Morgunblaðið - 28.12.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 28.12.1963, Síða 15
Laugardagur 28. des. 1963 MQRGUNBLADIÐ 15 — Snjóflóð Framh. af bls. 24 % km. frá hinum staðnum, en þar eru tvö fjárhús, þar sem menn héðan hafa fé sitt. Voru þeir að sinna fénu, en snjóskrið- an fór milli húsanna og niður í sjó og sakaði engan. Keif Hvanneyrarhlíð með sér. Snjóflóðið úr Strákum mun hafa komið úr klettabelti utan við Hvanneyrarskál og farið nið ur snarbratta hlíð, 400—500 m. vegalengd og verið um 200—300 m- breitt. Skall það beint á hús- inu Hvanneyrarhlíð, sem er gam alt timburhús, járnvarið og mannlaust, sem betur fer. í þessu húsi bjó áður Karl Dúason, en undanfarin ár hefur síldarleitin verið þar til húsa. Snjórinn brauzt inn um alla glugga á vesturhlið hússins og fyllti það gjöráamlega af snjó og gluggahlerar á öðrum hliðum þess bunguðu út vegna snjó- þyngslanna innan frá. Reif flóðið húsið af grunni og færði það 5—7 m. Húsið sjálft er skekkt og brotið og mun vera gjörónýtt. Tókst að bjarga ýmsum tækjum Síldarleitarinnar úr húsinu. Snjórinn fyllti eldhúsið. f>á hélt flóðið áfram og skall á tveimur nýjum íbúðarhúsum úr steini, sem standa norðan árinnar (sjúkrahúsið og prest- setrið eru sunnan árinnar). í þeim búa loftskeytamenn með fjölskyldur sínar. í húsinu nr. 8 býr Guðlaugur Karlsson með konu sinni Magðalenu Halldórs- dóttur og tveimur börnum sín- um. En í hinu Hólmsteinn Þór- arinsson með konu sinni Ólínu Olsen og 4 börnum. Voru þau öll heima er flóðið kom. Fréttamaður blaðsins talaði við Magðalenu Halldórsdóttur, sem skýrði honum frá því sem gerð- ist. Magðalena sagði að flóðið hafði skollið á húsinu um kl. 9:30. Fólk hennar var ekki kom- ið á fætur og vissi ekki fyrr en flóðið skall á húsinu með há- um dynk. Snjórinn braut for- stofuhurðina og fyllti forstof- una af snjó. Ennfremur braut það eldhúsglugga á vesturhlið húss ins og eldhúsið hálffylltist og fór snjórinn áfram fram í stórt anddyrL Svo vel vildi til að enginn var í eldhúsinu, annars er auðséð að illa hefði farið. Fólkinu brá heldur en ekki í brún, en gerði sér þegar Ijóst bvað um var að vera. Magðalena sagðist hafa verið svo heppin að hafa tekið símann með sér upp í svefnherbergið og hafði hann á náttborðinu. Hún setti sig strax í samband við lögreglu og ná- granna og brá fólk skjótt við til hjálpar. Miklar skemmdir urðu á hús- inu vegna þess að rúðubrot fóru um alit og málning skemmdist á veggjum. í eldhúsinu færðist ísskápur úr stað, svo mikill var krafturinn á snjónum. Sagði Magðalena að þetta hefði verið óskemmtilegur jólagestur. En allir voru rólegir. Upp á glugga barnaherbergisins. í hinu húsinu nr. 10 kom flóð- ið með svipuðum hættL Hjónin voru komin á fætur, en börnin sváfu undir glugga sem sneri að flóðáttinni. Braut hann upp hurð sem var um 2 m. frá gluggan- um, en krafturinn í snjónum, sem náði upp á miðjan gluggann uppi var ekki það mikill að glugginn brotnaði. Hefði snjó- flóðið lent inni í barnaherberg- inu, hefði hann farið yfir rúm barnanna. Þau vöknuðu ekki. Flóðið fór þarna inn um aðal- innganginn og þaðan fram í skól ann. Þó snjór væri í skálanum, ?