Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 12
12
MORCU N BLAÐIÐ
' Laugarðagur 1. febrúar 196<
Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ‘WE-
Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Krístinsson.
Útbrejðsiustjori: Sverrif Þórðarson. —
Ritstjórn: AðJlstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakih.
ÞROUN EÐR •
KYRRSTAÐA
ITið íslendingar stöndum nú
* á vegamótum. Þjóðin á
um tvennt að velja: Annað
hvort að -fara þróunar- og
uppbyggingarleiðina eða
velja leið kyrrstöðu og aftur-
farar.
Þetta er sá tvíkostur, sem
þjóðin sténdur frammi fyrir
og ómögulegt er að komast
hjá að taka afstöðu til.
Þróunar- og uppbyggingar-
leiðin er fólgin í þeirri stefnu,
sem núverandi ríkisstjórn hef
ur markað. Það er jafnvægi í
efnahagsmálunum, vaxandi
framleiðsla, fjölbreyttari
bjargræðisvegir, batnandi lífs
kjör, markvís uppbygging og
framfarir á öllum sviðum
þjóðlífsins.
Þetta er það sem hefur ver-
ið að gprast sl. fjögur ár.
Þjóðin hefur aflað sér trausts
út á við, safnað gildum gjald-
eyrisvarasjóðum, notið verzl-
unar- og viðskiptafrelsis og
unnið stórvirki á sviði verk-
legra framkvæmda.
En sú staðreynd verður
ekki sniðgengin, að íslenzka
þjóðin hefur gengið gálaus-
lega um gleðinnar dyr og ekki
gáð að sér. Hinar gífurlegu
kauphækkanir á sl. ári voru
ekki í neinu samræmi við
greiðsluþol útflutningsfram-
leiðslunnar. Þess vegna hefur
Alþingi nú orðið að hækka
söluskatt um 2Vz% til þess að
létta byrðum af útflutnings-
framleiðslunni.
k
Enginn heilvita maður þarf
að fara í grafgötur um það,
að þessi leið, hinar fyrir-
hyggjuláusu kröfur á hendur
útflutningsframleiðslunni er
leiðin til kyrrstöðu og aftur-
farar. Ef þjóðin heldur lengra
út í þessa ófæru þýðir það
kyrrsttöðu og síðan afturför.
Framkvæmdirnar og upp-
byggingin stöðvast. Fram-
leiðslan dregst saman. Við-
skipta- og framkvænídafrelsi
rennur út í sandinn, gjaldeyr-
issjóðirnir eyðast og fyrr en
varir er traustið út' á við
glatað.
Ef þjóðin vill ekki að svona
hörmulega takist til, verður
hún nú að stinga við fótum.
Ríkisstjórnin hefur komið í
veg fyrir að framleiðslan
stöðvist af völdum hinnar hóf-
lausu kröfugerðar á hendur
henni'á sl. ári. En þar er ein-
ungis um bráðabirgðaráðstaf-
anir að ræða. Síðar, þegar
betra tóm hefur gefizt til að
fá heildaryfirsýn yfir ástand
efnahagsmálanna, verður að
gera raunhæfar ráðstafanir til
1|TA N IÍR UFIMI
\W zmr U 1 n iii uii nciivii
þess að tryggja efnahags-
grundvöll þjóðfélagsins og
heilbrigðan rekstur atvinnu-
veganna. Tími hins fullkomna
ábyrgðarleysis og upplausn-
arhneigðar verður að vera
liðinn. Hvorki stjórnarand-
stöðuflokkar né almannasam-
tök^eta leyft sér það að halda
áfram hernaðaraðgerðum
gegn alþjóðarhagsmunum,
hernaðaraðgerðum, sem bitna
ekki aðeins á nútímanum,
heldur geta áft ríkan þátt í
að leggja þungar byrðar á
framtíðina.
íslenzka þjóðin verður í
dag umfram allt að líta raun-
sætt á hag sinn. Ef hún ekki
gerir það hefur hún gerzt
smiður sinnar eigin ógæfu.
STRÍÐSYFIR-
LÝSINGIN FRÁ
BORGARNESI
Ijað er öllum íslendingum
* enn í fersku minni, að
formaður kommúnistaflokks-
ins lýsti því yfir í útvarps-
ávarpi frá Borgarnesi, að al-
þingiskosningunum í sumar
loknum, að nú boðaði hann
stríð en ekki frið. Þessari
stríðsyfirlýsingu var fylgt
fram og þjóðin þekkir afleið-
ingarnar. Þjóðfélagið logaði í
verkföllum allan síðari hluta
sl. árs, framleiðslukostnaður-
inn hækkaði stórkostlega og
útflutningsframleiðslan stóð
um áramótin frammi fyrir
stórkostlegum vanda. Nú er
verið að borga herkostnað
þessarar styrjaldar, sem for-
seti Alþýðusambandsins,
Hannibal Valdimarsson, boð-
aði í hinu fræga Borgarness-
ávarpi. Hækkun söluskattsins
um 2%% er aðeins lítill hluti
þessa herkostnaðar. Hann
birtist í margvíslegum erfið-
leikum bjargræðisveganna,
vaxandi dýrtíð, ótryggari
grundvelli íslenzkrar krónu
o'sfrv.
Það er mikið lánleysi að ís-
lenzk verkalýðshreyfing skuli
hlíta forystu ábyrgðarlauss
angurgapa, sem lætur hinn
Moskvustýrða kommúnista-
flokk teygja sig og toga eins
og Trölla-Láfa þjóðsagnanna.
