Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 5. des. 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. (Ttbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.Ó0 eintakib. VINNUFRIÐUR OG ÖRYGGI ínnufriður og öryggi alls'® ’ almennings um afkomu sína hlýtur á öllum tímum að vera það höfuðtakmark, sem að er stefnt í hverju þjóðfé- lagi. En misjafnlega hefur þó tekizt að tryggja þetta. ís- lenzka þjóðin býr í dag við eitt mesta góðæri, sem yfir haná og land hennar hefur komið. En á ýmsu hefur þó oltið í baráttu hennar frá sárri fátækt til bjargálna. Á fjórða áratug þessarar aldar ríkti til dæmis kyrrstaða og stundum tilfinnanlegt at- vinnuleysi í landinu. Margir rosknir menn muna þessa tíma enn. Það voru erfiðir tímar, sem sköpuðu þúsund- um heimila um allt ísland skort og vandræði. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa til manndóms man hins vegar nær eingöngu næga at- vinnu og allsnægtir. íslend- ingar hafa síðan síðari heims- styrjöldinni lauk stöðugt ver- ið að eignast betri og full- komnari framleiðslutæki og hafa í skjóli þeirra bætt lífs- kjör sín að miklum mun. Engu að síður er það stað- reynd, sem ekki verður um- flúin, að síðustu árin hefur lægst launaða fólkið í þjóðfé- laginu ekki bætt raunveruleg lífskjör sín í samræmi við aðra þjóðfélagsþegna. Kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verðlags og dýrtíðin og verð- bólgan, sem af því hefur leitt, hefur bitnað á þessu fólki á ýmsa lund. Viðreisnarstjórnin hefur jafnan lagt áherzlu á að koma tik liðs við þetta fólk eftir fremsta megni. 1 því skyni hefur hún beitt sér fyrir meiri eflingu almannatrygginga en nokkur önnur ríkisstjórn hér á landi fyrr eða síðar hefur gert. Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram tillögur, sem gert er ráð fyrir að verði samnings- grundvöllur, er tryggi lág- launafólki 12—13% raun- verulega kauphækkun. Hér er á ferðinni svo stór- felld tilraun til tekjujöfnunar og sköpunar aukins réttlætis í þjóðfélaginu, að það sætir einstakri furðu, að þeir verka lýðsleiðtogar skuli vera til sem kalla slíka viðleitni af hálfu ríkisstjórnarinnar „smánarboð“. AF HREINSKILNI OG SAMNINGS- I VIUA að er rétt, sem Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagði í stuttu sam- tali hér í blaðinu í gær, að málsvarar framleiðslunnar og atvinnulífsins hafa marglýst því yfir, að þeir teldu sér ekki fært að fallast á neinar kaup- hækkanir, nema vita um við- brögð ríkisstjórnarinnar og hvað hún vildi af mörkum leggja. Ríkisstjórnin hefur hvorki vald til þess né held- ur ber henni skylda til þess að neyða atvinnurekendur til þess að borga kaup, sem þeir telja að framleiðslutækin geti ekki risið undir. Hún hefur hins vegar lýst sig reiðubúna til þess að beita sér fyrir ráð- stöfunum til þess að auðvelda útflutningsframleiðslunni að taka á sig nokkrar kauphækk- anir, sem að fróðustu manna yfirsýn er talið að hún geti risið undir. Ríkisstjórnin hefur nú gert hreint fyrir sínum dyrum. Hún hefur lagt fram tillögur sem eiga, eins og forsætisráð- herra komst að orði í gær, að verða samningsgrundvöllur, sem að sjálfsögðu þarfnast frekari skýringar, sem ríkis- stjómin er reiðubúin til þess að láta í té. Aðalatriðið er að nauðsyn- legt er að aðilar ræði málin af hreinskilni og samnings- vilja, eins og Bjarni Bene- diktsson komst að orði. Tak- markið hlýtur enn sem fyrr að vera vinnufriður og