Morgunblaðið - 05.12.1963, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.12.1963, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. des. 1963 sé komið frá landnámsmönnum í Dölum, því að einhverjir þeirra voru frá Hörðalandi, eins og Hörðadalur ber vitni um. Hrafna-Flóki. Hann er einn af nafnkunnustu mönnum í sögu íslands, og mundi það eitt nægja til að halda minningu hans á loft, að hann fann landið og gaf því hið kaldranalega nafn, sem við það festist. En auk þess var hann einn af ættgöfugustu mönnum landnámsaldar, kominn af Hörða-Kára, en sá „ættbogi var mestur og göfgastur á Hörða- landi“, segir Heimskringla. Af þeirri ætt var Þóra Mosturstöng, móðir Hákonar konungs góða. Hún var ættuð úr Mostur, ef til vill náfrænka Þórolfs Mostrar- skeggs, og góð vinátta hafði ver- ið með þeim Þórolfi og Hörða- Kára, segir Eyrbyggja. Ýmsir af ætt Hörða-Kára koma við sögu íslands, og frá þeim frændum var komin hin fyrsta löggjöf landsins. Ulfljótur lög- sögumaður var sonur Þóru dótt- ur Hörða-Kára, og hann samdi i hin fyrstu lög með aðstoð Þor- leifs hins spaka Hörða-Kára son- ar, móðurbróður síns. Hróðný dóttir Hörða-Kára var móðir Hjörleifs Hróðmarssonar fóst- bróður Ingolfs Arnarsonar. Guð- rún kona Einars Þveræings var Klyppsdóttir, Þórðarsonar, — Hörða-Kára sonar, en Þórður hreða var bróðir Klypps. Móðir Hrafna-Flóka var Vilgerður dóttir Hörða-Kára. En ættin er rakin til Hrolfs konungs í Bergi á Upplöndum. Sagt er að Hrafna-Flóki hafi verið víkingur mikill, en ekki er kunnugt hver var faðir hans, því að hann var kenndur við móður sína og mun það benda til þess að faðir hans hafi orðið skammlífur. Ekki er heldur vitað hvar Flóki átti heima. Þó er líklegt að heimili hans hafi ver- ið á Sunnhörðalandi. Landnáma segir: „Hann fór að leita Garð- arsholms. Þeir lágu í Smjör- sundi. Hann fékk að blóti miklu og blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið vísa, því að þá höfðu hafsiglingamenn eng- an leiðarstein í þann tíma á Norðurlöndum. Þeir hlóðu þar varða er blótið hafði verið, og kölluðu Flókavarða. Þar mætist Hörðaland og Rogaland“. Flóki fann ísland og dvöldust þeir hér tvo vetur. Þegar heim kom til Noregs og menn spurðu af landinu, lét hann illa yfir, Herjolfur félagi hans sagði kost og löst af landinu, „en Þórolfur kvað þar drjúpa smjör af hverju strái af landinu, því er þeir höfðu fundið. Því var hann kallaður Þórolfur smjör“. Smjörsund þekkist nú ekki og enginn bær með því nafni á þeim slóðum. En þar er stapa- klettur einn, sem kallaður hefir verið Rygjavarði og telja menn að nafnið sé komið af því, að hann hafi staðið á landamerkj- um Rogalands, en þetta muni sennilega vera hinn gamli Flóka varði. Ekki er hann hlaðinn, eins og sagan segir. Þess má geta að Smjör- er alloft forskeyti í bæjanöfnum á Hörðalandi og Rogalandi. Getur það verið komið af tveimur or- sökum. Hin fyrri er sú, að þar hafi verið svo góðir kvikfjár- hagar, að málnyta hafi verið þar miklu fitumeiri en annars stað- ar, blátt áfram „dropið smjör af hverju strái“. Seinni orsökin til Smjör-nafnsins var sú, segir Rygh, að þar hafi verið blót- staður, þar sem menn fórnuðu smjöri. Þetta gæti vel átt við um Smjörsund, og að þeir Flóki hafi fórnað þar smjöri, er þeir blótuðu hrafnana. Og ef til vill er þar eitthvert samband á milli og viðurnefnis Þórolfs smjörs. Flóki kom seinna út sem land- námsmaður og nam land í Fljót- um í Skagafirði. Þar er Flóka- dalur við hann kenndur. Nú eru taldir fimm landnámsmenn í þessari sveit, og er landnám Flóka einna minnst. Eflaust hef- ir hann, víkingurinn, komið út á eigin skipi, en ekki haft land handa öllum skipverjum sínum í hinu litla landnámi. Þó má vera að þeir hafi fengið að setj- ast að í öðrum landnámum þarna, þar sem ekki var