Morgunblaðið - 24.01.1964, Side 12

Morgunblaðið - 24.01.1964, Side 12
12 MORGUNBLAÐID Fðstifdagw 24. íam. 196v tJtgeíandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur / Matthías Johannessen, % Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. CTtbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs,]stræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: ASalstræti 6. Sími 22480. Áskriftirgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. AFLEIÐINGAR VERKFALLANNA Fyrsfi blökkumaðurinn á fundum stjórnar USA Johnson Bandáríkjaforseti hefur skipað Carl T. Rowan yrirmann Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. USIS. Þegar Rowan, sem nú er sendiherra í Finnlandi, hefur tekið við hinu nýja embætti, situr hann fundi ríki$stjórnar og öryggis ráðs Bandaríkjanna og er fyrsti blökkumaðurinn í sögu landsins, sem það gerir. Fráfarandi yfirmaður Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkj- anna, Edward Murrow, haðst lausnar af heilsufarsástæðum. Rowan var blaðamaður við The Minneapolis Tribune frá 1048 til 1061, en þegar Kennedy varð forseti Banda- ríkjanna skipaði hann Rowan fulltrúa í utanríkisráðuneyt- inu. Siðan var Rowan skip- aður sendiherra lands síns í Finnlandi. Row&n er einn kunnasti þeldökki' blaðamaðurinn í Bandaríkjunum og hefur oft »hlotið viðurkenningu fyrir ritstörf sín. Hann er nú 38 ára. Á blaðamannsárum sín- um ferðaðist Rowan mikið bæði innan Bandaríkjanna og utan og hefur skrifað bækur um ferðir sínar. Tvær bók- anna fjalla unv líf og starf blökkumanna í Suðurríkjum Bandaríkjanna og ein um ferð Rowans til Indlands, Pakistan og fleiri landa í Asíu. Rowan starfaði mikið að félagsmál- um í Minneapolis og fór fjölda fyrirlestraférða um Banda- ríkin. Hann var fréttaritari blaðs síns á ráðstefnu Asiu- og Afríkuþjóða í Bandung 1055 og 1056 á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, sem þá ræddi bæði uppreisn- ina í CJngverjalandi og Suez- deiluna. ’ Carl Thomas Rowan er fæddur í Ravenscroft í Tenn- esse 1025, en óist upp ásamt fjórum systkynum í McMinn- ville í sama ríki. Hann byrjaði Carl T. Rowan, kona hans og synir þeirra tveir, Carl og• Geoffney. Dóttirin Barbara, sem er 20 ára, var í heimavistar- skóla, er myndin var tekin. * ungur að skrifa og þegar hann var í menntaskóla, las nann Ijóð eftir sig á skólaskemmtun. Rowan lauk menntaskólaprófi 1042 og ákvað að halda áfram námi. Það varð Þó ekki strax því að ungi maðurinn var fá- tækur og gerðist starfsmaður í sjúkrahúsi ti’. þess að vinna fyrir námskostnaði. Á síðasta ári heimsstyrjald- arinnar barðist hann með flota Bandafíkjanna. Er styrj- öldinni lauk hóf Rowan nám við háSkóla í Ohio með stærð- fræði sem aðalgrein og lauk B.A.-prófi 1947. Að því loknu tók hann að skrifa greinar fyrir tvö vikublöð, en stund- aði - jafnframt nám f blaða- mennsku og lauk magisters- prófi í þeirri grein. I nóvem- ber 1048 réðst hann til The Minneapolis Tribune, sem er morgun og sunnudagsútgáfa The Minneapolis Star and Tribune. 