Morgunblaðið - 18.01.1964, Page 5
Laufrardagur 18. ian. 1964
MORGUNBIAÐIÐ
5
Carl
Sondburg
Bandaríska ljóðskáldið, Carl
Sandburg, átti nýlega 86 ára
afmæli og li-ér birtist mynd
af honum og konu hans.
Kvæðið hér fyrir neðan er
eftir Carl Sandburg og þýtt
af Magnúsi Ásgeirssyni. Þess
mætti geta, að Steinn Steinar
hafði mikið dálæti á Carli
Sandburg.
STÁLBÆNIB
(Carl Sandburg)
Legg mig á steðja, ó, sterki
Guð!
Slá mig harðlega og hamra
úr mér járnkarl.
Lát mig rjúfa gamla, gróna
veggi.
Lát mig Iosa og hefja forna
hornsteina.
Legg mig á steðja, ó, sterki
Guð.
Slá mig harðlega og hamra
úr mér stálflein.
Kek mig í bita, sem binda
skýjakljúf saman.
Tak glóandi hnoðnagla og
hnita mig fast í hans
berandi bjálka.
Lát mig verða hnitfleyginn
mikla,
sem skýjakljúfinn tengir og
treystir
gegnum bláar nætur til
blikandi stjarna!
hvv^rt að íramhjáhald sé frádráttarhæft sem
viðhaldskostnaður
HVAf) ER KLUKKl?
Þegar klukkan er 12 á hádegi
í Reykjavík er hún í:
Kaupmannahöfn 2 e.h.
London 1 e.h.
Wien 3 e.h.
Moskva 4 e.h.
New York 8 f.h.
París 1 e.h.
Læknar fjarverandi
Fyþór Gunnarsson fjarverandi
óákveðið. Staðgenglar: Björn Þ.
þórðarson, Guðm. Eyjólfsson, Erling-
ur Þorsteinsson, Stefán Olafsson og
Viktor Gestsson.
Jón Hannesson verður fjarverandi
#0.—30. þm. Staðgengill: Ragnar Arin-
bjarnar.
Kristjana Helgadóttir læknir fjar-
▼erandi um óákveðinntíma. Stað-
gengill: Ragnar Arinbjarnar.
Páll Sigurðsson eldn fjarverandi
nm óákveðinn tíma. Staðg. Hulda
Sveinsson.
Ólafur Þorsteinsson fjarverandi 6.
til 18. janúar. Staðgengill Stefán Olafs-
*on.
Ólafur Ólafsson læknir Klappar-
▼tíg 25 sími 11228 verður fjarverandi
um óákveðinn tíma. Staðgengill:
Bjöm Önundarson laéknir á sama
•tað.
Tekið á móti
* tilkynningum
trá kl. 10-12 f.h.
VÍSIKORM
Flaska viti eyðir enn,
engir vitar brenna,
raskar gliti sjónar senn,
saman litir renna.
Kristján Ingi Sveinsson.
Sættir tókust.
Stefán Vagnsson frá Hjaltastöð-
um orti um samhúð hjóna:
Stríddu þrátt, við strit og bags
stundum máttu glíma.
En urðu sátt af erjum dags
eftir háttatíma.
Laugardagsskrítlan
— Trúir þú, að maður geti örð
ið brjálaður af ást?
— Já, auðvitað. Annars myndi
enginn gifta sig.
Orð spekinnar
Menn verða það, sem þeir
elska.
Jóhannes Jörgensen.
GAIVIALT oc gött
Við skulum ekki hafa hátt,
hér maður a glugganum,
hann er vanur að henda smátt j
og hylja sig i skugganum.
sá NÆST beztS
Pétur Benediktsson hafði nýlega verið skipaður sendiherra í
Moskvu, þegar þessi saga varð til.
Verkamenn á Eskifnði voru að skeggræða skipun þessa og
lögðu misjafnt til um málið.
Loks segir einn kommúnisti: „Ekki lízt mér á þessa ráðstöfun,
|>ví að Pétur er svo heitur sjálfstæðismaður, en ég vona nú samt,
«ð Stalin iáti hann ekki haía ahrif á sig.“
Múrari óskast
Til að múra að innan ein-
býlisihús í Garðahreppi. —
Einangrun og hleðslu lok-
ið. Uppl. í dag að Garða-
flöt 11.
Til sölu
Brúðarkjóll. Stærð 42. —
Uppl. í síma 36242.
Vil kaupa
bús af Chevrolet-vörubif-
' reið eða Pich-up, árgerð
1951—’53. — Axel Magnús
son, Selfossi, sími 277.
