Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 3
1 Laugardagur 1. febrúar 1964 MORGUNBLADIÐ r STAKSTIINAR Nýjar leiðir í kjara- baráttunni Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein um verkalýðsbaráttuna og afstöðu Álþýðuflokksins í kjaramalunum. Er þar m.a. kom- izt að orði á þessa leið: „Flokkurinn bendir á nauðsyn nýrra úrræða í kjarabaráttunni og leggur áherzlu á, að launþega- samtökin haldi uppi skipulegri Ieit betri leiða . til bættra lífs- kjara. Þá er og nauðsynlegt að gæta þess af fremsta megni, að aukin tækni og bætt vinnuskil- yrði leiði til betri launa og styttri vinnutíma. Alþýðuflokkurinn leggur ,á- herzlu á menntun og þjálfun launþega til þess að bæta skil- yrði þeirra til að velja sér starf við sitt hæfi. Kapp skal lagt á að veita unglingum, gömlu fólki og öryrkjum kost á atvinnu eftir óskum og getu hvers og eins. Alþýðuflokkurinn vill efla og vernda réttindi launþega varð- andi orlof, uppsögn á stcrfi, veik- indi og annað það er snertir at- vinnu og afkomuöryggi þeirra. Tryggja þarf lýðræði á vinnu- stöðum og stefna að þátttöku vinnandi manna í stjórn fyrir- tækja, þegar því verður við komið“. Aldrei flugvöllur . á Álftanesi I»að er vissulega góðra gjalda vert, að Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra, hefur kveðið upp úr um það, að aldrei verði byggður flugvéllum á Álftanesi. Ráðherrann komst þannig að orði um þetta í samtali við Vísi í fyrradag. í framhaldi af þessum ummæl- um skýrir blaðið svo á þessa leið frá orðum ráðherrans: „Hann sagði að nýr flugvöllur á Álftanesi gæti alveg eins kostað 800—1000 milljónir eins og 400— 500 milljónir. Eitt væri víst að slík framkvæmd yrði óhemju dýr og ekkert fjármagn fyrir hendi upp í þann kostnað. Meðal ann- ars þýddi flugvöllur á Álftanesi það að leggja þyrfti niður for- setasetrið á Bessastöðum og byggja nýtt og kaupa upp og rífa fleiri húseignir. Allt yrði þetta svo óskaplega kostnaðarsamt, þótt ekki væri litið á annað, að það er míit skoðun að þetta verði al<lrei gert, sagði ráðherrann að Iokum“. Verðlaun fyrir að reykja ekki Tíminn birtir í gær forystu- grein um reykingar og varpar þar m.a. fram þeirri hugmynd, hvort ekki væri rétt að verðlauna menn fyrir það, er þeir ná lög- ræðisaldri (21 árs) að hafa ekki reykt fram til þess tíma. Kemst blaðið m.a. að orði á þessa leið: „Tóbaksreykingar og skaðsemi þeirra er mjög á dagskrá núna og skoðaðar í nýjuljósi. Margt bend ir til að þar sé líf og heilsa í veði. Jieykingar og drykkjuskapur ungl inga fram um tvítugsaldur er tal- ið hættulegast heilsu og starfs- þreki síðar á ævinni. Sá sem hvor ugt hefur gert á þeim aldri er áð öðru jöfnu starfhæfari og traust- ari borgari þegar líður á starfs- ævina. Gott er að ungt fólk og hinir eldri líka — geri sér þessar staðreyndir ljósar og breyti eftir þeim. Af opinberri hálfu mætti einnig að því stuðla með ýmsum hætti. Ekki virðist til dæmis frá- léitt að við þau mörk, er menn gerast atkvæðaskyldir og full- ábyrgir þjóðfélagsþegnar, fengju menn einhverja viðurkenningu fyrir það að hafa búið sig undir að verða betri starfsþegnar þjóð- ar sinnar með því að hafa ekki neytt þessara skaðvalda“. Dyttað að kælivatnssigtunum. Akurey í Slippnum. Verður Akurey seld til Færeyja? Spjallað við tilvonandi Biaupanda, Sigurd Simonsen TOARINNG Akurey, sem leg- ið hefur við festar í Hvalfirði síðastliðin 2 ár og safnað á sig þangi og kræklingi, er nú kominn upp í slipp í Reykja- vík. Þaralagið hefur verið hreinsað af botni skipsins, og er dráttarbrautin, frá þeiim stað, sem hún stendur á, og allt niður í