Morgunblaðið - 28.12.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 28.12.1963, Síða 23
Laugardagur 28. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Erhard heimsækir Johnson í Texas Viðræðufundir hefjast á búgarði forsetans í dag Bonn og Houston, Texas, 27. des. AP — NTB IXDWKi Erhard, kanzlari V- Þýzkalands, hélt í dag frá Bonn áleiðis til Texas þar sem hann mun hitta Johnson forseta, og eiga við hann viðræðufundi á búgarði forsetans. Hefjast fund- irnir á morgun og standa í tvo ðaga. Með kanzlaranum fór Ger- hard Schröder, utanríkisráðherra og fleiri þýzkir ráðamenn. Var Erhard væntanlegur til Elling- ton herflugvallarins skammt frá Houston seint í kvöld. Áður en Erhard lagði af stað ræddi hann við blaðamenn og sagðist vera sannfærður um að fundirnir með Bandaríikjaforseta myndu verða hinir gagnlegustu. Myndox þeir verða til þess að styrkja samstarfið milli ríkjanna og varnir hins frjálsa heirns. Á Ellingtonflugvelli var ráð- gert að Dean Rusk, utanríkisráð Iherra, tæki á móti kanzlaranum, sam hugðist gista í Houston í xiótt, og halda síðan flugleiðis til Austin, Texas, og búgarðs forsetans. MikLar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Houston vegna feoniiu kanzlarans þangað í kvöld. Hefur lögreglan t.d. ekki viljað gefa upp hvaða leið kanzlarinn muni aka frá Ellingtonflugvelli til gistihúss síns 1 hjarta Houst- on. Johnson, forseti, átti í dag við ræður við ýmsa nánustu ráð- gjafa sína og var umræðuefnið ástandið í alþjóðamálum. Mun þetta vera liður í undirbúningi forsetans að taka á móti hinum þýzika kanzlara. — Jack Ruby Framh. af bls. 1 myndir af Ruby í bliðarherbergi. Allar myndavélar voru rannsak- ! aðar af lögreglunni áður en ljós- ! myndarar fengu að koma nærri Ruby. Leitað var á öllum þeim, sem í réttarsalnum voru, er upp komst að eitt vitnanna, dansmær in Karen Lynn Bennet, hafði falið litla skammbyssu í tösku sinni. Ekki gat hún gefið neina skýringu á því. Er Brown dómari hafði hafn- að kröfu verjenda Ruby, lýstu þeir því yfir að þeir myndu fara frarn á að mál Ruby verði ekki tekið fyrir af dómstóli í Dallas, 1 „vegna þess að ekki sé hægt að fá óhlutdrægan dóm í Dallas vegna fyrrverandi og núverandi ' skrifa blaðsins Dallas News um ! málið.“ Brown dómari kvaðst jmundu athuga þessa nýju kröfu I lögfræðinga Ruby. Ivan Assen Georgiev, — sakað ur um njósnir fyrir Bandaríkin. Myndin var tekin er hann ávarpaði Allsherjarþing SÞ fyrir tveimur árum. Kortið sýnir staðarákvörðun Hugrúnar (hvíti krossinn) og staðinn, þar sem SIF fann hana (dökkur kross). — Hugrúi run Framh. af bls. 24 af ýsu og þorski í Cuxhaven fyrir 25 þús. mörk. Um borð eru 9 menn. Lengsta leitarflug SIF Morgunblaðið hafði í gær tal af Garðari Pálssyni, skip- herra, yfirmanni SIF, flug- vélar Landhelgisgæzlunnar. Frásögn hans fer hér á eftir: — Við lögðum af stað laust eftir kl. 13 og höfðum þá þær upplýsingar, að Hugrún væri 150 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Goðafoss, sem álitinn var næsta skip við Hugrúnu, var kl. 9 um morguninn klukkustundar siglingu frá Vestmannaeyjum og tók stefnu á bátinn. Var búizt við, að hann yrði kom- inn á vettvang