En íslendingar hafa öðlazt
bitra en merkilega reynslu
af framkvæmd stríðsyfirlýs-
ingarinnar frá Borgarnesi.
Þeir stánda nú, frammi fyrir
þessari spurningu: Á þessi
saga að endurtaka sig? Eiga
ábyrgðartaus upplausnaröfl
að halda áfram að holgrafa
William C. Foster, aðalfuiltrúi Bandaríkjanna á afvopnunarráðstefnunni í Genf (t. h.), heilsar
Semjon Zarapkin, aðalfulltrúa Sovétríkjanna á ráðstefnunni.
Veirur og krabbamein
Veirur, er valda sjúkdómum
svipuðum klghósta og heila-
himnubólgu, kunna einnig að
valda krabbameiai
BREZKA tímaritið „The
Lancet“ hefur skýrt frá
því, að brezkir og banda-
rískir vísindamenn, sem
lengi hafa unnið að rann-
sóknum á hugsanlegu sam
bandi milli veirusjúkdóma
og krabbameins í mönn-
um, hafi komizt að þeirri
niðurstöðu, að veirur, sem
valda sjúkdómum, ’ er að
ytra einkennum líkjast að
mörgu leyti kíghósta og
heilahimnubólgu, kunni
einnig að valda krabba-
meini.
Á árinu 1962 komust Dr. J-
J. Trentin og samstarfsmenn
hans við Bayior háskólann í
Houston í Texas, að þeirri nið
urstöðu, að Þessi sérstaki sjúk
dómsvalclur, sem kallgst Ad-
enovirus — 12, gæti valdið ill
kynja æxlun í nýfæddui
hömstrum. Og nýl-egar rann-
sóknir vísindamanna í Bret-
landi og Bandaríkjunum hafa
síðan leitt í liós 1) hver áhrif
veiran hefur á frumsýnishorn
í tilraunaglasi, 2) hve út-
breiddur þessi krabbameins-
valdur er meðal manna, og
3) hve mjög sjúkdómurinn
líkist algengum sjúkdómum á
öndunarfærum, svo sem kíg-
hósta — og að ekki hefur ver-
ið lagt nægiiega mikið upp
úr slíkum ytri sjúkdómsein-
kennum- •
Vísindamenn hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, að Adeno
yirus — 12 (sem er tæplega
tíu þúsundustu hluti úr milli-
m.etra að stærð) muni líkleg-
ur úr millimetra að stærð)
muni líklegur krabbameins-
valdur, því að hann er al-
gengur, breytilegur og hefur
tilhneigingu tii þess að liggja
í láginni en fara síðan skyndi
lega á kreik, Ekki er vitað
hvers vegna veiran hagar sér
þannig.
♦ ♦ ♦
Prófessor A. T. Latmer og
samstarfsmenn hans í háskóla
deild Clinical Chemistry and
Microbiology í Newcastle —
Upon — Tyne, hafa unnið að
því að finna ieiðir til þess að
sýna fram á, að Adenovirus
— 12 geti framkallað- krabba-
meinsæxli, þ.e.a.s. aðra að-
ferð en þá að sprauta veir-
unni í dýr eins og rottur og
hamstra, sem eru sérstaklega
næm fyrir efnafræðilegri ert-
ingu. Prófessor Latmer ákvað
að beita nýrn tækni til þess
að komast að raun um hreyf-
ingu ákveðinna efná í frum-
unum og þegar hann spraut-
aði Adenovirus —- 12 í nýrna-
vef úr öpum við sérstakar að-
stæður, komu fram svipuð líf
efnafræðiieg einkenni og í
krabbameinssýktum vef. Að
sög-n prófessorsins á enn eftir
að skera úr um það, hvort
þessar breytingar séu ein-
kennandi íyrir Adenovirus-
flokkinn í heild eða aðeins
fyrir þann hluta hans, sem
vitað er að getur valdið
krabbam-eini.
♦ ♦ ♦
Dr, M.S. Pereira við Virus
Referenoe Laboratory í Lond-
on hefur í þessu Sambandi
bent á tilfelli 8 ára drengs,
sem virðist vera með veiru-
heilahimríubólgu. Fundu lækn
ar í drengnum afbrigði af Ad-
enovirus-12, sem var svo dælt
í nýfædda hamstra- Drengur-
Framh. á bls. 15
LMaHsH
efnahagsgrundvöll hins ís-
lenzka þjóðfélags?
Yfirgnæfandi meirihluti
íslendinga svarar þessari
spurningu áreiðanlega neit-
andi.
SKÁKMÖTIÐ
TTið alþjóðlega skákmót, sem
stendur yfir hér í Reykja-
vík um þessar mundir, hefur
vakið mikla athygli. íslend-
ingar unna skákíþróttinni frá
fornu fari. Hún hefur jafnan
skipað veglegan sess meðal
þessarar þjóðar. Skákin er
íþrótt hugans, hinar skýru og
rökréttu hugsunar.
Nokkrir beztu skákmenn
heimsins sækja þetta mót. Þar
fer fram hörð viðureign, en
drengileg og friðsamleg.
Mikill fjöldi manns hér á
landi fylgist af vakandi áhuga
með þessu móti og úrslitum
þar. Er það vissulega vel far-
ið. Skákin er göfug íþrótt. Sá
sem ver tómstundum sínum
til iðkunar henni f er ekki vill-
ur vegar.
íslendingum er sómi af
heimsókn hinna erlendu skák-
manna. Við bjóðum þá vel-
komna og árnum þeim farar-
heilla að loknum leik. r