Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 23
Laugardagur 18. Jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Tómstundaiðja á veg- um Æskulýðsráðs Viiræður um sambúð Indónesíu og Malaysiu NÚ er tómstundaiðjan að hefjast að nýju eftir jólahlé. í tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50, gefst unglingum fcostur á þáttöku í þessum greinum. Ljósmyndaiðja á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kL 7 e.h., fyrir 12 éra og eldri. Toluvert gos í UNDANFARNA 3-4 daga hefur töluvert gos verið í Surtsey, að minnsta kosti þegar sézt hefur til eyjarinnar. Hefur gosið verið mjög öflugt á köflum. Tvívegis hefur sézt til nýju gosstöðvanna eftir áramótin frá Vestmannaeyjuim, en gosin voru litil og stóðu skammt. Framhald af bls. 24. kvarta yfir því að bíll hans væri ekki kraftmeiri, því þá hefði hann sloppið. Ekki voru þetta þó sögulok, því að er lögreglumenn hugðust færa manninn inn i fangahúsið við Síðumúla, sneri hann sig af þeim, og hvarf út í náttmyrkr ið, og fannst ekki fyrr en í gærmorgun, er hann var hand tekinn á vinnustað. Síðdegis í gær var pilturinn, sem er 22 ára gamall, yfirheyrður af rannsóknarlögreglunni, og viðurkenndi hann brot sín þar. Við þetta er því að hæta að bílinn átti hann ekki sjálf ur, og var eigandinn meðal farþega í hessari sögulegu ökuferð. Hann var hinsvegar ofurölva, og vissi hvorki í þennan heim né annan. Ökumaðurinn skýrði frá því við yfirheyrslu í gær, að fund um þeirra við Portúgalana hefði borið saman á veitinga húsinu Röðli í fyrrakvöld. Kom þar, að piltur bauð þeim heim, og var þar setzt að sum- bli og setið fram eftir nóttu Hugðust þá Portúgalar halda til gistihúss síns og var því setzt upp í fyrrgreindan bíl. Um kl. 3:29 var Guðmundur Hermannsson, varðstjóri, á leið um Suðurlandsbraut í einum af eftirlitsbílum lög- reglunnar. Við Múla veittu lögreglumenn athygli bíl, sem ók með háum Ijósum á miðri götunni, og stefndi hraðbyri í étt að Miðbænum. Þótti þetta ekki einleikið og sneru lög- reglumenn við. Höfðu þeir nærri náð bíinum við götuljós in á mótum Snorrabrautar og Laugavegs, en Þá kom grænt Ijós, og var bílnum þá ekið é mikilli ferð niður Lauga- veg, um Austurstræti, Aðal- stræti og inn á Suðurgötu. Allan þennan tíma vissi bíl- stjórinn ekki að lögreglan var á hælum hans. í Suðurgötunni varð hann hinsvegar var við lögreglu- bílinn um leið og honum var ekið upp að hlið hans, og 6töðvunarmerki gefið. En þá steig ökumaðurinn benzíngjöf ina í botn, en bíllinn lenti um leið á hlið lögreglubílsins, og skemmdi hann talsvert. Lögreglumönnum tókst að komast í veg fyrir bílinn í annað sinn, en þá sveigði öku- maðurinn upp á gangstétt við kirkjugarðinn, og lenti á Ijósastaur þar. Héldu lögreglu menn að nú væri leikurinn á enda, en svo var ekki. ökumanninum tókst að koma bílnum af stað aftur, Leðurvinna á mánudögum kl. 7 e. h. fyrir 12 ára og eldri. Frímerkjaklúbbur á miðviku- dögum kl. 6 e. h. fyrir 9 ára og eldri. Bein- og hornavinna á mið- vikudöguim kl. 8 e. h. fyrir 12 ára og eldri. Skák á fimimtudögum kl. 7 e.h. Kvikmyndasýningar fyrir börn (ýmsar fræðslu* og skemmti- myndir) kl. 5.30 á