fjöru, iþakin sjávar dýrum og gróðri. Þegar fréttamaður og ljós- myndari Mbl. komu í heim- sókn á athafnasvæði Slipp- félagsins í gær, unnu menn að því að sjóða ryð úr kælivatns- sigtunum. í sama mund bar að Pétur Wiegelund, verk- stjóra, ásamt færeyskum sikip- stjóra, sem kom tii Reykja- víkur með Drottningunni nokkrum klukkustundum áð- ur. Skipstjóri þessi, Sigurd Simonsen, er kominn hér þeirra erinda að festa kaup á Akurey, sem verið hefur föl um nokkurt skeið. Hann talar ágæta íslenziku, enda hefur hann oft komið hingað, i fyrsta sinn á skútu, árið 1927, þá 14 ára. Er Simonsen hefur skoðað togarann, spyrjum við hann, hvernig honum lítist á grip- inn. „Mjög vel. Mér virðist þetta vera bezta skip, og er ákveð- inn í því að kaupa það. Ég held, að mér muni semja við eigendurna. Ef svo fer kernur áhöfn frá Færeyjum með næstu ferð Drottningarinnar og við siglum Akurey til Jfuglafjarðar á Austurey. Smá vægilega viðgerð þarf að gera á skipinu fyrst, svo að, það fullnægi kröfum Lloyds.“ „Ætlar þú að gera togar- ann út frá heimabæ þínurn, Fuglafirði?“ „Já, þar er bezta höfn í Færeyjum. í Fuglafirði búa um 1300 manns. Þar er einn togari fyrir. Saltfiskverkun er þar mikil, en aðeins eitt lítið frystiihús. Við hyggjumst stunda veiðar í salt, einkum við Grænland. Þó hefðum við farið einn túr til Nýfundna- landis, ef Akurey hefði verið tilbúin tii afihendingar í dag, því þar eru allir færeysku togararnir nú. Eftir 3 vikur verður það orðið of sejnt." „Hverjir verða með þéir í kaupum Akureyjar?“ „Synir mínir tveir, Árni og Sigurd. Þeir eru báðir stýri- menn á togurum. Við erum bjartsýnir og munum hætta öllum eigutn okkar í þetta fyrirtæki. Ekki verða aðrir eigendur." „Hefur þú verið skipstjóri á togara að undanförnu?" „Nei, síðustu’ 10 árin, hef ég verið skipstjóri á dönsku flutningaskipi, sem heldur uppi ferðum milli Danmerkur og ýmissa hafna í Færeyjum. Áður var ég hins vegar togara skipstjóri um 14 ára skeið. Vorum við þá á ýmsum mið- um, einkurn við ísland, Bjam- arey, Svalbarð og í Hvítahafi. Var ýmist fiskað í salt eða ís.“ „Eru togararnir færeystou oftast á saltfisfcveiðuim?" „Já, þær þykja hagíkvæm- astar fyrir togarana okkar. Hins vegar sigla bátamir yfir- leitt með afila sinn ísaðan til Bretlands. Þeir eru flestir 250 til 300 tonn og eru að veiðum 10 til 12 daga. Meðalafli þeirra er 1000—1200 kitt, sem þeir selja á 500—700 sterlings pund. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur Færeyinga, að íslendingar lækki ekki verðið á útflutningsfiski sínum. Við höfum alltaf verið tryggir ykkur ' og jafnframt borið mikið traust til íslenzku þjóð- arinnar og erum því ekki mjög kvíðnir, en ef íslend- ingar lækkuðu t. d. verð á saltfiski, yrði það alvarlegur búhnekkur fyrir okkur.“ „Hafa ekki mjög margir færeyskir sjómenn komið til íslands? “ „Jú, mikill fjöldi og supnir til að vinna hjá íslendingum, eins og kunnugt er. Færeying- ar byggja alltof fiá skip, en hins vegar eru flestir sjó- menn. Þessvegma eru sjó- mannslaun í Færeyjum afar lá, eða aðeins um 1000 fær- eyskar krónur. (um 6300 isl. kr.). Á fslandi er færeyskum sjómönnum boðið miklu hærra kaup, 1800 til 2000 kr.“ „Ætlar þú að dveljast hér á meðan viðgerðin á Akurey fer fram, ef semst um kaup- in?“ „Nei, ég þarf ekki að gera það. Ég fer heim og sæki skipshöfnina. Ég treysti Pétri Wiegelund fullkomlega til að sjá um að allt sé gert eins vel úr garði og unnt er. Hamn er gamall og góður vinur minm.“ Sigurd Simonsen (til vinstri) og Pétur Wiegelund líta á skipið. c / *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.