atvinnu- öryggi, batnandi lífskjör og blómlegt atvinnulíf. Enginn íslendingur vill að hér skap- ist atvinnuleysi og kyrrstaða, eða að grípa þur|i til þess ó- yndisúrræðis enn einu sinni að lækka gengi íslenzkrar krónu. Allir góðviljaðir og ábyrgir menn þurfa nú að taka höndum saman um að ná saman endum, og tryggja farsæla lausn þeirra vanda- mála, sem þjóðin á við að etj' STÖRFRAM- KVÆMDIR REYKJAVÍKUR- BORGAR i^eir Hallgrímsson borgar- ^ stjóri gaf nýlega á Varð- arfundi mjög greinargott yfir- lit um framkvæmdir Reykja- víkurborgar um þessar mund- ir. Kom þar m.a. fram, að gatnagerðarframkvæmdir hafa á þessu ári verið tvöfallt meiri í borginni en á nokkru einu ári áður. Fjöidi gatna hefur verið malbikaður og að því orðið stórmikil bót fyrir Voru líkurnar gegn Oswald nægar til að sakfella hann? New York. LEE HARVEY OSWALD, maðurinn sem ákærður var fyrir morð Kennedy Banda ríkjaforseta en sjálfur var myrtur áður en dómstól- amir gátu tekið mál hans til meðferðar, og því í aug- um laganna saklaus, þar til annað hefur verið sannað, hefur þegar verið dæmdur af almenningsálitinu sem hinn raunverulegi morð- ingi forsetans. Sagan mun að vissu leyti vafalítið dæma hann á sama hátL Yfirvöldin í Dallas, Texas, telja sig hafa haft í hönd- unum næg sönnunargögn til þess að hafa getað sent Oswald í rafmagnsstólinn, og eru ýmsir lögfræðingar hér því sammála, af blöð- um að dæma, en hins veg- ar hvergi nærri allir. Á það hefur verið bent, að Os- wald neitaði til dauðadags að hafa skotið forsetann, og lögfræðilega séð sé því sú neitun hans þyngri á met- unum en þær • líkur, sem fram hafa verið bornar um sekt hans. Það hlýtur því jafnan að gæta nokkurs efa varðandi mál Oswald’s, svo fremi að nýjar upplýsing- ar, sem sanni sekt hans svo ekki verður um villzt, komi fram í dagsljósið. Ef Lee Harvejr Oswald hefði enzt líf til þess að verða dreginn fyrir dómstólana, er ekki með öllu víst að hann hefði endað í rafmagnsstóln- um vegna morðs Kennedys. Hafa ýmsir bandarískir lög- fræðingar sagt í útvarpi og blöðum hér, að ýmsu af því, sem lögreglan í Dallas hefur látið uppi um sekt Oswalds, hefði mátt hnekkja, lögfræði- lega séð, fyrir réttL Emile Zola Berman, þekktur lög- fræðingur hér í borg hefur bent á eftirfarandi atriði, en þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir að sakborningurinn hefði neitað sekt sinni gegn- um þunnt og þykkt. Athuganir hafa leitt í ljós að riffill sá, sem fingraför Os- walds fundust á, hafi verið morðvopnið. Lögfræðingurinn segir að þetta sanni aðeins að Oswald hafi handleikið byssuna, en ekki að hann hafi skotið for- setann með hennL Fingraför Oswalds hafi verið á riffl- inum vegna þess að hann hafi átt hann. Enginn gæti sagt um hvort fingraförin væru viktí- eða dagsgömul. Ekki hefur verið skýrt frá því hvort önnur fingraför hafi ver ið á byssunni. Einhver annar gæti hafa þurrkað sín fingra- för af; jafnvel notað hanzka. Lögreglan segir að lófaför Oswalds hafi fundist á kassa í herbergi byggingar þeirrar, Lee Harvey Oswald sem hann vann í og forsetinn var skotinn úr. Varðandi þetta atriði bendir Berman á að þar sem Oswald vann í þessu herbergi, hafi ekkert verið eðlilegra en að fingraför hans væru á kass- anum, og á öðrum hlutum þar. Þetta setji Oswald á eng- an máta í beint samband við morðið. Lögreglan segir að verk- smiðjunúmer riffilsins hafi leitt í ljós að Oswald væri eig- andinn. Berman