Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUN RLAÐIÐ Fimmtudagur 5. des. 1963 1 Páfi fer pílagrímsferð til „Landsins helga" — Til að biðja fyrir einingu kristinna manna, friði á jörðu og frelsi mannkynsins Rómaborg, 4. des. — NTB-AP — — Nýtt stórátak Framhald af bls. 1. koma að mörkum kaupstaða eða kauptúna, og hefur verið til þess ætlazt, að viðkomandi byggðar- lag kostaði vegina innan sinna endamarka. Þetta hefur víða reynzt óréttmæt kraía, t.d. þar sem höfuðbrautir liggja um fá- menn kauptún. Eru dæmi þess, að vegir um þéttbýli eru mun verri en þjóðvegir báðum megin við. Nú er la.gt til, að þessu verði breytt. Eiga þjóðvegir nú að teljast gegnum kaupstaði og kauptún eða inn í slíkar byggð- ir, svo að eðlilegt samhengi vegakerfisins rofni ekki. Lagt er til, að árlega verði veitt fjár hæð til þessara þarfa og henru skipt milli kaupstaða og kaup túna eftir íbúðafjölda, nema hvað 10% fjárins megi ráðstafa til að flýta sérstökum verkefnum. Breytingar þær, sem lagt er til í frumvarpinu, að gerðar verði, miða að hagkvæmari fram- kvæmdum við stórstíga upp- byggingu á vegakerfi landsins. Tekjustofnar. Að sjálfsögðu er það meginatriði, að mun meira fé verði veitt til vegamála en gert hefur verið. í frumvarpinu eru tillögur um fasta tekjustofna, sem mundu tryggja mikla hækk un á heildarframlögum til vega mála, ef frumvarpið verður að lögum. Tekjustofnar þeir, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, eru þess- ir: 1. Innflutningsgjald af benz- íni, kr. 2,77 (nú 1,47) af hverjum lítra. í Innflutningsgjaild af hjól- börðum og gúmmíslöngum á bifreiðar, og skal gjaldið nema kr. 9,00 (nú 6,00) af hverju kg. 3. Árlega skal greiða þunga- skatt af bifreiðum. a) Af bifreiðum, sem aðal- lega eru gerðar til fólks- flutninga og nota benzín að eldsneyti, kr. 72,00 af hverjum fullum 100 kg. þunga þeirra. b) Af bifreiðum, sem nota annað eldsneyti en benz- ín skal greiða misháa skatta eftir þunga þeirra. Skv. frumvarpinu yrði lægstur skattur á ári kr. 8.500 (fyrir bíla allt að tveimur tonnum) en sá hæsti kr. 12.000 (fyrir bíla frá 5,9 til 6 tonna). Fyrir hver 100 kg yfir 6 tonn greiðast kr. 200. c) Af bifhjólum kr. 200. Undanþegnar þungaskatti yrðu skólabjfreiðar, sendiráðsbílar, slökkvibílar, sjúkrabílar, snjóbíl ar og sporvagnar. Þá er sú mikil væga undanþága gerð um jeppa, að eigendur þeirra eiga rétt á endurgreiðslu þungaskatts, ef þeir sanna, að þeir hafi verið notaðir að mestu eða öllu leyti við framleiðslu- og jarðyrkju- störf. Vegaáætlun. Svo nefnist áætl- un„ sem gerð er til 5 ára í senn. Þar á að skipa vegum í eftirtalda flokka: Hraðbraut A: Vegur, þar sem inn an 20 ára má búast við yfir 10 þúsund bifreiða umferð á dag yf ir sumarmánuðina. Skal stefnt að fjórfaldri akbraut með varan legu slitlagi. Hraðbraut B: Vegur, þar sem innan 10 ára má búast við 1000 til 10000 bifreiða umferð á dag Páll páfi VI. tilkynnti í dag, að hann hyggi á píla- grímsferð til „Landsins helga“ í janúar næstkomandi. Tilgangur ferðar hans er að biðja fyrir einingu kristinna yfir sumarmánuðina. Skal stefnt að tvöfaldri akbraut með varan legu slitlagi. Þjóðbraut: Vegur, sem nær til 1000 íbúa svæðis. Skal stefnt að malarvegi með tvöfaldri ak- braut. Landsbraut: Vegur, sem er minnst 2 km langur og nær a.m.k. til fjögurra býla, þannig að hann nái að fjórða býli frá vegarenda. Víkja má frá þessari reglu, ef um er að ræða kirkju- garða, opinbera skóla eða heilsu hæli, Sömuleiðis má, þar sem að alfjallvegur liggur upp úr byggð telja landsbraut að innsta býli. Sýsluvegasjóður. Hvert hrepps félag skal eftir frv. greiða ár- lega í sýsluvegasjóð sem svarar andvirði þriggja dagvinnu- stunda fyrir hvern íbúa. Vega- skattur skal nema 6 af þúsundi af