Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID Laugardagur 1. febrúar 1964 I GÆR var gerí frá Dóm- , kirkjunni í Reykjavík útför Jóns Sigurðssonar, slökkvi- liðsstjóra. Séra Óskar J. Þor- láksson jarðsöng, dr. Páll ísólfsson lék á orgel og karla- kór söng. — Bekkjarbraeður Jóns Sigurðssonar úr Mennta- skólanum J»eir Kristján I*or- varðarson, læknir, Óskar Þórð arson, læknir, Jón Vestdal, forstjóri og Gústaf Pálsson, borgarverkfræðingur, báru kistu hans úr kirkju, svo og borgarstjóri,. Geir HaUgríms- son, Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, Gunnar Sigurðs- son, varaslökviliðsstjóri og Helgi Sigurðsson, fyrrv- hita- veitustjóri. — Fjölmenni var við athöfnina, sem var hin virðulegasta. — Myndin sýnir slökkviliðsmenn ganga frá slökkvistöðinni til kirkju. Fremstir fara Gunnar Sigurðs son, varaslökkviliðsstjóri og Bjami Bjamason, form. Brana varðafélagsins. (Ljósm. Mbl. Arnór Guðmunds- son látinn Arnór Guðmundsson, fyrrv. sikrif stotfustjóri hjá Fiskifélagi íslands, varð bráðkvaddur í gær, á 72. aidursárL Arnór Guðmundsson var fædd- ttr á Einfætingsgili í Stranda- Sýslu árið 1892, sonur Guðmund- ar Einarssonar bónda þar og Maríu Jónsdóttur konu hans. Harui lauk stúdentsprófi 1917 og réðist starfsmaður til Fiskifélags tslands árið 1925. Þar starfaði hann síðan fram á síðasta dag, sem skritfstofustjóri meira en aldarfjórðung. Arnóir kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti Jónasdóttur orgei leikara Helgasonar árið 1918. Þau eignuðust 4 dætur. Gligoric tefldi við bankamenn í GÆRKVÖLDI tefldi stór- meistarinn Gligoric við banka- menn í samkomusal Búnaðar- bankans- Teflt var'á 24 borðum, og vann Gligoric 19 skákir, en gerði fimm jafntefli. Þeir sem gerðu jafntefli við stórmeistar- ann eru Stefán Stefánsson, Guð- jón Jóhannsson, Margrét Þórðar dóttir, Magnús Kristinsson og Haukur Helgason. Sækir nýjan bát AKRANESI, 31. jan. — Garðar Finnsson, skipátjóri, fór flug- leiðis í morgun til Noregs til þess að sækja hinn nýja bát Haraldar Böðvarssonar & Co. Á hann að heita Höfrungur III. — Odduf. Gerðohreppur STOFNFHNDUR Sjálfstæðis- félags í Gerðahreppi verður haldinn í samkomhúsinu Gerð- um sunnudaginn 2. febr. og hefst kl. 4. e. h. Alþingismenn Reykjaneskjördæmis mæta á fundinum. Heimdallur • Klúbbfundur Klúbbur verður í Sjálfstæðis- húsinu í dag kl. 12.30. $Týir félagar hvattir til að mæta. 9 Bridge-mót Bridgekeppni hefst nk. mánu- dagskvöld kl. 20.15 í Valhölí. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu Heimdallar, sáni 17102. • Má-lfundaklúbburinn Málfund'ur verður í Valhöll þriðjudagskvöldi kl. 20.30. Um- ræðuefni: Sameining Evrópu. • Starfsáætlunin • Kynnið ykkur him. nýju stfarfs áætlun Heimdallar, er liggur frammi á skrifstofunni. • Helganga? Það væri gaman aS vita h/vort heldur hernámsandstæðingar hefi gengið sér til húðar eða veg allrar veraldar. Það hefur ekki heyrzt í þeim svo lengi. Skipið rann áfram þótt skrúfan ynni afturábak Övenjulegt strand Heklu á þorláksmessu sL í GÆR