Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 5. des. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
31
Kvöldfundur á
Alþingi um
í gærkvöldi var haldinn íund-
ur í sameinuðu þingi og fjallaði
um þingsályktunartillögu Eagn-
ars Arnalds o.fl. svohljóðandi:
„Alþingi ályktar ftð gefnu til-
efni að lýsa yfir því, að óheim-
ilt er að gera nokkra samninga
við Atlantshafsbandalagið um
framkvæmdír í Hvalfirði, nema
samþykki Alþingis komi til.“
Á dagfundi í gær fylgdi fyrsti
flm. till. úr hlaði og lagði á-
herzlu á að ríkisstjórnin hefði
ekki haft samráð við Alþingi
um framkvæmdir varnarliðsins
hér á landi. Vitnaði hann til
stjórnarskrárinnar af þessu til-
efni.
Fundur stóð enn um kl. 23
er fréttamaður yfirgaf þingsali
og höfðu þá auk flm. tekið til
máls Guðmundur í. Guðmunds-
son utanríkisráðherra, Eysteinn
Jónsson, Gils Guðmundsson,
— Fiskimálaráð-
stefnan
Framhald af bls. 1.
þess vottaði fyrir samkomulagi.
Meðal Breta mun þegar hafa gætt
nokkurra vonbrigða yfir því, hve
lítt miðar í átt til samkomulags.
•
Stefna Breta varðandi fisk-
verzlunina er sú, að á því sviði
ríki sem mest frjálsræði. Brezkir
togaramenn, sem kvarta undan
því, að þeir séu útilokaðir frá
fiskimiðum í Norðursjó og á A-
Atlantshafi, eru einnig óánægðir
með aðstöðu sína á mörkuðum
ýmissa ríkja Efnahagsbandalags-
ins, einkum í V-Þýzkalandi. —
Eretar hafa þegar látið í ljósi, að
þeir hafi í hyggju að færa í sum-
ar út sína eigin fiskveiðilögsögu,
sem nú er þrjár mílur og mun
það líklega ætlun þeirra að beita
þeim hugsanlega möguleika til
að knýja fram bætta markaðsað-
stöðu. Sá er þó hængur á, að að-
jldarríki Efnahagsbandalagsins
hafa alls ekki komið sér saman
um heildarstefnu í fiskimálum.
Kann það að tefja verulega fyrir
því, að Bretar nái hagstæðum
samningum.
Engin vísbending hefur komið
fram um það af hálfu Breta, hve
mikið þeir muni færa út fiskveiði
lögsögu sína, náist ekki heildar-
samningar. Frakkar hafa bent á
samning frá árinu 1838, þar sem
m.a. er fjallað um fiskveiðilög-
sögu Frakka og Breta. Staðhæfa
Frakkar, að samningurinn sé ó-
uppsegjanlegur — og reynist sú
staðhæfing hafa við einhver rök
að styðjast kann málið að fara
fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag.
„Financial Times“ skrifar um
fiskveiðiráðstefnuna í dag og
segir m.a. „að Bretar skuli hafa
boðað til þessarar fiskimálaráð-
stefnu nú, bendi til þess að
stjórninni sé mikið í mun að sam
komulag náist um almenna lausn
hinna margumdeildu fiskimála.
Ennfremur, að hún sé reiðubúin
að halda á lofti hugsanlegri út-
færslu brezkrar fiskveiðilögsögu
til þess að flýta fyrir samkomu-
lagi. En það eru ýmis önnur at-
riði en fiskveiðitakmörkin, sem
semja þarf um, einkum aðgangur
að mörkuðum Efnahagsbanda-
f ^sins og varðveizla fiskistofna
1^tð alþjóðlegum reglugerðum
M.r' möskvastærð. — En aðildar-
jrf« Efnahagsbandalagsins eru
íem stendur enn fjær því að kom
ast að samkomulagi um heildar-
stefnu í fiskimálum, en landbún-
aðarmálum og getur því orðið
erfitt að ná samkomulagi á þessu
stigi málsins. Náist samkomulag
ekki, kann svo að fara, að brezka
stjórnin neyðist til þess að færa
út fiskveiðitakmörkin og veita
brezkum fiskimönnum einhverja
aðstþð í líkingu víð aðstoð henn-
ar við bændur, t.d. með því að
takmarka innflutning. Horfurnar
eru því ekki vænlegar“.
varnarmál
Ragnar Arnalds. Utanríkisráð-
herra á ný og Einar Olgeirsson.
