Morgunblaðið - 08.12.1963, Page 10

Morgunblaðið - 08.12.1963, Page 10
10 MORGUN BLAÐIÐ r Sunnudagur 8. des. 1963 * .0 Ml Sídari hluti Af Þorgeiri í Gufunesi ganga margar skemimtilegar sögur, eins og oft er þegar merkir samtímamenn eíga í hlut. Þegar ég hitti hann um daginn, hafði ég heyrt nokkr- ar þeirra: Einhverju sinni var stóð á hlaðinu heima í GufunesL Börn hans og vinnufólk horfði á hrossin. Þá ríður allt í einu hópur manna í hlað og fer geyst. . Stóðið faelist og ryðzt sitt á hvað. Snakar þá Þorgeir sér í 'hrossaþvargið, grípur einkason sinn, fimm eða sex ára, snýr sér með þjósti að komumönnum og segir: „Hvaða helvítis læ-ti eru þetta í ykkur piltar, ætl- ið þið að drepa drenginn fyrir mé».“ Þegar Þorgeir var ungur í Varmadal átti hann hryssu sem Ljóska hét. Eitt sinn er hann var .staddur ásamt félög- um sínuuí og bræðrum úti í hesthúsi voru þeir eitthvað að fikta við i-iffil. Hleypur þá skot úr byssunni og lendir í einum piltanna og var honum þegar komið undir læknis- hendur og varð ekki meint af. En við þetta tækifæri hermir sagan, að Þorgeir hafi muldr- að í barm sér: „Ja, það var svei mér gott að þetta fór ekki í hana Ljósku mína.“ -¥• Þegar við voruim komnir inn í bæ og höfðum fengið okkur sæti við eldhúsborðið, innti ég Þorgeir eftir foreldr- um hans og uppvexti. Hann sagðist vera fæddur í Varma dal, sonur Jóns bónda þar Þor lákssonar og konu hans, Sal- varar Þorkelsdóttur frá Álfs- nesi. Þau hjón eignuðust s_jö börn og eru sex á lífi. „Eg var 12 ára gamal'l þegar faðir minn lézt, og móðir okkar ól okkur upp. Merkilegt að það Ljósim. Mbl. Ól. K. M. Þorgeir i Gufunesi gefur á garðann. GLÍMAN MIKLA skyldi takast að halda öllum barnahópnum saman á svo fá- tæku heimili, þar af fjórum tillþrifamiklum strákum, sem eyddu mikilli orku í áflog og leiki. En þá tók enginn maður trl fátæktarinnar, hún var sjálfsagður hlutur, og eina staðreyndin í lífi flestra manna. Ég hef stundum velt því fyrir mér, af hverju við flugumst svona mikið á, og þá dettur mér í hug, hvort það muni ekki hafa verið til þess að halda á sér hita. Þá var oft kalt og eldiviður ónóg ur.“ „Þú fékkst snemma áhuga á íþróttum?“ „Já, ekki sízt glímu.“ „Ertu hættur að glíma, Þor- geir?“ „Nei. Ég vona að ég hætti því aldrei." „Nú.“ „Jú, jú, ég glími enn við lífið elskan mín, og ég vona bara að ég hætti því ekki meðan ég stend enn upp- réttur." „Já, lífið.“ „Ha? Það er nú úti i fjárhúsi allt saman eins og það leggur sig. Og glíman heldur áfram. En má ég ekki bjóða þér í glas?“ „Nei, þakka þér fyrir." Hann stóð upp og hellti vatnsblandi í glasið heldur en ekki. Svo tókum við upp þráð inn. Hann sagði: „Ég vur í Varmadal þangað til ég gifti mig 1929. Guðnýju Guðlaugsdóttur. Við bjuggum í Varmadal, Sunnuhvoli og Viðey eitt ár, eða þangað til við fluttumst að Gufunesi 1936 eða ‘37 ég man það ekki. Konan dó 1952. Þá geisaði magaveiki í Reykjavík. Hún veiktist hastarlega og allir héldu að þetta væri maga- pestin. Ég kallaði á lækni um nóttina, en engum datt í hug annað en pestin. En svo dó hún úr garnaflækju. Það var sárt. Hún var prúð kona. Og hana langaði til að lifa.“ „Hvernig líkaði þér í Við- ey?“ „Vel, ágætlega. Mér fannst ég alltaf vera Skúli.“ „Sástu hann nokkurn tíma?“ „Nei, ég sá hann bara í anda. Einu sinni bjó hann til glettna vísu, sem ég var að hugsa um að fara með fyrir þig, en nú man ég hana ekki sem betur fer, og þá er engin hætta á að ég fari rangt með hana. En þegar ég fór upp á Skúlahólinn og leit yfir sund- in, var ég innblásinn af Skúla og fannst landið stórt og á- búðarfallegt. Þá sá ég ísland í hillingu eins og hann. Hvergi er víðsýnna en af Skúlahóli og ekki undarlegt þó manni detti ýmislegt í hug, einn í kyrðinni, ölvaður af fjöllum, sjó og sögu.“ „En þú hefúr aldrei séð Skúla?