Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ LaugardagUT 1. febrúar 1964 Fritz Weisshappel - Minning HÉE er ættartala óþörf. Það nægir að segja að Fritz Weiss- happel var músíkættar frá sjálfri háborg tónlistarinnar, Wien. Með Fritz Weisshappel er góð- ur maður genginn, og er hans sárt saknað af mörgum. Með ein- stakri þrúðmennsku sinni .og drenglund vann hann allra hjörtu. Hann var fæddur í Vín- arborg, og bar þess óræk merki, að hann var alinn upp við mikla tónmenning. Upprunalega var Weisshappel ráðinn hyigað sem celloleikari, en b'rátt varð píanó- ið hans aðalhljóðfæri, og var hann einn þekktasti og eftirsótt- asti undirleikari okkar um langt tímaþil. Margir af okkar ágætu einsöngvurum, sem hann ferðað- ist með vítt um heim, áttu hon- um mikið að þakka, og var hann ekki aðeins hinn trausti sam- verkamaður þeirra, heldur einnig hollvinur allra, sem hann vann með, sökum ljúfmennsku og mannkosta. Weisshappel varð eftirmaður Emils Thoroddsen sem píanóleik- ari útvarpsins. Með ágætri list sinni, smekkvísi og allri fram- komu, naut hann hins fyllsta trausts og virðingar við þessa miklu menningarstofnun. Þeg- ar Ríkisútvarpið tók að sér rekst- ur Sinfóníuhljómsveitar íslands var Frits Weisshappel ráðinn framkvæmdastjóri hennar. Leysti hahn það hlutverk sitt, sem önn- ur, af hendi með mikilli prýði og samvizkusemi. Minnast þeir, sem lengst unnu með honum, hans sem hins snjalla listamanns og valmennis, sem í einu og öllu vildi vinna að framgangi og þró- un íslenzkrar tónlistar og lagði þar fram mikið af mörkum. Fritz Weisshappel var glæsi- .menni, fríður sýnum og vörpuleg- ur Éfvelli, hlédrægur en ákveð- inn í skoðunum og réttsýnn. Er nú sár harmur kveðinn að konu hahs, frú Helgu og börhunum þremur. Hinir fjölmörgu vinir -s'enda þeim hjartanlegar samúð- arkveðjur. Páll Isólfsson. t FRITZ WEISSHAPPEL andaðist hér í bænum aðfaranótt 28. þ.m. Hafði hann þá legið rúmfastur um skeið, en'kenndi sjúkdóms þess, er varð honum að aldur- tila, fyrir rúmu ári, og fór þá nokkru seinna utan til þess að leita sér lækninga í Vínarborg. Weisshappel var einn af kunn- ustu tónlistarmönnum, sem störf uðu hér á landi síðustu áratug- ina, og voru þau störf hans fyrst og fremst tengd Ríkisútvarpinu. Hann var píanóleikari þess um aldaffjórðungsbil, -en varð fast- ráðinn starfsmaður þess í árs- byrjun 1939. En um tveggja ára skeið þar áður hafði hann iðu- lega unnið hjá útvarpinu í veik- indaforföllum Emils Thoroddsen. Weisshappel var fæddur í Vín- arborg 18. júlí 1908. Faðir hans var Friederich Weisshappel, pró- fessov í tónlist og vel þekktur og vel metinn maður þar í borg á sínum tíma. Móðir hans var Anne Troust, sem einnig var á sínum tíma þekkt Ijóðasöngkona og um skeið prófessor- í tónlist. Þau eru nú bæði dáin, en systir Weiss- happels býr í Vínarborg og er þar líka tónlistarprófessor. Weisshappel kom higað til ís- lands 13. maí 1928, tæplega tví- tugur. Hann gerðist íslenzkur ríkisborgari og kvæntist íslenzkri konu, Helgu Waage, 23. nóvem- ber 1935. Þau eignuðust þrjú börn: Elísabet, Gunnar og Frið- rik. Weisshappel starfaði hér fyrst sem celloleikari, en síðan sem píanóleikari og var lengi undir- Ieikari márgra þekktra inn- lendra og erlendra söngvara og lék með kórum. Hann fór t.d. sex sinnum utan með íslenzkum kórum, fimm sinnum með Karla kór Reykjavíkur og einu sinni með Kantötukór Akureyrar. Tvö undanfarin ár var hann fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á vegum Ríkis- útvarpsins. 