Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 25
25 ^ Fxmmtudagur 5. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ Arnfríður Sigurðardóttir Laxamýri Minning HINN 16. júní í sumar lézt að heimili sínu, Nökkvavogi 6 í Keykjavík, Arnþrúður Sigurðar- dóttir, 97 ára að aldri, fyrrum húsfreyja á höfðuðbólinu Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún var borin til moldar í Húsa- víkurkirkjugarð 29. s.m., frá *inni gömlu sóknarkirkju á Húsa VÍk. Arnþrúður á Laxamýri, — en það var hún venjulega nefnd hér nyðra — var heiti, sem borið var fram með mikilli virðingu. Ég var barn að aldri, þegar ég heyrði þetta nafn fyrst. Alltaf síðan hefir það vakið hjá mér geðblæ og tilfinningu virðingar og aðdáunar, hvenær sem ég hefi heyrt það nefnt. Ánægju- legt er, þegar maður verður ekki á fullorðinsárum fyrir von- brigðum, vegna bernskuskilnings síns á því, sem hátt hefir borið í barnsvitundinni. Gott að finna •ð það, sem gat verið hilling, reynist virkileiki. * * • Amþrúður var fædd á Gunn- •rsstöðum í Þistilfirði 15. mars 1866, dóttir Sigurðar bónda þar, Gunnlaugssonar, bónda í Skógum í Axarfirði, Sigvaldasonar. Móðir hennar var kona Sigurðar, Kristín Björnsdóttir, bónda í Lax árdal 1 Þistilfirði. Þegar Arnþrúður var á niunda ári, fluttist hún með foreldrum sínum að Ærlækjarseli í Axar- firði og þar ólst hún upp. Systk- in hennar, er til ára komust, voru fjögur: Sigurveig, er giftist Jóni Jóns- syni Gauta, bónda á Héðinshöfða ©g víðar, Björn, bóndi á Grjót- nes, Stefán, bóndi 1 Ærlækjar- seli, Gunnlaugur, dó um tvítugt. Árið 1891, 10. september, gift- ist Arnþrúður Agli Sigurjóns- syni á Laxamýri og fluttist þang að. — Laxamýri er mikil jörð og fögur. Um þetta leyti bar hún þó ennþá meira af sem bújörð en hún gerir nú, af því að tækni seinni ára hefir gert kleift að breyta mörgum jörðum í stór- býli, þótt áður væri þær jafnvel lágkúruleg kotbýli. Á tímabili mun Laxamýri hafa verið að fasteignamati hæst metna bú- jörðin á landinu. Áttu veiga- mikinn þátt í því hlunnindi jarð- arinanr: lax- og silungsveiði, æð- arvarp, selveiði og trjárekL Sigurjón Jóhannesson, tengda- faðir Arnþrúðar, bjó s Laxamýri frá 1862 til 1892. Hann var stór- huga og ákafamikill athafna- maður. Hann reisti þar, árið 1874, eitt stærsta og vandaðasta íbúð- arhús þeirrar tíðar hérlendis. Svo vel var húsið viðað, að meg- in viðir þess dugðu til endur- byggingar á því fyrir nokkrum árum. Sigurjón kom upp áveitu- engjum, stækkaði tún og slétt- aði, — og jók æðarvarpið með friðun og mikilli umhirðu. Vorið eftir að Arnþrúður og Egill Sigurjónsson giftust, tóku þeir Egill og Jóhannes bróðir hans Laxamýri á leigu hjá föður sínum og hófu þar félagsbúskap. Undanskilin í leigu jarðarinn- ar var Kiðlingsey í Laxá og beit- arhúsin að Litlu-Saltvík, ásamt túnbletti þar. Eyjuna og tún- blettinn lét Sigurjón heyja, hafði á beitarhúsunum sauði, og notaði heyið handa þeim. Útbeit var þar góð til lands og fjörubeit nokkur og mátti hann hagnýta beitina fyrir sauði sína. Þetta fyrirkomulag hélzt i 14 ár, eða þar til 1906, að Sigurjón seldi Agli og Jóhannesi jörðina og fluttist til Akureyrar, þar sem hann lét reisa. sér íbúðar- hús og dvaldist til 1912, eða þar til kona hans, Snjólaug Þorvalds dóttir, lézt, en þá fór hann aftur í Laxamýri til sona sinna. Jóhannes Sigurjónsson hafði, áður en hann byrjaði búskap *neð