á komust hjónin að símanum, með því að rétta höndina um dyr í stofuna og gerðu aðvart. Vann hjálparlið að því að hreinsa út snjóinn og setja rúður í glugga. Húsin eru nýbyggð og sterk og er fólkið þar um kýrrt. Fór með hvini og fjúki milli liúsanna. Síðdegis sama dag féll annað snjóflóð skammt frá. Á strönd- inni eru tveir fjárkofar, þar sem menn úr bænum hafa fé, en eng- in byggð er þar. Þetta er um % km. fjarlægð frá fyrri staðn- um. Mennirnir voru búnir að sjá þarna ískyggilegar hengjur og í ljósaskipunum þegar þeir voru að gefa fénu, höfðú þeir einn mann á vakt úti. 3—4 menn voru að’gefa kindum í öðru hús- inu, en í hinu húsinu var einn maður. Allt í einu heyrir vaktmaður- inn ískyggilegan hvin og varð þess áskynja að snjóflóð var á leiðinni og. gerði mönnunum að- vart. Um það bil brast á mikill skafrenningur og áður en varði var komin gífurleg snjóskriða milli þessara húsa og féll hún út í sjó. Var hvinurinn og fjúkið svo mikið að þeir gátu ekki gert sér grein fyrir því fyrr en eftir á að flóðið var að fara milli húsanna. Engan mann sak- aði, en flóðið tók kartöflugeymsl- ur bæjarins, sem eru þarna skammt fyrir ofan. Ekki er vitað að fallið hafi snjóflóð á þessum stað fyrr. Þó hafa komið snjóflóð á Siglufirði og valdið miklu tjóni, svo sem sagt er frá á öðrum stað í blað- inu. — Kýpur Frh. af bls. li settur á stofn eftir að grískir og tyrkneskir eyjarskeggjar höfðu barizt í fjóra daga og tyrkneska stjórnin hafði hótað því að sker- ast í leikinn vegna meintra fjöldamorða á mönnum af tyrk- neskum stofni. Fyrstu brezku hermennirnir, 110 talsins, voru sendir til Kýp- ur þegar á fimmtudag, og á laug ardagskvöld á öllum liðsflutn- ingum að vera lokið, að því er upplýst var í London í dag. Talsmaður brezku stjórnarinn ar sagði í dag, að endanleg ákvörðun um hversu haga skal lausn Kýpurdeilunnar, hafi enn ekki verið tekin. Kvað harrn að- alatriðið nú vera að koma aftur á friði og sjá um að vopnahléð verði haldið. Ástandið í Nicosia var með eðlilegum hætti í dag. Verzlanir hafa opnað aftur og mikill fjöldi fólks og bíla voru á götum. — New York 19. des. iBÍJAR New York munu varla taka eftir neinni breyt- ingu — nema ef til vill staia- Hamar og gerðinni — þegar hinar rúss- nesku flugvélar fara að lenda á Kennedy-flugvelli næsta sumar. Ástæðan fyrir þessu er sú, að hinar fjögurra hreyfla TU 114 skrúfuþotur, sem Rússamir ætla að nota á leiðinni Moskva — New York, eru ekkert háværari en venjulegar amerískar skrúfuvélar. Sérfræðingar segja að TU 114 og hin langfleyga TU 95 sprengjuflugvél sé ein og sama tegundin og munurinn sé aðeins sá, að sú síðar- nefnda beri sprengjur í stað Ifarþega. Þeir segja ennfrem- ur, að hávaðinn sé sami ög í DC 7 og öðrum svipuðum vélum, sem nú eru í Atlants- hafsflugi. Það er samt einn regin- munur á hinni rússnesku vél og hinum amerísku. TU 114 er smíðuð sem herflugvél og ekki hægt að fljúga henni í farþegaflugi svo hagnaðuir verði. Mótorarnir brenna of miklu eldsneyti og slitna of fljótt til þess að hagkvæmur rekstur náist, nema fyrir fé- lag eins og Aeroflot, þar sem Krúsjeff og Co. taka á sig tapið. Pan American, sem mun fljiúga jafnmargar