laugardögum. „Opið hús“ á laugardögum kl. 8 e. h. f>á eru til staðar ýms leiktæki og spil, sýndar kvik- myndir og leikin hljómlist af plötum. Fyrir 12 ára og eldri. Flugmódelsmíði fyrir 12 ára Oig eldri. Starfsdagur tiik. síðar. Sjóvinna. Námskeiðið hófst í nóv. sl. og heldur áfram fram eftir vetri. Upplýsingar og innritun verða í Tómistundaheimilinu að Lindar götu 50, sími 15937, kl. 3—4.30 daglega og eftir kl. 7 á kvöldin frá og með 20. þ. nv og ók nú í annað sinn á lög- reglubílinn, að þessu sinni aftan á hann. Geystist hann síðan eftir Suðurgötunni, en við Melatorg brást hinum drukkna ökumanni bogalist- in. Missti hann vald á bílnum sem hafnaði á grindverki við húsið nr. 30 við Hringbraut, braut það og staðnæmdist loks. Var bíliinn þá orðinn heldur illa útleikinn eftir ævintýrið, en ökumaður var hinn brattasti, og kvartaði yfir því að bíllinn væri vélar- vana. Ella hefði hann sloppið. Ökufantur þessi var síðan færður til blóðtöku og síðan átti að setja hann í fanga- húsið við Síðumúla, og geyma hann þar það sem eftir lifði nætur. En svo brá við er lög- reglumenn voru að færa hann í fangahúsið, að honum tókst að slíta sig lausan, og hvarf við svo búið út í náttmyrkr- ið. Var hans nú leitað, en án árangurs. Við yfirheyrslu í gær skýrði piltur frá því, að hann hafi fyrst ætlað heim til sín, en séð að lögreglu- menn biðu við húsið. Fékk hann sér þá leigubíl, og ók í honum um stund, en fór síðan í heimsókn í hús eitt. þar var hann þar til í gær- morgun, er hann skrapp heim til sín, og fór þaðan í vinn- una, þar sem hann var hand- tekinn, eins og fyrr greinir. — Frakkar og Kinverjar Framhald af 1. síðu. Bretland, Danmörk, Holland og Noregur. • Stjórnmálamenn vestra hafa lítið viljað ræða afstöðu Frakka til kínverskra kommún- ista. Þó hefur komið fram í um- mælum þeirra í dag, að stjórn Johnsons, forseta, geti á engan hátt skorizt í leikinn, eða komið í veg fyrir, að franska stjórnin geri alvöru úr áætlun sinni. • Afstaða Bandaríkjanna og þeirra ríkja, sem telja viðurkenn- ingu á Pekingstjórninni hættu- lega, byggist fyrst og fremst á því að hún myndi leiða til áhrifa- meiri aðstöðu Alþýðulýðveldis- ins á sviði alþjóðamála. Kínversk ir kommúnistar hafa af mörgum verið taldir mun hættulegri en skoðanabræður þeirra í Sovét- ríkjunum, þar eð þeir aðhyllist allar aðgerðir (þar með talda kjarnorkustyrjöld) til að vinna að útbreiðslu kenninga Marx og Lenins. • Stjórnmálafréttaritarar í París telja, að de Gaulle, Frakk- 1 GÆRMORGUN ræddust þcir við í Tokyo Sukamó, for seti Indónesíu, og Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og var aðal- umræðuefnið sambúð Indó- nesíu og Malaysíu. Fregnir hermdu, að viðræðurnar hefðu farið mjög vinsamlega fram og Sukarno og Kennedy hefðu orðið á eitt sáttir um að leysa bæri ágreining Indó- nesíu og Malaysíu á friðsam- Sukarnó, forseti Indónesíu. og Sukarnó hittast á ný í dag. Að aflokinni heimsókn sinni til Japans, heldur Robert Kennedy til Maníla á Filipps- eyjum og ræðir afstöðuna til Malaysíu við Magapagal for- seta. Að þeim viðræðum lokn um heldur dómsmálaráðherr- ann til Kuala Lumpur, höfuð- borgar Malaysíu og ræðir við