnananna.
Barnaheimili þessi eru ýmist
•jálfstæðar byggingar eða ein í-
búð í stórri blokk. T.d. kom ég
• heimili fyrir 12 vandræðatelp-
ur, sem hefur verið valinn staður
í nýrri og- glæsilegri íbúðarblokk.
Mér kom þessi siaðsetning nokk-
uð á óvart og spurðist fyrir um
álit annara íbúa á þessu fyrir-
komulagi. Mér var þá sagt, að
þeir hefðu í upphafi verið tor-
tryggnir gagnvart staðsetning-
unni, en allt hefði gengið vel og
hú óskaði enginn eftir að stúlk-
úrnar flyttu enda höguðu þær
sér vel.
Barnaverndarnefndin í Málm-
ey á mikið og gptt samstarf
við skólana. í hverjum skóla
borgarinnar er sálgæzlúkennari,
sem auk kennsluskyldu sinnar
tekur að sér í samráði við skóla-
stjórann og barnaverndarnefnd
að fylgjast með börnum eða ung-
lingum, sem afbrigðileg eru í
hegðup. Tjáði Áke Bylander
mér, að þessir kennarar gerðu
feiknániikið gagn og máetti
þaikka þeim, að fjöldi barna
kæmust aldrei til meðferðar, .hjá
barnaverndarnéfndbéinlihis,.§em
a'nnars hefðú. örugglega gert
það. ' ‘ 1 ? ' :
Kjörbúðir eruimargar í Málrh-
ey og hafa á.m.k. alípr staérri
verzlanir einkaleyhiiögreglu-
mann í þjónustu sinni, sem fylg-
ist með fólki, sem gefir tilraun
til að hnupla. Ef barn eða ung-
lingur hnuplar úr slíkri verzl-
un er salgæzlukennaranum strax
gert viðvart og tekur hann þá
að sér að kanna málið. Oft verð-
ur þetta kjörbúðahnupl fyrsta og
siðasta hnupl ungmennisins.
Heimili og skóli leggjast á eitt
til að vaka enn betur en áður
yfir uppeldi þess og barninu er
borgið.
Síðan 1959 hefur börnum og
unglingum beinlínis verið kennt
í skólum í Málmey hvaða af-
leiðingar það hefur að vera
afbrotamaður og tjáði rannsókn-
ar lögreglan mér, að þessi kenn-
sla hefði haft mikil og góð á-
hrif, en um hana hafa skólar,
lögregla og dómarar ágæta sam-
vinnu.
Við alla skóla borgarinnar eru
starfandi foreldrafélög og eru for
eldrum kynntar hegðunareglur
skólanna þar og lögð áherzla á
góða samvinnu heimila og skóla.
Tjáði lögreglan mér, að sumt af
því, sem veldur börnum í Reyk-
javík bæði likamlegri og sið-
ferðilegri hættu væri algerlega
óþekkt í Málmey td. leikir bar-
na á götum úti, snjókast og
hrekkir við ökumenn. Væri sýni
legt að foreldrar legðu ríka á-
herzlu á það við börnin að iðka
ekki slíka ósiði enda væru þeir
útlægir úr borginni.
Barnaverndarnefnd hefur einn
ig mikla og góða samvinnu við
lögreglu borgarinnar t.d. eru 4
barnaverndarnefndarmenn á lög
reglustöðinni eða á ferli með
lögreglunni bæði dag og nótt
reiðúbúnir að láta til sín taka
ef um misferli barna og ung-
Herbergi í visthemúli fyrir afvegaleidda pilta.
linga á barnaverndaraldri er að
ræða. Mikil áherzla er lögð á
að láta mál ekki dragast heldur
kryfja þau þegar í stað til merg-
jar og fela úrlausn þeirra þeim
aðila, sem eðlilegast er að um
þau fjalli. Má þar nefna nána
samvinnu við áfengisvamanefnd
sem vinnur mikið og gott starf
í borginni.
Engin vinnandi stétt í Málmey
hefur lagzt svo lágt að stunda
feynivínsölu en nokkrir ófélags-
legir náungar hafa gert hana að
atvinnu sinni. Ný lög eru nú að
koma til framkvæmda en sam-
kvæmt þeim má dæma leyni-
vínsala til fangelsisvistar en áður
var aðeins um sektir að ræða
sem leynivínsalarnir reiknuðu
með sem hverjum öðrum rekstr-
arkostnaði. Avinnubílstjóirar í
Málmey eru aðeins 143 og hafa
nóg að gera við akstur.
Mikil áherzla er lögð á það
í Málmey að velja vel mennta-;
ða og mannaða menn í lögregl-
una enda er samvinna hennar
við aðra félagslegar stofnanif
svo og borgarana með ágætuna.
