Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 10
I 10 MORGUNBLAQID ' Laugardagux 1. febrúar 1964 Tunglskot Bandaríkjanna hafa öll mistekizt sn miklar vonir eru bundnar við Ranger VI. Teikning af Ranger VI. nálgast tunglið. búa saman í friði og vináttu”. Enn skutu Rússar tungl- flaug á loft 4. október þetta sama ár. Lunik III. var ekki ætlað að lenda á tunglinu, heldur fara í kringum það og taka myndir af bakhlið- inni. Tókst tilraunin vel og fór hnötturinn umihverfis tunglið í um 7 þúsund km, fjarlæigð. Teknar voru mynd- ir eins og fyrirfhugað var, og tókst að senda þær til jarðar. Eftir þessar þrjár tilraunir verður hlé á tungilskotum Rúsisa þar til á síðasta ári, er þeir skutu Lunik IV. á loft hinn 2. apríl. Þetta var stærsti tungl'hnöttur Rússa, vó um lVz tonn. Ekki var skýrt frá því hvaða hlutverki hnöttur þessi ætti að gegna, en hann fór framihjá tunglinu í um 8.500 km. fjarlægð. Engu að síður sögðu sovézkir visinda- menn að tilraunin hafi heppn- azt mjög vel. Bandaríkjamenn byrjuðu um svipað leyti og Rússar að senda hnetti áleiðis til tungls- ins, en mistókst algjörlega í fyrstu. Hinn 1. marz skutu þeir Pioneer IV. á loft, og átti hann að fara framhjá tunglinu'í um 24 þúsund km. fjarlægð, en fór í um 60 þús- und km. fjarlægð. Ekki voru Pioneer hnetiirnir beinlinis tung’lhnettir, þvi þeirn var ekki ætlað ag hitta tunglið. Fyrsta raunverulega tilraun- in til að senda hnött til tungls ins var ekki gerð fyrr en 23. ágúst 1961. M var Ranger I. skotið á loft frá Canaveral- höfða, sem nú heitir Kennedy höfði. Tilraunin mistókst, og fór hnötturinn á braut um- hverfis jörðu. Um Jianger II. segir lítið, og mún sú tilraun einnig hafa mistekizt. Ranger III. var skotið á loft 26. jan- úar 1962, og fór hann fram- 'hjá tunglinu í um 37 þúsund km. fjarlægð. Nokkuð betur gekk með Ranger IV. hinn 23. apríl 1962, Hann fór framhjá tunglinu í um 1400 km. fjar- lægð, en lenti á bakhlið þess. Ekki tókst lendingin þó vel, því hnötturinn lenti með nærri 10 þúsund km. hraða o.g eyðilagðist. Ranger V. var svo skotið á loft hinn 18. okt- óber 1962. Skömu eftir að hnötturinn var kominn út í geiminn, biluðu senditséki hans, svo erfitt var að fylgj- ast með ferðinni. En talið er að hann hafi far-ið framihjá tunglinu í um 500 km. fjax- lægð, hal'dið svo áfram og lent á braut um'hverfis sóJ- ina. ' Má því með sanni segja að Bandaríkjamenn bindi nú miklar vonir við Ranger VI. Sjónvarpsvélarnar í Ranger VI., tunglinu til jarðar á morgun. sem biga að senda myndir af KAPPHLAUPIÐ um tunglið hefur nú i rauninni staðið í fimm ár, eð^ allt frá þvi^ Sovétríkin skutu á loft fyrstu tungflauginni Lunik I. 2. jan- úar 1959. Síðan hafa Rússar skotið þremur tunglflaugum, og Bandaríkjamenn sex, að meðtöldum Ranger VI., sem á að lenda á tunglinu á morg- un, sunnudag. Flestar hafa tilraunifnar mistekizt, en þó ir.