Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 23
1 Laugardagur 1. februar T964 MQRGU N BLAÐIÐ 23 Lík handarísku f lugmann- anna til V.-Þýzkalands j Wieabaden 31. jan. (NTB) 1 L í K Bandaríkjamannanna þriggja, sem voru með flugrvél- inni, er Rússar skutu yfir A- Þýzkalandi s.l. þriðjudag, voru í dag fiutt flugleiðis til aðal- bækistöðva bandaríska flughers- ins i Wiesbaden. Flugn'.enn stóðu heiðursvörð, er kislurnar voru boriiar út úr flugvélinni og ættingjar hinna látnu voru viðstaddir. Enn er ekki vitað hivort flug- mennirnir þrir, Gerald Hanna- ford, ofursti, Don Millard, höf- uðsnxaður, Oig John Lorraine, höfuðsmaður, verða jarðsungnir í Vestur-í>ýs9kalandi eða í Banda- I ríkjunum. Krae fæi lnusn frú embætti Bonn 31. jan. (NTB) Hans Krúger flóttamálaráð- herra Vestur-Þýzkalands, fékk í dag lausn frá embætti að eigin ósk. Kríiger hefur verið sakaður um striðsglæpi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og hefur Erhard kanzlari látið hefja um- fangsmikla rannsókn á ferli hans. í síðustu viku bað Krúgier um leyfi frá störfum meðan mál bans væri í rannsókn, en nú hefur hann beðizt lausnar- Það eru Ausfcur-Þjóðverjar, •em sakað hafa Krúger um að hafa dæmt Pólverja til dauða og i þrælkunarvinnu, er hann var •ðstoðardómari 1 Konitz í Pól- landi á stríðsárumim. Einnig ■egja þeir að Krúger hafi verið formaður nazistaflokksins í Konitz. Krúger neitaði fyrst í •tað að hafa verið dómari í Konitz, en nokkru síðar viður- kenndi hann að hafa gegnt þessu •tarfi. Krúger kvaðst þó aldrei — Suður Vietnam Framhald af 1. síðu. hina nýju stjórn till þess að vernda réttindi hinna vinnandi fitétta. Annars var allt með kyrr- jun kjörum í borginni. í gærkvöldi var haft eftir éreiðanlegum heimildum innan hersins í Saigon, að fjórir hers- höfðingjanna, sem handteknir voru í gær, Tran Van Don, Le Van Kim, Thon That Dinih og !Mai Nú Xuan, hefðu verið fluttir til bæjarins Danang og þar gættu Ihermenn þeirra. Alls hafa 53 hershöfðingar iýst fylgi sínu við hið nýja Ibyltingarráð undir forystu Khanh hershöfðinga. hafa kveðið upp dauðadóm í Konitz. Krúger varð flóttamálaráð- herra, er Erhara tók við embætti kanzlara í október s.l. Hann er annar flóttamálaráðherrann, sem segir af sér embætti vegna ferils síns á stríðsárunum- Hinn dr. Theodor Oberlander, sagði af sér fyrir fjórum árum, eftir að Pólverjar höfðu sakað hann um stríðsglæpi í PóllandL Mál Oberlanders var tekið til rann- sóknar og rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar á hendur honum væru ekki á rökum byggðar. Óvíst um ferðir Goðaness Vestmannaeyjum, 31. jan. "GOÐANESIÐ, sem nýlega hóf ferðir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, hefur ekki komið hingað í tvo daga í áætlun, og segir afgreiðsla skipsins hér, að óvíst sé um framhald ferðanna. Mun skipið ekki hafa fengið nægi lega marga farþega, og getur lít- inn flutning tekið. — Fréttaritari. Leiðrétting í GREIN Baldvins Þ. Kristjáns- sonar í blaðinu í gær stendúr í 12. línu 1. dálks á bls. 23 „von- biðlum“ í stað VONBIÐLUN. í miðjum sarna dálki stendur „Líknarsorgarar“ í stað LÍKAMSSORGARAR. Línu- brengl er neðantil í sama dálki. — Iþróttir Framh. af bls. 22 að hjá mér er ég var tilbúinn til síðasta stökksins, sagði Kankkon- en brosandi við blaðamenn eftir að úrslitin voru birt — að láta allt takast. Ég vissi að ef svo