4 • Hann vaf sæmdur gullriddara krossi Austurríkis fyrir tónlistar störf. Weisshappel var ágætur starfs maður, áhugasamur, dugleguf og fylginn sér, en lipur og samvinnu þýður. Hann var vel að sér í sinni grein og af fróðum mönn- um sagður ágætur píanóleikari. Hann var einnig vel beima í ýms um öðrum greinum, s.s. bók- menntum og myndlist. Hann var heldur fáskiptinn maður að eðl- isfari, en gat verið manna glað- astur í góðum hóp, og gaman- samur. Mikill fjöldi tónlistar- manna, sem hann vann með, minnast hans með mikilli hlýju og þakklæti. Síðustu störf hans hér í útvarp inu voru helguð Sinfóníuhljóm sveitinni, eftir að Ríkisútvarpið tók við rekstri hennar öðru sinni. Hann hafði þá á hendi fram kvæmdastjórn hennar og leysti það starf af hendi með ágætum. Hann hafði bæði listræna þekk- ingu og hagnýtt lag á þeim mál- um, sem þar bar undir hann og átti sinn mikla þátt í því, hversu giftusamlega tókst til um starf semi hljómsveitarinnar. Við. samstarfsmenn Weisshappels í út varpinu, minnumst hans með söknuði, en þakklæti fyrir langa samvinnu, ljúfa og góða. V. Þ. G. t , ? f DAG fylgjum við til hinstu hvílu framkvæmdastjóra okkar, góðum vini og samstarfsmanni, Fritz W&sshappel, sem lézt 28. þ.m. aðeins 55 ára að aldri. Ör- lagadísirnar sendu okkur þennan mann frá framandi landi fyrir 35 árum og hér ílentist hann ís- lenzku tónlistarlífi til ómetan- legs gagns. Þjóðin fékk fljótlega að kynn- ast píanóleikaranum Fritz Weiss- happel, en við, sem áttum því láni að fagna að "kynnast honum náið, vinna með honum og undir hans' handleiðslu niunum ætíð minnast hans sem einstaks prúð- tnennis, gæddum fágætum mann- kostum. Hvert það verk, sem hann tók að sér, var unnið af því líkri alúð, snyrtimennsku og gaumgæfni að þess þekkjast vart dæmi. Komu þessir eiginleikar Weisshappels bezt í ljós þegar honum var falin framkvæmdar- stjórn Hljómsveitar Ríkisútvarps ins og síðar Sinfóníuhljómsveitar íslands frá 1960; en því starfi gegndi hann þar til sjúkdómur sá sem leiddi hann til bana, dæmdi hann úr leik. Með Fritz Weisshappel er ekki einutigis genginn afkastamikill starfsmaður heldur einnig trygg- ur vinur og félagi, sem gott var að kynnast og mikið af þeim kunningsskap að læra. Hann ávann sér traust og virðingu allra sem hann umgekkst sakir sinna meðfæddu mannkosta. Munum við hljómsveitarmenn fá seint fullþakkað hans framlag til okk- ar mála. Við vottum eftirlifandi konu hans, Helgu Weisshappel og börn um þeirra, okkar innilegustu samúð við missi ástríks eigin- manns og föður, en vitum að samvist við slíkan mann skilur eftir sig minningar sveipaðar birtu og 3&1 sem mun auðvelda biðina til endurfunda. G. E. t svo islenzkur var hann í hugs- unarhætti og athöfnum, að þeim, sem bezt þekktu hann, fannst nafn hans hljóma sem islenzkt væri. Söknuður og tregi fyllir hugi meðlima' Karlakórs Reykjavíkur við fráfall þessa mæta manns og fjölmenna þeir í dag til þess að kveðja heiðursfélaga sinn við há- tíðlega athöfn í DómkirkjunnL Eiginkonu hans og 'börnum, svo og öllum ástvinum hans, vottar kórinn dýpstu samúð. Það er huggun í harmi að geyma minn- ingu um mætan sómamann. > R. L Aðalfundur Sjálf- stæðisfélagsins ,,Huginn" KVEÐJA FRÁ KARLAKÓR REYKJAVÍKUR ÞAÐ er ætíð sárt að sjá á bak góðum félaga og vini. Þau hafa orðið örlögin, að Fritz" Weiss- happel hefur verið kallaður á brott á bezta aldri. Með honum missir Karlakór Reykjavíkur traustan og dyggan félaga og um leið mikilhæfan listamann, sem auðgaði kórinn að áliti og frama. Um 25 ára skeið aðstoðaði hann kórinn með píanóleik, meðal ann- ars í flestum utanferðum hans og ætíð með sama glæsibrag, sem auðkenndist af leikni og prúð- mennsku: Þannig var Fritz einnig í fram- komu. Höfðinglegur í fasi, vin- gjarnlegur og stilltur vel. í vina- hópi var hann glaður og reifur og AÐALFUNDUR SjálfstæðisféJ- agsins Huginn í uppsveituitn Árnessýslu var haldinn í Ara- tungu 17. þ. m. Formaður féi- agsins Sigmundur Sigurðsson bóndi í Syðra-Langholti setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Steinþór Gests- son bóndi á Hæli. Formaður flutti skýrslu stjórn ar og gjaldkeri Róbert Róberts- son las reikninga. í stjórn voru kosnir