Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ
22
OThhrrrtttá a -R* laefc* f'9#Ö
UM BÆKUR
Árni Óla:
ERILL OG FERILL
BLAÐAMANNS.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Reykjavík 1963.
452 bls.
„Ég varð fyrs’ti blaðamaður á
íslandi,“ segir Árni Óla í bók
sinni, Erill og ferill blaðamanns
hjá Morgunblaðinu urn hálfa öld.
Ótrúlegt, en satt. Þegar hann
hóf blaðamenns*ku, voru íslenzku
vikublöðin „ekki viðameiri en
svo, að einn maður gat séð um
útgáfu þeirra. Kæmi það fyrir,
að tveir menn væru við sama
blað, þá hétu þeir báðir ritstjór-
ar. Og eina dag'blaðið, sem hér
var þá, Vísir, var eml eigi svo
úr grasi vaxið að ritstjórinn
gaeti haft aðstoðarmann."
Brill og ferill blaðamanns er
hívorki ævisaga, fslandssaga né
veraldarsaga. Og þó er hún í
raun og veru allt þetta. Hún er
ævisaga að því leyti, að hún
greinir frá þeim þætfi úr ævi
höfundar, sem að starfi hans
vissi. Og hún er íslandssaga og
veraldarsaga I þeim skilningi, að
þar er getið urn hetztu viðburði,
innan land's og ufan, sem blaða-
maðurinn lét sig varða á því
tiímabili, sem um ræðir. Og
hvað er það, sem blaðamaður
lætur sér ekki við koma?
í formála gerir höfundur eftir-
farandi grein fyrir tilurð verks-
ins: ....mér 'hefði sjáilfum ald-
rei flogið í hug að rita þessa bók.
En nú á Morgumblaðið hálfrar
aldar afmæli 2. nóvemiber 1963
og þess vegna fór stjórn blaðsins
þess á leit við mig, að ég skrif-
aði endurminningar frá blaða-
mannsferli mínum. Færði hún
fram tvær ástæður fyrir þessu.
Hin fyrri var sú, að endurminn-
ingar mínar yrði um leið brot
úr sögu blaðsins frá upphafi, þar
sem ég hefði byrjað að starfa
hjá því áður en það hóf göngu
sína, og væri enn starfandi hjá
því. Hin ástæðan var sú, að það
væri einsdæmi í sögu iandsins,
að blaðamaður hefði starfað jafn
lengi við sama blað, og vegna
þessarar löngu blaðamennsku
væri ég ekki að trana sjálfum
mér fram, þótt ég skrifaði endur
minningar mínar, ■— mér bæri
í rauninni skylda til þess vegna
sögu íslenzkra dagblaða.“
Höfundur minriist í upphafi
stofnenda blaðsins, þeirra Ölafs
Bjömssonar ög Vilhjálims Fin-
sens, og segir frá því, hvernig
það atvikaðist, að hann réðst til
þeirra sem blaðamaður. Síðan
,t,
Maðurinn minn
ÍSAK JÓNSSON
skólastjóri
andaðist í Landsspítalanum 3. desember sl.
Sigrún Sigurjónsdóttir.
Bróðir okkar
ALBERT RÓSINKARSSON
frá Súðavík,
andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins 3. desember sl.
Karitas Rósinkarsdóttir, Sigurrós Rósinkarsdóttir,
Aðalheiður Rósinkarshdóttir, Kristóbert Rósinkarsson.
Útför mannsins míns
STEINGRÍMS BJÖRNSSONAR
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. þ.m. kl. 10,30.
Emilía Bjarnadóttir.
Móðir mín
BERGLJÓT RUNÓLFSDÓTTIR
frá Hólmi í Landbroti,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, fimmtudaginn
5. desember kl. 13,30. — Jarðsett verður í Fossvogs-
kirkjugarði.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á bygginga-
sjóð Hallgrímskirkju.
Hilmar B. Ingvarsson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
ÓLAFS H. SVEINSSONAR
frá Firði.
Guðrún Ingvarsdóttir, höm og tengdabörn.