Utanríkisráðherra vitnaði til
heimildar skv. varnarsaminingi
og taldi þær lítilvægu fram-
kvæmdir, sem nú væru fyrir-
hugaðar í Hvalfirði, þ.e., endur-
nýjun olíugeyma, að fullu heim-
ilar svo og byggingu bólvirkja
í sambandi við olíustöðina. Eng-
ar flotastöðvarframkvæmdir
væru fyrirhugaðar.
Eysteinn Jónsson lýsti fylgi
framsóknarmanna við till. á
grundvelli þess að ekki mætti
heimila NATO byggingu nýrra
herstöðva hér á landi, en fram-
kvæmdir þessar féllu undir það.
r
AreksturáHellis-
heiði
Litlu munaði, að stórslys yrði
á Hellisheiði um fcl. 11 á þriðju-
dagsmorgun. Þar varð harður
árekstur milli 29 manna áætlun-
arbíls og vörubíls. Var sá síðar-
nefndi að fara fram úr bíl, þegar
„rútan” kom á móti, svo að á-
rekstur varð óumflýjanlegur.
Skullu bílarnir saman af miklu
afli og lentu báðir út af veginum
með framendann. Báðir eru þeir
allmjög skemmdir, en slys urðu
ekki á mönnum.
Innbrot í söluturn
í FYRRINÓTT var brotin rúða
í söluturni í Háaleiti. Seildist
þjófurinn inn um gatið, og náði
tveimur japönskum gaskveikjur
um og 270 kr. í peningum.
Hoppdrælti DAS
í FYRRADAG var dregið í 8. fl.
Happdrættis D.A.S. um 150 vimn
inga og féllu vinningar þannig:
2ja herb. íbúð Ljósheimum 22,
4. h. (D) tilbúin undir tréverk
kom á nr. 51139. Umb. Egilsstað-
ir.
2ja herb. íbúð Ljósheimum 22,
7. h. (B) tilbúin undir tréverk
kom á nr. 48560. Umb. Akureyri.
Opæl Cadett fólksbifreið kom
á nr. 32121 Umb. Akureyri.
Volkswagen fólksbifreið kom
á nr. 7161. Umb. Aðalumboð.
Bifreið eftir eigin vali kr.
120.000,00 kom á nr. 33915. Umb.
Aðalumboð.
Bifreið eftir eigin vali kr.
120.000,00 kom á nr. 44356 Umb.
Aðalumboð.
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert:
9972 19851 22031 25367 33799
42331 58301 58372 60732 61946
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir kr. 5.000,00 hvert:
417 435 769 892 1019
1211 1302 1560 1580 2716
3123 4256 4849 5365 6168
6602 7109 7719 8087 8299
8451 8677 8790 9043 9450
10907 11217 11284 11593 12713
12767 13869 15311 14434 14468
15437 16328 17086 17745 18073
18115 18304 18422 20573 20722
20977 21744 21794 21884 25144
26214 26435 27013 27578 27751
28044 28960 29069 29255 29695
30749 31344 31608 31765 31857
32305 33527 33871 35058 35115
35507 36661 36710 36870 37434
37511 38182 38466 38696 40526
41347 41709 41745 42444 42811
43545 43883 44806 44954 44997
45726 46699 47542 47125 47737
49014 50279 50988 51076 51866
52430 52883 53270 53310 53311
55140 55224 56146 56534 56823
56915 56971 57290 57446 57449
57482 57685 57827; 57864 57938
58^33 58525 58669 59223 59875
60855 61494 61593 62308 62897
62958 63243 64166 64889
(Birt án ábyrgöar).
— Ævisaga
Framhald af bls. 32
ingar í sókn sinni til vaxandi
menningar“.
