Morgunblaðið - 18.01.1964, Page 13

Morgunblaðið - 18.01.1964, Page 13
Laugardagur 18. jan. 1864 MORGUNBLAÐID 13 Um 50 manns meiddust vegna flugelda Sala þeirra talin um 5 milljónir króna ■»— “ HMjng BORGARSTJÓRN samþykkti í gær tillögu tJlfars Þórðarsonar um, hvernig draga megi úr þeim slysum, sem undanfarin áramót hafa orðið fyrir gálauslega með- ferð sprengiefna. Flutningsmaður gaf m. a. þær upplýsingar, að nú um áramótin hefðu 34 verið fluttir á slysa- varðstofuna vegna meiðsla af völdum flugelda og annars þess háttar, þar af þrír á sjúkrahús og var einn þeirra með möl- hrotinn fótlegg. Auk þess munu fleiri hafa slasazt og leitað ann- arra lækna, þar af einn, sem skaddaðist alvarlega í auga af rak ettu. Alls taldi ræðumaður að um 50 manns hefðu slasazt af völdum flugelda nú um áramót- in. — Gizkað er á, að heildar- sala flugelda hafi numið um 5 millj. kr. nú um áramótin. ®M ÞRJÁR L'EIÐIR AÐ VELJA Úlfar Þórðarson (S) gerði gein fyrir tillögunni, sem er svo- hljóðandi: „Borgarstjórn samþykk ir að fela þriggja manna nefnd að gera tillögur um það, á hvern hátt borgaryfirvöldin geti um- fram það, sem nú er gert, dregið úr þeim slysum, er orðið hafa um undanfarin áramót fyrir gá- lauslega meðferð sprengiefna". — Skal Slysavarnafélagið tilnefna formann nefndarinnar, en lög- reglustjóri og yfirlæknir Slysa- varðsstofunnar eða fulltrúar þeirra eiga jafnframt sæti í nefnd inni, sem á að ljúka störfum inn- an sex mánaða. Sagði ræðumaður, að undan- farin áramót hefði vaxandi fjöldi manna slasazt af völdum flugelda og væru andlit og hend ur manna útsett í þessum til- fellum. Menn hefðu misst fram- an af fingrum eða stórskaddast í andliti og augum. Lögreglan hefur gengið vel fram í að reyna að hindra þetta og bannað sölu á kínverjum. Samt er þaS svo, að aðalhættan stafar af sterk- um sprengiflugeldum, oft heima tilbúnum. Hægt er að benda á þrjár aðalleiðir í þessu efni: 1. Bann, sem í flestum tilfell- um er óyndisúrræði, einnig í • Árekstur London, 16. jan. NTB: Árekstur varð í dag, um 101 km utan við Dover, milli norska olíuskipsins „Promet- I heus“ og belgíska farþega-1 skipsins „Koning Albert“. Engan sakaði, en belgíska skipið laskaðist svo, að far- þegar, 800 talsins, og áhöfn | urðu að yfirgefa skipið. þessu tilfelli. f>ó má benda á, að í nágrannalöndum er bannað að hafa þetta um hönd. 2. Upplýsa almenning og vara hann við gáleysislegri meðferð á flugeldum og nær þetta fyrst og fremst til fullorðinna. Skapa þarf öflugt almenningsálit, sem fordæmir kæruleysi á þessu sviði, og herða á refsingum við brotum á núgildandi löggjöf um þessi mál. 3. Mjög athugandi er að láta fara fram í borginni undir stjórn kunnáttumanna skrautsýningar á þessum degi, sem viðurkenningu á að skapazt hafi hefð fyrir því, að þetta tilheyri hátíðarhöldun- um líkt og brennurnar. Kvaðst flutningsmaður helzt þeirrar skoð unar, að þessi lausn mundi bera árangur. ROCKEFELLER ríkis stjóri og kona hans, frú „Happy“ hafa gert það heyrin kunnugt, að þau eigi von á barni í maímánuði næstkom- andi. Rookefeller hefur áform að að halda sjónvarpsræðu í þessum mánuði, og segir dag- blaðið „Washington Post“ að ræðan verði í svipuðum dúr og hin fræga ræða, sem Ed- ward VIII, núverandi hertogi af Windsor, hélt í útvarpið í desembermánuði 1936, þegar hann bað ensku þjóðina að sýna skilning á sambandi hans við frú Simpson — „konuna sem ég elska.