Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. des. 1963 NORSK OGISLENZK BÆJA NOFN VEITA UPPLÝSINGAR UM ÆTTSTÖÐVAR LANDNÁMSMANNA SUMARIÐ 1955 fóru íslenzku forsetahjónin í opinbera heim- sókn til Noregs. Við fórum þá þangað nokkrir blaðamenn í boði Ferðafélags Óslóborgar. Þegar hinni opinberu heim- sókn var lokið, bauð norska stjórnin forsetahjónunum í ferðalag run þau héruð Noregs þar sem vagga flestra land- námsmanna hafði staðið. Ég var svo heppinn að fá að vera með á því ferðalagi. Tók ég þá eftir því, að í Þrándheimi og Mærinni hvorri tveggja voru ýmis örnefni og bæjanöfn hin sömu og á íslandi. Þetta varð enn meira áberandi þegar kom suður að Sogni og í Fjörðuna. Þegar við sigldum frá Byg- stad út Dalsfjörðinn til að skoða ættstöðvar þeirra fóst- bræðra Ingólfs og Hjörleifs, skýrði Ragnvald Fagerheim kennari mér frá örnefnum og bæjanöfnum á báðar hendur, og þetta voru nöfn sem ég kannaðist við á íslandi. En er vér komum til Rogalands, var þar hver -bærinn við annan með „íslenzkum nöfnum“. Þar hafa bæjanöfn líka brjálast minna en víða annars staðar í Noregi. Og þá skaut upp hjá mér þeirri hugmynd, að ekki þyrfti annað en bera saman bæja- nöfn í Noregi og á íslandi til þess að staðfesta frásögn Land- námu um það hvaðan landnámsmenn hefði verið, og finna heimkynni þeirra, sem Landnáma getur ekki um hvaðan hafi verið. Mig langaði til þess að rannsaka þetta nánar, en mér gafst aldrei tími til þess fyrr en í sumar. Og hér kemur þá sýnishorn af þeim athugunum: MÖRG elztu örnefni og bæjanöfn þáttur i skapgerð norrænna hér á landi eru komin frá Noregi Landnámsmennirnir fluttu þau hingað með sér. Með því móti hefir þeim fundizt sem þeir flytti nokkuð af sál fósturjarðarinnar með sér og rótfestu hana í hinum nýju heimkynnum. Hið fram- andi land varð ekki lengur fram- andi þegar fjöll þess og hálsar, ár og vötn, dalir og nes höfðu fengið kær nöfn frá heimabyggð- inni. Nöfnin minntu landnáms- menn á, að þeir væri heima hjá sér, enda þótt þeir væri í nýju landi. Og þó varð þetta enn raun- verulegra, er þeir höfðu gefið bæjum sínum nöfn bæja sinna í Noregi. Nú er fjöidi bæjanafna dreg- inn af staðhátcum og landslagi. Og þá munu landnámsmenn venjulega hafa valið bæjum sín- um þann stað, að nöfnin yrði sannnefni. Bóndanum frá Hlíð í Noregi veittist t.d. auðvelt að finna í landnámi sínu bæjar- stæði undir brekku, svo að hinn nýi bær gæti með réttu heitið Hlíð. Sama máli var að gegna um hina, sem voru frá Hóli, Nesi, Á, Kletti, Felli, Haga, Gili, Brekku, Bakka, svo að nokkur algeng nöfn séu nefnd. En nú gat staðið þannig á, að hið nýja landnám væri svo ólíkt heimabyggðinni, að landnáms- maðurinn gæti ekki fundið þar svipað bæjarstæði og hann átti fyrr, og það yrði því ekki sann- nefni, ef 'hann léti hinn nýja bæ sinn heita sama nafni og gamla bæinn. Ef um samsett nöfn var að ræða mátti breyta ofurlítið, td. Gýgjarbergi í Gýgjarhál, Asp arey í Asparvík o. s. frv. En hvað hefði átt að aftra landnáms- manni frá að láta nýja bæinn halda því nafni, sem honurn var kærast? Ekkert. Hann tók upp gamla nafnið óbreytt hvernig sem á stóð og vera má að til þess sé að rekja það fyrirbæri, að enn í dag heita ýmsir bæir nöfnum, sem ekki eru í samræmi við stað- háttu, og hafa nöfnin valdið mönnum heilabrotum vegna þess að þeir hafa ekki skilið hvers vegna heitir t. d. Nes þar sem ekkert nes er nærri, eða þá Fell á jafnsléttu og ekkert fell í nánd. Þessi nafnatryggð er áberanli manna. Þegar íslenzkir bændur fóru að nema land í Vesturheimi hér á árunum, völdu þeir nýju bæjunum sínum þar þau nöfn, sem þeim voru kær frá heima- högum, og skipti engu máli þótt staðhættir væru mjög ólíkir. Og þegar bændur flytjast úr sveit í kaupstað, er það altítt að þeir gefi húsi sínu þar, hvort sem það er timburhús eða steinhús, nafn jarðarinnar, sem þeir höfðu yfirgefið. Dæmi þessa eru mý- mörg um allt land og jafnvel