Agli bróður sínum, verið nokkur ár í Ameríku, vestur við Kyrrahaf, og einkum stundað þar laxveiðar. Kom laxveiði- kunnátta hans í góðar þarfir við þá grein búskaparins á Laxa- mýrL — Jóhannes kvæntist árið 1896 Þórdísi Þorsteinsdóttur frá Stóru-Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd. Félagsbúskapur bræðranna stóð óslitið í 32 ár, og með svip- uðu skipulagi alla tíð eftir að Jáhannes kvæntist. Margt fólk var jafnan á búinu. Venjulega voru þar sex vinnu- menn og jafnmargar vinnukon- ur. Auk árshjúanna var svo kaupafólk fleira og færra ár- lega. Þá ólust upp á heimilinu tólf börn. Áttu Arnþrúður og Egill fjóra sonu og tvær dætur, en Þórdís og Jóhannes sex dæt- ur, sem upp komust. Borðhald fjölskyldnanna var sameiginlegt. Risna sameiginleg vegna næturgesta og matargesta. Hins vegar höfðu húsfreyjurnar hvor um sig á sínum vegum kaffi gerð handa sérgestum fjölskyldu sinnar. Einkum þurfti Arnþrúð- ur oft til þess að taka, af því að maður hennar hafði lært úr- smíði og gullsmíði, sem hann stundaði í tómstundum, og áttu margir erindi við hann persónu- lega vegna þess iðnaðar. Einnig þurftu margir að finna hann, af þvi að hann gegndi opinberum störfum. Hann var lengi í hrepps nefnd og seinni árin hrepps- stjóri. Næturgreiði og máltíðir voru veittar af félagsbúinu, þótt sérgestir ættu í hlut. Metingur um þessa hluti þekktist ekki milli fjölskyldanna að sögn. Gestagangur var mikill á Laxa mýri. Bærinn var í þjóðbraut og hentugt að á þar og gista fyrir héraðsbúa eftir ferðaháttum fyrri ára. Langferðamenn, innlendir og erlendir, lögðu leiðir sínar heim á stórbýlið. Öll störf að búskapnum voru sameiginleg: Heyöflun, veiðiskapur, varp- nytjun, skepnuhirðing o.s.frv. Vinnumenn, vinnukonur og kaupafólk var í sameiginlegri þjónustu félagsbúsins og undir 9Ömu stjórn utan bæjar, en hana hafði Egill að mestu leyti á hendi, þar til elzti sonur hans, Sigurður, tók við verkstjórninni að nokkru eða öllu leyti. En ætíð var haft samráð við Jóhann es um öll meiriháttar atriði, — og raunar smátt sem stórt, þegar hann var nærstaddur. Hann var hið mesta ljúfmenni og samvinnu þýður í beza lagi. . Innan bæjar var aftur á móti meginreglan sú, að vinnukonurn- ar skiptust. Voru venjulega þrjár undir stjórn hvorrar húsmóður við tóskap, þjónustubiögð og flest innistörf. Drakk oftast hvor hópur þá kaffi hjá sinni húsmóð- ur en neytti máltíðanna hjá fé- lagsbúinu. Fyrstu búskaparárin gekk sauð fé undir tveim mörkum, enda höfðu bræðurnir sérreikninga í verzlunum. En fljótlega var fjár markið haft eitt og innlegginu skipt til helminga. Sinn reiðhesturinn var til- einkcður hvorri húsmóður, og stundum tileinkuðu bændurnir sér sinn reiðhestinn hvor líka, einkum þó Egill, enda hafði hann á hendi öll aðalviðskipti heimil- isins út á við og gegndi opinber- um störfum, sem kröfðust ferða- laga. Sambúð Egils og Jóhannasar var með eindæmum góð og á- rekstralaus, segja nákunnugir mér. Bræðurnir fóru venjulega báðir í hverja veiðiför, sneru í sama heyflekknum, sátu and- spænis hvor öðrum við dún- hreinsun o.s.frv. Þegar frá laxi var gengið, var ófrávíkjanleg regla, ef báðir voru heima, að Egill flatti laxinn, en Jóhannes þvoði, saltaði og bjó síðan undir reykingu það, sem þannig var tilreitt. Þegar vitjað var um net eða selanætur, fór Jóhannes með lögninni, greiddi vetðina úr og gerði við, ef möskvaföll eða