Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 5. des. 1963 Áframhaldandi rannsóknir ^3 þjjff 3 brÚðrg6rö á rekstri skipautgerðar Á FUNDI sair«inaSs þings í gær úrslitaorðið yrðu að leggja svaraði sjávarútvegsmálaráð- þessara naála. herra fyrirspurn Jónasar Pét- nrssonar svohljóðandi: „Hvað líður athugunum þeim á flóabáta ferðum og endurskoðun á rekstri Skipaútgerðar rikisins, er ráð- herra boðaði i umræðum á sam- einuðu þingi 19 .apríl s.l. um þingsályktunartillögu um sam- göngu á sjó við Vestfirði?* Mikið nauðsynjamál Jónas Pétursson (S) rifjaði upp í stuttu máii aðdraganda þessa máls ,eins og hann sagði, til að sýna hve mikil ítök þessi mál aettu á Al- þingí og utm hve mikið nauð- synjamál hér er uan að ræða. Kvag hann Aust firðinga og Vest firðinga eiga hér mestra hags muna að gæta og í sínum huga væri þeim svo háttað, að nauð- synlegt væri að taka þau í heiid til úrlausnar. Vegna þess, hve vel ráðherra hefði tekið í að skipa nefnd til að athuga þessi mál, óskaði hann upplýsinga um, á hvaða stigi þau væru og hversu langt þeirri athugun væri komið. Víðtækar rannsóknir Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra endurtók einn hluta þeirra ummaela, sem vitn- að er í til í fyrirspuminni, en þau voru á þá leið, að hann gæti tekið til greina tilmæli um að taka þessi mál til athugunar fyrst og fremst vegna Þess, að þau væru og hafi verið í atl- mikiili athugun og þeirri athug- un yrði haldið áfram, unz yfir lyki. Þá hafði nefnd starfað að rannsókn þessa máls og kynnt sér rekstur skipaútgerðarinnar og margt þar að lútandi. Hér voru norskir sérfræðing- ar, sem tóku þessi mál til ýtar- iegrar endu rskoðuna r, en þvi miður y-rði að segjast aó niður- a stöður þeirra stungu nokkuð í stúf við skoðanir þeirra manna hér á landi, sem bezit þefckja til bezt hafa kynnt sér þessi mél. TJt úr þeim ágreiningi verður efcki skorið, nema tilraunir verði gerðar, og verður hafizt handa í þv iefni á næstunni. S. L haust kom hingað maður á vegum Bfnahags- og samvinnumála- stofnunarinnar til að kynna sér samgöngumál hér og þar á meðal strandferðirnar. Kvaðst ráðherr ann hyggja, að í meginatriðum hafi hann komizt að hinni sömu nðiurstöðu og norsku sérfræð- ingarnir. Það sem helzt veld.ur égreiningi er, að þeir gera réð fyrir, að nauðsynlegt sé að gera nákvaema tímaáætlunum strand- ferðirnar eins og nú á sér stað um áætjunarbifreiðir og enn fremur að afgreiðslutækni sikpa útgerðarinnar verði tekin til rækilegrar endurskogunar, og henni gjörbreytt. Kvað ráðherr- ann nú innan skamimis gerðar til rauir i þessu efni til að fá úr því gkorið, bvort tillögur er- lendu sérfræðinganna væru framkvæmanlegar. Siðan væri eðlilegt að gkipa nefnd, er fengi öll þessi gögn til meðferðar og athugunar. Breyting í skipakosti stærsta atriðið Jónas Pétursson (S) þakkaði svörin og sagði m. a., að eins og málið lægi fyrir, væri ljóst, að allmifcið starf væri óunnið, áður en veruilegum umbótum yrði komið á. Beindi hann því þeim tiimælum til ráðherra, að þeim athugunum yrði hraðað, eftir því sem föng væru til. Vakti hann athygli á, að þótt mikilsvert væri að fá áli hinna erlendu sér- fræðinga, væru það þó að lok- um þeir, sem mesta staðbundna þekkingu hafa og reynslu, sem til Taldi hann rétt, að ýmsu mætti breyta til batnaðar um af- greiðslutækni, en þó taldi hann, að breyting á skipakosti skipa- útgerðarinnar væri stærsta atr- iðið. Milliþinganefnd Eysteinn Jónsson (F) taldi skipaútgerðinni að ýmsu ábóta- vant og strandferðaþjónustuna ófullnægjandi. Var hann sam- mála um, að tómabært væri að skipa nefnd til að endurskoða strandferðirnar, en lagði jafn- framt áherzlu á, að slík nefnd yrði milliþinganefnd . Lúðvík Jósefsson (K) var sama sinnis og spurði, hvort ekki væri tómabært að endurnýja a ðleigja skip til strandferðanna næsta sumar, þar sem vö af skipum Skipaútgerðairinnar yrðu þá ekki til taks. Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra kvað hina erlendu sérfræðinga hafa gert tiLlögur um sfcipakostinn sem rekstur skipaútgerðarinnar. Að sjálf- sögðu yrði það og athugað, hvort nauðsynlegt yrði að leigja skip anda. Hins vegar benti hann á til strandferðanna á sumri kom- og undirstrikaði hinn mikla mun, sem nú væri á hlutverki strandsiglinganna baeði hvað snerti fóiksflutninga og einnig vöru'flutninga miðað við það, sem áður var. Sigurvin Einarsson (F! undir- strikaði mikilvægi strandsigl- skipakostinn eða bæta við nýjum i inga um sitt fcjördæmi og j af n- skipum. Jafnfrarot spurði hann, framt þess þess, að milliþinga- 'hvort ekki mundi nauðsynlegt I nefnd yrði skipuð. Áframhaldandi athug- anir á höfn í Dyrhólaey Á FUNDI sameinaðs þings i gær svaraði sjávarútvegsmála- ráðherra fyrirspurn frá Ragnari Jónssyni í tveim liðum: 1. Hvaða niðurstöður liggja fyrir varðandi þær rannsóknir, sem gerðar voru s.l. sumar á hafnagerð við Dyrhólaey? 2. Hvað líður rannsóknum á tilflutningi jarðefna annars stað- ar við suðurströnd landsins, t.d. í Þykkvabæ? Ragnar Jónsson (S) fylgdi úr hlaði fyrirspumum þeim, sem að ofan getur. Lagði hann mikla áherzlu á, að nægiíegs fjár yrði aflað til að ljúka fullnaðarran,n- sóknum á hafnargerð við Dyr- hólaey, því hér væri um stórmál að ræða, sem ekki yrði leyst stuttum tíma og þarfnaðist hvorttveggja í senn mikils und- irbúnings og athugana, áður en hægt yrði að taka ákvörðun um, hvort ráðist yrði í framkvæmd- ir. Rakti hann síðan þróun þess- ara mála undanfarin ár og gat þess m.a., að í sumar hefði ver ið hér á ferð visindamaður frá Bandaríkj- unum, sem tal- in er mjög snjall á sviði sandflutninga með ströndum fram, og hefði hann athugað aðstæður við Dyr- hólaey og Þykkvabæ í sumar, en ekkert hefði heyrzt um nið- urstöður þeirra rannsókna. Þess vegna væri þessi fyrirspurn fram komin. Kvað hann það ekki að á- stæðulausu, sem nú væri vakið máls á hafnargerð við Dyrhóla- ey, þar sem hafnalaust væri á svæðinu frá Þorlákshöfn til Hornafjarðar. Á þessu svæði eru einhverjar frjósömustu og bú- sældarlegustu sveitir þessa lands og ein auðugustu fiskimið úti fyrir ströndum, þess vegna er eðlilegt að fólkið spyrji, hvort hægt sé að byggja höfn í Dyr- hólaey. Og við þessari spum- ingu vill fólkið fá svar eins fljótt og hægt er. Hafnargerð mjög dýr Emil Jónsson sjávarútvegsmála- ráðherra kvað fyrirspurnina hafa verið senda vitamálastjóra og væri eðlilegast að lesa upp svar hans. En í því segir m.a., að á undanfömum árum hafi farið fram athuganir á hafnar- stæði á Suðurströndinni og þá fyrsit og fremst á Dyrhólaey. S.l. vor var á- kveðið, að hing- að kæmi banda- rískur prófess- or, Bruun að nafni, á veg- um Háskólans og Fullbright- stofnunarinnar, og var talið mik ilsvert, að hann gerði yfirlit og athuganir um hafnarstæði og sandflutninga á Suðurströndinni. Var þegar haf- inn undirbúningur að þessum athugunum og athuganir gerðar undir fyrirsögn Bruun með að- stoð Trausta Einarssonar pró- fessors, er áður hafði rannsak- að sandflutninga út af Suður- ströndinnL Prófessor Bruun hefur nú sam ið bráðabirgðaskýrslu, án þess að neinar endanlegar niðurstöð- ur liggi fyrir, sem er í höfuð- atriðum á þá lund, að vegna sandflutninga sé mjög erfitit um hafnargerð frá Þjórsá til Hornafjarðar. Bylgjugangur og sjávargangur er svo mikill og nær svo langt út, að öll hafn- argerð er þar mjög dýr. í