Innilegar þakkir til ailra, sem auðsýndu okkur
samúð við andlát og jarðarför
ELÍASAR ÁRNASONAR
Eiginkona, sonur og systkini.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu
MARIE MÚLLER
Gerd Hallvarðsson, Sigurjón Hallvarðsson,
Tonny Múller, Kristinn Guðjónsson,
Leifur Múller, Bima Múller,
bamabörn og bamabamaböm.
segir hann frá ’helztu merkisat-
burðum, sem gerzt hafa á blaða-
mannsferli hans, og getur helztu
manna, sem hann kynntist vegna
starfs síns. Saga blaðsins fléttast
að sjálfsögðu inn í þær frásagnir.
Næst síðasti kafli bókarinnar
fjallar svo um Lesbóikina, en
Árni Óla var sem kunnugt er
ritstjóri hennar ti'l ánsins 1961.
Að lokum er svo „Ofurlítil
eftinhreyta", þar sem höfundur
segir í örstuttu yfirliti frá því
helzta, sem gerzt hefur á starfs-
ævi hans.
Leikhúsgestur 9ér það, 9em
fram fer á sviðinu, en hefur oft
og tíðuim litla hugmynd um það,
sem gerist þar á bak við. Eins
er um blaðalesanda. Hann fær
blaðið á degi hverjum, les það
við misjafnar aðstæður og af
mismunandi miklum áhuga og
afhygli og bugieiðir sjaldan,
hversu mikið fé og fyrirhöfn eitt
einasta blað kostar.
Árni Óla leiðir lesandann að
tjaldabaki i bók sinni og veitir
honum hlutdeild í áfhuga og á-
hyggjuim blaðamannsins. Og það
er ekki ólífct því, að farið sé
með leikbúsgest á bak við svið-
ið, þar sem hann getur fylgzt
með því, sem gerist, áður en
verkið er flutt áhorfendum. Þeg
ar dagblað kemur fyrir sjópir
lesandans, er blaðamaðurinn
horfinn í sku.ggann á bak við
verk sitt, meira að segja svo,
að nafn hans er sjaldan getið.
En hér leggur lesandinn upp í
ferð með blaðamanninum og
fylgist með starfi hans frá upp-
hafi.
Ef einhvern tíma verður stofn
aður á Íslandi skóli fyrir blaða-
menn, er ekki ólíklegt, að EriLl
og ferill blaðamanns verði meðal
þeirra rita, sem nemendúim hans
verði gert að kynna sér.
Mikilil hluti bókarinnar er um
fréttir og fréttaöflun, og segir
þar frá mönnum og atburðum
í Ijósi þess. Við lestur þeirra
frásagna verður manni á að
spyrja, hvort dagblöðin leggi
ekki of mikla áherzlu á frétta-
þjónustu á kostnað annars efnis,
t.d. fróðlegra greina. í því sam-
I
’bandi má minna á, að höfundur-
inn er nú ekiki þekktastur sem
fréttamaður, heldur sem fræði-
maður, einkum vegna þeirra
mörgu greina, sem hann setti
engar ýkjur, þótt sagt sé, að
hann ávann Lesbókinni svo
mikilar vinsældir, að hún varð
í tölu þess, sem almennast hefur
verið lesið hér á landi. Og hann
átti mikinn þátt í að móta þær
frásagnaraðferðir, sem nú eru
við hafðar, þegar lesefni er unn-
ið úr þjóðlegum fróðleik.
Fimimtíu ár er ekki langur
ikafli í sögu þjóðarinnar, ef litið
er á árafjöldan einan. En sögunn
ar blóð rennur mishratt. Á síð-
astliðnum fimm áratugum hefur
svo margt gerzt í sögu Islend-
inga, að því er líkast, sem marg-
ar aldir hafi þeyst hjá garði.
í erindi því, sem Sigurður Nor
dal flU'tti á fimmtíu ára afmælis-
hátíð Háskóla íslands, sagði
hann meðal annars: „Þegar gætt
er framfaranna í ýmsum löndum
Norðurálfu,, má til sanns vegar
færa, að íslendingar hafi undir
lok nitjándu aldar að sumu leyti
verið lengra á eftir öðrum þjóð-
um en nokkru sinni fyrr.“
íslendingurinn um aldamót
stóð í mörgu tilliti nær land-
námsmanni en nútímamanni.
