Morgunblaðið - 15.01.1964, Síða 12

Morgunblaðið - 15.01.1964, Síða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. jan. 1964 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavíb. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 4.00 eintakib. “SÖGULEG UPP- GÖ TVUN HJÁ SKÁLDINU“ FMns (yg rætt var um hér í blaðinu í gær hét Magnús Torfi Ólafsson, sem áður var ritstjóri „Þjóðviljans“, hverj- um þeim, sem gæti rakið and- lega ættartölu frá kommún- isma Marx til nazisma Hitl- ers, eintaki af verkum Hall- dórs Kiljans Laxness og var tilefnið það, að skáldið hafði í bók sinni „Skáldatíma“ m.a. sagt: „Nasjónalsósíalisminn er jafn óhugsanlegur án Marx eins og Stalínisminn.“ Halldór Kiljan Laxness rök studdi þetta sjónarmið sitt m.a. í útvarpsþætti nýlega, en Magnús Torfi Ólafsson segir hann ekki hafa unnið til verð- launanna og bætir við: „Ég hef aldrei fyrr heyrt að nazisminn hafi haft sósíal- ískt inntak. Þetta er ný sögu- leg uppgötvun hjá skáldinu.“ Sjálfsagt má lengi um það deila, hvað sé „sósíalískt inn- tak“, en allt fram til ársins 1956, þegar Krúsjeff ljóstraði upp um glæpaverk Stalíns, voru menn sammála um það, að í Rússlandi væri „inntak“ sósíalismans í framkvæmd. Hins vegar greindi menn á um, hve ágæt sú framkvæmd væri. Morgunblaðið sagði til dæmis á þeim árum margt af því, sem Krúsjeff síðan stað- festi, þótt blaðið lýsti ástand- inu aldrei jafn ógnarlega og núverandi einvaldur Rúss- lands. Á þessum árum hétu lýs- ingar Morgunblaðsins á ástandinu í Rússlandi á máli kommúnistablaðsins „Morg- unblaðslygi“. En á einni kvöldstund varð öll „Morg- unblaðslygin11 að heilögum sannleika, þegar Krúsjeff lýsti því yfir, að á öllum valda ferli Stalíns hefði í Ráðstjórn- arríkjunum ríkt hin argvít- ugasta kúgun og glæpastjórn- arfar. Þar hefðu réttarmorð verið sjálfsagður hlutur, og yfirleitt verður ekki séð, að neinn munur hafi verið á hinu kommúníska og hinu naziska stjórnarfari, nema hvað Hitler og Stalín drápu af eðlilegum ástæðum ekki sömu mennina og Stalín var öllu stórtækari í morðunum. En hið „sósíalíska inntak“ er e.t.v. eitthvað annað en sú framkvæmd sósíalismans, sem Magnús Torfi Ólafsson og sálufélagar hans hér á ís- landi hafa tignað hvað mest, þótt Morgunblaðið játi það hreinskilnislega, að það geti ekki með nokkru móti séð, að neinn stigsmunur — og hvað þá eðlismunur — sé á ofbeld- isstefnu kommúnismans og nazismans. Þar er um að ræða greinar á sama meiði. TÓBAKSREYK- INGAR Ckýrsla bandarísku nefndar- ^ innar, sem skipuð var til að rannsaka áhrif tóbaksreyk- inga, mun vekja mikla at- hygli, enda hefur nefndin komizt að þeirri niðurstöðu, að sígarettureykingar hafi skaðsamleg áhrif — og raun- ar einnig aðrar tóbaksreyk- ingar, þó að eigi sé í sama mæli. Bandaríska nefndin telur sannað, að sígarettureykingar hafi áhrif á myndun krabba- meins í lungum og sé aðalor- sök ólæknandi lungnakvefs, og fleiri skaðvænlegar afleið- ingar geti orðið af reyking- um. Þessar upplýsingar munu vafalaust verða þess valdandi, að ýmsir hyggi að því að hætta reykingum, og einkum ættu þær þó að verða til þess, að þeir, sem enn hafa ekki hafið tóbaksreykingar, hugsi sig um tvisvar áður en þeir kveiki í fyrstu sígarettunni. ÍSLENZKA HEYIÐ Ttlbrgunblaðið hefur bent á nauðsyn þess að stórauka landbúnaðarframleiðsluna, einkum framleiðslu sauðfjár- afurða, sem fyliilega ættu að geta orðið samkeppnisfærar á heimsmörkuðum, þegar búin stækka og fyllstu hagkvæmni er komið við. Það er alkunna að bragð ís- lenzka dilkakjötsins er sér- lega gott, og er nú talið, að það stafi af gæðum íslenzka grassins og heysins. Þýzkur vísindamaður hefur tekið hér á landi sýnishorn af heyi og grasmjöli. Hafa þau verið rannsökuð í Þýzkalandi og í ljós komið, að vísinda- menn þar eru mjög undrandi yfir gæðum grasmjölsins og heysins. Þetta ætti raunar ekki að koma flatt upp á þá, sem eitthvað hafa ferðazt er- lendis og séð, hve miklu grænna grasið er hér á landi,. en þar víðast hvar. HVAÐ SEfiJA ÞAU SKYRSLA bandarísku rannsóknarnefndarinnar