í segja að Rússum hafi gengið öllu bet- ■ur. Af fjórum tilraunum þeirra hafa tvær tekizt mjög vel. Ætlunin var að fyrsti rússn- eski tunglhnöttuirinn, Lunik I. lenti á tuglinu 4. janúar 1959. Hnöttur þessi vó 361,3 kg. og í honum voru marg- visileg mæli- og senditæki. Sendi hnötturinn frá sér upp- lýsingar fyrstu dagana, en í stað þess að. hitta tunglið fór hann framihjá því í um 6.500 km. hæð þann 4. janúar og hélt áfram ferðinni út í geirn- inn. Daginn eftir rofnaði sam- bandið við hnöttinn, en búizt við að hann færi á braut um- hverfis sólu. Næsta tilraun Rússa tókst betur. Lunik II. var skotið á loft 12. september 1959, og lenti hann á tunglinu skömmu eftir miðnætti (Moskvu-timi) hinn 14. sept- og eyðilagðist þar. Þetta afrek rússneskra vísindamanna vákti allheims- athygli sem von var. Tím- inn, sem vahnn var, var þeim eir\nig mjög hagstæðuí', því hinn 15. september kom Krúsjeff forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Banda- I ríkjanna. Við komuna til Washington afhenti Krúsjeff Eisenhower, þáverandi for- seta, líkan af stál-kúlu, sem Lunik II. hafði flutt til tungls ins. í stálkúlu þessari hafði verið fáni Sovéferíkjanna. Við þetta tækifæri sagði ' Krúsjeff rp.a.: „Fáni Sovét- ríkjanna mun, sem gamall íbúi tunglsins, bjoða fána yðar vellkoaninn þangað, og þar munu þeir búa saman 1 friði og vináttu — eins og við og aillar þjóðir, <sem bygigja þessa jörð ok-kar, -ættu að Kvöldvaka stúdenla Skálatúni berst g.Í«f Á 10 ÁRA afmæli barnaheimilis templara að Skálatúni afhenti for stjóri Elliheimilisins Grundar, Gísli Sigurbjörnsson, barnaheim- ilinu 10,000 kr. að gjöf frá Elli- heimilinu, en aðalstofnandi barna heimjlisins, Jón Gunnlaugsson, fyrrverandi stjórnarráðsfulltrúi, er stjórnarnefndarmaður Elli- heimilisins. Stjórn Skálatúns- heimilisins þakkar Elliheimilinu Grund hina rausnarlegu gjöf. (Frá stjórn Skálatúns) Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ efnir Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð til sameiginlegrar kvöldvöku í Súlnasal Hótel Sögu. Verður þar fjölbreytt dagskrá og dans til kl. 1. Ætlunin er að halda slíkar stúdentakvöldvökur mán- aðarlega í vetur. Á kvöldvökunni munu prestar og verkfræðingar leiða saman hesta sína í spurningaþætti, sem Friðfinnur Ólafsson stjórnar. — Prestarnir eru sr. Grímúr Gríms- son, sr. Ólafur Skúlason og sr. Emil Björnsson. Af hálfu verk- fræðinga keppa þeir Guðmundur Marteinsson, Bragi Ólafsson og Ragnar Halldórsson. Má ekki á milli sjá hvort liðið sigrar. Ðóm- ari er Biarrú Guðmundsson blaða fulltrúi Fulítrúar verkfræðinga og presta skeggræða um spurningakeppnina á Stúdentakvöldvökunni. Frá vinstri: sr. Grímur Grímsson, Gunnar G. Schram form. Stúdentafélagsins; Friðfinnur ÓlafssoD stjórnandi keppninnar, sr. Emil Björnsson og ver kfræðingarnir Bragi Ólafsson og Þórður GröndaL Páll Líndal hrl. flytur ávarp á kvöldvökunni og fluttur verður nýstárlegur skemmtiþáttur. Fagn aðurinn hefst kl. 8.30 og eru að- göngunnoar seidir við ínngang- inn. Kvöldverður er framreiddur kl. 7 fyrir þá sem óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.