“ Eins og menn minnast minnkuðu sigurhorfur Rocke- Barátta gegn reykingum Á SÍÐASTLIÐNU hausti sendi Krabbameinsfélag íslands eftirfarandi bréf til 60 barnaskóla á landinu: „í viðleitni vorri til að hamla gegn tóbaksreykingum barna og unglinga, teljum vér mikilsvert að eiga sam- viiinu við skólastjóra landsins. Að þessu sinni sendum vér yður filmræmu, ásamt ís- lenzkum texta, sem gjöf til skóla yðar, í trausti þess að þéi notið þessi gögn til að fræða nemendur yður um skaðsemi reykinga. » Félag vort er fúst að lána skólum kvikmynd (með ísl. tali) um tóbaksreykingar. Ennfremur er verið að búa til prentunar fræðslubækling um þessi efni og er oss ljúft að scnda ókeypis eintök handa nemendum yðar“. Sem dæml um undirtektir, leyfum vér oss að birta eftir- farandi bréf frá skólastjóra á Austurlandi: „Krabbameinsfélag fslands — Reykjavík. Hef í dag móttekið filmræmu ásamt ísl. skýringartexta, og hefi nú þegar kynnt mér hvort tveggja. Ég er sannfærður um að þetta er hin þarfasta lexia, og hvort sem fræðslan má nokkuð eður ei, þá er þó ekki hægt að segja að ekkert sé gert til að vara við hættunni. Ég þakka yður sendinguna og lofa að kynna minum nemendum efni hennar. Neskaupstað 16./12. ’63 — Virðingarfyllst — Gunnar Ólafsson skólastjóri". Krabbameinsfélagið hefur nú fengið til umráða þrjú ein- tök af amerískri kvikmynd um skaðsemi reykinga (með'ísl. tali), sem það hefur látið sýna í nokkrum framhaldsskólum hér siðan í haust og er fúst að lána öllum skólum þessar kvikmyndir. Verið er að prenta bækling þann, sem minnzt er á í bréfi félagsins til skólanna, en útkomu hans seinkaði vegna prent- araverkfallsins. Krabbameinsfélag fslands og Krabbameinsfélag Reykja- víkur hafa nú ráðið mann, sem einnig vinnur að öðrum fræðslumálum fyrir skólana, til þess að sinna útbreiðslu- og kynningarstarfi á verkefnum krabbameinsfélaganna. Þá má og geta þess, að í síðasta hefti tímarits krabbameins- félaganna: „Fréttabréf um heilbrigðismál", eru tvær greinar um áhrif reykinga á heilsuna: 1. Æðasjúkdómar fara vaxandi (eftir próf. N. Dungal). 2. Áhrif reykinga á heilsu manna (eftir ameríska vísindamanninn Cuyler Hammond). fellers varðandi fraimboð við næstu forsetakosningar, þeg- ar hann skildi við konu sína eftir 31 árs hjónaband og gekk að eiga Margaretta „Happy“ Murphy, sem er frásiki-lin og á fjögur böm. Er talið að væntanleg sjónvarpsræða ráði framtíð Rookefellers á þess- um vettvangi. Segir blaðið að Rookefeller hafi engu að tapa — en möguleika á að sigra. IHörg verkefni bíða ársins nýja * Aramótabugleiðing úr Holtum MYKJUNESI 12. jasn. — Það mun verða talið, að árið 1963, sem nýskeð hefur kvatt, hafi á margan hátt verið erfitt fyrir landlbúnaðinn. Sumarið kalt og flest allur jarðargróði fyrir neð- an meðallag og heyskapur því með minnsta móti, en á móti kemur það að nýting heyja varð mjög góð og varð því ekki eins mikið áfall og gera hefði mátt ráð fyrir. Bú manna hér hafa ekki stækkað og sauðfé jafnvel heldur fækkað, enda takmarkast það víðast hér við landstærð og verður lítt um þokað, þrátt fyrir það að eftir verðlagningu land- búnaðarafurða sl. haust mun nú víða betra að búa