Sveitapiltur, sem kom til Reykja
víkur á árunum fyrir fyrri hekns
sfyrjöldina í þeim vændum að
gerast blaðamaður, átti fyrir
höndum að hlaupa ýfir margar
aldir.
Þegar Vilhjálmi Finsen hug-
kvæmdist fyrst að stofna dag-
blað í Reykjavík, voru íbúar
bæjarins aðeins um átta þúsund.
Honum var tjáð af reyndum
blaðamanni erlendum, að á svo
fámenmum stað gæti dagblað
ekiki þrifizt; hann yrði að bíða,
þangað til Reykvíkingar ýrðu
að minnsta kosti tólf þúsund.
Þegar hann svo hileypti Morgun-
blaðinu af stokkunum, var íbúa-
fjöldinn kominn litið eitt yfir
það mark. Reykjavík hefur þá
verið þriðjungi stærri en Akur-
eyri er nú.
En bvernig hefur höfuðborg-
inni reitt af á þeim fimimtíu ár-
um, sem síðan eru liðin? Nú
stefnir íbúatalan í Stór-Reykja-
vík hröðum gkrefum á hundrað
þúsund. Það liggur við að kalla
megi landnámsmenn, þá sem
fluttust til bæjarins upp úr alda-
mótum. Bærinn hafði þá enn á
sér hið gamla svipmót, það svip-
mót, sem nú er óðum að mást
af honum og verður líklega að
fullu horfið eftir fáeina áratugi.
Þá var bærinn svo persónulegur,
að mörg íbúðarihús voru enn
kennd við eigendur.
Margt hefur verið sikrifað um
gömlu Reykjavík. En fáir hafa
lagt þar af mörkum drýgri skerf
en Árni Óla. Hann hefur verið
manna fundvísastur í leitinni að
fróðleik frá fyrri tíð. Og honum
tókst að gæða frásagnir sínar
rammri angan gamalla minn-
inga..
Þegar litið er yfir þá hálfa öld,
sem bókin fjallar um, rekst mað-
ur ekki aðeins á frásagnir af at-
burðum, sem taldir eru sögulega
merkilegir. Þar er einnig sagt
frá ativikum, sem nú eru fallin
í gleymsku, þótt markverð þættu
á sinni tíð. Þannig segir t.d. frá
heimsóknum erlendra flugvéla á
þriðja og fjórða tu.g aldarinnar.
Flugið var þá ekiki orðið svo
hversdagslegt sem það er nú.
Það hafði enn á sér ævintýra-
blæ. Fregnmiði í glugga Morgun
blaðsins, um að flugvélar væri
von til landisins, megnaði að
koma ö>llu á hreyfingu í bænum.
Og nöfn flugkappanna voru á
allra vörum.
Það er margt, sem rásin tíða
drepur á dreif, áður en liðinn
tíimi verður að sögu. Því má
vera, að saga blaðamanns sé
sönnust sagna, þegar öllu er á
'botninn hvofltf.
En Erill og ferill greinir frá
fleira en mönnum, sem orðið
hafa á vegi blaðamannsins, og
málefnum, sem hann hefur látið
til sín taka. Ef lesið er á milli
Línanna, er einnig hægt að fylgj-
ast með þeim viðhorfum, sem
þróazt hafa í hugarfylgsnum
landsmanna á þessari síðastliðnu
hálfu öld. Það er ekki ófyrir-
synju, að höfundur endar bók
sína með þessum orðum: „Ég
hefi séð barlómsþjóð breytast í
stórhuga þjóð.“
Allmargar myndir eru á víð
og dreif um bkina, og eru þær
misgóðar. Sumar eru ekki til
neinnar prýði.
Erlendur Jónsson.
Permanent litanir
geislapermanent, — gufu
permanent og kalt perma-
nent. Hárlitun og hárlýsing
Hárgreiðslustofan Pcrla
Vitáátíg 18 A - Sími 14146
OKKAR Á MILLI SAGT
* * *
Menningarmálaráðherra Frakka,
hefur forgöngu
um viðhald og
endurbætur á
gömlum hygg-
ingum í París.