ferðir til Moskvu og Aerofiot til New York, segir að þeir séu til- búir að hefja flugferðir jafn- skjótt og ríkisstjórnir land- anna hafi gert viðeigandi samninga. Félagið bætir því ennfremur við, að það reikni með því að fá svo mikið af farþegum í ferðirnar, að þær muni bera sig fjárhagslega. Flugferðir milli Moskvu og New York hafa komið til tals áður, en ávallt hefur eitthvað verið uppi á teningnum, sem hindrað hefur framgang máls- ins. Mál þetta er nú enn einu Útvarpið á Kýpur skýrði frá því í dag að allt væri með kyrrum kjörum annars staðar á eynni. Talið er að um 300 manns hafi látið lífið á eynni í átökun- um sem þar urðu þar til á jóla- dag, er vopnahléið gekk í gildi. Frá Ankara bárust þær fréttir í kvöld að fjöldi tyrkneskra stúdenta hefði farið i mótmæla- göngu um götur borgarinnar. — Kröfðust stúdentarnir þess að tyrkneska stjórnin skakkaði leik í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. Sogamýti — Grenimel Blesugróf — Þingholsstræti ÓÐIIMSGÖTt) Gjörið svo vel að tala við atgreiðslu biaðsins eða skrifstofu. Sfflif 2 2 4 80 Rússnesk flugvél sem flýgur tilNew York. sigð yfir New York sinni komið á umræðustig og kom það fram er Najeeb Halaby yfirmaður bandarísku flugmálastjórnarinnar var á ferð í Moskvu fyrir skömmu. Halaby sagði að ríkisstjórn irnar hefðu tekið málið fyrir aftur, en það hafi legið niðri síðan Rússar byggðu Berlínar múrinn fræga 1961. Það að fljúga vélum þess- um samkvæmt fyrirmælum yfirvalda á Kennedy-flug- velli, er ekki eina vandamál- ið sem Rússarnir verða að stríða við, heldur verða þeir einnilg að nota ýmiskonar mæli- og radíótæki, sem fram leidd eru í USA. Áður en þeir geta hafið reglulegt flug á hinum þéttflognu leiðum Atlantshafsflugsins og þá 9ér- staklega á hinu annríka svæði umhverfis New York, þurfa Rússarnir að setja ýmis tæki í vélar sínar, sem þeir hafá ekki eins og er. Það er ekkert vafamál að rússneskir vís- indamenn geta framileitt hin margvíslegu og margslunignu tæki er nota þarf í umferðinni í nágrenni eins stærsVa flug- vallar heimsins. Hitt er einnig víst að þeir munu ekki geta haft þau tilbúin næsta sum- ar, en þá munu flugferðir þessar hefjast svo framarlega sem ekbert tefur viðræður. Þetta táknar það, að Rúss- arnir verða að snúa sér til bandarískra framleiðenda, t.d. Sperry Company, til þess að fá tæki þau, er þeir hafa lof- að bandarísku flugmálastjórn- inna að vera skuili í vélum þeirra, er þeir byrja flugið til New York. íbúar New York fengu tækifæri til þess að sjá TU 114 í júni 1959, þegar vél af þessari gerð fékk leyfi til þess að lenda á Idlewild fLuigvelli, nú Kennedy flugvelli, vegna ■wnMwmwaMi rússneskra stórmenna er voru um borð. Tilraunir til þess að gera hljóðmælingar á vél þessari tókust þá að nokkru leyti og sýndu þær, að vélin flýgur innan þeirra talcmarka, sem sett ' hafa verið. Rússar-nir hafa hingað til neitað að gefa noklkrar upplýsingar um vél þessa, varðandi hestafla- fjölda og tæknilega hæfileiika. Þeir neituðu einnig 1959 að taka þátt í venjulegum hljóð- mælingum, en yfirvöld fluig- vallarins krefjast slíkra próf- anna í öllum nýjum vélum, sem á markaðinn koma og