1051. kusu samtök ungra kaupsýslumanna í Minneapolis Rowan, sem efni- legasta unga manninn í borg- inni og var það í fyrsta skipti, sem blökkumaður hlaut þann heiður. Rowan er kvæntur og á þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Hann hefur mikla ánægju af tónlist og hefúr samið texta við sönglög. Tþíkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp um* ráðstafanir vegna sjávar- útvegsins. Kjarni þess er hækkun söluskatts í því skyni að nota það fé, er aflast til þess að létta nokkrum byrð- um af útflutningsframleiðsl- unni. í sambandi við lausn kjara- deilunnar í desember sl. lýsti ríkisstjórnin því yfir, að ráð- stafanir myndu gerðar til þess að bæta hraðfrystihús- unum með einum eða öðrum hætti þá 15% kauphækkun, sem um var samið. Frum- varpið sem ríkisstjórnin hef- ur nú flutt á Alþingi er fram borið til þess að efna þetta fyrirheit hennar. Það felur jafnframt í sér ráðstafanir vegna sérstakra erfiðleika togaraútgerðarinnar. Það liggur þannig ljóst fyr- ir, að afleiðingar verkfallanna á sl. ári eru farnar að segja til sín. Almenningur í land- inu verður nú að borga út- flutningsframleiðslunni það aftur, a.m.k. að einhverju leyti, sem hún hefur verið of- krafin um. Þetta er gömul saga og ný. Öllum íslending- um var það ljóst, að 30% al- menn kauphækkun á einu ári hlaut að hafa örlagaríkar af- leiðingar fyrir afkomu út- flutningsframleiðslunnar og efnahagskerfið í heild. Ekk- ert þjóðfélag, hvorki lítið eða stórt, þolir slíkar stökkbreyt- ingar. íslendingar hafa mikla reynslu af því, að kauphækk- anir sem ekki eiga stoð í til- svarandi framleiðsluaukn-' ingu færa hvorki launþegum né öðrum kjarabætur. \ En þessa staðreynd neituðu for- ystumenn launþegasamtak- anna enn einu sinni að viður- kenna á sl. ári. Þess vegna lögðu þau út í langvarandi verkföll og vinnudeilur, sem höfðu í för með sér stórfellt tjón fyrir þjóðarbúið. Það sem nú er að gerast hefur allt verið sagt fyrir. Hvorki launþegar eða aðrir þurftu áð fara í grafgötur um það, hvaða afleiðingar verk- föllin á árinu 1963 *mundu hafa. ★ Ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar gera sér það ljóst, að fyrrgreindar ráðstaf- anir fela ekki í sér neina heild arlausn á þeim vanda, sem hið íslenzka þjóðfélag stendur nú frammi fyrir. Með því er hins vegar komið í veg fyrir, að afleiðingar verkfallanna á sL ári valdi stöðvun hrað- frystihúsanna og stórfelldum samdrætti í framleiðslustarf- semi landsmanna. Ríkisstjórn in hefur lýst því yfir, að hún muni gera allt sem unnt er til þess að forðast nýja geng- islækkun. Þess vegna leggur hún til að vandamál útflutn- ingsframleiðslunnar verði leyst með þeim hætti, sem frumvarp hennar gerir ráð fyrir. Þess verður að vænta að íslendingar geri sér nú ljóst, út á hve tæpt vað var lagt með hinum fyrirhyggjulausu verkföllum og óhóflegu kröf- um á hendur framleiðslunni á sl. ári. Það er ekki seinna væhna að staldra við, og snúa síðan frá því öngþveiti og upp lausn, sem áframhaldandi víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags hlytu að leiða yfir þjóðina. . DE GAULLE OG PEKING- STJÓRNIN CJú ákvörðun de Gaulle ^ Frakklandsforseta að viðurkenna kommúnista- stjórnina í Peking sem lög- lega stjórn Kína getur haft örlagaríkar afleiðingar. Und- anfarin ár hefur allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna fellt aðild Rauða Kína að sam tökunum með tiltölulega litl- um atkvæðamun. Eftir að stjórn Frakklands hefur veitt Pekingstjórninni