Þykkvabæ eru um 1600-1800 m í 16 m dýpi, sem talið er hæfi- legt fyrir hafnarmynni, og í Dyr hólaey er það helmingi skemmra. Fleira virðist œnda til, að heppi legra hafnarstæði muni vera í Dyrhólaey, svo sem lega, dýptar- lína og straumar. Niðurstaðan er sú, að sé hugsað til hafnar á á þessu svæði, verði hún mjög dýr og álitslegasti staðurinn við Dyrhólaey. Mjög margt er þó ó- rannsafcað enn þá, m.a. og fyrsí og fremst straumar og bylgju mælingar, hvort möguleikar séu til efnisitöku í nánd, gerð hafn- arstæðis og mannvirkja, Gera þarf rannsóknir á þörf hafnar- innar og um leið hve stóra og hvers konar höfn þarf að byggja. Til viðbótar þvi, sem segir í bréfi vitamálastjóra, sagði sjáv- arútvegsmálaráðherra, að eng- in kostnaðaráætlun lægi fyrir. En vitamálastjóri hefði leyft að hafa eftir sér, að kostnaðurinn yrði ekki mældur í milljónum heldur í hundruðum milljóna króna, svo að ekki væri unda.r- legt, þótt ýtarlegra rannsókna þurfi við. Ragnar Jónsson (S) kvað sér ekki koma á óvart, þótt kosn- aður við slíkt mannvirki yrði mikill, enda hefði hann tekið fram, að sér væri ljóst, að mik- inn og langan undirbúning mundi þurfa, áður en í fram- kvæmdir yrði ráðizt Hir*s veg- INGÓLFUR Jónsson samgönga málaráðherra svaraði í gær fyr- irspurn Halldórs Ásgrimssonar um, hvenær fyrirhugað væri að byggja Hofsárbrú í Vopnafirði, sem 1958 var ákveðið að byggð skyldi fyrir fé úr brúarsjóði. Halldór Ásgrímsson (F) rakti nokkuð nauðsyn þesisarar brúar og þann drátt, sem orðið hefði á byggingu brúarinnar. Sér- staklega taldi hann mikillar þörf brúarinnar, eftir að mjólk- ui’bú kom í Vopnafjörð. Takmarkað fé til brúargerða Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra tók undir, að eft- ir að mjólkurbú hefði verið byggt í Vopnafirði, kallaði brú- in yfir Hofsá enn meira á en áður. Hins yrði jafnframt að hafa i huga, að víða er þörf brúarframkvæmda á landinu, ekki sízt hvað snertir endur- byggingu brúa á aðalvegum, þar sem umferðin er mesit. Og þar sem takmörkuðu fé er hverju sinni varið til brúarframkvæmda hlýtur það hverju sinni að vera matsaitriði, á hverju liggur mest að framkvæma. Vegna fyrirspurnari nnar kvaðst ráðherra bafa lagt nokkr ar spumingar fyrir vegamála- stjóra og kvaðst hann vona, hð alþingismenn yrðu sér sammála um, að drátiturinn á byggingu brúarinnar yfir Hofsá stafaði af því, að aðnar brúarframkvæmd- ir kölluðu enn meira á. í fyrsta lagi spurði hann vega málastjóra, hvaða brýr var sam- þykkt að byggja fyrir fé úr brúarsjóði 1958. En þá var ákveð ið, að á næstu þrem árum skyldu byggðar brýr á Homafjarðar- fljót, Mjósund í Eyrarsveit og Ytri-Rangá hjá Hellu. Enn frem ur var ákveðið, að þegar bygg- ingu þessara brúa yrði lokið, skyldi byggð brú yfir Hofsá og kostnaður greiddur úr brúar sjóði að svo miklu leyti, sem fjárveitingar í fjárlögum hrykkju ekki til. Þá er spurt: Hver er áætlað- ur kostnaður við brúargerð á Hofsá. En saimkvæmt kostnað- aráætlun, sem gerð var í haust er áætlað, að brúin muni kosta 3,2 millj. kæ., en brúin á í geymslufé 480 þús. kr. frá fjár- veitingum 1957 og 1958. Þriðja spumingin er: Hvaða brýr hafa verið byggðar árlega fyrir fé úr búarsjóði og síðan? Lokið hefur verið þeim þrem brúm, sem fyrr er getið og jafn- framt brú yfir Fjallsú á Breiða- merkursandi, yfir Brúará á Laug ardalsvegi, lokið við uppfyllingu við brúna við Ölfusá, endur- byggð brúin á Klifanda í Mýr- dal, en búizt var við að húa mundi hverfa einn góðan veð- urdag, ef hún yrði ekki endur- byggð, en sú brú er í aðal- braut. Lokið var við brú yfir Brúará í Laugardal, yfir Gljúf- urá í Borgarfirði og Blöndu hjá Blönduósi. Þá verður væntan- lega