Abdul Ráhman, forsætisráð- herra. Sem kunnugt er, var Sukarnó forseti Indónesíu mjög mótfallinn því, að sam- bandsríkið Malaysía yrði stofn að, en aðild að því eiiga Malaya, Singapore, Brunei, sem áður var soldánsdæmi undir vernd Breta, og tvær fyrrv. nýlendur Breta á Borneó, Sarawak og Saibaih. Áður en Malaysía var stofn- uð hafði Indónesíustjórn kraf- izt þess, að hún fengi yfirráð yfir nýlendum Breta á N- Borneó, en Filippseyingar höfðu einnig gert kröfur til þessara landssvæða. Það sem Indónesíumenn og Filipseyingar nefna afskipti Breta af málum Malaysíu, virðist vera þeim mestur þyrnir í augum varðandi sam- búðina við sambandsríkið. Fyrir skömmu var undirrit- aður vamarsáttmáli Breta og Malaysíu, en nokkrum dögum síðar var skýrt frá þvi af hálfu Filippeeyja og Indó- nesíu, að þessi tvö riki hygð- landsforseti, kunni að draga nokk uð á langinn að tilkynna ákvörð- un stjórnar sinnar, jafnvel fram á næsta haust. Hér er þó aðeins um tilgátur að ræða, sem bj^gjast á þeirri skoðun, að hann vilji ekki kunngera neinar meiriháttar á- kvarðanir í alþjóðamálum, sem geti haft áhrif á kosningar þær, sem fyrir dyrum standa í Banda- ríkjunum. Almennt álit er, að að- staða Johnsons muni veikjast, ef staðfesting fæst á viðurkenningu frönsku stjórnarinnar á Peking- stjórninni. ♦ Því er haldið fram, að náið samstarf frönsku stjórnarinnar við kínverska kommúnista, á viss um sviðum a.m.k., séu þýðingar- mikil, vegna aukinna áhrifa ráða- manna í Peking í löndum Norð- ur-Afríku. ust stofna með sér bandalag og væri Malaysía velkomin í bandalagið, sliti hún öllu sam- bandi við Breta. Þegar Robert Kennedy kiom til Tókíó til viðræðna við Sukarnó, kvaðst hann þeirrar skoðunar, að ríki Asíu yrðu sjálf að leysa deilumál sin án afskipta utanaðkomandi aðila. Hann sagði, að afstaða Banda ríkjanna í garð Indónesíu væri vinsamleg, en Banda- ríkjastjórn væiri mjög óróleg vegna ástandsins í Suðaustur- Asíu. Hernaðarhandalag við Sovétríkin Subandirío, utanríkisráð- Iherra Indónesíu, kom til Tókíó með Sukarnó forseta og skörnmu áður en viðræð- urnar við Robert Kennedy hófust, lýsti utanríkisráðherr- ann því yfir, að beittu Bretar Indónesíu efnahagsleg- um þvingunum, væri hugsan- legt, að Indónesíí. léti atf hlut- leysi sínu og gerði hernaðar- bandalag við Sovétríkin. Frá því að Indónesía hlaut sjálfstæði, hefur landið notið efnahagsaðstoðax Bandariikj- anna og Sovétríkjanna. Haft var eftir áreiðanlegum heim- ildum í Washington, að Rob- ert Kennedy myndi ekki hóta, að efnahagsaðstoðinni yrði hætt, breytti Indónesía ekki stefnu sinni í aifstöðunni til Malaysíu. Hins vegar er talið, að finnist ekki lausn deilunnar vegna Malaysíu, hljóti Bandaríkin að hætta efnahagsaðstoðinni. Framfarir í Indónesiu, frá því að landið fókk sjálfstæði, eni fyrst og fremst að þakka efnahagsaðstoð stórveldanna, en þó að henni yrði hætt, er ekki þar með sagt, að íbúar landsins yrðu ; ð þola hurng- ursneyð. Indónesía er mjög frjósamt land og talið er, ‘að þar megi framleiða matvæli handa öllum íbúunum. Banda ríkin hafa veitt Indónesíu efnahagsaðstoð, sem nemur 4 milljörðum ísl. kr. Hefur þetta fjármagn verið notað til