jafn áskipað, sérstaklega í landnám- um hinna sænsku manna, Þórð- ar knapps og Nafar-Helga, sem komu út á einu skipi, en námu hvor mikið stærra land heldur en Flóki. Á hina hönd Flóka nam Friðleifur, gauzkur að föð- urkyni, en flæmskur í móðurætt. Og þegar þessa er gætt, að sænskir menn námu þarna lönd, þá eru norsk bæjanöfn tiltölu- lega nokkuð mörg í Fljótum. Vér gerum ráð fyrir að Flóki hafi verið af Hörðalandi, því að þar var ætt hans, og þess vegna berum vér saman nöfn í Fljót- um og á Sunnhörðalandi. Kem- ur þá í ljós að þessir bæir eru þar samnefndir: Akrar, Brekka, Bakki, Hamar, Hvammur, Lundur, Mór, Nes, Skeið, Sólheimar og Slétta (að vísu Steinslétta á Hörðalandi). En þar sem gera má ráð fyrir því, að einhverjir förunautar Flóka hafi verið úr Ryfylki þar rétt fyrir sunnan, er rétt að athuga einnig bæjanöfn þar. Og þá kemur upp úr kafinu, að öll þessi sömu bæjanöfn er að finna í Ryfylki. Hvað verður þá af þessu ráð- ið? Ekki annað en það, að þetta eru svo algeng bæjanöfn, að þau geta komið fyrir hvar sem er í Noregi. Þau veita engar upplýs- ingar um hvaðan Flóki og menn hans hafi verið. Nokkur nöfn eru þó eftir. — Haganes er til í R og Hagavík á H. Svo er Háls til í Eikunda- sundi syðst á R. Sólheimar er nefnt fornt eyðikot í Fljótum, en bæir með sama nafni eru til á R, og Sólheimur er bæjarnafn bæði á R og H. Tunga er til hjá Stafangri (R). Rípur hét býli í Fljótum, en Rípland er til á R. Nefstaðir eru í Fljótum, en Nef- ey á R. Krakhús er eyðikot hjá Barði, en Krakkur er á R. Kall- staðir hét kot hjá Barði, en Kall- aðarland er á R. Helgustaðir eru í Fljótum, en Helgivöllur á R og Helgaland á H. Gautastað- ir eru í Fljótum, en Gautatún, Gautdalur og Gautland á R og Gautdalur á H. Berghylur er í Fljótum, en Bergstöðull á R. Einkennilegt nafn er Fyrirbarð í Fljótum, en Fyrirland hét bær á R. — Sé hér um nafnaskyld- leika að ræða, þá hefir Rogaland betur í samkeppninni við Hörða land. Ekkert verður sérstaklega ráðið af bæjanöfnum í Flókadal sjálfum. Þau eru fá, en fjögur eiga sér alnafna bæði á Hörða- landi og Rogalandi. Af þessu verður þvi ekkert ráðið um það, hvar Flóki hafi átt heima í Noregi. En hinu vild- um vér gjarna trúa, að hann hefði látið landnámsbæ sinn heita eftir bæ sínum þar. Hann skírði bæ sinn Mó eða Móa. Það bæjarnafn er að minnsta kosU til á fjörum stöðum á Rogalandi, en aðeins á einum bæ á Sunn- hörðalandi, í Etne-sókn. En þar sem Flóki átti ky.n sitt á Hörðalandi, mæla líkur með því að hann hafi verið frá Mó í Etne. Skammt frá þeim bæ heitir líka Flókaþveit og jafnvel eru þar tvö örnefni kennd viS Flóka. Nú vitum vér að Flóka- varði, sem ekki er alllangt það- an, og Flókadalur, eru við hann kennd. Væri því engin goðgá að ímynda sér að Flóka-nöfnin hjá Mói í Etne, sé einnig við hann kernnd. Á Rogalandi hefi ég ekki getað fundið neinn stað Kannd- an við Flóka, enda nefir naínið verið fátítt. Mér virðist því sem þessar athuganir bendi til þess, að Hrafna-Flóki hafi venð írá Mó í Etne. Frá Eiríki rauða Landnáma segir hann ættaðan af Jaðri. Þaðan fór Þorvaldur Ás- valdsson faðir hans „fyrir víga sakir. Hann nam Drangaland og Drangavík á Ströndum og bjó að Dröngum alla ævi“. Þetta landnám var lítið og þar ganga fjöll í sjó fram, svo þess var ekki að vænta að þar gæti verið margir bæir. En bær land- námsmannsins á sér einn alnafna á Jaðri, og er freistandi að ætla að þaðan hafi Þorvaldur verið, eða kona hans. Það mun nú þykja langsótt, þegar staðhættir þarna eru athugaðir og horft á hina miklu dranga, sem þar eru, að halda að Dranganafnið sé sótt til Noregs. Það hafi legið beint við að láta bæinn draga nafn af dröngunum. En mundi það þá ekki hafa verið kærkomið tilefni að skíra bæinn í höfuðið á Dröng um á Jaðri, þegar staðhættir