um áhrif reykinga á mynd un krabbameins í lungum og fleira, sem frá var skýrt á forsíðu Morgunblaðsins í gær, hefur vakið feikna athygli á Vesturlöndum. Ræða blöð af miklum á- huga um niðurstöður nefndarinnar, m.a. stór- blaðið New York Times, sem gagnstætt venju sinni reifar málið á mörgum síð- um. Blaðamenn og Ijósmynd ari blaðsins voru sendir á stúfana í gær til þess að athuga í fljótu bragði hver hefðu orðið viðbrögð Reyk víkinga við fregninni og fara hér á eftir stutt við- töl við nokkra borgarbúa, valda af handahófi á ýms- um vinnustöðum í mið- bænum. Líklegt til að hafa áhrif Fyrst hittum við að máli Sigurð T. Magnússon verzlun armann í Geysi. Hann sagði: — Ég hef reykt í 23 ár, sem næst pakka á dag. Ég reyki eingöngu sígarettur úr amer- ísku tóbaki. Ég verð að segja, að mér lýst ekki á þessa frétt, en játa jafnframt, að ég hefi Sigurður T. Magnússon. m ekki enn gert það upp við mig, hvort ég hætti að reykja eða ekki. — Ég reyndi einu sinni að hætta, en það gekk ekki allt- of vel. Bindindið stóð í mán- uð, en þá rakst ég á sígarettu í vasa mínum og þar með var ég fallinn. — Við höfum að vísu oft séð fréttir um skaðsemi reyk- inga og þær hafa sjaldnast haft nein teljandi áhrif, en þessi frétt er þó sennilega sú alvarlegasta, sem við höfum enn séð, og því líkleg til að hafa áhrif á mann. Rúna Guðmundsdóttir. Las fréttina yfir syninum Þótt tekið sé fram í skýrslu bandarísku rannsóknaxnefnd- arinnar að minni upplýsingar liggi fyrir um krabbamein í lungum kvenna en karla, þótti Mbl. tilhlýðilegt, að spjalla einnig ofurlítið við kvenþjóð- ina og leita álits hennar á niðurstöðunum. Þegar blaðamaður og ljós- myndari lögðu leið sina eftir Hafnarstræti, komu þeir auga á frú Rúnu Guðmundsdóttur í Parísartízkunni, þar sem hún var önnum kafin við að selja einni af frúm bæjarins stásslega flík. Þeir stóðust auðvitað ekki mátið og brugðu sér inn. — Hamingjan sanna, ég er hrædd um, að ég sé ekki rétta manneskjan að spyrja álits á skýrslunni, sagði frú Rúna, þegar við bárum upp erindið. —■ Það getur vart heitið að ég reyki, nema helzt þegar ég tek glas í glöðum hópi. — Lásuð þér fréttina i Morgunblaðinu? — Já, mikil ósköp, ég las hana rneira að segja upphátt fyrir son minn, 16 ára, í þeirri von, að hún hefði einhver á- hrif á hann. — Og hvað sagði hann um málið? — Ja, hann sagði sem svo „ætli maður verði ekki að fara að trúa þessu, hvað úr hverju“ — en hvort það hef- ur þau áhrif, að hann hæ'tti að reykja, skal ég ekki um segja. Það er víst ekkert eins dæani, því miður, að 16 ára strákur reyki. Eftir því, sem athuganir í skólunum leiða I ljós, reykja þeir margir 12 ára og jafnvel yngri. En það er synd að horfa upp á ungl- ingana reykja svona, bæði er þetta svo dýrt — fer langt með kaupið þeirra, og svo brýtur það niður heilsu þeirra,, sem foreldrarnir hafa verið að streitast við að byggja upp með góðu fæði og hollum aðbúnaði. Við þökkum frú Rúnu fyr- ir rabbið og höldum aftur út í kuldann..... Gæti trúað oð mikið sé satt i fyessu A lögreglustöðinni fundum við eftir talsverða leit einn reykingarmann. Hann heitir Sigurður Jónsson lögreglu- þjónn. Sigurður sagði m. a.: — Ég gæti vel trúað því. Sigurður Jónsson. Á því leikur enginn vafi, að í íslenzka grasinu og íslenzka jarðveginum, sem enn á eftir að græða betur upp, eru fólg- in mikil auðævi, sem hagnýta ber, bæði með því að auka þá framleiðslu, sem þegar er stunduð hér, og einnig til að framleiða grasmjöl til út- i f lutnings. Sumir eru að vísu vantrú- aðir á það, að landbúnaður- inn geti orðið undirstaða mik- illar útflutningsframleiðslu og byggja þá skoðun sína á því, að fram að þessu hafi af ríkisins hálfu orðið að greiða fyrir þessari framleiðslu, ef hún átti að bera sig. En þess- ir menn huga ekki að því, að stórfeldar framfarir eiga eftir að verða í landbúnaðarfram- keppnisaðstaðan og verðið leiðslunni og þá batnar sam- lækkar. Þess vegna er fyllsta ástæða til að stuðla að aukn- ingu landbúnaðarframleiðsl- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.