Morgunblaðið - 18.01.1964, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.01.1964, Qupperneq 11
Laugardagur 18 íari. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 > M teO», VERKFRÆDHHCUR: TILEFNI þess, að grein þessi er rituð nú, er hin nýja bók Kristj- áns Albertssonar: Hannes Hal- stein — Ævisaga, síðara bindi. (1) Ég keypti bók þessa strax fyrsta daginn, en þótti vanta í frásögn sagnritarans aðdraganda símamálsins. Hef ég því sett eftir- farandi grein saman. Það hefur verið sagt, að alda- mótin síðustu hafi orðið, þegar sæsíminn kom hingað til lands og landssímalínan frá Seyðisfirði til Reykjavíkur var lögð, 1906. Svo vildi til að á því sama ári komu hingað til lands tveir fyrstu togararnir (Jón Forseti og Marz) og fyrsta al-islenzka heildsölu- verzlunin var stofnuð (O. John- son & Kaaber). Hvorugt þess- ara fyrirtækja hefði getað dafn- að eins og raun var á, ef ekki hefði notið símans. Oft hafði Eðvarð Ámason. blásið óbyrlega fyrir fslendinga á liðnum öldum, en þó flutti öld- in 19. okkur lengra úr samleið við aðrar þjóðir en nokkur önn- ur öld. Þetta stafaði ekki af aft- urför hérlendis (hér urðu nokkr- ar framfarir sérstaklega eftir frelsisárin 1854 og 1874) heldur af miklum og örum framförum erlendis. Þar tóku gufuskip við af seglskipum, eimreiðar af hest- vögnum og ritsími og talsími örv- aði alla verzlun og önnur við- skipti. 1906 var merkisár. Þá var okkur fslendingum kippt fram til menningarinnar og síðan höf- um við haldið samfloti við Ev- rópuþjóðir, auðvitað verið á eftir, en þó í kallfæri — að heita má. (2) Fyrstu símaspottarnir (3) Við höfðum að vísu kynnzt símanum örlítið fyrir aldamót. Jón Þórarinsson kennari (síðar skólastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði og seinna fræðslu- málastjóri) hafði dvalizt á Bret- landseyjum 1888. Þar kynntist hann eitthvað símanotkun og þegar heim kom, langaði hann að reyna þetta nýja undratæki hér. Hinn 26. apríl 1890 var „Telefón- félag Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar" stofnað og 15. október um haustið var fyrsta „skeytið" sent, en þá hét það „skeyti", sem nú er kallað símtal. í stjórn Telefónfélagsins voru: Jón Þór- arinsson (fyrrnefndur), Guðbr. Finnbogason og Björn Jónsson, ritstjóri (síðar ráðherra). Yfir- umsjón með lagningu símans milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur hafði Jón Þórarinsson, en verkstjóri var norskur smiður, Valdimar Johnsen, sem þá var vinnumaður hjá Þorsteini Egils- syni kaupmanni. Milli þess að selja „skraa“ og horía á vinnu- mann sinn við nývinkið, orkti Þorsteinn kaupmaður þetta dýrt- kveðna ljóð, fyrsta símaljóðið: „Hann Jón, Hann Jón, Hann ætlar nú að skaffa okkur telefón, með rafurkrafti og pípu, sem passar fyrir hvern einn kjaft það eykur okkar „indursti" og kemur nýjum kröftum í vort kjaftarí“. Landshöfðinginn gerði félags- stjórninni þá ánægju og sóma að tala í fóninn fyrstur manna og labbaði til þess niður í hús Helga Jónssonar (Aðalstræti 3), en þar var Reykjavikurendinn. Björn Jónsson lýsir síma þess- um ágætlega í blaði sínu „ísa- fold“ 18. okt. 1890, og er það fyrsta lýsing á síma á íslenzkri tungu. Grein Jóns Þórarinsson- ar, þar sem hann kynnir símann, birtist einnig í „ísafold“ 19. apríl 1890, ágæt, sem við má búast. Félagið og símalína þess var við líði þar til Landssíminn keypti línuna árið 1908. Um sama leyti og Jón skóla- stjóri stóð í því stórvirki að tengja Hafnarfjörð við Reykja- vík með einþættri símalínu, sum- arið 1890, var annar áhugamaður að undirbúa annað stórvirki norð- ur á ísafirði. Þar var það sýslu- maðurinn og alþingismaðurinn Skúli Thoroddsen. Símalína hans var opnuð 1891, og miðað við fólksfjölda, var þessi línulögn meira þrekvirki, en þó munaði meira um Skúla og átök hans á þingi, eins og síðar verður sagt. Árið 1890 voru aðeins 14 ár liðin frá því Alexander Graham Bell, málleysingjakennari, fékk talsímaeinkaleyfi sitt í Ameríku. Öll menningarlönd höfðu þó feng ið talsíma eða