tæk- ist til mundi ég vinna gullið. Ég bjó mig undir stökkið kaldur og rólegur og árangur keppinaut- anna hafði engin áhrif á mig. Og þessi 24 ára gamli íþrótta- kennarL sem hafði gersamlega mistekizt fyrsta stökk sitt, varð gullmedalíumaður. „Ég hitti þjálf ara minn eftir fyrsta stökkið — ©g við hughreystum hvorn ann- an: „Það gilda aðeins tvö stökk“, sögðum við við hvor öðrum. Og það tókst að fá hin tvö til að vinna sigurinn“. jk Verðskuldaður slgur — Er ég hafði stöðvað eftir •íðasta stökkið og leit upp til að sjá lengd stökksins á Ijósatöfl- unni — Vissi ég hvað hafði skeð. Kankkonen hefur fyrst á þess- um vetri fundið það öryggi í stökki sfem þarf til sigurs á stór- mótum. Hann hefur þjálfað vel um árabil og komizt langt á stór- mótum, en nú er hann næstum í sérflokki hvað öryggi og glæsi- legan stíl snertir. Toralf Engan, sem hlaut silfrið •— en hefur margt gullið unnið_ sagði eftir úrslitin: — Ég er stolt- *ri yfir þessum silfurverðlaunum en gullverðlaunum og heims- uœistaratitU í Zakopane 1962. Hér átti sér stað einstök keppni — og sá öruggasti vann. Úrslitin í stökkinu í litlu braut inni: Stig 1. Kankkonen Finnlandi 229.9 2. Engan, Noregi, 226.3 3. Brandtzæg, Noregi, 222.9 4. Matous, Tékkóslóv., 219.0 5. Neuendorf, Þýzkalandi, 214.7 6. Recknagel, Þýzkalandi, 213.3 7. Sörensen, Noregi, 212.8 8. Munk, Þýzkalandi, 211.1 9. Eto, Japan, 210.3 10. Lichtennegger, Austurr., 209.8 Holland fær gull HOLLENZKA skautastjarnan Sjoukje Dikstra verður ÓL-meist ari í listhlaupi kvenna á skautum í Innsbruck, nema sérstakt óhapp komi til. Skylduæfingum er lokið og forysta hennar er slík eftir þær að enginn fær ógnað henni. Hún hefur 38.4 stigum á unlan hættulegasta keppinautnum, aust urrísku stúlkunni Regine Heitzer. Dikstra hefur sýnt meiri hæfni en nokkru sinni fyrr og hefur þó marga keppni unnið glæsilega. — Heitzer er jafnörugg með silfrið, Hún er 38.4 stigum á undan Burke frá Kanada. N Margaret Chase Sniith segir: 1 . „Vegna margvíslegra röksemda gegn! framboði hef ég ákveðið að reyna“ „ÉG kalla sjálfa mig konu“ sagði frú Margaret Chase Smith, öldungadeildarþing- n-aður, er húu lýsti því yfir sl. má.nudag, að hún ætlaði að gefa kost á sér til fram- boðs fyrir Republikana við næstu forsetakosningar. Hún bætti því við, að sér væri litt um það gefið, þegar merki miðar væru hengdir á fólk og það síðan dregið í dilka sam- kvæmt þeim. Frú Smith lýsti yfir þessarj ákvörðun sinni í ræðu, er hún hélt í miðdegis- verðarboði bandarískra 'blaða » kvenna í Washington. Var ljóst, að hún hafði þá alveg nýlega tekið endanlega ákvörðun, því að í eintaki því af ræðunni, sem fréttairann fengu fyrirfram, var ekki á þetta minnzt. Fiú Smifch sagðist þafa ákveðið að reyna að brjóta niður þann hleypidómavegg, að toomrr eigi ekki að sækjast eftir æðstu embættuim þjóð- félagsins. Vísaði hún í því samibandi til þess, er Kenne- ' dy forseti braut niður trúar- bragðahindrunina með fram- boði sínu og sigri. Margt sagði hún mæla gegn 1 þessari ákvörðun sinni, raun- ar teldi hún fleira mæla á móti henni en með. Hana skorti einnig fé, áróðursmið- stöð og tíma ti! þess að standa í barátfcunni — „en einmitt vegna hinna margvíslegu rök- semda gegn framboði mírvu, hef ég ákveðið að reyna“ sagði hún. Margaret Chase Smith er fyrsta konan, sem gefur kost á sér til framboðs fyrir stóru flokkana í