Einbýlishús til leigu
í nágrenni Keflavíkur. 3
herb. og oldhús, með eða
án húsgagna (sími og ís-
skápur). Uppl. í síma 2120.
H.f. Jöklar: Drangjökull er í Camd-
en, fer þaðan til Rvíkur. Langjökull j
er í Rvík. Vatnajökull er í Rvík.
Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: j
Gullfaxi fer til Giasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08.15 í dag. Vélin er
væntanleg aftur ti’ Rvíkur kl. 15:15.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Húsa-
víkur, Vestmannaeyja, ísafjarðar og |
Egilsstaða. Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar og Vestmanna-
eyja.
Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er |
væntanlegur frá NY kl. 07:30. Fer til
Luxemborgar kl. 09.00. Eiríkur rauði |
er væntanlegur frá- Luxemborg kl.
23:00. Leifur Eiríksson er væntanleg- I
ur frá Kaupmannahöfn, Gautaborg og |
Osló kl. 23:00. Fer til NY kl. 00:30.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: |
Katla er á Akureyri. Askja er í Ham-
borg.
llafskip. hf.: Laxá er í Hamborg.
Rangá fór frá Gautaborg í gær til
Rvíkur. Selá fór frá Hull í gær til
Hamborgar. Spurven fór frá Hull í I
gær til Rvíkur. Lise Jörg fór frá Hals- j
ingborg 15. þm. til Rvíkur.
Skipadeild: SÍS; Hvassafell er á |
Akureyri. Arnarfell er á Akureyri.
Jökulfell er væntanlegt til Camden á |
morgun. Dísarfell fór í gær frá Rvík
til Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar og
Vopnafjarðar. Litlafell er væntanlegt |
til Rvíkur á morgun. Helgafell er í
Riga, fer þaðan til Ventspils og Rvík-
ur. Hamrafell kemur til Aruba í j
dag, fer þaðan á morgun til Hafnar-
fjarðar. Stapafell fór í gær frá Hval
firði til Bergen.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá |
Rvík kl. 13:00 í dag austur um land
í hringferð Esja er væntanleg til
Rvíkur í dag að austan úr hringferð.
Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum
kl. 21:00 1 kvöld til Rvíkur. Þyrill var
við Shetlandseyjar í gærkvöldi á
lið til Raufarhafnar Skjaldbreið fór
frá Rvík í gær vestur um land til
Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörð.
um á norðurleið.
Aðstoðarstúlka
óskast á tannlækningastofu
Efstasundi 84, frá 1. eða 15.
febrúar. Uppl. á staðnum
í dag kl. 2-—3. — Hallur
Hallsson.
Ibúð óskast
Ung barnlaus hjón óska
að taka á leigu litla íbúð.
Fyrirfraamgreiðsla gæti
komið til greina. Upplýsing
ar í síma 16797, eða 38246.
Frá Bókinni h.f.
Klapparstíg 26.
Kaupum og seljuim lesnar
bækur. BÓKIN, sími 10680
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Lífið eftir dauðann
nefnist efnið, sem Svein B. Johansen talar um
í Aðventkirkjunni sunnudaginn 19. jan. kl. 5 s.d.
Kirkjukórinn syngur,
einsöngvari Anna Johansen.
Tvísöngur: Anna Johansen
og Jón Hj. Jónsson.
Allir velkomnir.
HafnMingar
Jón Hj. Jónsson flytur
erindi í Sjálfstæðishúsinu
annað kvöld 19. janúar
kl. 20,30.
E f n i :
Kristur — Fræðarinn.
Einsöngur:
Reynir Guðmundsson.
Allir velkomnir.
Jörðin Kambshóll
í Strandarhreppi, Borgarfjarðarsýslu fæst til kaups
og ábúðar í næstu fardögum. Hús jarðarinnar eru
í sæmilegu standi. Túnstærð 12 ha. 2 ha. í ræktun.
Ræktunarskilyrði góð. Gott beitiland. Laxveiði-
hlunnindi. Semja ber við Sigurjón Guðjónsson
Saurbæ Hvalfjarðarströnd er veitir allar frekari
upplýsingar. Sími um Akranes.
Smáíbúða
og Bústaðahverfi
Óskum eftir herbergi með húsgögnum í Smáíbúða
eða Bústaðahverfi, fyrir erlendan þjálfara, frá
1. feb. Æskilegt fæði á sama stað.
Upplýsingar í sima 36212 eftir kl. 6 á kvöldin.
Knattsþyrnudeild Víkings.
Telpa óskast
til sendiferða á skrifstofu vora.
Vinnutími kl. 1 — 6 e.h.
$ripittf>WSri§>