Fyrir skömmu
réði hann mál-
arann Marc
Chagall til þess
að mála nýja
loftskreytingu í
óperuna. Marg-
ir Parísarbúar
hafa látið í Ijós reiði sína vegna
þessa, því að þeir telja, að lista-
verk Chagalls verði ekki í sam-
ræmi við aðrar skreytingar í óper-
unni. En Malraux hefur vaðið
fyrir neðan sig. Loftið, sem Chag-
all vinnur að, verður sett nokkr-
um metrum neðar en það, sem
fyrir er og falli það ekki í smekk
Parísarbúa verður það tekið niður
og því komið fyrir á safni.
♦ * *
Nýjasta veitingahúsið í París
nefnist „Le Robespierre4* og er í
húsinu, sem hinn illræmdi bylt-
ingarleiðtogi bjó í á tímum „ógnar
stjórnarinnar“. Við inngang veit-
ingahússins er lítil fallöxi, sem
notuð er til þess að skera brauð.
* * *
Nafn hins nýja forsætisráðherra
Breta, Homes, er stafsett eins og
enska orðið home, sem þýðir
heimili, en borið fram hjúm.
Framburðinum var breytt endur
fyrir löngu, en þá átti forfaðir
núverandi forsætisráðherra (skozk-
ur aðalsmaður) í ílldeilum við aðra
skozka aðalsætt. Ættarhöfðingjarn-
ir söfnuðu liði og héldu til bar-
daga. Home lávarði fannst sínir
menn ekki berjast nægilega liraust
lega, reið fram fyrir hópinn, hvatti
þá og hrópaði „Ilome, Home . .
til þess að minna á fyrir hvern
þeir væru að berjast. Hermenn-
irnir misskildu foringja sinn, og
sneru hestum sínum heim á leið.
Eftir þennan atburð var framburði
nafnsins breytt til þess að koma í
veg fyrir að slíkt endurtæki sig.
* * *
Og hér er önnur saga um ætt-
menni Homes, forsætisráðherra:
Fyrir nokkrum árum var um fátt
meira rætt, en samdrátt Margrétar
Svíaprinsessu og brezka píanó-
leikarans Kobins Douglas-Home.
Robin er bróðursonur Homes for-
sætisráðherra, en við sænsku hirð-
ina þótti hann ekki nægilega ætt-
göfugur fyrir prinsessuna. Þegar
faðir Robins, Henry Douglas-
Home, frétti þetta, brást hann
reiður við og sagði við frétta-
menn, að væri maður af einni
elstu og göfugustu ætt Skotlands
ekki jafningi prinsessu af ætt hins
óbreytta franska hermanns Berna-
dotte, gæti sænska konungsættin
tekið saman föggur sínar og farið
heim til Frakklands. Ilome, for-
sætisráðherra, sem þá var ný-
lendumálaráðherra, sendi bróður
sínum tóninn, er áðurnefnd um-
mæli hans birtust á prenti. Bað
hann Henry lengstra orða, að
móðga sænsku konungsfjölskyld-
una ekki framar.
* * *
Skömmu eftir að Konrad Aden-
auer lét af embætti kanzlara Vest-
ur-Þýzkalands, gekk hann í félag,
s e m nefnist
„Göngumenn-
irnir“. Allir
meðlirair félags
ins fá í hendur
sérstök hefti
þar sem þeir
skrá vegaiengd-
irnar, sem þeir
ganga. Ef þeir
ganga 100 km.
fyrsta árið í
félaginu fá þeir bronzaðan skó,
en gangi þeir 200 km. er skórinn
gullhúðaður. Talið er að kanzlar-
inn fyrirverandi láti sér ekki
nægja nema gullskó þó að hann
sé kominn á hátt á níræðisaldur.
♦ * *
Þegar Fidel Castro komst tll
valda á Kúbu þjóðnýtti hann eign-
ir fyrirtækisins, sem framleiddi
hið fræga „Bacardi“ romm. Fyrr-
verandi eigendur fyrirtækisins
hafa kvartað undan því, að Castro
s^elji nú nær allt romm, sem brugg
að er á Kúbu undir nafninu
„Bacardi“ og benda á, að frá því
að Castro varð forsætisráðherra
hafi um 99% allra hluthafa í
Bacardifélaginu flúið frá Kúbu og
auk þess allir, er þekkja hina
leynilegu uppskrift, sem sannt
„Bacardi“ romm er bruggað eftir.
okkar á milli Aagt ...
Andre Malraux,