aðr- ar bilanir höfðu orðið. Þegar farið var með skotvopn til sel- veiði var Egill skyttan. Jóhann- es sá að mestu um hirðingu æð- arvarpsins og öflun eldsneytis. Egill var smiður heimilisins og annaðist viðhald heimilistækja. Innan bæjarins var hið sama góða samkomulag milli húsfreyj- anna og utan húss ríkti hjá hús- bændunum, og voru þær þó um margt mjög ólíkar, en báðar mikl ar mannkosta konur. Sá var samt munur á heimilis- bragnum utan dyra og innan bæjar, að úti var áberandi ákafi og asi á mönnum, en inni var ró og stillileg áistupdun iðjusemi. Mun ákafinn utan húss hafa ver- ið arfur frá Sigurjóni Jóhannes- syni, sem jafnan hljóp við fót, en innanhússbragurinn mótazt af skapgerð Arnþrúðar, sem virtist að vísu vera fremur hlédræg, en var þó svo sterkur persónuleiki, að jafnvel þögn hennar talaðL Börn Arnþrúðar og Egils voru: 1. Sigurður, fæddur 11. ágúst 1892. Hann er nú búsettur á Húsavík; stundar trésmíðar, skrifstofustörf o.fl. 2. Snjólaug, fædd 9. júlí 1894, dáin 18. maí 1954. Var lengi húsfreyja að Kaldbak við Húsavík. 3. Kristín, fædd 22. nóv. 1897. Er ráðskona að Nökkvavogi 6, Reykjavík. 4. Sigurjón, fæddur 27. júlí 1902 úrsmiður í Reykjavík. 5. Stefán Gunnbjöm, fæddur 14 des. 1904, starfsmaður hjá At- vinnudeild Háskólans, Reykja vík. 6. Jóhannes, fæddur 1. des. 1906 húsgagnasmiður, Reykjavík. Hinn 30. janúar 1924 andaðist Egill Sigurjónsson 57 ára gamall. Árið áður hafði hann keypt hluta Jóhannesar af Laxamýri og var félagsbúi fjölskyldnanna slitið vorið 1924. Arnþrúður bjó áfram næstu ár á Laxamýri með börnum sínum, öðrum en Snjólaugu, sem var áður farin að heiman. Vorið 1928 brá Arnþrúður búi og var Laxa- mýri þá seld Jóni H. Þorbergs- syni, sem fluttist þangað frá Bessastöðum og býr þar enn. Búsældarár voru lítil um þetta leyti. Yngri bræðurnir, synir Arnþrúðar, álitu sig meira hneigða til iðnaðarstarfa en bú- skapar. Hátt verð var boðið í jörðina og kaupin fast sótt. Arnþrúður fluttist til Akureyr- ar fyrst og átti þar heima um skeið. Seinna fluttist hún til Reykjavíkur. Alltaf bjuggu þær saman mæðgurnar, Arnþrúður og Kristín, og eftir að til Reykja- víkur kom, héldu með þeim heim ili synir Arnþrúðar, Sigurjón og Jóhannes. * * * Ég minnist Egils á Laxamýri sem eins af þeim mönnum, sem ég hefi haft mesta ánægju af að kynnast og starfa með. Aldurs- munur okkar var að vísu mikll, en áhugi hans á því, sem lifað er fyrir og viðhorf hans til manna og málefna voru æsku- mannsleg, þótt hann væri þá, er við áttum mest saman að sælda, kominn um og yfir fimmtugt. Drengskapur hans var mikill, og skáldleg sýn var honum gefin í ýmsum efnum, þótt ekki fengist hann við skáldskap, eins og Jó- hann bróðir hans. Samibúð Egils og Arnþrúðar var mjög góð. Arnþrúður var vel gift, og börn hennar voru henni ástrík og umhyggjusöm til hinztu stundar, enda eru þau mikið mannkostafólk. Æskuiheimili Arnþrúðar var menningarheimili. Foreldrar hennar voru kunn sem fyrirmynd arfólk. Hún gekk áður en hún giftist í Kvennaskólann að Lauga landi og útskrifaðist þaðan. Sú skólaganga þótti vænleg til menningaráhrifa á þeirri tið og reyndist það áreiðanlega flest- um, sem nutu hennar. Arnþrúður var greind kon», bókhneigð og ljóðelsk. Lærði húrv mikið af ljóðum og kunni þau síðan alla ævi, því hún hafði á- gætt minni. Hún hafði f æsku vanizt góð- hestum og hafði mikið yndi af að sitja góðan hest. Sagt er, að gifting Arnþrúðar og Egils hafi verið að feðraráði, og Sigurður faðir hennar hafi sagt við Sigurjón á LaxamýrL að hann yrði að láta dóttur sína hafa, ef hún færi í Laxamýri, annálaðan, hvítan gæðing, er hann átti og Goði var nefndur. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, lét Sigurjón Arnþrúði fá Goða til eignar. Átti hún Goða lengi og hleypti honum margan fallegum sprett fram úr sam- reiðar hópum. Dró það ekki úr reisn húsfreyjunnar á stórbýlinu. Alltaf mun Arnþrúður hafa saknað Laxamýrar eftir að hún fór þaðan. Eitt sinn sagði hún við vinkonu sína; „Það þurfti að hittast þannig á, að vorið, sem ég fór frá Laxamýri, var eitt fegursta og blíðasta vorið, sem ég man.“ Hún mælti þetta brosandi, en brosið bar með sér Ijúfsáran trega, eins og orðin. Arnþrúður var þrekmikil kona, hafði sterka skapsmuni, en jafn- vægisgóða. Tamdi sér sanngirni og hógværð. Var þó föst fyrir og mikilsráðandi í félagsbúskap þeim, er hún tók þátt í á Laxa- mýri, og ég hefi lauslega lýst til glöggvunar þeim, sem ókunnugir eru. Það þarf mikil'hæfa hús- freyju til þess að standa eins vel og hún gerði út á við l þeirri stöðu, sem hún var, og þá ekki síður manngildi til að koma þannig fram inn á við, að friður og vinátta haldist með fjölskyld- um, sem reka slíkan búskap og heimilshald saman í meira en þrjá áratugi. Arnþrúður átti að sjálfsögðu ekki ein góðan hlut að þessu máli, en hennar hlutur var stór. öllum aðilum var þetta sambýli til sóma. Arnþrúður var fríð kona og hélt sér með afbrigðum vel til æviloka. Þegar hún varð níræð, kom ég sem gestur á heimili hennar í Reykjavík, ásamt fleir- um. Þá var hún, þrátt fyrir sinn háa aldur, minnugust alira við- staddra á atburði fyrri ára og jafnvel líka á nýjustu viðburði. Og hún var létt í hreyfingum eins og ung væri.-------- Nú hvílir hún í kirkjugarðin- um á Húsavíkurhöfða, móti höf- uðátt sólar, við hlið manns síns. Kynslóð jafnaldra hennar er kom»n undir græna torfu. Minn- ingat mást og hverfa. En lengi mun þó í þessu héraði verða getið höfðingskonunnar Arnþrúð ar á Laxsmýri og hins örláta, drengilega manns hennar, Egils Sigurjónssonrr. Bílar knúni- dauðum krafti flytja fólk um Laxamýrarleiti, þar sem Goði, hinn göfugi gæð- ingur og yndisvakþ skeiðaði und ir söðli Arnþrúðar fyrrum, eða stökk „svo draumar hjartans rætt ust.“ Skynlausar vélar, óþrcytandi, vinna nú að mestu heyverkin á Laxamýri, þar sem 12 vinmnhjú, auk kaupafólks, stóðu á túnt. — og „aðgát“ varð að hafa „í n»r- veru sálar.* Lifshættir breytast. En fjöllin, sem á horfa, eru óbreytt. Og landið og þjóðin þarfnast mann- kostafólks engu síður en áður. Þetta er líka óbreytt. Ég leyfi mér i nafni héraðsins að lýsa yfir þakklæti til Arnþrúð ar á Laxamýri fyrir æfistarf hennar og sígilt fordæmi. Og ég sendi börnum hennar og öðrum niðjum hennar samúðarkveðju, vegna fráfalls hennar, um leið og ég samgleðst þeim yfir að hafa svo miklhæfrar og mætrar ætt- móður að minnast. Húsavík, 20. ágúst 1963. Karl Kristjánsson. Þ YKKT HELANCA stretcli-buxnaefni nýkomið í fallegum litum. Marteinn Einarsson & Co Dömudeild Laugavegi 31 - Sími 12815 Laugavegi 59 Beztu sniðin 50 eínisgerðir Ensk efni íslenzk efni Enskur meistari eða íslenzkur meistari sníða fötin á yður gegn smá aukagjaldi. Lagerverð tæp 2 þús. til rúm 3 þús. kr. Hltínta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.