Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. febrúar 1964 MOPr.n m n i ADIÐ II Þorsteinn Jónsson: Ráðhúsið nýja FYRIR NOKKRUM vikum sam- þykkti borgarstjóm Reykjavíkur ‘ einróma að láta byggja ráðhús banda höfuðborginni við norður enda Tjarnarinnar. Jafnframt var líkan af ráðhúsinu til sýnis borgarbúum og mun flestum hafa þótt húsið stílhreint, til- komumikið en þó látlaust eins ®g vera ber. * t»að gladdi mig og marga aðra gamla Reykvíkinga að máli þessu var þannig einróma komið í höfn eftir langar bollalegging- ar. Húsið virðist fara ágætlega þarna við norðurenda Tjamar innar í hjarta borgarinnar. t>ar blasir það mót suðri og sól, ekk ert skyggir á það í þá átt. t>ví þótt vonandi verði þess ekki langt að bíða að Rvíkurflugvöll ur verði lagður niður og hús byggð þar, sem hann er nú, þá er það svo langt frá ráðhúsinu að engum skaða getinr valdið, né óprýðL t»ar sem þetta mál virðist út rætt er það undravert að menn eru enn að fjargviðrast út af etaðnum, sem valinn var fyrir löngu. Þingmenn sumir, vakna nú allt í einu af dvala, og finnst þrengt að sér með ráðhúsinu. íFyrst og fremst er þetta ekki rett, vel má byggja annað hús í tengslum við þinghúsið vestan við það, en ef það ekki þykir fært, má reisa nýtt þinghús á öðrum stað í bænum. Ráðhúsið er sjálfsagt að hafa í gamla mið bænum og einmitt staðurinn við Tjörnina er tilvalinn. Engin sér Btök helgi eða hefð er tengd við gamla þinghúsið sem slíkt. Þjóð hetja^slands, Jón Sigurðsson sat öll þau þing er hann var full- trúi þar í Menntaskólanum við Lækjargötu. Sjálfstæði fandsms var lýst yfir framan við Stjórn erráðshúsið við Lækjartorg 1. des. 19X8. Lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944. Og evo má nota núverandi Alþingis hús, ef menn vilja, til annars en þinghalds, t.d. fyrir Hæstarétt og breyta þá núverandi húsnæði réttarins i skrifstofur. Enginn veruleg eftirsjón væri heldur í því þótt Alþingishúsið væn rif- ið, síðar, er ástæður þættu til að rýma til í miðbænum. Sum- um vex í augum kostnaðurinn við byggingu ráðhús, t-d'. Sig- urði Jónassyni í nýlega fluttu útvarpserindi. En þeir góðu menn ættu að muna það, að þótt ráð- húsið yrði byggt fyrir sunnan Tjörnina muridi það kosta álíka mikið. En ég er sammála Sigurði í því, að óþarflega mikið skrif- stofurúm er áætlað hér á mann í skrifstofum ef það er 12—15 metrar (í stað 5—7 t.d. vestan hafs í Bandaríkjunum). Hitt verð ur ætíð óhugsandi að byggja nú ráðhús er um alla tíma eigi að fullnægja allri skrifstofuþörf borgarinnar. — Satt er það, að einhver hús þarf borgin að kaupa er nú standa á þeirri lóð, sem- ráðhúsinu er ætluð, en það ligg ur ekkert á því, flest geta húsin staðið fyrst um sinn, um óá- kveðinn tíma. Væri gamla A1 þingishúsið látið hverfa, er hent ugleikar leyfðu myndaðist stórt torg frá ráðhúsinu alla leið að húsunum norðan Austurvailar Og á hinum gömlu grunnum þeirra húsa er nú standa við Kirkjutorg, Lækjargötu sunnan verða og Vonarstræti mætti þá. að skaðlausu reisa viðeigandi byggingar t.d. viðbótar skrif- stofur fyrir stofnánir borgarinn ar. Einhvers staðar þar sem hent ugt þætti, verður bráðlega að byggja bílageymslu í miðbænum. Siíkar geymslur eru i öllum borg um erlendis, eins og allir vita er komið hafa út fyrir pollinn, víða t.d. vestan hafs, mjög stór hús. Það er óhugsandi að koma fyrir “öllum bílum Reykvíkinga og aðkomumanna, á strætum og torgum borgarinnar. Óhugsandi er, að nokkur Reyk víkingur vilji í alvöru leggja það til mála, að ráðhúsið verði byggt í útjöðrum borgarinnar. Hin