forsetakosning- um. En a. m. k. tveir smá- flokkar hafa áður boðið fram konur, Victoria Claslin Wodd- hull var árið 1872 í framböði fyrir flokkinn „National Radi- cal Reformers“ og Belva Loekwood var frambjóðandi „Equal Rights Party“ árið 1884. Frú Srrúth hefur verið á þingi frá þvi árið 1940,' er hún tók sæti í fulltrúadeild- inni eftir mann sinn látinn. Átta árum síðar var hún kjörin til öldungadeildar- innar. Til þessa hefur hún aldrei tapað kosningu og hún hefur þótt standa sig með ágæfcum í stjórnmáladeildum við sterkara kynið í banda- riska þinginu. Fyrstu prófkosningarnar, sem Margaret Ohase Smifch tekur þátt í verða í Maine, New Hampsihire og Illinois. Hún telur sig hafa fylgi í ölkrm rítkjum Bandaríkjanna, því að meðal Bandarikja- manna vaxi þeirri skoðun stöðugt fylgi, að reyna beri styrkleika kvenna á sviði stjórnmála. Þess má að lokum geta, að Margaret Chase Smith hafði sagt í ræðu 7. nóvember sl„ að e. t. v. gæfi hún kost á sér til framboðs í forseta- kosningunum. Var þá haft eftir Kennedy forsefca, að hún yrði „skelfilegur keppi- nautur". —. deGaulle Framhald af 1. síðu. ernissinjnastjórnarinnac á For- móeu og. raunverulega væri ekk- ert í sitjórnmálum Asíu sem ekki væri Pekingstjórniimi viðkom- andi á einhvern hátt, hvort sem í hlut ætti Kambodía, Japan eða jafnvel Sovétríkin. - Forsetinn kvað frönsku stjómina þeirrar skoðunar, að ekki væri unnt að tryggja frið og hlutleysi Suð- austur-Asíu án þess að Peking- stjórnin tæki þátt í samni ngum þair lútandi. Viðhorfin hefðu breytzt og Pekingstjórpin væri ekki lengur fæki, sem Sové-trík- in notuðu til þess að a-uka áhrif sín í Asíu. Pekingstjórnin hefði markað sjálfstæða stefnu óháða tengslunuim við Sovétríkin. de Gaulle kvað augljóst, að Suðaustur-Asía yrði ekki hlut- laust svæði nema allar þjóðir, sem hlut ættu að máli samþykktu það. Næðist samkomulag, yrði að tryggja hlutleysið m-eð al- þjóðlegum samningi til þess að koma í veg fyri-r innbyrðis ófrið landanna í Suðaustur-Asíu og íhlutun utanað-komandi aðila. Forsetinn lagði sérstaka áherzlu á, að viðurkerming Frakka á Pekingstjóminni þýddi ekki að þeir legðu blessun sína ■ yfir eimræðisstjóm Mao Tse- Tungs. En Kínverjar hefðu sam- einazt undir stjórn hans og hún yrði æ óháðari Sovétstjórnirmi. • Síðan ræddi de Gaulle einingu Evrópu og kvað Frakka aldrei samþykkja að þjöðirmar afsöluðu sér sjálfstæði sínu og sameinuð- ust undir einni stjórn. Hann lýgti ánægju sinni með sam- komulagið Um stefnu Efmahags- bandalagsins í landbúnaðarmál- um, sem náðist fyrir áramót og lofaði Vestur-Þjéðverja sérstak- iega fyrir að samþykkja stefn- una. Hann sagði, að hefði sam- komulag ekki náðst, hefðu Firakk ar gripið til aðgerða upp á eigin spýtur án tiilits til afleiðing- anna, sem það hefði haft fyrir bandalagið. Forsetinn gagnrýndi þá, sem halda því fram, að sam- starf Evrópu sé óhugsandi án að- ildar Breta og án þess að Evrópu ríkin væru aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Hann kvaðst ekki skilja hvernig brezka stjóirnin gæti stutt sameiginlegar stjóm- málalegar aðgerðir þar sem hún væri allra stjórna ófúsust að láta aðra hlutast til um stefnu sína. Um aðstoð Frakka við van- þróuð lönd sagði forsetinn, að hún ‘yrði aukin á næstunnj, en miðað við fólkafjölda veittu Frakkar þessuim þjóðum nú meiri stuðning en nokkrir aðrir. Við umræðurnar um innan- ríkdsmál sagðist de Ga-ulle mót- fal-linn öllum breytingum á stjórn arskrá Frakklands, hún hefði reynzt vel eins og hún væri nú. Hann kvaðst einnig andvígur því, að þjóðin kysi forseta um 1-á.