Morgunblaðið - 28.12.1963, Síða 3

Morgunblaðið - 28.12.1963, Síða 3
Laugardagur 28. des. 1963 MORG U N B LAÐIÐ 3 SNJÓFLÓÐ féll á anna jóla- dag á íbúðarhús og fjárhús í Siglufirði, eins og skýrt er frá annars staðar I blaðinu. I þessu sambandi verður hér á eftir rifjuð upp nokkur helztu snjóflóð í Siglufirði, sem skýrt er frá í bók Ólafs Jóns- sonar „Skriðuföll og snjó- flóð.“ Frásögnum af mörgum hefur þó orðið að sleppa. Árið 1613 varð líklegasta mannskæðasta slysið, sem orð ið hefur hér á landi af völd- um eins snjóflóðs, en þess er ekki getið í annálum eða sam tíðaheimildum. Slysið varð 24. desember og fórust þá 50 menn í Siglunes skriðum, er þeir ætluðu til tíða út á Siglunes. Aðalheim- ildin um þetta slys er bréf frá séra Jóni Helgasyni, Staðarhólsfjall í björn Jónsson. Siglufirði. örin vísar á upptök snjóflóðsins mikla álrið 1919. Ljósm.: Svein- Mestu snjdflúðin í Siglu- f irði urðu árin 1613 og 1919 presti á Siglufirði 1721—1744, til mag. Hálfdánar Einarsson- ar. Annars eru aðeins óskráð munnmæli og örnefni, sem vitna um þetta mikla slys. Samkvæmt munnmælum á Siglufirði um aldamót var ýmist talið, að 50 eða 30 manns hafi farizt í snjóflóð- inu. Sagt er, að enn sjáist glögg merki, hvar snjóflóðið hafi hlaupið. Það hafi orðið rétt utan við sjálfar skriðurnar, úr djúpu gili, et nær þar alveg upp í Nesnúpinn. Flóð- ið hafi runnið þar niður mel- hrygg einn og borið með sér mikið lausagrjót, sem enn sjáist merki. Prestasögur segja, að 50 manns hafi far- izt. Árið 1891, hinn 7. maí, lentu tveir menn í snjóflóði á Hestsskarði milli Héðinsfjarð- ar og Siglufjarðar. Annar fórst, en hinn komst lífs af. Sá, sem fórst var 39 ára bóndi á Vatnsenda í HéðinsfirðL Árið 1919, aðfaranótt 12. apríl, var stórhríð á Siglufirði og var hún svö dimm að ekki sá milli húsa. Hafði svo ver- ið nokkra daga. Um morgun- inn urðu menn varir við, að báta hafði slitið upp og brotn- að, sumir sokkið og enn aðrir týnzt. Kraparöst og stór klaka stykki lágu lang upp á eyri. Héldu menn fyrst, að brim hefði valdið þessu, en sú skýr ing reyndist ófúllnægjandi, því snjólítið var um morgun- inn og áttin svo austlæg, að brim gat ekki hafa orðið inn á firði. Skipshafnir sem legið höfðu í skipunum um nóttina, sögðu frá því, að klukkan 4 um nóttina hefðu þær vaknað við, að skipin tóku ógurlega veltu, slitu af sér böndin og lömdust við bryggjurnar og sjór gfekk hátt á land. Fljót- lega komst kyrrð aftur á. Eina skýringin var, að snjóflóð mikið hefði fallið austanmeg- in fjarðarins úr Staðarhóls- fjallL Rifjuðust upp sagnir um, að árið 1839, þann 23. des. hefði fallið snjóflóð sunnan Staðarhóls og valdið miklum skemmdum handan fjarðar- ins. Nú stóðu á því svæði, þar sem þetta snjóflóð hafði fallið, síldarverksmiðja Evan gers, tvö íbúðarhús, sem búið var í, «g fleiri byggingar. Þá voru nokkrir bæir á svæðinu. Var nú brugðið við og safn að liði. Fóru 12—15 menn á vettvang. Þegar þangað kom fengu menn grun sinn staðfestan. Snjóflóð mikið hafði hlaupið niður úr svokallaðri Skolla- skál í Staðarhólsfjalli. Hafði það sópað burtu síldarverk- smiðjunni, íbúðarhúsunum tveimur, sem búið var í, síld- arhúsi Olav Evengers, sem stóð nokkru sunnar með sjón- um, bryggjum og söltunarpöll um. Eftir stóð aðeins eitt hús, nyrsta byggingin, sem var mannlaus. Þá hafði flóðið far- ið yfir Neðri-Skúta, brotið bæinn niður og fært í kaf og sópað burtu húsinu niður við sjóinn, sem nefnt var „Bensa- bær.