Morgunblaðið - 04.12.1963, Qupperneq 25
Miðvikudagur 4. des. Í963
MORGU N BLAÐIÐ
25
Helgi Jóhannesson
loftsk.m. — Minning
í DAG er gerð útför Helga Jó-
hannessonar, loftskeytamanns.
Hann andaðist hinn 26. f. m. eft-
ir erfiða sjúkdómslegu undan-
farna mánuði.
Helgi vax fæddur 10. maí árið
1900 að Kvennabrekku í Do'.um.
Standa að honum sterkir stofnar
og eru meðal ættmenna hans
margt kunnra og merkra manna.
Foreldrar Helga voru séra Jó-
hannes L. L. Jóhannsson, prestur
að Kvennabrekku, og seinni
kona hans, Guðríður Helgadóttir.
Helgi ólst upp hjá foreldrum sín-
um í stórum systkina hópi; var
hann elztur barna séra Jóhann-
esar af seinna hjónabandi. Oft
minntist hann með hlýju sins
stóra æskuheimilis og kynnum
af mönnum vestur þar. Naut
hann þess jafnan síðar á ævinni
að heimsækja æskustöðvarnar.
Hann vandist þegar allri al-
gengri sveitavinnu, enda snemmá
liðtækur og laginn verkmaður.
Rúmlega tvítugur leggur Helgi
út á nýjar brautir, er hann hef-
ur nám í loftskeytafræði hér í
Reykjavík. Lauk hann því námi
með hinum bezta vitnisburði,
enda greindur vel og gjörhugull.
Loftskeytafræðin var á'þeim ár-
um ung og ný atvinnugrein á
landi hér. Margs konar endur-
bætur og tæknilegar nýjungar
hafa að sjálfsögðu orðið í þessari
grein á undanförnum árum og lét
Helgi þar ekkert fram hjá sér
fara og fylgdist ætíð af áhuga
með framförum og tækni í starfs-
grein sinni; var einnig á tímabili
kennari við Loftskeytaskólann.
Um árabil starfaði Helgi ser*
loftskeytamaður á ýmsum skip-
um, mest á togurum og lengst í
skipsrúmi hjá hinum þekktu afla
mönnum og sjósóknurum,
Tryggva Ófeigssyni og Bjarna
Ingimarssyni. Taldi Helgi sér það
mikið lán að njóta skipstjórnar
þessara ágætismanna, en víst er
það einnig að honum gátu þeir
fullkomlega treyst, er vanda bar
að höndum.
Á miðjum síðasta stríðstíma
hætti Helgi sjómennsku og rak
um skeið í félagi við aðra tré-
smíðaverkstæði, en réðist fljót-
lega til Landssímans sem gæzlu-
maður við Stuttbylgjustöðina á
Rjúpnahæð og starfaði þar síð-
an meðan heilsa entist. í starfi
hans þar gætti ætíð hinna góðu
hæfileika hans og árvekni.
Árið 1935 gekk Helgi að eiga
Dagmar Árnadóttur og var sam-
búð þeirra hin farsælasta. Voru
þau samhent um að byggja upp
fagurt og aðlaðandi heimili, þar
sem veitt var af rausn. Reyndist
Dagmar manni sínum frábær lífs-
förunautur og þá bezt, er mest á
reyndi. Þau eignuðust einn son
barna, Jóhannes, lögfræðing og
háskólaritara, kvæntan Önnu
Björgvinsdóttur. Var það Helga
mikið ánægjuefni að fylgjast
með námi og þroska síns efni-
lega sonar og vita honum farn-
*st vel.
Helgi var hið mesta prúðmenni
og átti mikið jafnvægi í skap-
gerð sinni. Hann var hávaxinn og
hið mesta karlmenni í sjón og
raun. í eðli sínu var hann frek-
ar hlédrægur og dulur, en fastur
fyrir og ákveðinn, ef hann vildi
það við hafa.
Þegar Helgi nú er kvaddur er
margs að minnast, þótt ekki séu
raktar hér persónulegar minning
ar frá heimilum okkar eða ferða-
lögum. Vinfesta hans og tryggð
verður okkur, sem hann þekkt-
um, ætíð minnisstæð.
Venzlafólk og vinir þakka hon-
nm mikilsverða hjálpsemi og
drengskap. Mikill harmur er
kveðinn við fráfall þessa góða
manns, er öll sín störf vann af
sérstökum dugnaði og skyldu-
rækni. Fylgja honum þakkir og
hlýjar kveðjur okkar samferða-
manna hans.
Agnar Ludvigsson.
í DAG, er ég kveð vin minn,
Helga Jóhannesson, loftskeyta-
mann, verður huganum ósjálfrátt
reikað til okkar fyrstu kynna.