segir: Vitað er að Oswald átti riffilinn, en skaut hann forsetann með honum? Eignarréttur Oswalds á riffl- inum sannar ekki að hann hafi framið glæpinn. Lögreglan segir, að par'affín prófun á höndum Oswalds sýni að hann hefði nýlega skotið af riffli. Um þetta segir Berman: Hvernig getur fengist vissa fyrir því að púðrið á hönd- um hans hafi ekki komið frá skammbyssunni, sem hann skaut lögreglumanninn með? Þetta atriði hefði orðið tilefni umfangsmikillar víxlprófunar í réttinum. Lögreglan segir Oswald hafa verið í byggingunni rétt áður og eftir að Kennedy var skotinn. Berman bendir á, að Os- wald hafi unnið í bygging- unni. Hann hafi því átt algjör an rétt á því að vera þar. Þetta útiloki að auki þann möguleika að Oswald hafi læðst óboðinn inn til þess að fremja þar skuggaverk. Lögreglan segir að Oswald hafi verið mjög góð skytta. Um þetta atriði segir Ber- man að þetta sanni aðeins, að Oswald gæti hafa framið verknaðinn, ekki að hann hafi framið hann. Það sé eitt að vera búinn hæfileikum til þess að fremja glsep; annað að fremja hann. Lögreglan segir að nágranni Oswalds, sem ók honum til vinnu þennan örlagaríka dag, hafi skýrt frá því að Oswald hafi haldið á ílöngum pakka. Lögreglan segir að þetta hafi verið riffillinn. Bermann spyr, með hvaða rökum lögreglan geti sannað þetta. Nágranninn hafi ekki séð hvað var í pakkanum. Það séu aðeins getgátur að það hafi verið riffilL Berman tók það skýrt fram í viðtali, sem hér birtist, að með því að benda á þessi at- riði, væri hann ekki að bera í bætiflákana fyrir Oswald heldur væri hann aðeins að draga athygli að ýmsu, sem verjandi Oswalds í hugsanleg um réttarhöldum hefði getað bent á og haldið sig við. Aðrir lögfræðingar hafá lýst sig sammála því, að ekkert eitt af fyrrgreindum atriðum hefði beinlínis nægt til þess að sakfella Oswald. En þeir benda jafnframt á, að oft hafi menn verið dæmdir á líkum, og að líkurnar bendi í þessu máli, mjög á Oswald. Kúlan kom úr riffli sem hann átti. Riffillinn fannst í húsi því, sem hann vann í. Fingraför hans voru á rifflinum. Hann var í húsinu, er skotið var á forsetann. Oswald sýndi sekt- armeðvitund, er hann skaut lögreglumanninn. Hann hafði ástæðu til þess að skjóta for- setann vegna þess að í stjóm- málum var hann á öndverð- um meiði. Allt þetta bendir sterklega til þess að hann hafi verið sekur. En nú, að Oswald dauðum, mun ávallt einhver vafi um- lykja mál hans, a.m.k. lög- fræðilega séð, þótt fólk um allan heim hafi þegar dæmt hann. Og þótt Oswald hefði ekki verið sendur í rafmagns- stólinn fyrir morðið á Kenne- dy, má fullvíst telja að þau hefðu samt sem áður orðið örlög hans vegna morðsins á lögreglumanninum. Þrjú vitni voru að því vígi. — hh. umferðina í bænum og fólkið sem við þær býr. Gengur mjög vel að framkvæma á- ætlun þá sem gerð hefur ver- ið um gatnagerðina. Er óhætt að fullyrða að Reykvíkingar kunni vel að meta þann aukna skrið, sem settur hefur verið á þessar framkvæmdir. Góð- ar og hreinlegar götur eiga ríkan þátt í að setja svip sinn á nútíma borg. En malbikun allra gatna í Reykjavík er stórbrotið verkefni. Að fram- kvæmd þess er nú unnið af festu og markvísL Ennfremur er nú unnið að miklum framkvæmdum á veg um hitaveitunnar. Víðtækar boranir hafa verið unnar og hitaveita lögð í ný hverfi. Á sviði skipulagsmála er einnig unnið að lausn stórra fram- tíðarverkefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.