Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1963 Nánast kraftaverk hve margir björguðust af „Lakonia" • FIMMTUDAGINN, 19. desember, hélt lystiskipið „Lakonia“ úr höfn í Sout- hampton með hátt á ellefta hundrað manna innanborðs. Þar af voru farþegar um 650, flestir brezkir og írskir, nokkrir bandarískir og þýzk- ir, og einn Austurríkismaður. Þar af voru 36 börn, þar af tvö kornbörn. Áhöfn var að mestu skipuð griskum mönn- um, en einnig nokkrum þýzk- um. Farþegarnir voru glaðir og reifir. Þeir voru á leið í skemmtiferð til Kanarieyja, þar sem jólin skyldu haldin hátíðleg — og mörg bamanna hugsuðu með eftirvæntingu til þess að hitta foreldra sína búsetta þar — þau voru í jóla leyfi á l'eið heim. • Á föstudag, laugardag og sunnudag gekk ferðin að ósk- um. Gleði og ánægja ríkti um borð og á sunnudagskvöld var haldinn mikill dansleik- ur. Endalok þeirrar skemmt- unar urðu óvænt og skelfileg. Það var ekki aðeins, að bund- inn væri endi á jólagleði fólksins, heldur einnig á líf 136 hianna, kvenna og barna. • Það var hálfri stundu fyrir miðnætti (GMT), að fyrsta neyðarskeytið af þrem ur heyrðist frá „Lakonia". „Eldur um borð. Staða 35 gráður nórðlæg breidd, 15 mínútur vestlæg lengd.“ Klukkan 10 mínútur yfir tólf var kallað: „Eldurinn breið- ist út. Búumst til að yfirgefa skipið." Og tólf mínútum síð- ar: „SOS frá Lakonia í síðasta sinn. Ég get ekki s.taðið leng- ur við senditækin. Við erum að yfirgefa skipið. Biðjum um hjálp þegar í stað. Hjálpið okkur.“ Meira heyrist ekki frá hinu brennandi skipi, en fregnin fór eins og elding um heim- inn og öll nærstödd skip brugðu af leið og stefndu í átt til „Lakonia.“ • Klukkan 1.03 heyrðist frá brezka skipinu „Montcalm": „Erum á leið á slysstaðinn." • Kl. 1.44: „Höfum komið auga á neyðarblys •„Lakonia'* skammt frá okkur.“ • Kl. 2.35 kallaði argen- tíska skipið „Salta“: Sjáum „Lakonia" bera við sjóndéOd- arhringinn, komust þangað „fljótlega.“ Jafnframt kallaði „Montcalm" að það væri að Slösuð kona færð í land af einu björgunarskipanna. bjargað varð. Hjón þessi sögðu, að engar vistir heíðu engar verið í björgunarbátn- um, né heldur teppi eða ann- að, er sveipa mætti um börn- in, sem sum voru gegnvot eftir að hafa lent útbyrðis. Þessi hjón tóku undk- þau um mæli flestra farþega, er fréttamenn hittu að máli, að áhafnir björgunarskipanna hefðu unnið frábært starf og framkoma þeirra verið hinum skipreika mjög til styrktar. Skipin „Montcalm" og „Salta“ voru fyrst á vettvang og björguðu mestum hluta skipbrotsimanna. „Salta“ tók 510 manns og sigldi með þá til Madeira, en „Montcalm“ fór með 240 manns til Casa- blanca. Belgíska skipið „Charlesville“ sigldi með 29 manns til Santa Gruz þar á meðal skipstjórann á Lakoriia, Mathios Zarbis. Skipið „Medhe“ frá Pakistan tók 22 menn og „Rio Grande“ frá Brazilíu um 50 menn og sigldu bæði tiil Casablancá. Gamalreyndir sjómenn spáðu því 1930, að „Lakonia“, sem þá hét „Johan Van Oldenbarnvelt44. ' yrði óhappaskip i nálgast slysstaðinn, „Lakonia" væri alelda miðskips og björg unarbátar væru allt um kring. Á nokkrum klukkustund- um komu skip á vettvang hvert af öðru og voru síðast orðin yfir 20 talsins. Brezka herskipið „Centaur“ þeyttist fram og aftur um slysstað- inn og leiðbeindi björgunar- skipunum, meðan nokkuð kvikt var sjáanlegt. Þegar björgunarskipin komu að voru hundruð manna synd- andi í sjónum umhverfis log- andi skipsflakið. Grillti í skjannagul og rauð björgun- arvestin í myrkrinu og gegn- um reykjarmökkinn. Fólkið kallaði og veifaði í sífellu til þess að vekja á sér athygli, börnin grétu, foreldrar syntu hlið við hlið og hjálpuðust, að því að halda börnum sín- um ofan sjávar. Þeir, sem fylgdust úr lofti með aðgerðum björgunarskip anna hafa verið samdóma um, að björgunarstarfið hafi verið unnið með frábærum hætti. Veður var að visu nokkuð gott, hiti um 18 stig á Celsísus og sæmilega gott í sjó, en þó er talið ganga kraftaverki næst, hve margir björguðust. Björgunarstarfið var frá upp- hafi vel og skjótlega skipu- lagt af r hálfu skipstjóranna og gekk þeim mun skjótar en ella hefði orðið. Á hinn bóginn var haft eftir mörgum farþegum, eftir að þeir komu til Casablanca að framkoma áhafnarinnar á „Lakonia" hafi verið mjög ábótavant. Ótti og skelfing hafi gripið svo um sig meðal áhafnarinnar, að farþegar hafi sjálfir orðið að taka við stjórn björgunarstarfsins. Var haft eftir farþegum, að sú æðislega skelfing, sem greip ýmsa skipsmenn hafi verið eigendum skipsins til mestu vansæmdar. Sumir sögðu, að engin viðvörunarmerki hefðu verið gefin um borð, eftir að eldurinn