Það var fyrir rúmum 15 árum
að kynni okkar hófust. Ég
var nýkominn úr skóla, reynslu-
laus og fákunnandi um flest það
er að starfi okkar laut. Helgi hins
vegar var reyndur og mjög vel
fær í sínu starfi eftir rúmlega
tveggja tuga starf, bæði á sjó og
í landi. Það kom í hlut Helga að
kenna mér og leiðbeina fyrstu
vikurnar. í því starfi komu skýrt
fram hans mikli persónuleiki og
greind, ásamt ríkum skilningi á
aðstæðum. Það var ekki verið að
að miklast yfir kunnáttunni. Allt
sem skipti máli, var að reyna að
kenna þeim unga manni, sem
honum var falið að annast, sem
bezt það sem hann kunni, og
vissi réttast, þannig var Helgi Jó-
hannesson í hverju því starfi,
sem hann tók að sér. Ætíð full-
ur starfsorku og vilja til að gera
sitt bezta. Með okkur Helga tókst
fljótlega vinátta sem jókst eftir
því sem árin liðu. Enda þótt 30
ára aldursmunur væri á milli
okkar, man ég aldrei eftir að þess
gætti í samræðum okkar. Þegar
tveir menn vinna langtimum
saman við vinnu, þar sem oft
gefst tækifæri til umræðna, þá
gefur augaleið að oft var rætt um
margvísleg viðfangsefni. Oft
vorum við sammála, en oft vor-
um við líka ósammála, og héld-
um ákveðið fram ólíkum skoð-
unum. Aldrei hafði slíkt nein á-
hrif á vináttu okkar. Ef við gerð-
umst hvassyrtirr þá var sársauki
okkar ekki út af orðum hvors
annars, heldur yfir því ef orð
hvors um sig hefði sært hinn.
Þannig var vinátta okkar og
skilningur. Helgi var mikill láns-
maður í lífi sínu. Hann var ætíð
mjög heilsuhraustur, og átti gott
heimili, sem hann var hreykinn
yfir. Konu sinni, Dagmar Árna-
dóttur, unni hann mjög og dáði.
Þá unni hann mjög syni sínum,
Jóhannesi, sem ætíð uppfyllti
þær óskir og vonir er til hans
voru gerðar. Ég vil fyrir hönd
okkar samstarfsmanna Helga
færa þeim innilegar samúðar-
kveðjur.
Ingólfur Jónsson.
Útiverustaður fyrir
æskulýð Reykjavíkur
Æskulýðsráð leitar hans
í nágrenni bæjarins
ÆSKTJLÝÐSRÁÐ er nú að byrja
að vinna að því í samvinnu
við borgarverltfræðing og skipu-
lagsstjóra Reykjavíkur að koma
upp æskulýðsbúðum í nágrenni
Reykjavíkur, þangað sem æsku-
fólk gæti skroppið og notið úti-
veru við leiki og íþróttir.
Mbl. spurðist fyrir um þetta
hjá sr. Braga Friðrikssyni. Hann
sagði að á Norðurlöndum hefði
Leikföng
í miklu úrvali komin.
Fjarstýrðir bílar
Fjarstýrðir kranar
Rafmagnsbílar
Rafmagnsjárnbrautir
Rugguhestar
Bangsar
Dúkkur margar gerðir
Verðið hagkvæmt.
Jakob Jónasson
Minning
EINKENNILEGT er mannanna
líf, einn fer frá okkur gamall,
annar er tekinn frá okkur ungur.
Það var mér því þungbær raun,
er ég frétti að þú hefðir verið tek
inn frá okkur, Jakob minn.
Þú, með þína skapfestu, ró-
lyndi og dugnað. Öllum þessum
kostum varst þú gæddur og ótal-
mörgum fleiri, og kom það bezt
fram er þú háðir, æðrulaus, þína
vonlausu baráttu við óþekktan
sjúkdóm.
Jakob Jónasson var fæddur í
Reykjavík 24. 11. 1936, sonur
hjónanna Guðbjargar Guðjóns-
verið komið upp fyrir æsku
fólk svokölluðum „Friluft“-stöð
um fyrir æskufólk, þar sem að-
stæður væru til að fara í fjall-
göngur, sigla, stunda íþróttir
o.s.frv. Og þannig staður teldi
æskulýðsráð að gæti komið að
góðum notum hér í nágrenni
Reykjavíkur. Þar yrði lítið um
húsakost, nema ein aðalbygging.
Þetta yrðu ekki eiginlegar sum-
arbúðir, heldur útiverustaður
sem hægt væri að skreppa til
á kvöldin og um heigar.