sögulega hefð bendir ein- dregið og ákveðið á miðbæinn gamia, það er kvosina milli Arn arhóls og Ingólfsbrekku að aust an og Hólavallar og Landakots hæðar að vestan. Þarna stóð bær fyrsta landnámsmannsins, Ingólfs Arnársonar eftir því sem fróð ustu menn ætla. Borgarstjórn hefur tekizt mætavel að velja þennan stað og var gott að sam komulag tókst um það mál. Er gott til þess að hugsa að hið fagra og myndarlega ráðhús rís brátt upp þarna í hjarta borgar innar. Mér hefur heyrzt að flest ir er ég hef talað við um málið væru ánægðir með ráðstafanir borgarstjórnar um staðarval, fleiri eru ekki aliskostar ánægð ir með útlit hússins, en smekk ur fólks - verður ætíð misjafn. Fáeinir menn verða að vera á móti öllu og hrópa hátt um það, fetta fingur út í allt og oft helzt það sem vel er gert. Eg er sam mála hr. Sigurði Jönassyni um að veizlusalur er óþarfur í ráð- húsinu, ætti að nota það húsrúm til annars. — Vona ég svo að haf izt verði handa og ráðhúsið rísi sem fyrst á þeim stað, sem því hefur verið valinn. Þorsteinn JónSson. STJÓRN Veiðifélags Árnesinga hefúr nýlega sent félagsmönnum sínum bréf ásamt tilboði Stang- veiðifélags Reykjavíkur til Veiði íélags Árnesinga í alla lax- og eilungsveiði á vatnasvæði Hvít- ir og Ölfusár. Hér er vissulega um mjög mik- ilvægt mál að ræða, sem félags- inenn þurfa að íhuga vandlega. í nokkur undanfarin ár hefur veiðin verið frjáls, þannig að hver veiðréttareigandi hefur hagnýtt sér veiðiréttindinn á t»ann hátt, er hann taldi sér henta, með leigu eða veiða sjálf- ur á stöng eða í net. Með þessari aðferð fæst mik- il heildarveiði, sem sumir telja, að sé meiri en stofninn þoli, en J>að er ósannað mál. Þó að lax gangi lítið upp í bergvatnsárnar eannar það eitt ekki ofveiði, því eð þar eru vafalaust margar or- eakir að verki, og þarf Það að rannsakast nánar. Ef sú kenning er rétt, að laxinn gangi í þær ár, sem hann er uppalinn í, þá er líklegt, að hrygningarstaðirnir í jökulvatninu eigi stærri hlut í viðhaldi stofnsins en margir hafa álitið til þessa, og þar sé kannski að finna skýringuna á laxþurrð- inni í bergvatnsánum. Gallinn við þessa frjálsu aðferð er hins vegar sá, hve hagnaður- inn skiptist misjafnt niður. Sum ir hljóta mikinn arð en margir engan. AHir verða þó að greióa skatt til félagsins í hiutfaili við einingafjölda. Þá„ er næst að athuga tilboð Stangveiðifélags Reykjavíkur. Fé lagið vill taka alla lax- og sil- ungsveiði á leigu fyrir 2,5 kr. á ári, og verði leigutiminn 10 ár. Enn fremur skal hálf milij- kr. á ári renna til klak- og eldisstöðvar á vatnasvæð- inu, sem rekin skal samei°iu- lega af. Veiðifélagi Árnesinga og Stangveiðiféiagi _Reykjavík- ur. Það er ekki víst, að Veiði- félag Árnesinga þurfi að leggja fram jafnháa upphæð á moti í eldisstöðina, en hæfilegt virðist að gera ráð fyrir því, að félagið þurfi að leggja fram halfa millj. kr- á ári til rekstrar fé- lagsins og eldisstöðvarinnar. Þá verða eftir 2 millj. kr., sem koma til útborgunar og gera 200 kr. á hverja einingu. Nú hefur veiðin á vatnasvæð- inu verið sem hér segir, siðan hún var gefin frjáls: samkv. skýrslum frá veiðimálastjóra: Árið 1958 .... 5736 laxar. —' 1959 .... 8949 — — 1960 .... 9131 — — 1961 .... 7676 — — 1962 .... 