lokið við að brúa Steina- vötn í Suðursveit á næsta ári. Hólmsá í Skaftártungu var endurbyggð s.l. sumar, þar sem stærri bílar komust ekki yfir þá brú sem fyrir var. Þá var ekki auðið að láta lengur bíða að endurbyggja brú yfir Þverá á Suðurlandsvegi, þar sem vega málastjóri taldi að gamla brú- in, sem var timburbrú frá 1932, gæti fallið niður hvenær sem væri undan hinum stóru og þungu bílum. Kvað ráðherra ekki vafa leika á, hver nauðsyn var á, að þessar brýr yrðu byggð ar. Þau verkefni, sem bíða úr- lausnar í brúarmálum á vegum brúarsjóðs á árinu 1964 og síðar, eru þeesi: Miðfjarðará á Norð- urlandsvegi, brú á Steinavötn 1 Suðursveit, brú á Tungufljót og Brúará í Biskupstungum, brú á Hofsá í Vopnafirði, brú á Fnjósk á á Norðurlandsvegi, brú á Skjálflandafljót á Norðurlands- vegi, brú á Laxá hjá Búðárdal á Vesturlandsvegi, brú á Norð- urá hjá Haugum í BorgarfirðL Þessar átta brýr þarf að byggja á næsta ári 1965 og munu sermi lega kosta nær 30 millj. kr. og þarf því ekki að reikna með, að unnt verði að ljúka þeim öllum á næsta ári, jafnvel þótt ný vegalög komi og aukið fjármagn. Loks kvað ráðherra vel koma til greina, að brúin yfir Hofsá yrði byggði á næsta ári, vegna þess, smíði henna kallar meira á, eins og fyrr segir, vegna mjólkursitöðvarinnar 1 Vopna- firði. Síðan rakti ráðherra, að víð- ar væri mikil þörf brúa, en hér er rakið og tilnefndi nokkr- ar brýr í því sambandi. Aukinn iðnrekstur í kaup- túnum og kaupstöðum Alþingismennirnir Björn Páls- son, Gunnar Gíslason og Bene- dikt Gröndal hafa lagt fram svo hjóðandi tillögu til þingsálykt- unar: Alþingi ályktar að fela 5 manna nefnd að athuga, hvað hægt sé að gera til að auka iðn- að í þeim kauptúnum og kaup- stöðum úti á landi, þar sem ónóg er atvinna. Alþingi kýs tvo menn í þessa nefnd, en ríkisstjórnin skipar þrjá, og skulu þeir vera sérfróðir í iðnaðarmálum. Störf nefndarinnar skuiu vera: 1. Athugun á því, hvar mest er þörf fyrir aukinn iðnað vegna ónógrar atvinnu. 2. Athugun á því, hvaða iðn- greinar er hagkvæmast að starf rækja á hverjum stað. 3. Að gera tillögur um, á hvern hátt eigi að útvega fjármagn, svo að hægt sé að starfrækja iðn- fyrirtækin. ar kvaðst hann vænta þess, að rannsóknir yrðu ekki látnar nið- ur falla, unz ákveðin niðurstaða lægi fyrir og treysti hann ríkis- stjórninni til að styðja að þessu nauðsynjamáli eftir föngum. Kvaðst hann ekki í vafa um, að einihvern tima yrði reist höfn í Dyrhólaey, svo framarlega sem það væri framkvæmanlegt 4. Að gefa upplýsingar um þá faglegu þekkingu, sem nauðsyn- leg er, til þess að hægt sé að starfrækja þau iðnfyrirtæki, sem nefndin leggur til að stofnuð verði. í niðurlagi greinargerðar með tillögunni segir svo: Kauptún og kaupstaðir úti á landsbyggðinni hafa þýðingar- miklu hlutverki að gegna í lífs- baráttu þjóðarinnar, svo að hægt er að nýta auðlindir sjávar og sveita. Til þess að fólkið vilji og geti búið þar og unga fólkið flytjist ekki burt, um leið og það er vinnufært, þarf að auka atvinnuöryggið og gera atvinnu- lífið fjölbreyttara. Það tekst ekki, nema iðnaðurinn sé auk- inn. Ýmiss konar iðngreinar geta komið til greina, svo sem skipa- smíði, yfirbygging bíla, fatagerð, sælgætisgerð, ullariðnaður, sútun skinna, húsgagnasmíði, efnaiðn- aður, smíði á síldartunnum, auk in nýting sjávarafurða o.fL Meiri tilfærsla á fólki og fjár- magni í landinu en þegar er orð- in er meir en vafasöm. Frekari þróun í þá átt ber að hindra með því að efla atvinnulífið þar, sem þess er þörf. Það verður tæpast gert, nema þjóðfélagið í heild stuðli að því með útvegun fjár- magns og tækniaðstoð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.