viðurkenn- ingu er ekki ólíklegt að ýms- ar af fyrrverandi nýlendum Frakka í Afríku, sem nú eru orðnar sjálfstæð ríki og með- limir í Sameinuðu þjóðunum, muni greiða atkvæði með inn göngu Kína í samtökin. Eins og kunnugt er hafa fulltrúar kínversku stjórnarinar á For- mósu farið með atkvæði Kína í Öryggisráðinu og á alls- herjarþinginu. Það hefur þannig verið Chang kai £hek en ekki Mao tse tung, sem hef ur talað fyrir hönd Kíqa í alþjóðasamtökunum. Sovét-Kína var formlega stofnað árið 1949, þegar kommúnistar höfðu sigrað þjóðernissinna og náð undir sig öllu meginlandi Kína. — Chang Kai Chek setti þá upp stjórn á Formósu, sem er að- eins tæplega 14 þús. fermíl- ur á stærð með 11—12 millj. íbúa. Það háfa þanmg verið kommúnistar, sem stjómað hafa Kína og verið hinir raunverulegu drottnaraur landsins. Þjóðemissinna- stjórnin á ■ Formósu hefur hins vegar lýst því yfir, að það sé takmark hennar að hnekkja völdum kommúnista á meginlandi Kína, frelsa kínversku þjóðina undan oki Mao tse tung og einraéðis- stjómar hans. Engu verður um það spáð, hver áhrif aðild Sovét-Kína að Sameinuðu þjóðunum mundi hafa 'á ástandið í al- þjóðamálum. Sumir telja að Pekingstjómin mundi verða ábyrgari í afstöðu sinni eftir að hún væri orðin aðili að Sameinuðu þjóðunum. Enda þótt Rússar hafi beitt sér mjög fyrir því að Sovét-Kína fái inngöngu í ^ameinuðö þjóðimar, er það skoðun ýmsra, að í raun og veru hafi Krúsjaff ekki ýkja mik- inn áhuga á því að f>að tak- ist. * Kínversku kommúnist- arnir fara sínar eigin lerðir og telja sér síður en svo skylt að hlíta forystu „félaganna*' í Moskvu. Vel gæti svo farið að, klofningurinn innan al- þjóðasamtaka kommúnista kynni að magnast eftir að Pekingstjómin hefði fengið aðild að Sameinuðu þjóðun- um og tæki að seilast til for- ystu meðal kommúnistaríkj- anna. MISNOTKUN DAGSBRÚNAR að er vissulega rétt sem kom fram í viðtali við ungan Dagsbrúnarmann, — Sumarliða Ingvarsson hér í blaðinu í gær, að hin komm- úníska forysta þessa stærsta verkalýðsfélags landsins hef- ur meiri áhuga á því að beita sér fyrir pólitískum átökum en að vinna af festu og ábyrgðartilfinningu ( að raunhæfum kjarabótum verkamanna í Reykjavík. — Sumarliði Ingvarsson vakti athygli á því, að vaxandi ákvæðisvinna ætti * mjög miklu fylgi að fagna hjá Dagsbrúnarmönnum, en af einhverjum ástæðum hefðu kommunistar í stjom félags- ins ætíð verið á móti ákvæð- isvinnufyrirkomulagi, og það þótt önnur verkalýðsfélög hefðu tekið það upp í sívax- andi mæli. Kommúnistar hefðu heldur enggnn áhuga á vinnuhagræðingu, sem stuðlað gæti að styttin.gu vinnutíma og bættri aðstöðu verkamanna á ýmsa lund. Það er vissulega kominn tími til þess að Dagsbrúnar- menn geri sér Ijósan þann háska, sem í því felst að kommúnistar hafi tækifæri til þpss að misnota stærsta verkalýðsfélag landsins ára- tugum saman í pólitísku augnamiði. Það er líka orðið augljóst að kommúnistar hafa engan áhuga á raunveru- legum kjarabótum til handa hinum lægst launuðu laun- þegum í landinu. Aðaláhuga- mál þeirra er hins vegar að magna dýrtíð og verðbólgu með sífeldu kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags, sem alltaf bitnar að lokuna haxð- ast á verkalýðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.