hér í Reykjavík. Þetta er hin san\a minningatryggð og kemur fram hjá séra Jóni á Bægisá þegar hann orkti erfiljóðin um Vakra- Skjóna: Lukkan ef mig lætur hljóta líkan honum fararskjóta, sem mig ber um borg og tún, Vakri-Skjóni hann skal heita, honum mun ég nafnið veita þó að meri það sé brún. Þegar menn höfðu fengið sér nýjan bústað, gátu þeir ekki un- að öðru en að hann héti sama nafni og gamli bústaðurinn. Vegna þessa nafnagiftarsiðar kemur það alls ekki á óvart að hin elztu bæjanöfn hér eru hin sömu og í Noregi. Algengustu bæjanöfn í Noregi voru: Haug- ur, Hagi, Bakki, Dalur, Hlíð, Nes, Mór, Strönd, Völlur, Vík, Gerði og Ey og eru þau dreifð um allt iand. Hér eru þetta einnig algeng nöfn og dreifð um allar byggðir. En svo eru líka til í Noregi mjög algeng nöfn, sem hér eru fógæt, eða alls ekki til. Það eru nöfnin Vin, Heimur, Land og Þveit. Eru þau oftast í samsettum nöfnum og bendir þá forskeyti venjulega til umhverfis. Það er rétt að fara um þau nokkrum orðum, ef með því gæti fengist skýring á því, hvers vegna þau eru ekki hér, eða þá fremur fá- gæL Árni Óla Vin nöfnin segir O. Rygh að muni vera með elztu bæjanöfn- um í Noregi, og þau hafi ekki borizt til annarra byggða Norð- manna, hvorki til Bretlandseyja né íslands. Það mun sýna að hætt hafi verið að gefa slík nöfn á landnámsöld. Heim-nöfnin segir hann að ef- laust séu hin elztu samsett bæja- nöfn í Noregi. Upphaflega hafi þau þýtt bústaður. Þau virðist ekki hafa flutzt til Bretlands- eyja og á íslandi séu þau mjög fá. Megi því ætla að s i nafngift hafi verið aflögð í Noregi, eða við að hverfa í byrjun víkinga- aldar. En dr. Finnur Jónsson seg- ir að ekki sé rétt að þau hafi verið úrelt á 9. öld. Bendir hann á að nafnið sé til á Hjaltlandi og á fslandi sé það tíðara en menn hafi ætlað. Um Land-nöfnin segir Rygh, að þau virðist vera frá víkinga- öld og sum eldri, en ekki jafn gömul sem Vin og Heimur. Tíð- ust séu þau á Vesturlandi (í Lister-, Mandal- og Stafangurs- ömtum). Á íslandi séu þau all- tíð, en virðist ekki gömul þar og ekki í neinu sambandi við norsku nöfnin. En dr. Finnur Jónsson getur þess, að þrjú slík nöfn sé þegar að finna í Land- námu (Búland, Geirland, Geit- land) og hann bætir við: „Mér er nær að halda að þessi nöfn (landanöfn öll) standi í nánu sambandi við frændur sína í Nor- egi“. Um Þveit-nöfnin segir Rygh: Þetta nafn er nú notað m. a. um grasblett í skógi eða milli kletta, sláttuteig í skógi, ruðning. Nokk- ur bæjanöfn, sem séu með sér- stökum hætti og geti verið tiltölu lega ung, verði að hlíta þessari merkingu orðsins. En þar sem nafnið sé gamalt, sé spurning um hvort merkingin geti ekki blátt á- fram verið: afsneiddur hluti eða einangraður jarðarhluti, sem þá mætti leiða af hinni fornu engil- saxnesku sögn Þwitan, sem þýð- ir að sníða af, eða skera í hluta (nú skrifað thwaite). Telur hann miklar líkur til þess, að hin eldri nöfn í þessum flokki séu af mjög fornum uppruna. Þau komi ekki fyrir á íslandi. f Noregi séu um 600 þveitar-nöfn á bæjum, þar af um 200 ósamsett, en þau nái varla lengra en norður að Sogni. Flest eru þau á Rogalandi og Hörðalandi. Satt er það, að enginn bær á fslandi heitir Þveit, en nafnið er þó ekki með öllu ókunnugt hér á landi. Austur í Hornafirði er tjörn, sem kallast Þveit, og hefir mönnum verið ráðgáta hvernig á því nafni stendur. Kona, sem ég hitti á Rogalandi 1955, kannaðist við að Þveit gæti verið nafn á tjörn, sem væri svo stór, að álita- mál væri hvort kalla skyldi tjörn eða vatn. Nú er það afar ein- kennilegt, hafi Þveitar-nöfn ver- ið algeng á Rogalandi og Hörða- landi sem bæjanöfn á 9. öld, að þau skyldu ekki berast til ís- lands með landnámsmönnum. Það er blátt áfram freistandi að gizka á, að um þær mundir hafi fáir eða engir bæir í Noregi heit- ið Þveit, heldur hafi það þá að- eins verið örnefni, og þá oftast með hinni breyttu merkingu, sem Rygh talar