„íslenzkir lesendur eru tæpast
vel við því búnir að taka við ber-
söglu riti um nýrra tíma í sögu
vorri. Það sem af er aldarinnar
hefur löngum tíðkazt hér á liandi
að skrifa óvægilega í garð lif-
andi manna, oft af því hirðuleysi
um sanngimi og sannleik, að
þjóðinni er til mestu vansæmd-
ar, — en hinsvegar, svo sem til
yfirbótar, gott eitt og loflegt,
satt og ósatt, um látna forustu-
menn í opinberu lífi. Þessu er
öfugt farið með öðrum þjóðum,
þar sem ég þekki til. Þar er
fremur skrifað af aðgát og kurt-
eisi um lifandi menn, í merkari
blöðum og ritum, en hinsvegar
talið eðlilegt að öll kurl komi til
grafar, þegar frá líður, um feril
og áhrif þeirra manna, sem
mest koma við sögu þjóðanna.
Sagnritun er leit að sannleik-
anum, með allar staðreyndir að
uppistöðu — og þó ónógri, nema
til komi ihugun og inmsæi, sem
skýri tildrög og ástæður og leggi
mat á menn og viðburðL í um-
mælum um fyrra bindi þessa rits
hef ég þótzt verða var við þá
skoðun, að réttur höfundar til
túlkunar og mats væri háður því
skilyrði, að frásögn og skoðun
yrði öllum þeim til vegsemdar
og lofs, sem um er fjallað; að
hlutleysi í sagnritun væri ein-
mitt í því fólgið að svo væri um
séð, að flestir forvígismenn,
yrðu sem jafnastir að öllum
heiðri. Þá kunna og margir því
illa að haggað sé við hugmynd-
um þeirra um leiðtoga nýliðins
tíma, og jafnt þótt þær styðjist
við litla þekkingu og séu aðallega
erfðahugmyndir frá foreldri og
ætt. En alvarleg sagnaritun fæst
við að lýsa mönnum, eins og
þeir kusu að vera. Og skilningur
sagnritara á leiðtogum og við-
burðum verður að dæmast á
þann mælikvarða einan, hvort
hann teljist heilbrigður og á
rökum reistur".
„Eg hef ætlað skoðunum and-
stæðinga Hannesar Hafsteins
engu minna rúm en málflutningi
hans sjálfs og fylgdarmanna
hans, og að öðru leyti sagt sög-
una eins og hún kom mér fyrir
sjónir. Eg hef gert mér far um
óhlutdrægni. Þó munu menn
spyrja hvers vegna tæpast sé
blettur né hrukka á framferði
Hannesar Hafsteins, en andstæð
ingum hans hinsvegar sitthvað
til lýta lagt. Það er einfaldlega
af því, að þannig var saga Hann-
esar Hafsteins, á þessu árabiii
— og þannig andstæðinga hans.
Þannig var saga þessa tíma. Mér
er ekki kunnugt um neitt, sem
varpi minnsta skugga á stjórn-
málaferil Hannesar Hafsteins á
þessum árum; sem annað sýni en
hreinan, sterkan vilja að vinna
landi sínu sem bezt, og koma
vel fram við hvern mann. En ef
Veltur ú ýmsu ú gosstuðnum
Fréttaritari Mbl. í Vestmanna |
eyjum skýrði blaðinu svo frá
í gærkvöldi að gosið hefði geng-
ið heldur skrykkjótt í gærdag
á meðan séð varð til þess. Á
milli kl. 10-11 í gærmorgun urðu
allmargar sprengingiar, sumar
gífurlega miklar, og náði þá ó-
Telpa fyrir bíl
á jaugavegi
LAUST EFTIR kl. 18 í gær varð
fjögurra ára telpa, Ragna Sigur
steinsdóttir, Snorrabraut 32, fyr
ir vörubifreið á Laugavegi móts
við Mjólkurstöðina.
Var vörubifreiðin á leið vest
ur Laugaveg, en telpan mun
hafa komið suður yfir götuna.
Varð hún fyrir hægra fram-
bretti bifreiðarinnar. Ragna var
flutt í slysavarðstofuna, en hún
mun m.a. hafa hlotið handleggs
brot.
slitin gjallsúlan hátt á annan
kílómeter í loft upp, að því er
fréttaritarinn taldi. Síðan áró
snögglega úr gosinu, og eyjan
þurrkaðist alveg af gosmekkin-
um í ca. hálfa mínútu, en síðan
komu nokkrar minni sprenging-
ar.