andvirðingarverði mann- virkja, en 12 af þúsundi af and virðingarverði landa og lóða, hvort tveggja miðað við fast- eignamat. Mörg nýmæli. Mörg nýmæli eru í frumvarpinu. Til fróðleiks má geta þess, að þar er orðið vegur skilgreint í þeirri merk- ingu, sem það er notað í frv. Skilgreiningin hljóðar svo: , ,Orðið vegur merkir i lögum þessum akbraut, land og mann- verki, sem að staðaldri eru nauð synleg, til þess að vegur sé varan legur, unnt sé að halda honum við og hafa af honum sem fyllst not. Til vegar teljast því, auk vega stæðis og vegar, vegbekkir, skurð ir, snaiðingar, fyllingar, ræsi, öryggisgrindur, biðstæði, bif- reiðastæði og umferðarljós. Til vega teljast enn fremur brýr, jarðgöng og ferjubryggjur í beinu sambandi við vegi, svo og vetrarvegir". Ákvæði er um, að Vegagerð rík isins teljist veghaldari allra op inberra vega, en skv. núgildandi lögum er hreppsfélag veghaldari fyrir hreppsvegi, sýslufélag f.vr ir sýsluvegi og Vegagerð ríkis ins fyrir þjóðvegi og fjallvegi. Eitt höfuðnýmæli frumvarps- ms er vegaáætlunin. Mörg ný á kvæði eru um öryggi vega. manna, friði á jörðu og frels- un mannkynsins. -^- Páll VI. verður þannig fyrsti páfi, er frá Ítalíu fer, frá því árið 1809, er Píus VII. var tekinn til fanga af hermönnum Napoleons keis- ara. Páfi fer og væntanlega flugleiðis og verður fyrsti páfi er notar sér af því farar- tæki nútímans. Ekki fylgdi tilkynningu páfa hvenær í janúar ferð hans verði gerð, en talið er í Páfagarði, að hann fari þaðan 6. janúar — á þrettánda dag jóla — eða 13. janú ar, þegar þess er minnzt, er Jó- hannes skírari skírði Jesús Krist við ána Jórdan. Skírnarnafn Páls páfa VI. er Giovanni Battista, sem þýðir Jóhannes skírari. — Óvíst er hve lengi páfi verður í ferðinni, sumir telja, að hann verði e.t.v. aðeins einn sólarhring eða tvo. Landið helga skiptist nú milli Jórdaníu og ísrael. Betlehem, fæðingarstaður Jesú, er í Jórdan- UM K'L. 17:20, að því að talið er, var ekið á fullorðin mann, Guðjón Brynjólfsson, Teigagerði 11, á Kaplaskjólsvegi, skammt sunnan Jófríðarstaða, með þeim afleiðingum að Guðjón fót- brotnaði. Maður sá, sem bílnum ók, lét sig henda þá alvarlegu skyssu að kveðja ekki lögregl- una til staðar heldur ók hinum slasaða beint í slysavarðstofuna. Mun þar hafa komið til að Guð jón taldi sig lítt meiddan, en á það skal bent til varnaðar að varlegt er að taka mark á orð um þeirra, sem fyrir slysum verða, því þeir eru oftast dofnir eftir höggið fyrst í stað. Vegna athyglisleysis umrædds öku- manns eru nú engir til frásagnar um atburð þennan nema hann sjálfur, og maðurinn, sem fyrir sylsinu varð, og engar athugan- ir var hægt að gera á staðnum. íu, en Nazaret, þar sem hann ólst upp, er í ísrael. Páll páfi VI. skýrði frá fyrir- hugaðri ferð sinni í ræðu er hann flutti, þegar hann sleit öðrum áfanga kirkjuþingsins mikla í Páfagarði — en því hefur verið frestað til septembermánaðar 1964. Kom fregnin þingheimi mjög á óvart, en var fagnað með langvarandi lófataki. Páfi sagði það sannfæringu sína, að nauðsynlegt væri að biðja mikið og vel fyrir vænieg- um árangri af störfum kirkju- þingsins og hefði sú sannfæring ráðið úrslitum um að hann afréð að fara þessa ferð. Frá því árið 1809 hefur enginn páfi farið út fyrir landamæri Ítalíu — en þess er skemmzt að minnast, að þá er Jóhannes XXIII. páfi fór í ferðalag sitt til Assissi og Loreto hafði páfi ekki farið út fyrir Páfagarð í hundrað ár. Páll páfi VI. flutti yfirlit yfir störf kirkjuþingsins á þessu hausti og skýrði frá þeim sam- þykktum, sem þar hafa verið gerðar og fjalla einkanlega um endurbætur á guðsþjónustunni og öðrum þáttum hins innra kirkju- lífs. Er þar meðal annars kveðið á um aukna notkun þjóðmáls hvers ríkis á kostnað latínunnar og hvernig