um. Seinna hafi þau svo verið tekin upp sem bæja- nöfn á nýbýlum. Að þessum nöfnuim slepptum höfum vér næg dæmi þess, að fá- tíð bæjanöfn og örnefni á ís- landi eru frá Noregi komin. Skulu hér nokkur tekin af handa- hófi: Vörður. Margir bæir og staðir í Noregi eru kenndir við vörður. Sennilega eru þessi nöfn dregin af því, að víða hafa Norðmenn hlaðið vörður sem siglingamerki á eyjum og annesjum. Hér á landi gætir þessara örnefna líka, þótt engin siglingamerki séu í nánd. Hér er t. d. Vörðufell (bær og fjall sitt í hvorri sveit), Varðgjá og Varðnabrekkur. í siglingavísu Þórðar Sjárekssonar er getið nokkurra örnefna, þar sem leið- armerki munu hafa verið: Sveggja lét fyrir Síggju sólborðs goti norðan, gustur skaut gylfa rastar glaumi suður fyr Aumar, en slóðgoti síðan sæðings fyr skut bæði — hestur óð lauks fyr Lista — lagði Körmt og Agðir. Síggja er hátt fjall á Mostur. Aumar nefndust smáeyjar í Bóknarfirði, en kallast nú Hvít- ingar. Ek» af þessum eyjum heit- ir Eyma, en Eyma var bæjarnafn í Árnessýslu. Barmur er algengt nafn á hlíð- um hjá víkum og á eyjum á Vest- urlandi í Noregi, og hafa bæir þar tekið nafn af því. Þetta bæj- arnafn er nokkuð algengt við Breiðafjörð. Esja er á nokkrum stöðum í Noregi nafn á bæjum og fjöllum. Hér höfum vér Esju (fjall), Esjuberg (bæ) og Esjufjöll í Vatnajökli. Sagt er að Esja hafi upphaflega verið nafn á hörðum steintegundum, einkum flögu- bergi. Skjaldbreið er nokkuð algengt nafn á bæjum í Noregi, og er dregið af því að þar er breitt og bungumyndað land. Hér höfum vér fjallið Skjaldbreið og austur á Brunasandi í Vestur-Skaftafell* sýslu er vítt og mikið svæði, sem heitir Skjaldbreið. Munnmæli eru um, að þar hafi einu sinni verið átta bæir, en Hverfisfljót hafi lagt þá í eyði. Síðan hafi verið þar meltak mikið og segir í máldaga Kristsbús að Þverá 1367, að það eigi „lx mels í skiald breið“. Hjálmur. Mörg bæjanöfn I Noregi eru kennd við hjálm, en hjálmur merkir þar stakk (korn- stakk, hálmstakk, heystakk, lauf- stakk, torfstakk), en er einnig nafn á hnjúkum og fellum, sem líktust stakki tilsýndar. Hér höf- um vér bæjanöfnin Hjálmstaði og Hjálmholt í Árnessýslu. Kjós hafði upphaflega þrjár merkingar í Noregi: a) lítil vík, b) lítill dalur, c) lítill skógur eða kjarr (buski). Bæir draga sv» nafn af þessu og á Sunnmæri er byggð, sem heitir Kjós. Hér höf- um vér líka það nafn á byggð og eins á bæjurn (í Grunnavitour- sveit og Víkursveit). En sá er greinarmunur á nafninu Kjós i Noregi og hér, að í Noregi er það karlkyns, en hér kvenkyns. Fljót. Upprunaleg merking þessa nafns mun hafa verið vatn eða uppistaða, en seinna fékk það merkinguna elfur, og helzt svo enn. Það er því merkilegt, að tvö byggðarlög hér á landi skuli bera þetta nafn með hinni upp- runalegu merkingu. Annað var I landnámi Geirmundar heljar- skinns á Hornströndum, og þar bjó „Atli í Fljóti“ ráðsmaður hans og var þessi byggð sunnan undir Kögri og dró nafn af vatni í dalnum. Hin byggðin er í Skaga firði, þar sem Hrafna-Flóki nam land, Fljótin. Draga þau nafn af vötnum þeim, sem þar eru. Þorp (Þorpar) heita nokkrir bæir í Noregi og er nafnið þó fá- títt. f fornöld var það haft um húsaþyrpingar, en gat líka átt við sérstaka bæi þar sem mörg hús voru. Þorpar heitir bær i Strandasýslu. Önnur fátíð nöfn Hér við má bæta nokkrum fá- tíðum nöfnum á Rogalandi og Sunnhörðalandi, sem einnig eru til hér. Nöfn með breyttu letri i þessari upptalningu, koma fyrir í fslendingasögum. Fyrst eru nöfn á Rogalandi: Orrastaðir — bær í Húnavatns- sýslu, Orrastaðir á Fells- strönd, sem nú kallast Harra- staðir. Gautland — bær í Skagafirði, Gautlönd í Mývatnssveit, auk þess Gautsdalur í Húna- vantssýslu. Skógarnes — það er til f Miklaholtshrepppi. Bringur — bær í Mosfellssveit. Hlaupandastaðir — Hlaupanda staðir í Útmannasveit. EFTIR ÁRNA ÖLA RITHÖHIND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.