var vaxandi lægð skammt SSV í hafL Var þessi lasgð á hreyfingu NA eða ANA og ætti að fara fyrir sunnan land og valda NA og N átt í dag. Á SA-lamdí var á hádegi allhvasst og lítils háttar snjókoma en á N-landi var ennþá stillt veður. Frostið var þar í innsveitum 10--15 stig en lang mest 27 stig á Grímsstöðum og í Möðrudal. Síðasta um- ferðin á sunnudag BIÐSKÁKIR voru tefldar í gær- kvöldi á Reykjavíkurmótinu í skák. Leikar fóru svo, að Johann- essen vann Inga R. og Jón, Jón vann Ingvar, en jafntefli varð hjá Jóni og Inga. Nú er aðeins ein umferð eftir og er staðan þannig: 1. Mikael Tal...... 11% 2. Svetozar Gligoric.. 10% 3. Sven Johannessen .... 8% 4. Friðrik Ólafsson .. 8 5. Guðm. Pálmason..... 6% Robert G. Wade ...... 6% 7. Ingi R. Jóhannsson .... 6 8. Nona Gaprindashili .... 5 9. Magnús Sólmundarson . 4% 10. Arinbjörn Guðmundss. . 4 Trausti Björnsson .... 4 12. Ingvar Ásmundsson .. 3 Jón Kristinsson ... 3 Freysteinn Þorbergsson 3 Tal teflir fjöltefli í Lídó í dag kl. 1 e. h. — 13. og siðasta um- ferð skákmótsins verður tefld á morgun, og hefst kl. 1 e. h. A ÞORLÁKSMESSU bar svo við á Siglufirði er ms. Hekla vari að leggjast þar að bryggju, að skipið rann áfram enda þótt vél- um þess væri beitt afturábak, og lauk svo að stefni þess lenti í marbakkanum. Hekla náðist út eftir skamma hríð og mun lít-ið sem ekkert hafa skemmzt, en mönnum þótti ekki einleikið um atburð þennan. Voru því dóm- skipaðir tveir menn, Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskólans í Reykjavík, og Viggó Jessen, umboðsmaður Lloyds, til þess að athuga fyrirbærið, og hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu að hér hafi verið um að ræða svo- nefnda „cavitation“, þ. e. að hol- rúm hafl myndast umhverfis skrúfu skipsins, þannig að hún varð óvirk um tíma. Getur þetta gerzt við ákveðnar áðstæður, og munu flest eða öll skilyrði hafa verið fyrir hendi er atburður þessi varð á Siglufirði. Gunnar Bjamason skýrði Mbl. svo frá í gær, að skrúfa skipa ynni, eins og allir vissu, eirus og dæla, og flytti vatnið ýmist fram með skipinu eða aftur fyrir það eftir því sem við ætti. Þegar tekið er aftuiábak dregur skrúf- an vatnið aftanfrá og dælir því fraan með skipwnu. Myndast þá undirþrýstingur aftan við skipið, og ef sá þrýstingur verður lægri en þrýstingur mettaðrar gufu, þá eimast vatnið þannig að hol- rúm, fullt af vatnsgufu, getur myndast. Ef skrúfan er otfarlega í vatpinu og skipið er tómt eða lítt hlaðið, getur hún dregið lotft og þannig orðið óvirk að éin- hverju eða öllu leyti um stund. Þær aðstæður, sem örva slika myndun, eru.grunnt vatn og þar sem þrengsli eru í kringum vatnsrennslið, t. d. á gruninu vatni upp við bólverk. Þannig mun hafa hagað til á Siglufirði, að því er Gunnar Bjarnasoa tjáði MbL — Friðrik Framlhald af bls. 1. ^ hér heima en erlendis og ef svo er, veiztu hver ástæðan er? — Eg hef aldrei myndað mér neina skoðun um það. En niðurstaðan er sú, að mér gengur ver hér heima. — Þú gerðir jafntefli vi# „dömuna“. Er hún