fengu hann um þetta leyti, enda átti talsíminn hæga leið í kjölfar ritsímans, sem þá var komin á sextugsaldur og átti sér mikla sögu og merka. En ísland er eina landið byggt hvítum mönnum, sem fékk tal- að opna sambandið til almenn- ingsnota. Og sigurför ritsímans hófst, beggja megin Atlantshafs. Eftir tvær misheppnaðar tilraun- ir tókst það loks 1851 að leggja sæsima yfir Ermasund, og þar með hófst saga sæsímanna. Kon- ungsdraumurinn var strax að tengja Evrópu og Bandaríkin með sæstreng. Þar lokkaði von um ógrynni fjár, og milljónum dala var bókstaflega á glæ kast- að í misheppnaðar tilraunir. Fyrst var ritsíma og sæstrengja- tæknin ekki komin á hærra stig en svo, að menn vildu skipta leiðinni í styttri áfanga og þá beindust augu manna beggja meg in hafsins að leiðinni frá Bret- landseyjum um Færeyjar, ísland og Grænland til Kanada. Á ár- unum 1852—1865 barst dönsku stjórninni fjöldi umsókna um leyfi til að leggja sæstreng þessa leið, en ekkert varð úr fram- kvæmd og 1866 var komið tryggt símasamband yfir Atlantshaf sunnar, og þá má segja að áhug- inn fyrir norðurleiðinni, um ís- land, hafi fjarað út. Stóra norræna ritsímafélagið (4) Sá síðasti í hópi þeirra, er í al- vöru hugsuðu um strenglögn norð urleiðina, frá Englandi til Kan- ada, var Englendingurinn James Wyld. Umsókn hans barst 1865, og fékk hann einkaleyfið. I ráð- um með Wyld var ungur dansk- ur maður, sem var þó búsettur í Englandi þá. Hann hét Carl Frederik Tietgen (f. 1829, d. 1901). Tietgen var fjármálaséni. Hann fluttist til Kaupmanna- hafnar, varð bankastjóri Privat- bankans, stofnaði „Det forenede Dampskibs-Selskab“ 1866, einnig Burmeister & Wain, Tuborg öl- gerðina, sem margir landar þekkja, nokkur skipafélög og járnbrautafélög og er þetta þó aðeins sýnishorn af því, sem þessi maður gerði. Tietgen, glögg- sýnn, hagsýnn og stórgáfaður, var ekki lengi að sjá, að auðvelt Kitsíminn og langlínumiðstöðin í Reykjavík 1906. síma á undan ritsíma, og að það fékk þessa talsíma er nokkrum framtakssömum einstklingum að þakka. Ritsíminn Samuel Finley Breese Morse listmálari fann tæki þau, er við hann eru kennd, á árunum 1832 —39. Hann byggði fyrstu ritsíma línuna, 64 km langa, milli borg- anna 'Washington og Baltimore og var hún tekin í notkun 24. marz 1844, en bilaði strax. Hinn 1. apríl ári seinna var fyrst hægt myndi vera að græða fé á rit- símalínum og sæsímum. Hann sameinaði því nokkur smá rit- símafélög, sem áttu sæstrengi frá Noregi til Englands, frá Dan- mörku til Englands og frá Dan- mörku til Rússlands og úr þessu stofnaði hann „Det store nord- iske Telegrafselskab“ — „Stóra norræna", árið 1869. Félag þetta, sem naut sérstakrar umhyggju Tietgens, fékk strax einkaleyfi til að leggja sæsíma þá leið, sem Mr. Wyld hafði áður fengið, þ.e. um Færeyjar, ísland, Grænland Hannes Hafstein ávurpar mannfjöldann 29. sept. 1906. til Kanada, en athygli Tietgens beindist þó ekki á þessar slóðir, dýrt fyrirtæki og samkeppni við fjársterk ritsímafélög, sem sam- bönd höfðu yfir Atlantshaf sunn- ar. í stað þess beindist hugur hans svo að segja einvörðungu til fólksfjöldans og markaðanna í austri, Rússlandi, Mansjúríu, Kina og Japan. „Stóra norræna" blómstraði og varð fyrsta danska fyrirtækið á heimsmælikvarða. (Enn í dag 1964, þrátt fyrir margar styrjald- ir, uppreistir og alls konar um- brot, á „Stóra norræna" mjög mikilla hagsmuna að gæta í Asíu). Árið 1894 var „Stóra norræna" félagið 25 ára. í tilefni þess gaf félagið út stórt og myndarlegt minningarrit. (Af bók þessari mun varla vera nema eitt eintak hér á landi. Hún er stór, vönd- uð, skreytt fagurgjörðum „vign- ettum“, en í henni er ekki ein einasta ljósmynd af manni, hvorki forstjóra né sendli). Á bls. 30 í bókinni (4), eiginlega í formála fyrir Asíuævintýri fé- lagsins, er skýrt frá því að hið gamla „plan“ um sæstreng yfir Færeyjar, ísland, Grænland til Kanada sé „lagt ad acta“. Sem rök fyrir þessu er tilgreint að þá þegar séu 10 sæstrengir er tengi Evrópulönd