Frá kl. 11:03 var ekkert gos
í 12-13 mínútur, en þá gufaði þó
á eyjunni í nokkurn tíma án
þess að nokkur gosefni sæjust.
Jókst þetta smátt og smátt, og
fóru síðan að sjást svartir
sprengistrókar. Um tvöleytið
var gosið aftur orðið nokkuð
kröftugt, en hætti síðan að
mestu. Skömmu síðar tók fyrir
skyggni frá Eyjum.
Jólatré með
Gullfossi
Kristiansand, 4. des. NTB
íslenzka farþegaskipið „Gullfoss”
kom til Kristiansand í morgun
og tók þar þrjú stór jólatré, sem
fara eiga til Islands. Þau eru gjaf
ir frá Norðmönnum — Tvö eiga
að fara til Reykjavíkur, annað
frá Sogni, hitt frá Osló, en það
þriðja er gjöf frá Kristiansand til
vinabæjarins Keflavíkur.
Meðal farþega um borð í Gull-
fossi var hinn víðkunni rithöf-
undur Halldór Laxne&s.
Togarasölur í
vikunni
NOKKRIR togarar hafa selt og
munu selja í þessari viku í
Þýzkalandi og Bretlandi.
Júpiétér seldi á mánudaginn í
Þýzkalandi 129 tonn fyrir 107,370
mörk.
Þormóður goði seldi einnig á
mánudaginn í Þýzkalandi 72 tonn
fyrir 72,062 mörk og að auki 50,5
tonn af síld fyrir 17,247 mörk.
Skúli Magnússon seldi á þriðju
daginn í Þýzkalandi 97,9 tonn fyr
ir 86,515 mörk og að auki 36,3
tonn af síld fyrir 14,565 mörk.
Röðull seldi í gær, miðviku-
dag, 74,5 tonn fyrir 60,500 mörk.
Haukur selur í dag í Þýzka-
landi, og á föstudag selja Hall-
veig Fróðadóttir í Þýzkalandi og
Fylkir í Bretlandi.
þessi saga ber öflugustu andstæð
inga hans annað vitni, þá er þó
hins að gæta, að af hverjum
þeirra má að sjálfsögðu draga
upp aðra mynd en fram kemur
í þessu riti, sem nær eingöngu
sýnir þá frá þeirri hlið, sem að
stjórnmálum sneri, og þá einkum
baráttunni gegn Hannesi Haf-
stein“.
„Að öðru leyti skal aðeins
minnzt á eitt sem fyrra bindi
þessa rits hefur verið fundið til
foráttu. Talið hefur verið óvið-
kunnanlegt að vitna í einkabréf
manna — sem þó er gert í ævi-
sögum um allan heim. Þau bréf
sem einkum er átt við geta þó
ekki hafa verið afhent til varð-
veizlu í Landsbókasafninu og í
Konunglega bókasafninu í Kaup-
mannahöfn í neinu öðru skyni en
því að gefa sagnariturum kost á
að notfæra sér þann fróðleik,
sem þar er að finna. Ef mér hefði
sézt yfir þessi bréf mundi ég vafa
lítið hafa sætt hörðustu ámælum
fyrir að hafa ekki fært mér í nyt
hinar öruggustu heimildir um til-
drög stjórnmálasögunnar, sem
til voru“.
Fyrsta bindi ævisögu Hannesar
Hafstein var í upphafi gefið út
í 6000 eintökum, en venjulega
gefur AB bækur sínar út í 3500
—4500 eintökum. Þrátt fyrir
þetta óvenjustóra upplag, seldist
fyrsta útgáfa bókarinnar upp og
gefin hafa verið út 2000 eintök
til viðbótar. Seldist fyrsta bind-
ið örar en nokkur AB-bók hefur
gert til þessa. Fyrri hluti ann-
ars bindis er gefin út í 8000 ein-
tökum.
Ævisaga Hannesar Hafsteins,
sem alls mun verða 3 bækur, er
prentuð í Steindórsprenti h.f„ en
kápan, sem teiknuð er af Atla
Má, er prentuð í Lithoprent h.f.
Sýning
föstudagskvöld
kl. 8.30
í Bæjarbíói.
Aðgöngumiðasala
frá kl. 4 í dag.
Sími 50184.
ÓLAÞYRftlAR