“ Hugðu leitarmenn fyrst, að flóðið hefði sópað öllum þessum byggingum burtu og þeir, sem í þeim voru, hefðu allir farizt. Grófu þeir nokk- uð þar, sem Skútubærinn átti að vera, en urðu einskis var- ir og sneru þá heim á leið. En er þeir voru komnir niðúr á Skútugrandann, stakk einn þeirra, Björn Jóhannsson, við fótum og mælti: „Ég sný við. Það er óafsakanlegt að fara svona heim. Það er ekki búið að leita nóg þarna í Skútu.“ Varð það úr, að fjórir sneru aftur. Einhverjir frá tveim bæum bættust í hópinn. Var grafið niður á baðstofuþekj- una og höfðu þeir aðeins mok að stutta stund, er þeir heyrðu barið í þekjuna innan frá. Var þá sent eftir liðsauka og lækni. Sjö manns var bjargað og var ekkert af því stórslasað, en aðþrengt af loftleysi og meira og minna marið. Fólk- inu bar saman um, að snjó- flóðið hefði fallið um kl. 4 um nóttina. Fólkið í baðstof- rústunum hafði heyrt, er Sigl- firðingarnir komu fyrst á stað inn og hófu mokstur, en hættu svo aftur og hurfu frá. Olli það því hinu mesta ang- urs, því það hugði alla von um björgun úti. Þegar lokið var að grafa upp fólkið á Skútu, var leitað vandlega X rústum annara mannabústaða, sem snjó- flóðið hafði fallið á. Af Bensa- bæ var ekki örmull eftir, að- eins kjallarahola, en í henni var ekkert. Þarna höfðu far- izt hjón og tvær aætur þeirra á barnsaldri. Verksmiðjunni og öllu henni tilheyrandi hafði sópað burtu, nema nyrzta húsinu og tveimur vanhúsum. Þarna fór ust tvær fjölskyldur, tvenn hjón og 8 ára fóstursonur annarra þeirra. Talið var, að eignatjón af þessu eina snjóflóði hafi num ið hálfri annari milljón króna á þeim tíma. Árið 1938, miðvikudaginn 23. nóvember, hlupu nokkur mikil og háskaleg snjóflóð úr fjallinu upp af. kaupstaðnum. Eitt lenti á tveggja hæða stein húsi við Þormóðsgötu. Braut flóðið glugga á efri hæð húss- ins og hálffyllti það. Allir sluppu ómeiddir nema vöggu- barn, sem skarst á lúðubrot- um. í suðurhluta bæjarins hlupu einnig snjóflóð, sem ollu tals- verðum skaða. Hús skemmd- ust og kindur og hæsni fór- ust. Árið 1950, sunnudaginn 8. október, lögðu 19 manns í 5 bifreiðum frá Siglufixði til Siglufjarðarskarðs. Á einni bifreiðinni voru 20 lömb. Snjó ýta fór fyrir og ruddi veginn. Fólkið varð að láta fyrir ber ast í sæluhúsinu í skarðinu um nóttina. Næsta morgun var haldið áfram, en seint sóttist. Bilaði ýtan og varð ekki komið í lag. Höfðu þá bætzt í hópinn 17 menn, sem komu vestan að. Varð fólkið að yfirgefa bif- reiðarnar og halda aftur í sæluhúsið. Þar dvöldust 36 manns um nóttina og var þröng svo mikil, að ekki gátu allir setið samtímis. Fimm hraustir skiðamenn frá Siglu firði brutust upp í sæluhúsið um kvöldið og færðu fólkinu hressingu og teppi. Þriðjudagsmorguninn 10. október hélt flest af fólkinu til Siglufjarðar. Ellefu menn urðu eftir í húsinu til að reyna að koma bifreiðunum á- leiðis. Fimm manns, þar af ein stúlka, fóru fótgangandi til Fljóta og tóku með sér fjárhópinn. Þegar komið var niður í Fellsbrekku féll snjó- skriða á fólkið og kindurnar og bar með sér allan hópinn um 100 metra vegalengd. Fólk ið slapp allt lifandi, en flestir höfðu þó hlotið minniháttar meiðsli. Sumar kindurnar gátu brotizt sjálfar út úr snjónum, en aðrar varð að grafa upp. Aðeins eitt lamb kafnaðL STAKSTEI^AR Er „Dagur“ málgagn Björns eða Rugnars? Blað Framsóknarmanna á Ak- ureyri nefnist „Dagur“. Eftir að samstarf kon’.múnista og Fram- sóknarmanna hófst, hefur blaðið jráöinnis tekið svari kommú- nista einarðlega, ekki sizt þegar um varnarmál hefur verið að ræða. Hefur „Dagur“ ekki gefið ,Timanum“ hætis hót eftir í jeim efnum. Síðasta dæmið er að finna í „Degi“ á laugardaginn var, þar sem skýrt er frá áróðurstillögu kommúnista um Hvalfjörð og Atlantshafsbandalagið. Segir þar um framsögumann kommúnista: „Ragnar Arnalds var framsögu- maður í málinu og nvæltist sköru lega“. Málflutningur kommú- nistans er síðan vandlega rakinn, og leynir sér hvergi aðdáunin. Hinsvegar er ræðu Eysteins Jóns sonar í málinu að litlu getið, og enga einkunn fær Eysteinn, hvorki fyrir skörungsskap né annað. Síðan eru svör utanríkis- ráðherrans rakin við fleipri þeirra svarabræðra, og skætingi blandað saman við, svo að eng- inn þurfi að vera í vafa um, að málstaður korr.múnistans Ragn- ars Arnalds er jafnframt málstað ur „Dags“. Hvað segir Björn Páls son á Löngumýri við stefnu Dags“? Notaði „Dagur“ tæki- færið, meðan Björn sat á þing- mannafundi NATO suður i Paris, til þess að túlka málstað Ragnars Arnalds? Biðlað til blámanna Kommúnistapáfarnir tveir, Krúsjeff og Maó, bitast nú um hylli svertingja í hinum nýstofn- uðu Afríku-ríkjum.. Kalt strið af nýrri tegund er hafið í Afríku, og reynir hvor kommúnistapáf- inn um sig að niða skóinn niður af hinum. Þessar tvær eftirfylgj- andi myndir fjalla um þessa ein- kenniIegU' baráttu: Eiturþokur á l\lars Lif þar nú talið útiiokað Washington, 27. des. — AP BANDARÍSKIR vísindamenn skýrðu frá því í dag, að hin lit- uðu svæði, sem sjást á stjörnunni Mars, séu sennilega þokur sam- settar af köfnunarefnisdíoxíðL og því eitraðar. Sé þetta rétt, er sú von brostin að lif kunni að leynast á einhverri stjörnu í sól- kerfi voru, en Mars hefur verið talin líklegasta stjarnan í þeim efnum. Stjörnufræðingar hafa löngum veitt athygli bláleitum s’væðum ,sem sett hafa verið í samband við vatn, svo og hvítum, sem sett hafa verið í samband við snjó. Litur þessara svæða á Mars hefur jafnan verið breytilegur frá bláu í hvítt og gulbrúnt Tveir vísindamenn, annar efna fræðingur, hinn stjörnufræðing ur, hafa nú lýst því yfir, að þessi lituðu svæði séu raunar ekki annað en eitruð köfnunar efnisdíoxíðþoka. Efni þetta gert af einu köfnunarefnisátómi og tveimur súrefnisatómum. Yfir leitt er það gulbrúnt að sjá, ; i frosti breytist liturinn og verð ' ur blár eða hvítur. Heyrðu góði! Þetta er mitt borS! Hann vill ekki sjá hana .. Iík~ lega bezt, að ég reyni aftur .. (Tarantel Press) Afskipti ríkisvaldsins „Alþýðublaðið“ segir svo m.a. í forystugrein á Þorláksmessu: „Ríkisstjórnin hefur upplifað sitthvað í skiptum. sínum við vinnumarkaðinn síðustu vikur. Fyrst var Alþingi grýtt vegna fyrirhugaðra afskipta af launa- málum, og fullyrti þá hver eftir annan, að ríkisvaldið ætti ekki að skipta sér af slíkum malum. Nokkrum vikum síðar var ráð- izt á stjórnina innan þings og utan fyrir að liafa ekki nógu mikil afskipti af deilunni og gera ekki róttækar ráðstafanir til að hindra slík átök. Erfitt mun reyn ast að finna mcðalhóf í þessu efni — en seint verða launanúl ríkisstjórnum óviðkomandi á ís- landi. Til þess er of mikið i húfi.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.