Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 20
20 M O R G U M *i AOIÐ LaugardagUT 1. febrúar 1964 bimmt GAVIN HQLT: 46 ÍZKUSÝNING XXIV. Langi, svarti bíllinn hans Cli- bauds stóð fyrir utan húsið. Sá grái var þar líka, og hægri end7 inn á höggdeyfinum var allur í rusli. Bílstjórinn minn steig ú.t og skoðaði hann. — Þetta kostar þokkalegan skilding, sagði hann og ég jánkaði því, en ég var ekki að hugsa um kostnaðinn. í þetta sinn lét ég hann ekkx bíða, enda bjóst hann heldur ekki við því. Það voru ljós bæði i sýningai'- salnum og búðina. Eg barði að dyrum og Bede hleypti mér inn. — Hvað var orðið af þer sagði hann. — Við vorum farnir að hugsa um að senda út neyðar kall, Húsbóndi þinn stikar um allt gólf eins og mannæta á svip- inn! — Ég er að koma með æti handa honum, sagði ég. — Það ætti að taka af honum versta sultinn. Hvernig gengur það hérna? — Ég veit ekki, svaraði Bede vesældarlega. — Undir eins og Joel kom, var ég sendur til að handsama hann Thelby aftur. Við höfum hér allan mannskap- inn — Schlussberg og Clibaud og þennan Ochs-kvenmann. Burchell gaf henni nú heldur betur umgang, og nú er hún í varðhaldi í búningsherberginu. En í augnablikinu eru þeir að fást við bílstjórann þeirrar gömlu, þennan Charley Balt. Þekkirðu hann? — Við erum svona rétt á hatti sagði ég. — Hann er enginn sér- legur mælskumaður, hann Chariey. — Það er allt í lagi með mælskuna hans núna. Burchell hefur einhvernveginn lag á ap töla við gamla kunningja. — Svo að Charley er þá gam all kunningi. -— Rétt. Sat tvisvar fyrir inn- brot, áður en hann varð skikk- anlegur. —Áður en hann kom til Sel- inu, áttu við? — Hafðu það eins og þú vilt, sagði Bede og glotti. Þú ættir að ganga gegn um skrifstofuna, Kitzy. Við vorum komnir upp í sýn- ingarsalinn og hann náði sér í stól og settist uppi á stigagat- inu. Schlussberg sat þar úti í horni, í hnipri í hægindastól. Hann var þreytulegur og dapur. Hann tók ekkert eftir mér, 'og vissi víst ekkert um nærveru mína. Thelby sat á brúninni á legu- bekk, undir glugganum út að Dallysstræti. Hann hafði gólf- öskubakka við hlið sér, sem var hálffullur af vindlingastubbum. Clibaud gekk um gólf skammt frá bogadyrunum út í ganginn. Thelby fékk sér nýjan vindling og ég sá, að loginn í eldspýtunm skalf. Hann var ólundarlegur og þreytulegur og þegar Ijósið skein á hann, sá ég, að hann hafði svarta skugga undir augunum. Hann leit á mig, en sagði ekkert, heldur leit strax undan aftur, eins og hann væri hræddur. Clibaud var sá eini þessarar þrennjngar, sem var ofurlítið altilegur. Hann gekk á móti mér, þegar ég nálgaðist bogadyrnar. — Það var gott, að þér komuð, hr. Tyler, sagði hann. — Nokkuð nýtt? Hefur nokkuð gerzt? Ég vildi ekki láta hann tefja mig. — Ekkert sérstakt, sagði ég. — Ég hef bara verið í eftirlits- ferð. Hann var vonsvikinn. Hann hleypti brúnum og greip í erm- ina mína,_ til að halda aftur af mér. — Ég vona, að lögreglan ljúki þessu andstyggilega máli sem fyrst, sagði hann. Ég er orð- inn mjög þreyttur, og svo er ég kallaður hingað aftur, án nokk- urs sýnilegs tilefnis. Ég er þegar búinn að segja þeim allt, sem ég, veit, og samt láta þeir mig bíða hér og bíða. . . —I------------------------------ Ég kinkaði kolli huggandi. — Ég sé ekki, að ég geti neitt við því gert. Við dyrnar að búnipgsherbergi sýningarstúlknanna stóð lög- reglumaður í borgarafötum. Úr herberginu mátti heyra snökt og grát. Gussie hafði látið bugast, en ég fann enga þörf á, að fara neitt að hugga hana. Ég barði að dyrum og gekk inn í skrifstofuna. Burchell sat þar við borðið og andspænis hon um Charley bílstjóri. Maður með minnisbók var að bóka fram burð hans og las hann síðan upp. Joel kom fram úr horninu við gluggann. — Hvar í fjáranum hefur þú verið, Ritzy? Það hefur heldur betur tekið þig tíma að komast hingað. — Það .var umferðateppa, svo að ég varð að fara krókaleið, sagði ég. Burchell sneri sér við í sætinu og gaf mér illt auga. Charley var sá eini, sem virtist vera hrif- inn af mér. Hann vatt neðri- hlutanum af fölu andlitinu í ein hverSkonar bros — kveðjubros, sem hefði gert sjálfan Dracuia greifa hræddan. Skrifarinn hélt áfram að lesa og Charley hallaði sér aftur í stólnum til að hlusta á, og löngu apahandleggirmr náðu næstúm niður á gólf. Framburðinum var næstum lokið, og ef Charley hefur haft eitthvað mikilvægt tiil málanna að leggja, hefur það verið í fyrra hluta framburðarins. Það, sem ég heyrði, var mér þýðingar- laust. Það var eitthvað á þá leið, að hann hefði alltaf farið með húsmóður sinni til Parísar sem Íífvörður. Hann hafði oft séð Schlussberg í París. Einu sinni hafði hann orðið að fleýgja hon- um út úr einhverju hóteli. Það Var þegar það var ákveðið að flytja Clibaud-fyrirtækið til London, og Schlussberg hafði beðið um að fá að fara með. Sehlussberg var annars rólegur maður, en gat verið nokkuð skapmikill fyrir því. Burchell sagði: — Er þetta rétt eftir haft? Viltu undirrita það, þegar búið er að vélrita það? — í lagi, sagði Charley. Mælskunni var lokið hjá hon- um, og hann var aftur eins og hann átti að sér. Og hann fékk leyfi til að fara en skyldi fara » lCOSPER, ©?IB — Ertu viss um að þetta sé leiðin til gistihússins? eftir ganginum að lyftunni. Nú kom að mér, en það fór alls elckj fram, eins og ég hafði gert ráð fyrir. Eins og Burchell fpr með mig, hefði mér getað dottið í hug, að ég sjálfur væri morðinginn, að nú ekki sé talað um ökufantinn. — Ég veit um heimsóknina þína í gærkvöldi, hvæsti hami. — Joel varð að segja frá henni til þess að útskýra árásina á Duttonstelpuna. Hversvegna sagðirðu mér ekki» að hún hefði farið í skrifborðið? — Af því að það var ekki Sally Dutton. Mér skjátlaðist um það. Það var Josette Lacoste. — Svo þér skjátlaðist. Svo segir þú mér ekki neitt, en morð inginn fær að vita það. Þú várst eini sjónarvotturinn að því, svo að hann hlýtur að hafa heyrt það frá þér. . Það, að hann réðst á ska!-ka stúlku gerir þetta enn þá augljósara. Ef ekki hefði ver- ið þetta ábyrgðarlausa kjaftæði þitt, hefði fanturinn aldrei reynt að aka á ungfrú Dutton. -----á, og heldur ekki síðar gerð tilraun að myrða hana með gasi, sagði ég. Burchell og Joel hrukku við, eins og eftir fyrirskipun. — Hvað áttu við? spurðu þeir báðir í senn. Ég sagði þeim það. Skýrði þeim nákvæmlega frá öllum JUMBO og SPORI •*- Teikng.ri: J. MORA En Spori var eins og venjulega alltof fljótur á sér, of ákafur og of klaufskur. Og þegar hann ætlaði að stökkva að kókospálmanum datt hann ofan í mýrina og rennblotnaði. — Var ég ekki búinn að segja yður að fara varlega,“ sagði prófessor Mökkur. „Auk þess eru kókbshnet- urnar hér í landi allsendis óætar“. „Jæja þá,“ sagði Spori og hristi sig allan eins og hundur sem kemur af sundi, „þá finnum við bara eitthvað armað til að borða. Nú er ég-líka svo blautur, að mér er alveg sama þó*ég detti í aðra polla. Ég skal sjá um hádegismatinn eins og ég sagði.