Sigmund- ur Sigurðsson formaður, Stein- þór Gestsson ritari, Róbert Róbertsson gjaldkeri, Sigurður Sigurðsson og Ágúst Eiríksson meðstjórnendur. Varastjóirn: Sveinn Skiilason, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Áslaug Árna- dóttir og Grímur Ögmundsson. Þá vao- kosið í fulltrúaráð, kjördæmisráð og endurskoð- endur. Að kosningum loknum flutti Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðiherra mjöe glögga ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Var ræðu ráðiherrans ágætlega tekið ai fundarmönnum og honum sér1- staklega þökkuð góð störf sem landbúnaðarráðherra með kröft- ugu lófataki. Eftir ræðu ráðherr- ans urðu nokkxar umræður. ' — Jón, Engihn vill borga brúsann Nú eiga allir að vera búnir að telja frám til skatts. Þó er einn og einn í vandræðum með að koma dæminu saman og hefur fengið frest. En frestur- inn léttir ekki skattinn og það er því fæstum ánægja að draga á langinn að skila plagginu. Svo bíðum við og vönum, að skattur keisarans verði ekki allt of þungbær. Annars virð- ast upphæðirnar ekki skipta allt of miklu máli, því menn barma sér jafnmikið hvort sem þeir borga lítið eða mikið. All- ir heimta auðvitað nýja vegi, sjúkrahús og flugvelii við hverja hundaþúfu, en enginn vill borga brúsann eins og gef- ur að skilja. Fæstir fara í auka- vihnu til þess að auka tekjur ríkis og bæjar, heldur til þess að geta keypt sér þvottavél eða bíl. Svo tala aukavinnumenn um*„þessa bölv. • . . stórlaxa, sem allt svíkja undan skatti." Var í vandræðum Maður nokkur, sem vann fyrir mig smáverk á síðasta ári, hringdi í mig í vikunni — og spurði: „Heyrðu, ætlarðu að gefa þetta upp?" „Já, ég man ekki til að talað hafi verið um annað" „Það var ágætt", sagði hann og andaði greinilega léttara — „ég hef nefniiega alltaí beðið alla um að gefa ekkert upp til skatts — og svo áttaði ég mig á því í gærkveldi, að'ég gæti ekki sýnt fram á að ég hefði lifað nema einn mánuð Á ár- inu." Hann er sjálfsagt ekki sá eini, sem lent hefur í vandræðum. Kunningi minn, sem sbendur í húsbyggingu, sagði mer, að þegar hann fékk múrarana hefðu þeir sett það skilyrði, að vinnulaunin yrðu ekki gefin upp til 'skatts. Húseigandinn spurði þá: „Hvernig á ég a§ gefa hús- byggingarskýrslu fyrir stein- hús án þess að láta neitt múr- verk koma fram?" Eftir mikið Þjark var samið um að gefa heiminginn upp. Ilann svindlar meira Ég nefni ekki múrara vegna þess að ég telji, að þeir séu eitthvað verri en aðrir. Senni- lega gera flestir sig seka um að skjóta einhverju undan — og það er e.t.v. þess vegna að enginn virðist i rauninni óá- nægður með fyrirkomulagið. Það er masað um að þetta sé ekki gott *stand — og þá bent á Pétur og Pál, sem liggja und- ir grun um að hafa haft svo og svo miklar tekjur, en að- eins fengið 'petta eða hitt lítil- ræðið i skatt og útsvar. Menn eru sem sa-gt óánægðir vegna þess, að þeir halda, að náung- inn hafi getáð svindlað meira en þeir sjálfir. Þáð er sjald- gæft að heyra talað um þetta af heilindum. Dýrt að vera heiðárlegur Það, sem mér finnst þó alvar legast við þetta ágæta fyrir- komulag, er, að kerfið opnar þorra fólks allar leiðir til svika, en neyðir það jafnframt til að gefa drengskaparyfirlýsingu um að rétt sé taiið fram. Þegar menn eru búnir að gefa dreng- skaparyfirlýsingu í 10 ár sam- fleytt um að sviknar tölur séu réttar, þá geta menn gefið drengskaparyfirlýsingu um allt milli himins og jarðar án til- lits til sannleika málsins. Þessi mylla stuðlar því ekki aðeins að óréttlátri niðurjöfnun opinberra^gjaida, heldur gerir hún heiðarlegum mönnum mjög erfitt að vera heiðarlegir gagn- vart sjálfum sér og samfélag- inu. ÞURRHLUIIUR ERt ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR OKMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467._______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.