ð og hún gengi tii þingkosn- inga, þ.e. fimmta hvert ár. Þó sagði forsetinn að slikar breyt- ingar gætu komið til greina þeg- ar nýir roenn hefðu tekið við stjórn landsins. Hins vegar kvaðst hann fullviss um, að for- setastjórn með sama sniði og í Bandarikjunum hentaði ekki Frökkuim. Um þúsund fréttaimenn og sendimenn erlendra ríkja voru viðstaddir fund Frakklandsfor- seta í hátíðasa! Elyseé-hallarin-n- ar. Forsetinn sat við lítið bcnrð í einu horni salarins og hjá hon- um flestir ráðherrar Frakkiands stjómar. — Ranger VI. Framhald af 1. síðu. tók myndir af bakhlið tunglsins 1959, en þær myndir voru tekn- ar úr rumiegia 3 þús. km fjar- lægð. í stjömukíkjum á jörðu niðri hefur til þessa aðeins ver- ið hægt að sjá mjög stóra hluti á yfirborði tunglsins. Þeir minnstu, sem sézt hafa hafa ver- ið stærri en stórt flugvélamóð- urskip. Á myndunum, seim tungl flaugin „Ranger VI“ tekur vænt anlegia, ar gert ráð fyrir að greina megi hluti á stærð við lítið borð. Yrðu þær mjög mik- ilvægar, er visindamenn undir- búa lendingu mannaðs geimfars á tunglinu. Vísindamaðurinn C. W. Hend- erson, sem starfar við banda- rísku geimv isi ndas tof nurúna (NASA), sagði, að sennilegt væri að fyrsta mannaða geim- farið lenti á tunglinu 1970, en fyrsti ranneóknarleiðangur þang að yrði farinn 1972. Ráðgert væri að leiðangur þessi tæki 90 daga og rannsóknimar yrðu fyrst og fremst jarðfræðilegar. — Islendingar Framhald af bls. 24. með förina og áranguirinn. Til- gangurinn h-gfi aðeins verið sá við því búizt að íslenzkir út- gerðarmenn fengjust til að veiða við Grænland á eigin áhættu, þegar ekki væru bebri kjör í boði. Annar til-gangur fararinn- ar vax að kynnast fiskiðnaði ís- lendinga, því vitað var að af honum mætti ínargt læra. Hafa þeir félagar heimsótt fiskiðju- ver hér og útgerðarstöðvar, og að kanna ástandið hér, og varla láta mjög vel af. Fóru meðal annars til Akraness þar sem Stur laugur Böðvarsson útgerðarm. sýndi þehn allt er útgerð varðar. Ef íslenzkir bátax verða teknir á leigu er ætlunin að 1/3 áhafin- arinnar verði Grænlendingar, svo þeir fái tækifæri tál að kynna sér störf á nýtízku fiskiskipum og meðferð veiðarfæra. Yfir- menn verða þó ai-lir Norður- landabúar, Norðmenn, Færery- ingar eða íslendingar. Sögðu fulltrúarnir að ef einhverjir n- lenzkir fiskimenm hefðu hug á að kynna sér veiðar við Græn- land, væri ekki ósennilegt að unnt yrði að útvega þeim skips- rúm. Ekki bjuggust þedr við aO rnargir byðu sig fram, en „það eru allssbaðar til menn með ævi-ntýraþrá.“ Þeir Svensgaard og Engel- Srektsen sögðu að tilgangur Grænlarvdsverzlunarinnar væri að byggja upp fiskveiðar og fisk iðnað á Grænlandi. Þar hafa ver ið byggð frystihús og fiskimjöla- verksmiðjur auk stöðva fyrir saltfisk og skreiðarverkun. _ Þyrfti að kenrva Græn-lendingum öli störf þessu viðvíkjandi til að gera þá sem óháðasta. Nú í sumar er ætlunin að gera tilraun ir með veiðar í nætur, og hefur Ingvar Pálmason skipstjóri ver- ið í Danmörku nýlega til að kynna ful-ltrúum Grænlandsverzl unarinnar meðferð kraftblalck- arinnar. Á síðan að reyna kraft- hlökkima í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.