6797 — Ef hver lax er áætlaður að verðmæti kr. 250,00, verður heild arverðmæti veiðinnar rúmlega 1,9 millj. kr. Héx þarf svo að bæta við arði af silungsveiðinni og öllum þeim iaxi, sem ekki er fram talirin á veiðiskýrslilm, en trúlega er það allmikið magn, en svo dregst frá vinna og ann- ar kostnaður við netaveiðina. Þess vegna virðist mega áætla heildararðinn gf vatnasvæðinu a.m k. um 2 miilj. kr. á ári eða sömu upphæð og væntanlegan arð frá Stangveiðifélagi Reykja- víkur. Niðurstaðan verður því sú, að samkvæmt tiiboði Stangveiðifé- iags Reykjavíkur myndi heildar- arður veiðíeigenda lítið breyt- ast, en hann myndi skiptast öðru vísi, sumir myndu fá minna í sinn hlut eri allir eitthvað, og verður það að teljast kostur frá þvi sem nú er. Þá þarf að athuga Þá galla, sem tilboð Stangveiðifélagsins kann að hafa í för með sér. Er þá fyrst að nefna, að það leysir ekki þann vanda, sem jiú er og hefur lengi verið, að félagið er klofið í tvær andstæðar hagsmunaheild- ir, sem berjast um völdin og ráða * stefnu félagsins á víxl. Þetta hefur orðið félaginu til mikils tjóns, og stjórn þess hef- ur brugðizt þeirri skyldu sinni að hafa forgöngu um að sætta þessa hagsmunahópa og að hafa forystu um nauðsynlegar aðgerð- ir til þess að auka arð vatna- svæðisins, heldur iíkist hún nú mest stjórnlausu rekaldi, sem Góð heimsdkn góð hugvekja UM áramótin kom hingað á Snæ- fellsnes Magnús Sigurðsson, skólastjóri frá Reykjavík og sýndi myndina j,Úr dagbók lífs- ins“, sem hasin ásamt fjölmörg- um öðrum hefir unnið að í mörg undanfarin ár, í algerri sjálf- boðavinnu og í þeirri trú, að hún geti ef til vill orðið til þess að marka tímamót. Myndin vakti hér almenna at- hygli og þá ekki sízt boðskapur hennar. Tal myndarinnar var gott og eðlilegt og myndin skýr, vel tekin og samfelld. Hljómlist- in fannst mér ágæt og eiga vel við efni myndarinnar, tónninn þannig, að ég gat ekki að honum fundið. í fáum orðum sagt fannst mér myndin prýðileg. Boðskapur n»yndarinnar er sá, eftir því sem hann birtist mér, að mikið og jafnvel mest af ó- gæfu æskunnar og hvernig hún leiðist út á villigötur, sé ekki henni sjálfri að kenna, heldur eldri kynslóðinni, sem markar hennar för, ásamt leikfélögum og samferðarmönnum. Mörg, já, alltof mörg heimili séu þannig, að þau séu ekki fær um að ala æskuna upp. Foreldrar gefa sér of lítið tóm til þess að leiðbeina henni og skilja hana, kaupi hana frá sér fyrir stundargaman o.s. frv. sem yrði hér langt mál upp að telja. Það er ekki vafamál, að okk- ur vantar hér heimili fyrir þá unglinga, sem eiga ekkert eða illt áthvarf heima, þar sim þeim er sýndur skilningur í stað kulda, búin góð íveruskilyrði í stað göt- unnar. Hversu margt æskufólkið glatast ekki þjóðinni eða verður baggi á henni, vegna þess að í uppeldinu var ekki leiðbeint á réttar brautir, ekki vakað yfir henni. Það er ekki nóg að ætla þessir tveir andstæðu hagsmuna hópar kasta á milli sín. Stangveiðifólagið vill banna alla netaveiði á vatnasvæðinu. Það myndi hafa i för með sér mun minni heiídarveiði og þax með lélegTÍ nýtingu vatnasvæðis- ins. Rekstur sameiginlegrar klak- og eldisstöðvar virðist varasöm leið, því að það gæti skapað vandamál síðar t.d. í sambandi við eignarréttinn- Hyggilegast mun, að Veiðifélag Árnesinga standi eitt að slíkum rekstri, Engin ákvæði eru um það í tilboðinu, að arður til veiðieig- enda vaxi í hlutfalli við aukna veiði eða tekjur aí vatnasvæðinu. Það, sem gera þarf, er að finna leið, sem mikill meiri hluti veiði eigenda getur sætt sig við, og eru eftirfarandi tillögur tilraun til þess. a) Veiðitímanum verði skipt í tvö jafnlöng veiðitímabil- Fyrra tímabilið verði veiðin frjáls veiðieigendum eins og verið hefur. Er þó rétt að taka til endurskoðunar regi- una um fjölda lagna, t.d. að fækka þeim niður i eina á lög býli, þar sem Þær hafa verið þéttastar að undanförnu, og enn fremur þarf að taka ósa- veiðina til endurskoðunar. b) Öll veiði síðara tímabilið skal leigð hæstbjóðanda til stanga-' veiði til eins árs í senn, og netaveiði verði þá ekki leyfð. c) Leigugjaldið skal varið á eftir farandi hátt: 1) Til venjulegs rekstrarkostn- aðar Veiðifélagsins, og félags skatturinn fellur þá að sjálf- sögðu niður- 2) Til að stofna ög reka klak- og eldisstöð fyrir félagið. 