Æskulýðsráð bar hugmyndina
upp við borgarráð, sem hefur
falið því að hefja undirbúning
í samráði við borgarverkfræð-
ing og skipulagsstjóra. Og nú
væri sem sagt byrjað að svipast
um eftir stað sem hentaði fyrir
þessa starfsemi í um 50 km radi-
us frá Reykjavík.
að auglýsing í stærsta
og útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.
Söknum vér í sorgar dölum
sorgin lyftir oss til hæða.
Hug vorn ber til hærri landa
hrannir þar sem engar brotna
þig ber heim til þráðra stranda
þair sem eilíf gleði drottnar.
Farðu sæll til föður húsa
fagna þú í dýrðar ljóma.
Engla fjöld þér yndi vekur,
ert nú laus við heimsins dróma.
Kveðja börn og konan unga,
kveðja systkin, faðir, móðir.
Berum við sonur, söknuð
þungann.
Systkin, börn og konan góða.
dóttur og Jónasar Jakobssonar,
myndhöggvara, og var hann elzt-
ur 7 barna þeirra.
Snemma varð hann hagleiks-
maður og lék honum flest í hendi,
fékk hann áhuga á bifvélavirkj-
un og hóf nám í þeirri iðn, en
varð að hætta námi sökum sjúk-
leika. Starfaði síðan um tíma í
Gefjun-Iðunni, Akureyri, þar
sem hann kynntist eftirlifandi
konu sinni, Jonnu Holmer. Flutt-
ust þau hjónin síðan til Reykja-
víkur, hvar Jakob starfaði til
dauðadags í Nýju skóverksmiðj-
unni. Þau hjónin eignuðust tvö
börn, Jónas, 5 ára, og Hildi Elvu,
eins árs, bæði hin mannvænleg-
ustu börn.
Þung hafa verið spor eiginkon-
unnar ungu er hún mátti ganga
— dögum saman — á spítalann
til hans er hún unni svo mjög, en
þá sýndi hún hversu skapfesta,
sjálfstjórn og óendanleg ást fá á-
orkað á raunarinnar stund. Jonna
mín, megi algóður Guð styrkja
þig og blessuð börnin þín,
tengdaforeldra og systkini hins
látna í ykkar miklu sorg.
í. B.
E.s. Ég vil að endingu bera
fram sérstakar þakkir f.h. venzla
fólks til Árna Björnssonar læknis,
Svo og annarra lækna og hjúkr
unarfólks Landsspítalans, sem
stunduðu hinn látna af sérstakri
alúð unz yfir lauk.
Hinzta kveðja til okkar elskaða
Jakobs Jónassonar.
Frá eiginkonu, börnum,
foreldrum og systkinum.
Hallast nú að hinzta beði
hann, sem áður sporin hvatti.
Lék þá allt í hagri hendi,
hug vorn allra jafnt hann gladdi.
Nú er hann í dýrð hjá Drottni,
dvelur þar hjá engla skara,
Ijúft hann hafði lífið fundið
lausnin var að mega fara.
Hann var bundinn þungum
þrautum,
þegar dró að hinztu stundu,
en sem fyrri alltaf var hann
öruggur í hug og lundu.
Hann sem varla kvarta kunni
kjarkurinn bar hann yfir þrautir
Hann er farinn hinzta sinni
hljóður gengur lífsins brautir.
Nú er hann í himinsölum
hnlninn xrotfnq rirntíinc;
ATLAS
KÆLISKÁPAR, 3 stærðir
Crystal Kiny
Hann er konunglegur!
glæsilegur útlits
hagkvæmasta innréttingin
stórt hraðfrystihólf með
„þriggja þrepa“ froststill-
ingu
it 5 heilar hillur og græn-
metisskúffa
A: í hurðinni er eggjahilla,
stórt hólf fyrir smjör og
ost og 3 flöskuhillur, sem
m.a rúma háar pottflöskur
★ segullæsing
ic sjálfvirk þíðing
it færanleg hurð fyrir hægri
eða vinstri opnun
A innbyggingarmöguleikar
ATLAS
FRYSTIKISTUR, 2 stærðir
Kæliskápar leysa geymsluþörf
heimilisins frá degi til dags,
en frystikista opnar nýja
möguleika. Þér getið aflað
matvælanna, þegar verðið er
lægst og gæðin bezt, og
ATLAS frystikistan sér um
að halda þeim óskertura mán-
uðum saman. Þannig sparið
þér fé, tima og fyrirhöfn og
getið boðið heimilisfólkinu
fjölbreytt góðmeti allt árið.
ATLAS GÆÐI OG 5 ÁRA
ÁBYRGB
Lang hagstæðasta verðið!
Sendum um
allt Iand.
O. KORNE
HAMiEM
Simi,f2606 • Suöurgöfu .10- Rcykjavik