“ „Nei. Og samt hafði ég aug- un hjá mér, því ég bjóst við ýmsu og var alltaf að vonast eftir að einhver karlmannleg eilífðarvera yrði á vegi mín- um til að takast á við, ég er alLs óhræddur að ganga á hólm við drauga, eins og Grettir forðum. En ég hef aldrei séð neitt og af því dreg ég þá ályktun að draugar séu heldur ókarlmannlega vaxnir og að öllu jafnaði engir ofur- hugar. Þó verð ég að viður- kenna að dálítið einikennilegt kom fyrir í Varmadal, þegar ég bjó félagsbúi með Jóni bróður mínum, sem er vel skyggn og sá ýmislegt, bæði menn og hesta, og stundom voru þeir með mjólkurbrúsa á hestunum, og þá hljóta það líka að hafa verið framliðnir brúsar. Einhverju sinni sem oftar var hjá okkur kaupamaður. Eina nóttina um hávetur, það var skömmu eftir að hann hafði farið úr vistinni, vaknar heimilisfólkið við það, að kýrnar láta öllum illum lát- um í fjósinu. Við smeygjum okkur í fötin, göngom út í fjós, og var þá helmingur þeirra laus. Þær komu á móti okkur bölvandi og baulandi og í mikilli geðshræringu. í sömu svifum bar að tvo menn, fytrum kaupamann okkar og bróður hans. Ég stend andspænis þeim í fjós- inu og segi: „Ja, þið eruð ljótu hel'vítis gestirnir, beljur- nar vitlausar í fjósinu." Við þessar kuldalegu móttökur ganga þeir til Jóns bróður og segja við hann nokkur orð. Gerist svo ekkert meðan þeir stald'ra við í fjósinu. En þegar þeir eru farnir byrja ósköpin aftur af fullum krafti. En það sagði Nonni bróðir, að hann hefði heyrt á tal þeirra, þegar þeir gengu út og sagði þá annar: „Það er helvítið hún Skotta,“ en hún mun hafa fylgt bróður kaupamanns. Þessu fer svo fram í viku og fáurn við ekki dropa af mjólk úr kúnum hvernig sem við tutluim þær. Við förum-til Kol beins í Kollafirði og segjum farir ókkar ekki sléttar og biðjom hann um holl ráð. Hann segir: „Hafið opnar dyrnar og reynið að losna við þennan óþveTra.“ Við gerðuim það og lásum faðirvorið og lögðum sálmabók við dyrnar, en kiom fyrir ekki. Þá sagði Kolbeinn: „Nú verðið þið að ná í manninn og láta hann koma uppeftir. Það er eina ráðið.“ Nonni bróðir fór af stað, en missti af bllnum og kom heim við svo búið. En þá bregður svo við, að allt fellur í ljúfa löð og urðum við ekki varir við neitt eftir það. Þegar ég var drengur kom einlhverju sinni Borgfirðingur að Varmadal. Hann var lítið eitt við skál og biður föður minn að fylgja sér yfir Svína- skarð. Hann færist undan en lætur vinnumanninn, sem hjá honum var og kallaður Mela-Jón, fylgja Borgfirð- ingnum yfir skarðið og inn að Möðruvöllum. En þegar þeir komu upp á háskarðið verður maðurinn trylltur, stekkur upp í Skálafel'l, en Mela-Jón á eftir og nær hon- um, kemur honum á hest og ætlar að halda förinni áfram, en þegar þeir hafa riðið 20 eða 30 metra, endurtekur sig sama sagan. Og þannig geng- ur þetta sex eða sjö sinnum, að Borg'firðingurinn ærist á ákveðnum bletti í skarðinu. Svo tókst Jóni loks að koma honum á bak og skila honum hei'lu og höldnu að Möðruvöll uim. Hann kemur svo heim aftur seint næsta kvöid, gegn- ur inn í baðstofu og segir: „Þetta er sá versti túr sem ég hef nokkru sinni farið á æv- inni.“ Sagt var að Borgfirðingur- inn hefði ærst af draugagangi á skarðinu. Annars hef ég oft farið yfir Svínaskarð, bæði einn og I fylgd með öðrurn, og aldrei orðið neins var. Einhverju sinni fór ég yfir skarðið i myrkri og var 12 ára göm- ul telpa í fylgd með mér. Ég leiddi kú sem ég hafði keypt á Sandi í Kjós, og við lenturn í þoku og myrkri eins og ég sagði, en urðurn ekki varir við neitt. Ég er þes* vegna farinn að hallast að því að draugar séu annað hvort útdauðir eða lítið fy rir að láta á sér bera, þar sem viðnáms er von.“ .„Þú hefur glímt við marga nafntogaða menn?“ „Já, já. Fyrsta glíman mín opinberlega var í Iðnó 1. fe- brúar 1922. Ég kom feiminn og hræddur ofan að og varð þriðji í röðinni. Við glímdum á sviði í sterkuim ljósum og mér fannst þau of sterk, því við höfðum ekki svona ljós í Varmadal. Nafnið var látið nægja. Ég 'hefði staðið mig betur í minni birtu. Ég féll fyrir Eggerti Kristjánssyni og Birni á Guliberastöðum, sem vann skjöldinn í það skiptL Við Björn glímdum fyrst, svo Eggert og hann. Björn tók mig strax á norðursenunni í fullum Ijósum og óskaplegri loftsniðglímu og það skipti engum togum að hann kastaði mér út í bekk hinu megia á senunni. Ég flaug eins og flugeldur yfir senuna. Það var einkennileg tilfinning. Mig svimaði þegar ég stóð upp eftir loftferðina. Eggert fékk svo alveg sömu útreið nokkru seinna. Þú sérð að það er ekki verið að draga úr þessu, en satt er það. Nei, skáld er ég ekki. Við vorum eins og börn í lúikunum á honuim Birni. Ég missti allan kjark og hugsaði: Þennaa fjanda fer ég ekkí út í aítur. Svo flutti ég mjólkina tii Reykjavíkur næsta ár og sótti þá æfingar í Menntaskólan- um, en þorði ekki að gilkna, rt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.