kl. 7 um kvöld ið. Um 40 mínútum eftir flug- tak fórum við framhjá Goða- fossi, 70 sjómílur frá Vest- mannaeyjum. Skömmu síðar barst ný staðarákvörðun frá Hugrúnu, þar sem skipsmenn sögðust vera 30 mílum austar en þeir höfðu haldið í fyrstu. Síðan gáfu þeir þriðju staðar- ákvörðunina, 20 mílum aust- ar en þá síðustu. — Flogið var yfir alla stað- ina og þá hafin skipuleg leit, þannig að við flugum í fer- hyrninga, en hvorki sáum Hugrúnu né urðum hennar varir í ratsjánni. Um kl. 15 fundum við ekkó í ratisjánni, en þar reyndist vera á ferð brezkur togari. — Loftskeytatæki þau á Hugrúnu, sem við hefðum getað miðað, voru biluð. Loft skeytamaður okkar var í stöð ugu sambandi við bátinn, og sagði skipverjum að flytja krystal í einu tækjanna um sæti. Var það gert og skömmu síðar eða kl. rúmlega 18 heyrðum við Hugrúnu koma inn á 1700 kílóriðum. Tókst okkur þá að miða bát- inn og flugum beint til hans. Höfðum við verið 80 mílur suður af honum. — Þegar við komum yfir bátinn, gerðum við staðar- ákvörðun, með aðstoð lórans og konsúls. Reyndist Hugrún þá vera 110 sjómílur frá þeim stað, sem gefinn hafði verið upp í fyrstu. Tilkynntum við nú Goðafossi þetta, gáfum honum stefnuna og sveimuð- um þarna yfir til kl. 20, en þá urðum við að halda heim- leiðis vegna eldsneytisskorts. Áður hafði Flugstjórn sagt okkur, að varnarliðsflugvél Nathole 6, væri á leiðinni, og mundi hún halda sig yfir Hug rúnu unz Goðafosis næði þang að, sem áætlað var kl. 01.10. Við flugum framhjá Goða- fossi u-m kl. hálf níu, en þá átti hann eftir 75 mílur að bátnum. Kl. rúmlega tíu um kvöldið lentum við svo á Reykjavíkurflugvelli eftir lengsta leitarflug, sem SIF hefur farið L — Oeirðir Framh. af bls. 1 Sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu, frú Eugenie Anderson, er stödd í Washington þessa dag- ana til skrafs og ráðagerða við utanríkisráðuneytið, en unnið hefur verið að undanförnu að því að bæta sambúð Bandaríkja- manna og Búlgaríu. Átti Búlgaría frumkvæðið að því. Bandaríska stjórnin tilkynnti í dag að hún hefði harðlega mót- mælt atburðinum við sendiráðið fyrr um daginn og krafizt skaða- bóta frá búlgörsku stjórninni vegna þeirra spellvirkja, sem unnin voru. Jafnframt sagði blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Richard I. Phillips, að réttarhöldin yfir Georgiev væru sýndarmennska ein. Georgiev kom fyrir réttinn í annað sinn í dag, en hann hefur játað að hafa stundað njósnir fyrir bandarísku leyniþjónust- una, CIA. Er hann sagður hafa þegið nær hálfa aðra milljón dollara af leyniþjónustunni. Réttarhöldin í dag snerust eink um um fé það, sem Georgiev á að hafa þegið, og þá tæknilegu hluti, sem hann á að hafa fengið frá CIA til njósnanna. Georgiev sagði í réttinum að hann hefði aldrei þegið peninga til eigin nota en viðurkenndi hins vegar að hafa skemmt ást- konum sínum fyrir það fé, sem hann hefði fengið fyrir njósnirn- ar. Hefði hann m.a. greitt flug- far milli New York og París þrisvar sinnum fyrir eina ást- konuna, og hefði hún einnig þeg- ið fé af Bandaríkjamönnum fyr- ir tilstilli hans. Georgiev sagði að önnur ást- kona hans, frú Rosa Aronova, sem búsett var í