skæð? — Hún er snöggt um skárrl en flestir felendingarnir, a.m.k. ef dæma skal eftir árangrinum á mótinu. Hún hefur auðvitað betri æfingu. — Er útséð um hvernig mót ið fer? — Það er ljóst að Tal verð- ur efsbur, — ef hann fer þá ékki að tapa síðustu skákinni, sem hann teflir við Ingvar Áa mundsson. Gligoric verður annar og svo stendur baratt- an um 3. og 4. sætið milli mín og Johannessen, við er- um svipaðir að vinningatölu, Um 5. sætið stendur styrimt milli Inga, Guðmundar og Wade. Það eru svona smáhóp ar sem berjast um .ákveðin sæti. , Eyrarbakki ADALFUNDUR Sjálfstæðia- félags Eyrarbak'ka verður hald- inn n. k. sunnudag fcL 4 e. h. á GarðL Ragnar Jónsson, akrif- stofustjóri mætir á fundinum. Ms. Hrönn AR 21 liggur í fjörunni í Þorlákshöfn, og er báturinn gjörónýtur. Voru legufæri Hrannar ólögleg? í GÆR fór fram hjá Kristjáni Jónssyni, borgardómara, sjó- próf vegna Ms. Hrann-ar, AR 21, sem rak upp í Þorláks- höfn sl. sunnudag og ger- eyðilagðist. Komu fyrir rétt- inn Karl Karlsson, skipstjóri og eigandi bátsins og Bjarni Tómasson, eftirlitsmaður Sam ábyrgðarinnar með legufær- um í Þorlákshöfn. Frásögnin af atburðinum er bátinn rak upp hefur áður verið höfð eftir Karli Karls- syni hér í blaðinu, en hann kom úr róðri á laugardags- kvöld og lagði bátnurn við legufæri, sem hann hefur á leigu hjá Meitli h. f. Þar sem ekki er róið á sunnudög- u,m var skipshöfninni gefið frí. Um nóttina urðu snögg veðraskipti og kom A-hvass- viðri, sem er versta átt í Þor- lákshöfn, sennilega um 10 vindstLg. Og var Karl vak- inn snemma um morguninn er bátur hans hafði slitnað upp og var að veltast upp í fjöru. Það kom fram í réttinum að Samábyrgðin hafði sett þau skilyrði varðandi notkun þessara legufæra, að lögð yrði aukakeðja út frá aðal- botnkeðju, til að forða sam- slætti báta. Var búið að taka tll keðju og akkeri til þess, en vegna veðurs hafði það eklki enn verið hægt, því varla er hægt að hala upp botnkeðjur nema í góðu veðri og helzt á fjöru. Ekki hafði verið gerð athugasemd við styrkleika bólfæranna. Telur Karl skipstjóri að það hafi verið uppistaðan eða keðjan sem lá upp í bátinn sem slitnaði, en botnkeðjurnar haldið. Þá kom það frarn hjá bæði Bjarna eftirlitsmanni og ---- — ........." llT----------- Karli, að þeir telja að sandur hafi nú í haustbrimunum leitað mjög í höfnina. Þá grafist botnkeðjurnar niður og „múrist“ fastar og getfi ekkert eftir, svo átakið hljóti þá að verða enn hraðara á uppistöðunni. Bjarni Tómasson kvaðst ekki hafa vitað annag en bannað hefði verið að nota legufærin. En Knrl telur sig ekki hafa verið tilkynnt bann við notkun á legufær- unum í því ástandi sem þau eru, er hann tók legufærin á leigu. Heldiuir eingöngu verið krafizt þess að aukakeðjur væri bætt við vegna hættu á saimslætti bátanna, og hefði átt að gera það við fyrsta tækifæri. En hann kom með bát sinn tiil Þorlákshafnar 23. janúar og var búinn að fara í tvo róðra er hann rak upp sunnudaginn 26. janúar. Jr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.