3) Til að gera fiskveg í fossinn sér að koma til bjargar og hjálp- ar þegar æskumaðurinn er orð-' inn að flaki í göturæsinu. Þá dug ar oft og tíðum hvorki fangelsi eða# drykkjumannahæli, og þótt þakkarvert sé, að þau skuli hafa verið byggð og starfrækt (sem allir vita að hefur þó verið í of smáum stíl), þá hefði hvorki ver- ið dýrara og vissulega líklegra til árangurs að reyna að líoma upp heimilum fyrir fólk, sem ekki er komið lengra en svo á braut ógæfunnar, ~að björgun megi takast, berist hjálp í tæka tíð. Kunnur menntamaður sagði við mig fyrir skömmu: Það er ekki vafi á, að áfengismálin eru erfiðustu mál þjóðarinnar í dag. Ekki nóg með að þjóðin fórni þar hundruðum milljóna, heldur komi hún þannig út úr baðinu, að almenn dómgreind verði sljórri og sljórri fyrir þvi, hvað sé mann sæmandi, og virðingarleysi fyrír lögum og rétti vaxi að sama skapi. Þetta leiði svo af sér ýmsa spillingu í þjóðlífinu, sem svo sé erfitt að uppræta. Þjóðin veit, að umgangur hennar við áfengið er aðeins tap og aftur tap. Hún sjái þetta. En það er svo aftur ráð- gátan, hvers vegna ráðamenn þjóðarinnar snúist ekki gegn þess ari spillingu. Ég er viss um það, sagði hinn ágæti maður einnig, að hægt væri að finna góða lausn þessara mála, myndu önnur vandamál þjóðar- innar mörg ef ekki flest leysast af sjálfu sér. Gildir þar reglan að leita fyrst guðsríkis og þá mun allt annað veitast yður að auki. Þannig mælti þessi ágæti maður. Ég vildi því óska þess, að for- ráðamenn þjóðarinnar á þessu ný byrjaða ári, gerðu eitthvað raun- hæft til þess að frelsa þjóðina frá þessum ófögnuði. Því hefur óspart verið haldið fram, að þjóðin mætti ekki missa þann gróða, sem af áfengisverzl- uninni kemur. Ég hef oft hugsað út í þann gróða. Hversu margir eru ekki mínusarnir. ef á þá væri lagt mat? Hversu mörg mannslíf hafa ekki farið forgörðum og hve margir eru þeir, sem bera menj- ar þess til æviloka. hversu á- fengisnautnin hefir leikið þá og eru þjóð og landi til byrði. Ef við vitum af mönnum úti á hafi í sjáv arháska, spörum við ekkert til að verða þeim að liði og gleðjumst að björgun lokinni. í kostnaðinn er ekki horft. Ég minnist t.d. þeg- Framh. á bls. 14. Faxa i Tungufljóti og kosta ræktun þess. 4) Eftir nokkur ár munu út- gjöld félagsins væntanlega fara minnkandi en tekjurnar vaxandi, þegar ræktunarstarf ið fer að bera árangur. Þá skal félagið greiða veiðiarð til þeirra veiðieigenda, sem ekki.hagnýta sér veiðiréttinn fyrra' tímabilið til stanga- og netaveiði. Það mun bezt reynast, að 'Veiði félagið annis^ sjálft ræktun vatna svæðisins en feii það ekki öðr- um að meira eða minna leyti, og markviss þróun eftir fyrirfram ákveðinni stefnu mun færa veiði eigendum meiri arff en það stefnu leysi og illvígu deilur, sem ein- kennt hafa Veiðifélagið að und- anförnu. Reykvískum stangveiðimönn- um mun líka hollast að láta sér nægja að greiða sanngjarna leigu fyrir veiðileyfin eftir gang verði á hverjum tíma en blanda sér ekki í innanfélagsmál Veiði- félags Árnesmga. Kópsvatni, 13. janúar 1964. Guðmundur Jonssou.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.