ísrael, hefði fengið frá sér 30 þúsund dollara, og fyrir þá peninga hefði hún m.a. heimsótt Bandaríkin. Tilheyrendur í réttarsalnum fóru að skellihlæja er Georgiev skýrði frá því, að einn hinna bandarísku aðila, sem hann hafði samband við, hafi kvartað undan því að peningum bandarískra skattborgara væri eytt til þess að skemmta ástkonum hans. Sagð ist Georgiev þá hafa svarað því til, að hann væri sammála Castro, forsætisráðherra Kúbu, um að bandarísk heimsvaldastefna væri asnalegasta tegund heimsvalda- stefnu, sem til væri. Georgiev lýsti þeim Bandaríkjamönnum, sem hann átti viðskipti við, sem hreinum fíflum, „idiotum", um allt varðandi kommúnisma. Georgiev skýrði frá því að Bandaríkjamenn hefðu sam- í GÆR var Jóhannes Snorra- son yfirflugstjóri hjá Flug- félagi íslands heiðraður við hátiðlega athöfn í danska ændiráðinu. Var honum veitt- ur riddarakross Dannebrogs- orðunnar fyrir brautryðjenda starf í flugi til Grænlands og á Grænlandi. Jóhannes er fyrstur íslenzkra flugmanna til að annast þetta flug og tU nýlundu telst skiðaflug, sem hann fór til austurstrand- ar Grænlands á síðasta vetri og verður aftur í vetur. Mynd þessi var tekin við afhendingu orðunnar í gær. Frá vinstri: Örn Ó. Johnson forstjóri F.Í., frú Petersen og sendiráðsritari B. Petersen, sem orðuna afhenti, Jóhannes Snorrason og frú hans og Ludvig Storr ræðismaður og frú hans. Ljósm. Ól. K. M. þykkt að greiða fyrrnefndri frú Aranova, sem eitt sinn var sam- starfskona hans, 310 dollara á mánuði, þar sem hann, Georgiev, hafi fundið hjá sér siðferðislega skjrldu til þess að sjá henni fyrir lífsviðurværi. Var Georgiev þá spurður hvort honum hefði einn- ig borið siðferðisleg skylda til þess að sjá öðrum konum fyrir lífsviðurværi, svaraði hann því til að hann hefði aðeins haft „sam band“ við þær. Önnur ástkona, Delcheva að nafni, hafði þó einnig fengið peninga, sagði hann. Þá kvaðst Georgiev einnig hafa notað af greiðslum Banda- ríkjamanna til þess að styrkja aldraða móður sína heima fyrir meðan hann dvaldist erléndis. Georgiev sagði að Bandaríkja- menn hefðu látið honum í té ým- is símanúmer og heimilisföng í New York, París, Múnchen og Lausanne, og sagt að hann gæti leitað þangað ef hann lenti í vand ræðum. Þegar Georgiev var hand tekinn í september sl. sagðist hann í fyrstu hafa haldið að að- ferðir búlgörsku lögreglunnar væru svipaðar og 1950. Kvaðst hann hafa haldið að hann yrði píndur til sagna, og neyddur til þess að undirrita ýmis plögg, sem myndu skaða ættingja hans og vini. En hann kvað sér hafa ver- ið komið þægilega á óvart. Hann hefði fengið rúmgott herbergi í fangelsinu og tækifæri til þess að ræða vandamál marxismans og tefla skák. „Ég átti mörg fróð- leg samtöl við þá, sem rannsök- uðu mál mitt. Þeir voru vakandi, gáfaðir og mannlegir." Þá kvaðst Georgiev ekkert skilja í því hvernig honum hefði dottið í hug að svíkja föðurland sitt. „Hvernig á ég að finna það hugrekki, sem til þarf, svo ég geti slegizt í hóp landsmanna og föðurlandsvina?“ spurði hann, og bætti því við að þetta væri ástæð an til þess að hann hefði ákveðið að segja alla söguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.