við Bandarík- in og því ekki árennilegt að ætla í samkeppni við þá, aðallega vegna viðhalds strengjanna. Á þann möguleika að leggja sæsíma til íslands, íslendinga vegna, er ekki minnst einu orði, í þessari fallegu bók. — Það er raun að því að vera fátækir, fáir og smá- ir. — Það má því með rökum segja, að við höfum aldrei verið fjær því en 1894, að sæstrengur yrði lagður til íslands. En þegar svartast er, syrtir ekki lengur, heldur fer að daga. — Hvað olli því, að sæsími kom hingað rösk- um áratug seinna? Skúli Thoroddsen og „einhver Mr. Mitchel" Frá því er áður skýrt, að Skúli Thoroddsen alþm. var frumkvöð- ull þess að talsimi var lagður milli ísafjarðar og Hnífsdals (1890—91). Skúli lét ekki staðar numið við þennan símaspotta. Á alþingi 1891 bar hann ásamt Jens Pálssyni upp tvær tillögur í neðri deild þingsins. Önnur tillagan var þess efnis að skora á ráð- gjafa íslands (í Kbh.) að leggja fyrir næsta alþingi 1893 sundur- liðaða áætlun, samda af verk- fræðingi, um kostnað við lagn- ingu málþráða (telephóna) með hæfilega mörgum málþráðastöð- um milli Reykjavíkur og ísafjarð ar, milli Reykjavíkur og Akur- eyrar og milli Akureyrar og Seyðisfjarðar. Hin tillagan var þess efnis að deildin skoraði á ráðgjafa að hlut ast til um, að leitað yrði samn- inga við erlend ríki um lagningu fréttaþráðar (telegraphs) til ís- lands. Ýmsir voru mótsnúnir þessum málum og ekki studdi landshöfðingi þetta. Svo fór þó, eftir talsvert þref, að fyrri til- lagan, um talsímann, var felld, en sú seinni, um ritsímann, var aftur á móti samþykkt. Stjórnin sinnti þessu hvorki né svaraði neinu. (2) Þing var háð annað hvert ár. 1893 gerðist ekkert. Landshöfð- ingi upplýsti, að vonlaust hefði verið talið að hreyfa málinu. (Tietgen var með allan huga við að leggja strengi hjá Kínverjum og Japönum). Á þingi 1895 var, að tilhlutan samgöngumálanefnd ar, borin fram tillaga nákvæm- lega sama innihalds og tillaga Skúla Thoroddsens, sem sam- þykkt hafði verið 1891, og var hún samþykkt í báðum deildum. Undir þinglok gerðist það svo, að til Reykjavíkur kom enskur maður, er hét Mitchel. Hann fal- aðist eftir að fá einkaleyfi um 5 ára bil til að leggja fréttaþráð frá Bretlandseyjum til Reykja- víkur með þeim skilyrðum, sem stjórninni þætti nauðsyn á, en jafnframt skyldi alþingi lýsa því yfir, að það mundi samþykkja allt að 45 þús. kr. fjárveitingu, sem tillag til fréttaþráðarins á ári, eftir að farið var að nota hann. Samhljóða tillaga um þetta var borin fram í báðum deildum og rædd þinglokadaginn. Mætti hún mikilli mótspyrnu af hendi margra, m.a. landshöfðingja, sem talaði um „einhvern Mr. Mitch- el“. Engu að síður var tillagan samþykkt í báðum deildum, þó með þeirri breytingu í efri deild, að loforð um tillagið var fellt. Tillögur Skúla Th. (og sam- göngumálanefndar) höfðu undir- búið jarðveginn. Það sýndi sig að það var mikið happ fyrir ís- lendinga, að Mr. Mitchel skyldi sýna þennan áhuga. Ekki er mér kunnugt um ástæðuna fyrir á- huga hans en benda má á, að Englendingar stunduðu þá mik- ið veiðar með togurum hér við land (utan og innan landhelgi) og ef til vill hefur verið eitthvert samband milli þeirra veiða og óskarinnar að komast í samband við Reykjavík, sem valdið hefur tilboði Mitchels. En koma hans var okkur til heilla og það reynd ist heilladrjúgt, að þingið tók máli hans vel. Því nokkru eftir þing 1895 komu til stjórnarinn- ar tvær umsóknir um að leggja fréttaþráð frá Hjaltlandi um Færeyjar til íslands; önnur var frá Mitchel & Cooper í London og hin frá Stóra norræna félag- inu í Kbh. M. & C. fóru fram á 9000 £ á ári i 25 ár úr ríkissjóði Dana og landssjóði íslands í sam- einingu og gerðu ráð fyrir að fs- land greiddi 2500 £ á ári af þess- ari upphæð. (2500 £ = 45.000 kr. þá). Stóra norræna sótti um 40 þús. kr. styrk úr landssjóði á ári í 20 ár. Stjórnin lagði til að tilboði „Stóra norræna" væri tekið og málið samþykkt á þingi 1897 fyrirstöðulaust. Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.