voru þannig að nafnið átti vel við? Skammt frá Dröngum á Strönd um er fornt eyðikot, sem kallast hefir Krákutún , en í Strandar- bvggð á Rogalandi var bær, sem hét Krákuvöllur, og er þar skylt skeggið hökunni, því að tún og völlur er hið sama. Fauskavík (eða Fauskvík) er þar, en Fausk- ur er bæjarnafn á Rogalandi. Þarna eru og ýmis örnefni önn- ur, sem gæti átt fyrirmynd sína í Noregi: Árdalir (en Árdalur er á Jaðri), — Byrgisár (en Byrgis- akur á Jaðri) — Húsá (það ár- nafn er í Noregi) — Vatnshöfði (Vatnsland er í Noregi rétt hjá Krákuvelli) — Kattardalur (en Kattaland heitir bær á Jaðri) — Kálfaskarð (Kálfaland í Noregi) — Kringluvatn (Kringla er nokk uð algengt bæjarnafn í Noregi og eins kemur það fyrir í samsett- um örnefnum). Göltur (er til í Noregi og ýmsir staðir hafa þar nöfn af öðrum dýrum, og sömu söguna er að segja hér og hefir sá nafngiftasiður borizt hingað frá Noregi). Fjölda mörg örnefni í Noregi eru kennd við sel, og hér eru þá líka Selhólar, þar sem mælt er að Þorvaldur landnáms- maður sé heygður. Um Drangaland er svo ekki fleira að segja að sinni, en til gamans skulum vér fylgja Eiríki rauða á ferli hans og athuga hvaða nöfn hann hefir gefið. Þegar hann flæmdist úr Hauka- dal, segir sagan að hann hafi „numið" Brokey og Öxney, og mun það verða að skiljast svo, að hann hafi fyrstur flutt byggð í þessar eyjar, því að sennilega hafa þær áður fylgt landnámi Skógstrendinga. Sagan segir að hann hafi búið á Tröðum í Suð- urey hinn fyrsta vetur. Tröð og Traðir eru algeng bæjanöfn á Rogalandi. Öxney minnir líka á bæjanöfnin Öxnabær og Öxna- vað á Jaðri. Svo flyzt Eiríkur bú- ferlum til Grænlands og kallar bæ sinn þar Brattahlíð. Er það hending, eða lét hann bæinn heita eftir eina bænum á Roga- landi sem heitir Brattahlíð? Og svo skírði hann landið Grænland. Mundi þar ekki gæta áhrifa frá norskum nafngiftum, því að mörg nöfn byrja þar á Græn-. Á sundaleiðinni fyrir Vesturlandi eru ýmis slík nöfn: Græningar, Græningur, Græn- ingafjörður, Græningasund. — Það er engu líkar en þetta sé nokkurskonar gælunöfn á þess- ari fögru sundaleið, þar sem aldrei gætir brims og sundin verða græn á litinn af gróðri eynna og landsins á báðar hend- ur. Þarna var eigi einungis hið fegursta útsýni, heldur algjör- lega örugg skipaleið, hverju sem viðraði, og það hafa aðrir eins siglingamenn og Norðmenn kunn að að meta. Þeim hefir þótt vænt um sundin og þess vegna hafa þeir viljað gefa þeim fögur nöfn. Kona Hrapps Bjarnarsonar bunu og móðir Þórðar skeggja landnámsmanns, hét Þórunn og var kölluð Græningarjúpa. Þór- hildur dóttir höfðingjans Þórðar gellis var kölluð rjúpa og ekki hefir það verið óvirðingarnafn um svo ættgöfga konu. Það hefir því áreiðanlega verið sérstakt virðingarheiti, að Þórunn Hrapps dóttir var kölluð rjúpa og kennd við Græninga. Máske hefir það verið „bezt und bláum himni kenninafn" svo að kona ætti. Eiríkur kvaðst hafa gefið Græn landi þetta nafn „því að hann kvað menn það mjög mundu fýsa þangað, ef landið héti vel“. Að „heita vel“ getur þýtt það, að nafnið minni á staði, sem menn höfðu áður bundið tryggð- ir við og höfðu á sér nokkurs- konar helgiblæ í minningunni. — ® — Þótt athuganir þessar nái skammt, vona ég að þær leiði í ljós, að hér er mikið og merki- legt rannsóknarefni, sem ekki hefir verið hreyft við áður. Hér er enn óskráður einn kafli í land- námssögu íslands og ekki ómerki legur. Það er á valdi fræðimanna vorra hvort hann verður nokkru sinni skráður svo ýtarlega sem þörf er á. Lofthitunarketill 60 þús. K. Cal (ca. 8—9 ferm.) með blásurum og brennurum óskast keyptur nú þegar. Veltækni hf. sími 38008 eða 37824. Blekkúlan í BIC mundi kosta sex-sinnum meira í öðrum kúlupennum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.