brauzt út, farþegar hefðu árangurslaust mátt bíða eftir stigum til þess að komast niður í björgunarbát- ana og því hver orðið að bjargast, sem bezt hann gat. Hefðu því miklu fleiri farið í sjóinn en ástæða var til. Hjón ein frá London sögðu þá sögu úr björgunarbátnum, sem þau lentu í, að skips- menn þar um borð hefðu öskrað í síbylju, gert sig lík- lega til að hrinda farþegum útbyrðis, að því er virtist af skelfingu inni saman, og var- ið gersamlega ófærir um að gegna skyldu sinni. Hefðu far þegar því tekið við stjórninni og reynt að bjarga því, sem jómfrúferðinni lenti skipið í árekstri og sögðu þá gamlir hollenzkir sjómenn, að það yrði óhappaskip. Til þessa hefur það getað hrundið af sér þeirri nafngit, því ekkert óhapp hefur hent það síðustu 33 ár. Skipið var tryggt fyrir þrjár milljónir sterlings- punda, að sögn eigenda, átti að hafa björgunarbáta fyrir 1455 manns og var útbúið sjálf virkum eldvarnartækjum. Ekki er ljóst með hvaða hætti eldurinn brauzt út. Þegar skipstjórinn Zarbis kom til Madrid á föstudag, var hann spurður spjörunum úr um upptök eldsins, slöikkvi starf og björgunarstarfið. Taldi hann, að eldurinn hefði komið upp í rakarastofu, en vissi ekki með hverjum hætti. Reynt hefði verið að ráða nið urlögum hans í hálfa aðra klukkustund áður en fólki var fyrirskipað að yfirgefa skipið. Ekki vildi Zabris fall- ast á, að framkoma áhafnar- innar hefði verið eins og far- þegar vildu vera láta og getið var hér að framan, — hefðu margir farþega komið að máli við sig eftir björgunina og þakkað honum og liði hans gott starf. — Á hinn bóginn var haft eftir einum af áhöfn- inni, að hann vildi ekki for- taka, að skelfing farþeganna hefði náð til raða áhafnar- innar. Zabris skipstjóri sagði, að björgunarstarfið myndi hafa gengið betur, hefðu björgun- arskipin komið nær Lakonia en þau gerðu. Björgunarbát- ar hefðu ekki verið nógu margir og fleiri farið í sjó- inn þess vegna. Taldi hann Klæðnaður skipbrots- manna, er þeir gengu í land í Madeira var með ýmsum hætti, en nær allir voru fá- klæddir. Sumar konurnar báru enn dýrmæta skartgripi, hálsmen og eyrnahringi og voru klæddar dýrum kvöld- kjólum, er þær höfðu skrýðzt fyrir dansleikinn á sunnudags kvöld. Aðrir voru í náttklæð- um einum fata. Allir misstu farþegar farangur sinn í eld- inu-m. Þeir skipbrotsmenn, er til Madeira komu, héldu'þeg- ar á annan jóladag til Eng- lands með „Arkadia", systur- skipi „Lakonia.“ Leit var haldið áfram á slys staðnum í nær sólarhring frá því eldurinn brauzt út og mörgum bjargað .nær dauða en lífi. Tíu lík fundust. Þegar kunnugt varð, að eldur var laus í „Lakonia" og fólkið var að yfirgefa skipið, voru flugvélar sendar á stað- inn. Þær sveimuðu yfir log- andi skipinu klukkustundum saman og vörpuðu niður björg unarbátum með ábreiðum og vistum. Bandarískur flug- maður, er flaug þar lengi yfir, sagði: „Við sáum, þegar farþegarnir stukku útbyrðis, 'Sáum fólkið synda og svamla í áttina til björgunar- skipanna. Sumir hreyfðu hvorki legg né lið, e. t. v. voru þeir þegar látnir. Þetta var hræðilegt á að líta. Við sáum litríka jólapakka fljóta eins og hráviði umhverfis skipið og á einum stað flaut stór brúða.“ Annar flugmað- ur lýsti því, er hann sá lítið barn — einsamalt í björgun- arbát á reki. ★—★—★ Lystiskipið Lakonia var um 20.000 tonn. Það var upp haflega í eigu Hollendinga, smiðað árið 1930, og hét þá Johan Van Oldenbarnvelt. í Beðið björgunar í nátt- myrkrinu. líklegast, að björgunarskipin hefðu talið, að allir væru komnir frá borði „Lakonia“ fyrr en raun var á. Skipstjóri kvaðst hafa farið síðastur frá skipi sínu og komizt burt á björgunarbáti, er varpað var úr flugvél. Er Zabris hafði verið spurður í þaula nokkra stund, féll hann saman og bað fréttamenn að hlífa sér við frekari spurningum að svo stöddu. Um skipið sjálft, Lakonia er þess að lokum að geta, að norska togskipið „Herkules“ og belgíska björgunarskipið „Pool Zee“ hófu þegar að loknu björgunarstarfi, að draga flakið til lands, vænt- anlega til Casablanca, Lissa- bon eða Gíbraltar. Þegar síð- ast fréttist gekk sú ferð treg- lega, — skipið logaði stafna á milli og var erfitt að koma fyrir nauðsynlegum taugum. Að sögn sjónarvotta er skipið þannig útlei'kið, að ljóst megi vera, að þar hafi orðið marg- ar sprengingar, sennilega ketilsprengingar. Síðdegis á föstudag var talið, að yrðu sprengingar ekki fleiri myndi það að öllum líkindum hald- ast ofansjávar. Af hálfu grískra yfirvalda hefur verið fyrirskipuð gagn- ger rannsókn á „Lakonia“- slysinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.