kaupa á iðnaðarvörum og mat vælum og til þess að kosta starf tæknifræðinga. Sovét- ríkin hafa hins vegar látið Indónesíu í té mikið af her- gögnum og her landsins ihyndi verða fyrir miklu tjóni, hættu Sovétríkin aðstoð sinnL Skæruhernaður og viðskiptabani. Frá því að sambandsríkið Malaysía var stofnað, hafa — Arthur Miller Framhald af 1. síðu. komi glæsileg kvikmyndaleik- kona — ein af þremur aðal- persónum leiksins — sem ýms ir telja bera mikinn keim af Marilyn Monroe. Leikritagagnrýnandi, sem starfar á vegum Associated Press, átti viðtal við Arthur Miller, vegna þess, sem fram er komið um leikritið. Miller neitaði því algerlega, að hann hefði á neinn hátt haft leik- konuna látnu í huga, _er hann ritaði leikinn. Á það hefur hins vegar verið bent, að í viðtali, sem Miller veitti áður, lýsti hann því yfir, að hann stydd- ist alltaf við eigin reynslu í leikritagerð sinni. eða með Indór.esíuimenn stundað skæru hernað á landamærunum á Borneó, en þó hefur aldrei komið til bardaga milli þeirra og hermanna Malaysíu og. Breta á eyjunni. Auk þess að stunda skæruhornað á landa- mærunum, taka Indónesíu- menn við flóttamönnum, sem eru óánægðir með stjórn Malaysíu og þjálfa þá í skæru hernaði og eim.ig halda þeir uppi njósnum um stjórnmála- skoðanir ættflokkanna á N- Robert Kennedy, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna. Borneó. Indónesíustjóm hefur sett viðskiptabann á Malaysíu, en talið er að Indónesíuibúar hafi til þessa beðið meira tjón af því en íbúar Malaysíu. Indónesíumenn hœttu t. d. að selja gúm og tin til Singapore skömmu eftir ao Malaysía var stofnuð, en þekn gekk illa að vinna nýja markaði fyrir þess ar vörur og að endingu neydd ust þeir til þess að selja þær á mun lægra verði, en Singa- pore hafði greitt. Robert Kennedy reynir nú, sem áður segir, að miðla mál- um í deilunni vegna Malaysíu. Sukarnó Indónesíuforseti hef- ur lýst því yfir, að hann vilji vinna að friðsamlegri lausn málsins, en þó muni hann hvergi hvika frá sjónarmiðum Indónesíustjórnar. Sukarnó á í nokkrum erfiðleikum heima- fyrir vegna þess að þar reyna bæði herinn og hinn stóri kommúnistaflokkur landsins að ná yfirhöndinni. Báðir þess ir aðilar em mjög andvígir Malaysíu, og meðal þjóðarinn ar er mikil andúð gegn því, sem í áróðrinum gegn sam- bandsríkinu er nefnd ný- lendu- og kúgunarstefna Breta. Þvi er talið, að Suik- arnó óttist, að annaðhvort kommúnistar eða herinn taki Völdin, sýni hann undanláts- semi gagnvart Malaysíu. hans eigin orðum: „Öll leikrit mín bera keim af sjálfsævi- sögu“. Talsmaður „Loncoln Theater Company“ hefur sagt, að telji menn, að um einhverjar mót- sagnir sé að ræða í ummælum Millers, þá megi bénda á, að þáttur kvikmyndaleikkonunn- ar í leikritinu sé minni háttar, tengdur aukaatriðum, ekki aðalatriðum leiksins. Því telji Miller ekki, að leikurinn fjalli um fyrrverandi eiginkonu hans. Ein aðalleikkonan í leikrit- inu er ljóshærð og glæsileg kona, Salome Jens, sem oft hefur verið talin lík Marilyn Monroe í útliti. Aðrir leikarar eru Jason Robards jr., Zohra Lampert, Paul Mann og Ralph Meeker. Ók tvisvar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.