fljúga eiga til Kennedy- flugvallar. j Rússarnir hafa nú sam- þykkt að leggja TU 114 og IL 62, sem er þota og taka á við af þeirri fyrmefndu, fram tifl. hljóðprófunar. Áætlað er, að hvort flug- félag fljúgi eina ferð í viku að vetri til, en tvær þá sum- armánuði, sem ferðamanna- straumurinn er mestur. TU 114 em framleiddar af Tupolev flugvélaverksmiðjun- um og er vænghaf þeirra 177 fet. Vélar þessar hafa fjóra Kuznetsov mótora og er afl þeirra áætlað 12000 (tólf þús- und) hestötfl. Hámarks-flug- taksþungi vélarinnar er áætl- aður 396800 pund og fjöldi farþega getur verið mestur 220. Til samanburðar má geta þess að þotur Pan American hafa 142 feta vænghaf og eru búnar 4 Pratt and Whitney þrýstiloftsmótorum með 18000 (átján þúsund) punda þrýst- ingi. Hámarksþungi Pan Americ- an vélanna er 315000 pund og þær geta tekið 173 far- þega. — Aspelund. inn á Kýpur og hlutaðist til um að öryggis fólks af tyrkneskum stofni yrði gætt. Kröfðust stúd- entarnir þess að Tyrkir tækju Kýpur, ef nauðsyn krefði. — Ismet Ionu, forsætisráðherra, tók við kröfum stúdentanna, og bað hann þá sýna stillingu, svo ástandið versnaði ekki meira en orðið væri. í Aþenu tóku þúsundir grískra stúdenta þátt í mótmæla aðgerðum vegna Kýpurdeilunn- ar. Kröfðust þeir þess, að grískt herlið yrði sent til eyjarinnar til þess að vernda líf og eigur fólks, sem er af grísku bergi brotið. Þá kröfðust stúdentarnir að Zúrieh- og London-samning- arnir um Kýpur yrðu ógiltir, og að Kýpur yrði tekin í gríska rík- ið. í London fóm 4,000 Kýpur- búar af tyrkneskum stofni í mót- mælagöngu að bústað forsætis- ráðherra, Sir Alec Douglas Home. Kröfðust þeir þess að Home tæki í taumana, og svo yrði um hnúta búið, að Tyrkir á Kýpur þyrftu ekki að búa við ofsóknir grískra manna. Frá Nicosia bárust þær fréttir í dag, að varaforseti Kýpur, dr. Fadil Kutchuk, hafi snúið sér til Alþjóða Rauða Krossins og beðið samtökin að hafa forgöngu um rannsókn á ástæðum til þess, að tyrkneskir menn verði að þola ofsóknir af hálfu Grikkja á eynni. Kutchuk er einnig sagð- Ur hafa snúið sér til Makaríos- ar, forseta Kýpur, og mótmælt brotum • Grikkja á vopnahlés- samningnum. Páll Grikkjakonungur sendi í dag persónulegan boðskap til forseta Tyrklands, Kemal Gur- sel, hershöfðingja, og hélt því fram að staðreyndirnar sýndu að það hafi verið Tyrkir á Kýpur, sem komu átökum síðustu daga af stað. Innanríkisráðherra Kýpur, Polykarpos Yiorkadjis, lýsti því ákveðið yfir í dag, að ekkert væri hæft í þeim fullyrðingum, að fjöldamorð á Tyrkjum á Kýpur hafi átt sér stað. Hann sagði að víst hefðu konur og börn látið lífið í átökum síðustu daga, en það hafi ekki .verið verk skipulagðra hryðjuverkasveita. Tcdsmenn Alþjóða Rauða Krossins í Genf, sögðu í dag að samtökin myndu ekki beita sér fyrir rannsókn á tildrögum at- burða á Kýpur nema allir deilu- aðilar gæfu samþykki sitt til þessa. Heimildir í London herma, að Bretar muni leggjast gegn því að Öryggisráð S.Þ. fjalli um Kýpurmálið. Hermt er að brezka stjórnin telji að þetta sé mál, sem stjórnir Bretlands, Grikk- lands og Tyrklands skuli leysa sjálfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.