kirkjan skuli beita dagblöðum, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum við útbreiðslu fagn aðarerindisins. og ók ökumaðurinn Guðjóni, vafalaust í góðri trú, í slysa- varðstofuna, þar sem á daginn kom að hann var fótbrotinn. Umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar tjáði Mbl. í gærkvöldi að hún liti mál sem þessi alvar- legum augum. Bent er á að ef hreyft er við slösuðum manni, þótt í fljótu bragði virðist hann lítt meiddur, getur það haft hin ar alvarlegustu afleiðingar í för með sér, svo ekki sé talað um að hann sé fluttur í venjulegri farþegabifreið. Telur umferðar deildin lítið að marka orð hinna slösuðu um meiðsli sín á slys- stað, og er því enn einu sinni brýnt fyrir ökumönnum að gera lögreglunni þegar aðvart, ef slys ber að höndum, sama hversu lít ilfjörlegt það virðist. Ök hinum slasaöa sjálf ur af slysstaö Reyndist fótbrotinn er í slysavarðstofuna kom — lögreglan ekki kvödd til Austurríki..... Belgía ........ Danmörk........ Finnland....... Frakkland...... Holland ....... Irland......... tsland......... Italía......... Luxemburg .... Noregur........ Polland ....... Rússland ...... Spánn ......... St. Bretland ... Sviss .......... Sviþjoö ........ Tékkóslóvakía . U.S.A.......... Þýzkaland...... Verð á benzíni í ýmsum löndum í október 1963. k -n Vín ' Sch. pr. Itr 3.20 á 166.60 5.33 pr. Itr. Brússel .... B. frc. pr. ltr 7.76 - 86.39 6.70 — —• Kaupmannah. D. kr. pr. Itr 1.03 - 623.33 6.42 — — Helsinki .... F. mks. pr. Itr. .. 0.51 - 1339.14 6.83 — — París N. frc. pr. ltr 0.97 — 878.64 8.52 — — Haag Fls. pr. Itr 0.459 - 1194.87 5.48 — -— Dublin Shgs. pr. 1 gall. .. 4s.4d. - 120.46 5.80 — ■í— Reykjavik .. Kr. pr. Itr 69.26 4.20 — — Róm Lira pr. ltr 96.00 — 6.65 — —— Luxemburg . B. frc. pr. Itr 6.63 - 86.50 5.73 — Osló N. kr. pr. ltr 1.045 - 601.63 6.29 — Varsjá Zloty pr. ltr. 4.80= =$0.20 - 43.06 8.61 — — Moskva .... Rubl. pr. ltr. 0.05 - 47.80 2.39 — — Madrid Pts. pr. Jtr 9.00 - 71.80 6.46 — — London .... Shgs. pr. 1 gall. .. 4s.4d. - 120.46 5.80 — — Zúrich Sv. frc. pr. Itr. ... 0.50 - 997.67 4.99 — — Stokkhólmur Sv. kr. pr. ltr. .. ... 0.73 - 829.85 6.06 — — Praha ...... Kcs. pr. ltr 4.00 - 598.00 23.92 — • Netv York .. $ pr. U.S. gall. .., 0.30 - 43.06 3.46 — Hamborg ... D.M. pr. ltr. • • • • • 0.565 - 1082.59 6.12 —— —— Nánari atvik voru þau, að því er bílstjórinn sjálfur segir, að bíll inn var á leið vestur Kapla- skjólsveg. Segir ökumaður að hann hafi ekki séð Guðjón fyrr en oa. 3 metrar voru til hans. Segir hann Guðjón hafa staðið á miðjum vinstri vegarhelmingi. Vegurinn hafi verið blautur og aurugur. Ökumaðurinn segi-st þegar hafa reynt að h*mla og beygja fár til vinstri, en það hafi ekki tekizt. Hafi Guðjón orðið fyrir hægra höggdeyfishorni bifreiðar innar og dottið í götuna. Er öku maðurinn kom út segir hann Guðjón hafa legið á bakinu. Hafi hann haft fulla meðvitund, stað ið á fætur, og gert lítið úr meiðsl um sínum. Þó hefði hann kvart að um eymsli í hægra fæti og baki. Hvorugur mannanna minntist á að kalla lögregluna á vettvang Þingmaður skot- inn í misgripum? Rio de janeiro, 4. des. (NTB) Það bar við á fundi í þjóðþingi Brasilíu í dag, að öldungardeild arþingmaður, að nafni Jose Cairali, var hæfður tveim skot- um í kviðinn. Liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi. Talið er, að skotin hafi ekki verið honum ætluð, heldur öld ungardeildarþingmanninum Syl- vestre Pericel de Gois Monteiro, sem er frá Alagoashéraðinu, en þar er ríkjandi ákafur stjórn- rriálaágreiningur. Monteiro stóð í ræðustól, er skothvellir hljómuðu um þing- salinn og Cairali féll saman. Hann var samstundis fluttur í sjúkrahús, og þingfundi slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.