“ KALLI KUREKI •X- -Áf- Teiknari; FRED HARMAN §TUDYIH& THC AgROYO, THCOLD-TIHIEe. FOÍ’&ETS TO UATCHWS v/c/ous Bueso 9-rfí v Gamli gáir niður í gildragið- og gleymir alveg hrekkjaskepnunni, sem notar tækifærið .... Þétta er í síðasta sinn sem þú 'sparkar 'í mig, það ætla ég að láta skjóta þig þegár þú brauzt fyrir mér vatnskrúsina. En fyrst ég ekki gerði það þá, skal ég að mér heilvm og mínum athöfnum frá því ég hitti Sally í kránni. Ég lagði fram stolna bréfið og þeir athuguðu það af miklum áhuga. Joel sendi mér vingjarnlegt augnatillit, en Burchell Etagði ekki svo mikið sem svei þér. Ég varð vondur. Sjálfsagt hafði hann ástæðu til að vera dálítið önugur, en hann þurfti ekki að vei-a það um allan aldur. — Ró- légur, Ritzy, sagði ég við sjálfan mig. — Bíddu þangað til þú kem ur með aðal-jarðsprengjuna þína, þvi að þá fara þeir báðir út um þakið á kofanum. Og ég tók til að sprengja hana. Beint framan í smettið á Ted Burchell! ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að augjýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Nei, hér er ekkert vatn að sjál þig vita, kelli mín! Ég hefði átt .að lifandi gera það núnal. aiUívarpiö Laugardagur 1. febrúar. 7:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14:30 í vikulokin (Jónas Jónasson): Tónleikar — 15:00 Fréttir — * Samtalsþættir — íþróttaspjall — Kynnlng á vikunni framund- an. 16:00 Veðurfregnir — Laugardagslög- in. 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17:00 Fréttir. 17:05 í>etta vil ég heyra: Jón H. Jóns son kennari velur sér hljóm- plötur. \ •. 18:00 Utvarpssaga barnanna: ‘„Skemmti legir skóladagar“ eftir Kára Tryggvason; V. fÞorsteinn Ö. Stephensen). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Jólaleikrit 'útvarpsins endurtek- ið: ^Rómúlus mikli**, ósagn- fræðilegur gamanleikur eftir Fredrich Dúrrenmatt. Þýðandi: Bjarni Benediktsson — Leik- stjóri: Gísli Halldórsson. Persónur og leikendur:* Rómúlus Ágústus keisari.... I>orsteinn Ö. Stephensen Júlía keisarafrú Guðbjörg Þorbjam ardóttir Rea dóttir þeirra ... Kristín Anna Þórarinsdóttir Senó keisari Austur-Rómverja .... Lárus Pálsson Emilían, rómverskur höfðingi .... Rúrik Haraldsson Mares hermálaráðherra .... Bjarni Stein grímsson Túllíus Rótúndus innanríkisráðherra ... Helgi Skúlason Spúríus Títus Mamma riddaraliðs- foringi Baldvin Halldórsson Akkilles, herbergisþjónn Rómúlusar .... Gestur Pálsson Pýramus, annar herbergisþjónn Árni Tryggvason Appólýson listaverkakaupmaður Erlingur Gíslason Sesar Rúpf iðjuhóldur . Ævar Kvaran Ódóvakar, foringi Germana .... Róbert Arnfinnsson •. fl. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lestur Passiusálma (6) 22:20 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.