við sauðfé en kýr. Fé reyndist með bezta móti hér í haust. Framkvæmdir voru allmiklar hér um slóðir á árinu, mjög margir bændur eru með útihús í smíðum, en hér eins og annars staðar skortir vinnuafl til ýmiskonar framkvæmda. Ræikt- unarframkvæmdir eru verulegar frá ári til árs, en yfirleitt eru túnin nógu stór. Þetta mætti orða þannig að búin hefðu víða stækk- að meira en ræktunin hefur aukizt. En ég tel að þetta sé að breytast til batnaðar. Og víða mun ásetningur vera í sæmilegu lagi i vetur og þar hefur að sjálfsögðu bætt mjög úr að sauð- fé hefur verið mjög létt á heyj- um það sem af er vetri, þvi að síðan í byrjun desemiber hefur verið einmuna veðurblíða. Jörð er nú mjög klakalítil og sumir vegir hafa spillzt, því nokkur klaiki var kominn í jörð' í nóvem ber. En nú hefur verið unnið með skurðgröfu hér suður í Holt- um síðustu vikuna og er það að sjálfsögðu mjög óvenjulegt um þetta leyti árs. Undanfarið hefur borið á lungnapest í sauðfé hér suður í Holtum og eitthvað af kindum drepizt. Heimtur á sauð- fé munu hafa verið sæmilegar af afréttum hér í haust, enda þótt nokkuð vanti, en ekki í stórum stíl. 1 fyrravetur var borað eftir heitu vatni að Laugalandi hér í Holtum með allgóðum árangri. Nú hefur vatnið úr borholunni verið hagnýtt fyrir skólann, fé- lagsheiimilið og sundlaugina. Var þetta mjög þörf framkvæmd. Enda þótt mikið væri fram- kvæmt á sl. ári eir þó margt sem bíðuir framtíðarinnar, því eikki má nein stöðnun þar á verða, því það er sama og afturför. Verk- efnin eru vissulega nóg og taka aldrei enda. Nú er fyrirhugað að Búnaðarbankinn stofni útitoú hér í Rangárvallasýslu á þessu ári og er það nauðsynleg fram- kvæmd. Að sjálfsögðu veit enginn hvað árið nýja ber í skauti, en allir vona að sjálfsögðu að það verði gott ár sem færir landisins böm- um öllum hagsæld og hamingju. — M.G. 80 þús. tunnur af sí/d komið til Eyja Bátarnír biðu byrjar I gær Vestmannaeyjurr^l6. jan. Á SÍLDARSVÆÐINU við Ing- ólfshöfða er slæmí veður. Þar eru einhverjir bátar, en gátu ekki kastað vegna veðurs. Hluti af bátunum komu til Eyja og bíða þar byrjar. f morgun komu nokkrir bátar með síld. Hæstur er Bergur með 700 tunnur, Ófeigur með 300, Halkion með 600, Gulltoppur með 300, Hafrún með 500 og Hafþór með 500. Hér á land í Eyjum er komið, síðan síldarhrotan kom fyrir austan, um 80 þús. tunnur. Síldar verksmiðjan bræðir stanzlaust og bræðsla gengur yfirleitt mjög vel. Vinnur hún með fullum af- köstum. Nokkuð af síldinni hefur verið tekið í frystingu, eða það sem hægt er vegna gæða, en megnið fer í bræðslu. — Bj. Guðm. Hugmyndasam- kepp mum merki Á landsþingi Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga í ágústmán uði s.l. var ákveðið að láta gera merki fyrir sambandið. í framhaldi af því 'hefir stjórn sambandsins nú boðið út hug- myndasamkeppni um gerð sliks merkis. Heitið er tíu þúsund króna verðlaunum fyrir þá hug mynd, sem valin verður. Er tal ið æskilegt að merkið verði að einhverju leyti táknrænt fyrlr starfsemi sambandsins. í því eru allir kaupstaðir á landinu oig flestir hrepparnir. Ætlait er tál, að hugmyndum að merkinu sé skilað til skrif- stofu sambandsins fyrir 1. febr- úar n.k. (Frá Sambandi íslenzkna sveitar félaga).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.