Sérstaklega merkileg og gagn-
leg nýung virtist mér vera *vo-
nefnd hverfislögregla. Málmeyj-
arborg er allri skipt í hverfi og
er einn hverfislögregluþjónn í
hverju hverfi. Hverfislögreglu-
þjónarnir eiga fyrst og fremst
að kynnast fólki hver í sínu
hverfi og fylgjast með þeim, sem
helzt eru líklegir til afbrota. Lög
reglumenn þessir mega sjálfir
ráða hvenær þeir gegna 8 stunda
varðþjónustuskyldu sinni hvort
Frá smábarnaheimili í Málmey.
Bækistöðvar barnaverndarinnar í Málniey.
þeir ganga i einkennisbúningi
eða ekki, oftast bera þeir samt
búning. í framkvæmd hafa þess-
ir menn orðið mjög vinsælir af
almenningi og svo vel treysta
unglingarnir þeim, að ef hin
almenna götulögregla kemur í
eitthvert hverfi og vandar um
við unglinga þar, leita þeir jafn-
antil hverfislögregluþjónanna til
þess að spyrja þá hvort þetta
hafi nú verið rétt, sem götulög-
reglan var að segja þeim.
Frá sjónarmiði barnaverndar-
nefndar sagði Áke Bylander, að
sálgæslukennarinn væri nauð-
synlegasti maður skólanna og
hverfislögregluþjónninn nauð-
synlegasti maður lögreglunnar
á hverjum stað.
Það kom fram í erindi um
barnaverndarmál sem flutt var
hér í Reykjavík nýlega, að höf-
uðborg fslands væri um 80 telp-
ur skráðar í skýrslur kvennlög-
reglunnar. f Málmey eru 7 stúlk-
ur un iir 21. ára aldri taldar götu-
stelpur, en 25 í viðbót taldar
hafa ríka tilhneigingu til að
drýgja löglegar tekjur sínar
með blíðu viðmóti við karlmenn.
í undirbúningi var nú heimili
fyTir þessar 7 stúlkur, en ekki
voru allir á einu máli um hvort
rétt væri að taka þær úr umferð
eða ekki. Slæmt fordæmi getur
líka haft ákveðin uppeldisáhrif
þótt ekki komi annað til.
Æskulýðsráðið í Málmey ræð-
ur yfir 16 æskulýðsheimilum og
er þeim dreift víðsvegar um borg
ina. Þó eru engin slík heimili
staðsett í miðbænum. Almennir
dansleikir, sem æskan hefur að-
gang að eru aðeins haldnir á
laugardögum í Málmey nema
hvað dansað er á fínni veitinga-
stöðum og í lokuðum klúbbum.
Hjálpræðisherinn og kirkjan
vinna gott starf áð dómi þeirra
komin, stöðvar ökuþórana, at-
hugar bíla þeirra og finnur jafn
an eitthvað athugavert við þá og
er þá tícki beðið boðanna með
að koma þeim á verkstæði til
viðgerðar.
Látt fjáður „raggare” t.d. frá
Stokkhólmi þykist ekki góðu
bættur þegar hann stendur uppi
auralítill og bíllaus alla leið
suður í Málmey og endurtekur
naumast ótilneyddur slíkt ferða
lag. Hringsól unglinga í bílum
inni f Málmey er bannað og
banninu framfylgt svo vel að
sdiflet á sér efcki stað.
Það sem mér fannst athyglis-
verðast í Málmey var hversu
gott samstarf þeirra aðila var,
sem um félagsmál eiga að fjalla
og hversu skjótt var brugðið við
ef barn eða unglingur fór yíir
takmörk laga og velsæmis.
Mér var leyft að vera heflt
kvöld með lögreglunni á verði
en það fcrvöld kom ek-kert sögu-
legt fyrir. Þrátt fyrir Veit ofckar
að lagabrjótum fundiwn við eng-
an otg slik kvöld eru ekki eins-
daesmi í þessari merlcu fé'Iags-
málaborg.
Ný blóma- og
hannyrðaverzlun
HAFNARFIRÐI — Nýlega var
opnuð hér að Strandgötu 19 ný
blóma- og hannyrðaverzlun, sem
þær frú Jensína Egilsdóttir og
dætur hennar, Marín og Jensína,
eru eigendur að. Annast þær dag-
lega afgreiðslu, en á boðstólum
verður jafnan fjölbreytt úrval af
alls kyns blómum til tækifæris-
gjafa, pottablóm, blómakörfur og
fleira. Hefur frú Jensína um
nokkurra ára skeið haft á hendi
blómasölu og aðstoðað fólk við
blómaskreytingar.
í hinni nýju verzlun eru einnig
seldar hannyrðir, eins og fyrr
segir, og margs konar munir til
gjafsi, svo sem barnaleikföng, leir
munir og fleira. — Verzlunar-
rýmið er ekki ýkja stórt, en öllu
þar haganlega fyrir kiomið. - G.E.